Betra peningakerfi? - Athugasemdir við skýrslu Frosta Sigurjónssonar

Önundur Páll Ragnarsson
10016524533-0ff5c08222-z1.jpg
Auglýsing

Nýverið kom út skýrsla Frosta Sig­ur­jóns­sonar alþing­is­manns um banka- og pen­inga­kerf­ið. Frosti vill grennsl­ast fyrir um grund­vall­ar­at­riði í stofnana­gerð sam­fé­lags­ins. Slík grund­vall­ar­nálgun mætti að ósekju vera algeng­ari í stjórn­mál­un­um, enda tekur Frosti fram að skýrslan sé aðeins inn­legg í umræð­una. Ásetn­ingur Frosta er góð­ur, en ég er ósam­mála efni og nið­ur­stöðum skýrsl­unnar í stórum drátt­um.

Not­endur pen­inga ráða ferð­inniEinn helsti ókostur skýrsl­unnar er að hún hefur laga­lega sýn á pen­inga, miklu frekar en hag­fræði­lega. Grunn­hug­mynd Frosta er sú að seðla­bank­inn skuli ein­oka pen­inga­fram­boðið eins og það leggur sig, en ekki bara það sem í dag kall­ast grunn­fé. Frosti leggur til að þetta verði ein­fald­lega gert með vald­boði. Sett yrðu lög um kerf­ið, sem banna aðra pen­inga­út­gáfu en seðla­bank­ans. Allir velti­reikn­ing­ar, debet-, hlaupa- og tékka­reikn­ingar í land­inu yrðu þá, í sam­ræmi við lög­in, gefnir út af seðla­bank­an­um. Lán­veit­ingar færu hins vegar fram á vegum einka­rek­inna fjár­fest­ing­ar­sjóða sem aðeins lána út það sem fyrst hefur verið lagt inn hjá þeim. Öll inn­lán til þeirra yrðu þá bundin til ein­hvers tíma. „Þjóð­pen­inga­kerf­ið“ er að þessu leyti eins og flæði­lík­an. Allir pen­ingar í þjóð­pen­inga­kerf­inu flæða á milli hand­hafa, ólíkt núver­andi kerfi þar sem bróð­ur­partur pen­inga­fram­boðs­ins eru kröfur sem eru stofn­aðar og felldar niður í við­skiptum banka og spari­sjóða.

Þar sem pen­ing­arnir á velti­reikn­ingum Þjóð­pen­inga­kerf­is­ins liggja bók­staf­lega inni í seðla­bank­anum (og bera þá nafn með rentu og eru „inn­stæð­ur“, þ.e. þeir „standa inni“ í bank­an­um) en eru ekki lán­aðir út til fjár­fest­inga, hvorki í heild né að hluta, þá er það álit skýrslu­höf­undar að þeir eigi ekki að bera vexti. Nánar til tekið að þeir eigi að bera 0% nafn­vexti. Þetta virð­ist rök­rétt við fyrstu sýn, en veldur vand­ræðum þegar nánar er að gáð.

Í skýrsl­unni er þar látið við sitja efn­is­lega. Sýnin er þessi: Það sem er á velti­reikn­ing­unum í seðla­bank­anum er pen­ing­ar, ásamt seðlum og mynt. Það sem spari­fjár­eig­endur hafa bundið í útlánum fjár­fest­ing­ar­sjóða er hins vegar ekki pen­ing­ar, af því að það er ekki laust til ráð­stöf­unar taf­ar­laust. Pen­ingar eru skil­greindir í lögum og stjórn­völd ákveða hve mikið er til af pen­ing­um. Þetta er það sem ég á við með „laga­legri sýn“ á pen­inga. Þetta kemur hag­fræði mjög lítið við.

Auglýsing

Í skýrsl­unni ályktar Frosti að í Þjóð­pen­inga­kerfi geti seðla­bank­inn stjórnað pen­inga­magni með beinum og nákvæmum hætti (bls. 87). Þessar vanga­veltur hefur hann úr bók „Positive Money“- hreyf­ing­ar­innar frá 2013, Modern­is­ing Mon­ey. Þar segja höf­und­arn­ir, sem fjalla um heild­ar­forða­kerfi í bresku sam­hengi [þýð­ingin er mín]: „Heild­ar­pen­inga­magn verður nákvæm tala, rétt upp á penní, sem tölvu­kerfi Eng­lands­banka getur reiknað út á sek­úndu­broti. Þessi tala yrði svo birt í raun­tíma á vef Eng­lands­banka.“ (Modern­is­ing Money, bls. 191).

Þetta er því miður ekki rétt. Ástæðan er þessi: Pen­ingar eru ekki bara það sem stendur í lands­lögum að séu pen­ing­ar. Pen­ingar eru allt það sem fólki finnst hent­ugt að nota og notar sem pen­inga. Það eru not­endur pen­inga sem ákveða hvað eru pen­ingar og hvað ekki. Ekki stjórn­völd.

Ætli stjórn­völd sér engu að síður að ná algerum yfir­ráðum yfir pen­inga­fram­boð­inu og stjórna því með beinum hætti er þess vegna alveg sér­stak­lega mik­il­vægt að þeir hag­rænu hvat­ar, sem not­endur pen­inga standa frammi fyr­ir, stuðli að þessu mark­miði stjórn­valda, en vinni ekki gegn því. Gjald­mið­ill­inn sem stjórn­völd bjóða fram verður þess vegna að vera til­tölu­lega ódýr og hag­kvæmur í notk­un. Ann­ars forð­ast bæði fólk og fyr­ir­tæki að nota hann. Dæmi erlendis frá sýna raunar að fag­fjár­festar og fyr­ir­tæki eru mun fljót­ari að finna leiðir til þess, en almenn­ing­ur. Heim­ilin hafa til­hneig­ingu til að sitja lengur uppi með hinn dýra og óhag­kvæma gjald­mið­il.

En hví ætti þetta að vera vanda­mál í þjóð­pen­inga­kerfi? Einmitt af þeirri ástæðu sem ég nefndi hér að ofan: Ekki verða greiddir neinir vextir á óbundnum inn­stæðum í seðla­bank­an­um,  að því er virð­ist af prinsipp­á­stæð­um. Ef við gerum ráð fyrir hóf­legri stöðugri verð­bólgu þýðir þetta að ætíð verða nei­kvæðir raun­vextir á öllum pen­ingum sem ríkið býður fram. Í öllu falli verður fórn­ar­kostn­aður pen­inga­eignar meiri en í núver­andi kerfi. Það skapar hvata til að finna aðra greiðslu­miðla en þá sem þjóð­pen­inga­kerfið hefur upp á að bjóða. M.ö.o. hvata til að finna upp nýjar gerðir fjár­mála­gern­inga sem sam­eina ann­ars vegar pen­inga­lega eig­in­leika og hins vegar ávöxt­un.

Meg­in­reglan er samn­ings­frelsiVita­skuld getur Frosti svarað því til að þetta verði ekki vanda­mál, þar sem aðrar gerðir pen­inga verði bann­að­ar. Í skýrslu hans seg­ir, um hina bundnu vaxta­ber­andi reikn­inga Þjóð­pen­inga­kerf­is­ins [þýð­ingin er mín]: “Fjár­fest­ing­ar­reikn­inga er ekki hægt að nota til að fram­kvæma greiðslur og ekki er hægt að yfir­færa eign­ar­hald á þeim til þriðja aðila áður en bindi­tíma þeirra lýk­ur.” (bls. 71)

Strax vaknar þá sú spurn­ing hvort leyft verði að gefa út ávís­anir eða afleiður sem vísa til hins vænta ábata af fjár­fest­ing­ar­reikn­ing­um? Ef ekki, verður þá sjóðum og fyr­ir­tækjum sem eiga stór söfn af inn­lánum á slíkum reikn­ingum heim­ilað að gefa út skulda­bréf? T.d. stutt afborg­ana­laus skulda­bréf í litlum upp­hæð­um? Hve mikla pen­inga­lega eig­in­leika munu þau bréf hafa, að mati hand­hafa? Hve fýsi­legt verður að nota þau til að greiða fyrir vörur og þjón­ustu í stað „þjóð­pen­ing­anna“? Hvað með raf­pen­inga útgefna af nafn­lausum huldu­mönnum á inter­net­inu? Verða þeir e.t.v. skyndi­lega álit­legri en hingað til?

Punkt­ur­inn er þessi: Ef hag­rænir hvatar vinna ekki með pen­inga­stefnu stjórn­valda, sem hyggj­ast stýra pen­inga­magns­breyt­ingum í smá­at­rið­um, mun upp­hefj­ast lög­fræði­legur elt­inga­leikur við pen­inga­fram­boð­ið, sem ekki sér fyrir end­ann á. Því sterk­ari sem hvat­arnir eru, því erf­ið­ari verður elt­inga­leik­ur­inn fyrir rík­is­valdið og því bjag­að­ari verður sú pen­inga­mála­stjórn sem byggir á opin­berum tölum um (þjóð-)­pen­inga­magn. Ómögu­legt er að hefta pen­inga­fram­boðið full­kom­lega, í trássi við hag­ræna hvata, án þess að afnema hrein­lega samn­inga­frelsi í fjár­mála­kerf­inu að miklu leyti.

Pen­inga­fram­boðið er kviktÞetta eru ekki tómar fræði­legar vanga­velt­ur. Fjár­mála­sagan geymir dæmi um hve kvikt pen­inga­fram­boðið getur ver­ið. Hér læt ég nægja að nefna tvö:

Seðla­laus greiðslu­miðlun með óbundnum inn­stæð­um, sem við lítum á sem sjálf­sagðan hlut í dag, sótti veru­lega í sig veðrið í Banda­ríkj­unum á seinni hluta 19. ald­ar, en var fyrir þann tíma ekki útbreidd. Ástæðan var m.a. sú að seðla­út­gáfa, sem þá var hjá við­skipta­bönkum tak­mark­að­ist mjög af lögum og regl­um. Í stuttu máli kváðu lög á um að öll seðla­út­gáfa við­skipta­banka skyldi bak­tryggð upp í topp með rík­is­skulda­bréfa­eign. Svo vildi hins vegar til, eftir að Þræla­stríð­inu lauk, að útgáfa rík­is­skulda­bréfa dróst tals­vert sam­an. Því voru góð ráð dýr fyrir bank­ana. Nið­ur­staðan varð sú að fara fram­hjá hinu tak­mark­aða fram­boði rík­is­skulda­bréfa, með því að miðla greiðslum í auknum mæli án þess að gefa út seðla. Þannig má segja að óbundnar inn­stæð­ur, færslur í bók­haldi bank­anna, hafi í rík­ara mæli orðið hluti af pen­inga­fram­boð­inu.

Hitt dæmið er nýlegra. Eftir krepp­una miklu og fram á 9. ára­tug­inn voru við lýði vaxta­þök á óbundnum inn­stæðum í banda­rískum bönk­um. Upp­haf­lega til að hindra það sem álitið var óæski­leg sam­keppni banka um inn­lán, en síðar meir í auknum mæli til að stýra útdeil­ingu láns­fjár til til­tek­inna geira hag­kerf­is­ins. Á 8. ára­tugn­um, þegar verð­bólga var mik­il, fóru vextir á rík­is­víxlum hækk­andi. Áður en yfir lauk fóru þeir upp fyrir fyrr­nefnd vaxta­þök á inn­stæð­um. Við þær aðstæður var ljóst að hægt var að fá hærri áhættu­lausa ávöxtun en hjá við­skipta­bönk­um. Einmitt á þessum tíma færð­ist útgáfa inn­stæðu­bréfa (e. certificates of deposit, CD) í auk­ana. Spari­sjóðir hófu útgáfu svo­nefndra NOW-­reikn­inga (e. Negoti­able Order of Wit­hdrawal) sem ekki heyrðu undir vaxta­þök­in. Inn­eignir í pen­inga­mark­aðs­sjóðum fimm­tíu­föld­uð­ust á fimm ára tíma­bili frá 1977-1982 og fljót­lega var farið að bjóða fólki að skrifa ávís­anir á inn­eignir í slíkum sjóð­um. Spari­sjóðir fóru einnig að gefa út svo­nefnda Super-NOW-­reikn­inga, sem sam­ein­uðu eig­in­leika NOW-­reikn­inga og pen­inga­mark­aðs­sjóða. Þessi fjár­mála­lega nýsköp­un, og fleiri teg­undir henn­ar, grófu undan vaxta­þök­unum svo hratt að þau voru að mestu afnumin árið 1986. Er nokkur ástæða til að halda að íslenskir banka­menn hafi minna hug­mynda­flug en aðr­ir, þegar kemur að fjár­mála­legri nýsköp­un?

Þessi dæmi eru birt­ing­ar­myndir einnar helstu ástæðu þess að seðla­bankar um allan heim hafa á síð­ustu ára­tugum miðað á til­tekna vexti, en ekki pen­inga­magn, þegar þeir fram­kvæma stefnu sína. Vexti er til­tölu­lega auð­velt að mæla. Þeir eru það verð sem mynd­ast á mörk­uðum fyrir afnot af láns­fé. Pen­inga­fram­boðið er hins vegar kvikt, marg­brotið og ill­mæl­an­legt, ekki síst í raun­tíma. Ég tel að það breyt­ist ekki með til­komu þjóð­pen­inga­kerfis og sér­stak­lega ef hag­rænir hvatar vinna ekki með því. Fyr­ir­heitum um hár­ná­kvæma pen­inga­magns­stjórnun þjóð­pen­inga­kerf­is­ins verður því að taka með miklum fyr­ir­vara. Hæg­ara er um að tala en í að kom­ast.

Allt snýst þetta um peninga. Allt snýst þetta um pen­inga.

Gömul hug­myndHug­myndir Frosta um þjóð­pen­inga­kerfi eru ekki nýjar að stofni til. Þær eiga sér langa sögu. Þær hafa verið settar fram í ólíkum til­gangi af mörgum hag­fræð­ingum og bera því mörg mis­mun­andi nöfn. „Þjóð­pen­inga­kerfi“ er aðeins nýjasta heit­ið. Þess vegna verður að fara var­lega í að setja allar þessar hug­myndir undir sama hatt. Rangt væri að úrskurða höf­undana alla skoð­ana­bræð­ur, enda finna þeir sífellt upp ný nöfn á hug­mynd­ina því þeir eru ósam­mála um útfærslu henn­ar. Í þessum hópi má finna marga virta hag­fræð­inga. Þar á meðal Irv­ing Fis­her, hóp­inn sem stóð að Chicago-­á­ætl­un­inni svoköll­uðu, Lud­wig von Mises og nóbels­verð­launa­haf­ana Milton Fried­man, Maurice Allais og James Tobin. Margir fleiri hafa lagt sitt af mörk­um.

Með ofan­greint mann­val að baki hug­mynd­unum vekur það undrun mína að Frosti hafi skipað sér í hóp með bresku hreyf­ing­unni Positive Mon­ey. Sjálf­stætt fram­lag hennar til umræð­unnar um þetta mál­efni er mjög tak­mark­að. Helst þó hug­myndin um að rangt sé að færa grunnfé sem skuld­bind­ingar á efna­hags­reikn­ingi seðla­banka, þ.e. hug­myndin um „skuld­lausa pen­inga“ (e. debt free money). Hún stenst ekki skoðun og vinnur kröft­ug­lega gegn trú­verð­ug­leika kerf­is­ins sem Frosti mælir fyr­ir. Rétt er að taka fram að eng­inn fyrr­greindra hag­fræð­inga minn­ist einu orði á hana í skrifum sínum um heild­ar­forða­kerfi. Frosti gerir meint skuld­leysi þjóð­pen­inga hins vegar bless­un­ar­lega ekki að aðal­at­riði í skýrslu sinni og dvel ég því ekki lengur við það.

Svo les­endur átti sig á því hve ólíkur til­gangur hefur vakað fyrir fram­an­greindum hug­mynda­smiðum má nefna að von Mises vildi einka­væða pen­inga­út­gáfu alger­lega og gera sjálfan almenn­ing full­valda og óháðan rík­is­vald­inu í pen­inga­mál­um. Hans reynsla var sú að mis­notkun rík­is­ins á vald­inu til að prenta papp­írs­pen­inga leiddi und­an­tekn­ing­ar­lítið til óða­verð­bólgu. Því lagði hann til heild­ar­forða­kerfi með gull sem gjald­mið­il. Það sem hins vegar vakti fyrir Chicago-hópn­um, Fis­her, Fried­man og fleirum var þjóð­nýt­ing pen­inga­út­gáf­unn­ar. Með því vildu þeir laga bresti á pen­inga­mark­aði. Í hug­myndum von Mises fólst alger frels­i­svæð­ing á gull­mark­aði Banda­ríkj­anna. Í Chicago-­á­ætl­un­inni fólst hins vegar algjör yfir­taka rík­is­ins á gull­mark­aði Banda­ríkj­anna og upp­ræt­ing hans, til að hindra notkun gulls sem gjald­mið­ils.

Ekki er byggj­andi á Positive MoneyFyrri tíma tals­mönnum heild­ar­forða­kerfa var aðal­lega umhugað um pen­inga­mála­stjórn. Frá og með 9. ára­tugnum hætti umræðan um þessi mál meðal banda­rískra hag­fræð­inga að snú­ast um pen­inga­mála­stjórn og fór að snú­ast um fjár­mála­stöð­ug­leika. Hvernig megi tak­marka rík­is­á­byrgðir á fjár­mála­kerf­inu og hindra banka­hrun á sama tíma. Átaka­punkt­ur­inn í þeirri umræðu er hvort kostn­aður þess eða ábati sé meiri, fyrir almenn­ing, að kljúfa við­skipta­banka í tvennt með ofan­greindum hætti. Nið­ur­stöður þeirra skrifa eru að mestu leyti heild­ar­forða­kerfum í óhag. Alþjóða­bank­inn hefur talað um að með slíkum kerf­is­breyt­ingum yrði „barn­inu hent út með bað­vatn­in­u“. Hag­fræð­ing­ur­inn Neil Wallace hefur líkt heild­ar­forða­kerf­um, sem aðferð til að tryggja fjár­mála­stöð­ug­leika, við það að lækka leyfi­legan öku­hraða niður í núll, til þess að fækka banaslysum í umferð­inni.

Ég tel að fylgi­semi Frosta við Positive Money hreyf­ing­una muni standa honum fyrir þrif­um, vilji hann halda bar­áttu sinni fyrir þjóð­pen­inga­kerfi áfram. Mál­flutn­ingur hennar er á vissum sviðum ára­tugum á eftir sínum sam­tíma. A.m.k. virð­ast fyrr­nefndir hag­fræð­ingar hafa verið með­vit­aðir um van­kanta hug­mynd­ar­innar fyrir ára­tugum síð­an, en þess sér fá merki í bók Positive Money hreyf­ing­ar­inn­ar, Modern­is­ing Mon­ey. Fried­man taldi raun­ar, í bók sinni um málið frá 1959, að vaxta­greiðslur á óbundnum inn­stæðum væru for­senda þess að heild­ar­forða­kerfi gæti yfir höfuð gengið upp. Jafn­framt sagð­ist hann óviss um hvernig þeir vextir skyldu ákvarð­að­ir. Allais hamr­aði um svipað leyti á því að pen­inga­fram­boðið væri ekki jafn­ein­falt að upp­bygg­ingu og menn ýjuðu að. Taka þyrfti til­lit til allra pen­inga­legra eig­in­leika fjöl­margra fjár­mála­af­urða og breyt­inga þar á yfir tíma. Óvissu­þættir af þessu tagi eru hins vegar vart ræddir í bók Positive Mon­ey. Frekar má líkja þeim mál­flutn­ingi við fyr­ir­heit um alls­herj­ar­lækn­ingu við öllum helstu vanda­málum sem plaga fjár­mála­kerfi heims­ins. Ekki er inni­stæða fyrir slíku.

Fræðsl­una þarf að aukaÉg hóf þessa grein á því að hrósa Frosta Sig­ur­jóns­syni og þannig vil ég ljúka henni. Í skýrsl­unni kemur Frosti rétti­lega inn á það að oft er tals­vert sam­bands­leysi á milli þess hvernig bönkum og pen­ingum er lýst, bæði fyrir almenn­ingi og grunn­nemum í hag­fræði, og þess hvernig bankar og pen­ingar eru í raun. Ég held að fæst fólk átti sig á því hvernig pen­ingar eru boðnir fram og hver mun­ur­inn er á pen­ingum sem maður „á í bank­an­um“ og pen­inga­seðlum sem maður á í vesk­inu. Vel færi á því að fólk yrði frætt meira um það, á svip­uðum nótum og þeim sem Frosti er á í skýrslu sinni.

Höf­undur er meist­ara­nemi í þjóð­hag­fræði við Barcelona Gradu­ate School of Economics

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None