Af vondum almannatenglum og rándýrum ímyndarátökum

Aðalbjörn Sigurðsson
IMG_2639-1.jpg
Auglýsing

Ragnar Þór Pét­urs­son kenn­ari skrif­aði pistil sem birtur var í Kjarn­anum á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins, 1. maí, undir fyr­ir­sögn­inni „Eru kenn­arar mjólk?“. Þannig háttar til að ég les iðu­lega það sem Ragnar skrifar og er honum oft sam­mála. Þetta er í fyrsta skipti sem ég svara skrifum hans og ég hefði gjarnan viljað að það væri vegna þess að ég væri honum enn einu sinni sam­mála – en því miður er ekki svo.

Í pistli sínum leggur Ragnar Þór út frá grein í Skóla­vörðu Kenn­ara­sam­bands Íslands (KÍ) þar sem fjallað er um erindi Gunn­ars Steins Páls­sonar almanna­teng­ils á nýaf­stöðnum árs­fundi KÍ um ímynd kenn­ara. Ragn­ari Þór finnst erindið greini­lega frekar asna­legt, auk þess sem hann gefur í skyn að Gunnar Steinn sé ómerki­legur papp­ír, maður sem aðal­lega hafi unnið fyrir útrás­ar­vík­inga. Sem hann gerði örugg­lega. Það var hins­vegar ekki ástæðan fyrir því að Kenn­ara­sam­bandið valdi að fá hann til að halda erindi, heldur sú stað­reynd að hann hefur í gegnum tíð­ina margoft verið feng­inn til að vinna fyrir stétt­ar­fé­lög við alls­konar aðstæð­ur. Þekk­ing hans er því umtals­verð eins og inn­legg hans á árs­fundi KÍ (sem Ragnar Þór sat ekki) sýndi glögg­lega.

Kjara­mál kenn­ara tíu ára hringa­vit­leysa



Ragnar Þór rekur í grein sinni hvernig kjara­mál kenn­ara fari stöðugt í hringi. Þar nefnir hann raunar aðeins kjara­bar­áttu grunn­skóla­kenn­ara þrátt fyrir að innan KÍ séu kenn­arar á fleiri skóla­stig­um, en látum það liggja milli hluta. Í stuttu máli er þetta myndin sem teiknuð er upp: Á tíu ára fresti gera for­svars­menn grunn­skóla­kenn­ara afspyrnu vonda kjara­samn­inga, fara síðan að huga að ímynd rétt áður en þeir hlaða í átök til að vinda ofan af vit­leys­unni og leið­rétta vondu kjara­samn­ing­ana með til­heyr­andi verk­föllum og átök­um. Eftir það eru hlut­irnir vænt­an­lega í lagi um hríð þar til hringnum er náð og sagan end­ur­tekur sig. Ragnar hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að und­an­förnu að honum finn­ast nýj­ustu kjara­samn­ingar grunn­skóla­kenn­ara ekki góð­ir. Ég er ósam­mála honum en virði að sjálf­sögðu skoðun hans. Þegar samið er fyrir fjöl­mennar stéttir er ólík­legt að nið­ur­staða náist sem allir eru full­komlega sáttir við. Ég minni hins vegar á að yfir­gnæf­andi meiri­hluti kenn­ara sam­þykkti nýjan kjara­samn­ing grunn­skóla­kenn­ara og lagði þannig blessun sína yfir hann. Samn­ing­arnir geta því ekki verið alslæm­ir.

Í­mynd skiptir máli, hana þarf alltaf að hafa í huga og stöðugt þarf að hlúa að henni.

Auglýsing

Varð­andi ímynd kenn­ara þá er ekki rétt að KÍ hugi aðeins að henni á vissum afmörk­uðum tíma­bil­um. Í Kenn­ara­hús­inu er þvert á móti stöðugt rætt um þau mál þó umræðan sé mis­mikið uppi á borð­inu. Hann nefnir ímynd­ar­á­tak Félags grunn­skóla­kenn­ara árið 2007 sem dæmi og gerir að því skóna að það hafi verið mis­heppnað og illa ígrund­að. Slíkt eigi ekki að end­ur­taka, enda hafi ímynd­ar­á­tök engin áhrif. Þar ætla ég að leyfa mér að mót­mæla. Ímynd skiptir máli, hana þarf alltaf að hafa í huga og stöðugt þarf að hlúa að henni. En það er rétt – ímynd verður ekki til í einu stuttu átaks­verk­efni eða með ein­hverju áhlaupi. Hana þarf að skapa yfir langan tíma og með stöðugri vinnu. Það þarf að hlúa að ímynd kenn­ara með því að upp­lýsa almenn­ing um hvað stéttin er að fást við dags dag­lega og það gera engir aðrir en kenn­arar sjálf­ir.

Um það fjall­aði einmitt árs­fundur Kenn­ara­sam­bands­ins, því eftir erindi Gunn­ars Páls tóku við vinnu­stofur sem um 100 full­trúar fund­ar­ins tóku þátt. Þar var hver ein­asti árs­fund­ar­full­trúi hvattur til að skrifa grein­ar, blogga, kommenta á Face­book, tísta og nota allar mögu­legar aðferðir til að upp­lýsa um þau fjöl­breyttu verk­efni sem kenn­arar takast á við í starfi sínu. Einnig voru fund­ar­gestir hvattir til að virkja aðra kenn­ara til að gera slíkt hið sama. Sem er ekk­ert annað en það sem Ragnar Þór gerir reglu­lega – skrifa og vekja athygli á mál­efnum kenn­ara. Á upp­byggi­legan og jákvæðan hátt. Með því eykst skiln­ingur á kennslu og öðrum verk­efnum kenn­ara. Og í fram­haldi eykst von­andi áhugi ungs fólk að leggja kennslu fyrir sig sem og skiln­ingur á að það þarf að greiða kenn­urum sann­gjörn (og þá hærri) laun fyrir vinnu sína. Um það sner­ist árs­fundur Kenn­ara­sam­bands­ins.

Hálfur millj­arður í ímynd­ar­mál?



En ímynd ein­stakra stétta hefur líka bein áhrif þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Tökum lækna sem dæmi sem náðu að semja um veru­legar kjara­bætur í vet­ur. Ein ástæðan fyrir því að bar­átta þeirra gekk upp var að almenn­ingur var sam­mála að borga þyrfti læknum hærri laun. Við það skap­að­ist þrýst­ingur sem læknar nýttu sér meðal ann­ars með því að ráða ímynd­ar­sér­fræð­ing (Gunnar Stein) til að vinna fyrir sig. Á svip­uðum tíma reyndu flug­menn og starfs­menn á Herj­ólfi að sækja með átökum hærri laun. Báðar deilur end­uðu með laga­setn­ingu sem fáir settu sig upp á móti enda var engin stemmn­ing í sam­fé­lag­inu fyrir því að laun þess­ara hópa hækk­uðu (hvort sem kröfur þeirra áttu rétt á sér eða ekki). Þrýst­ingur almenn­ings hefur því áhrif, þvert á það sem Ragnar Þór full­yrð­ir. Þau áhrif ná langt út fyrir samn­inga­borðið í hús­næði Rík­is­sátta­semj­ara.

­Stað­reyndin er að Gunnar Steinn hefur ekki verið ráð­inn af Kenn­ara­sam­band­inu í neitt slíkt verk­efni. Hann þáði ekki einu sinni greiðslu fyrir umrætt erindi sitt á árs­fund­in­um.

Í grein­inni í Skóla­vörð­unni er haft eftir Gunn­ari Stein að ein leið til að fara í ímynd­ar­á­tak sé að stofna þriggja manna nefnd sem hefði skýrt umboð og algert sjálf­stæði til að vinna að mál­inu. Sú nefnd þyrfti um 50 millj­ónir á ári næstu 10 árin til að vinna með. Í tengslum við það gefur Ragnar í skyn að KÍ hafi nú ákveðið að fela umdeildasta spuna­meist­ara lands­ins stjórn á slíku verk­efni og moka í hann alls 500 millj­ónum á næstu tíu árum. Ekk­ert gæti verið fjarri sanni. Stað­reyndin er að Gunnar Steinn hefur ekki verið ráð­inn af Kenn­ara­sam­band­inu í neitt slíkt verk­efni. Hann þáði ekki einu sinni greiðslu fyrir umrætt erindi sitt á árs­fund­in­um. Hann var feng­inn til að halda erindið til að vekja árs­fund­ar­full­trúa og kenn­ara almennt til umhugs­unar og umræðu. Það er ekki annað að sjá en að það mark­mið hafi náð­ist – Kenn­ara­sam­band­inu að kostn­að­ar­lausu.

Höf­undur er útgáfu- og kynn­ing­ar­stjóri Kenn­ara­sam­bands Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None