Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!

Á sjöunda tug fólks, sem komið hefur að starfinu í Siglunesi í Nauthólsvík, mótmæla harðlega áformum Reykjavíkurborgar að loka ævintýramiðstöðinni sem þau hafa styrkt og þroskað börn, ungmenni og fullorðna í yfir hálfa öld.

Björgum Sigunesi
Auglýsing

Und­an­farna daga hafa borg­ar­búum borist fréttir af ein­stökum þáttum í nið­ur­skurð­ar­til­lögum borg­ar­ráðs. Stefnt er að víð­tækum nið­ur­skurði og munum við öll finna fyrir skerð­ingu á þjón­ustu. Það er ekki öfunds­vert hlut­verk að for­gangs­raða verk­efnum og getur verið erfitt að sjá hve mikil verð­mæti fel­ast í þeim. Þó urðum við und­ir­rituð slegin þegar okkur varð ljóst að til stæði að loka skyldi ævin­týramið­stöð­inni Siglu­nesi í Naut­hóls­vík með einu penna­striki.

Öll hljótum við að vera sam­mála um að á nið­ur­skurð­ar­tímum sé ekki bara mik­il­vægt heldur nauð­syn­legt að standa vörð um grunn­inn­viði sam­fé­lags­ins svo ekki komi í það brest­ir. Þegar fréttir ber­ast af auknum átökum milli ungs fólks og grunn­skólum borg­ar­innar sem finna sig knúna til að ráða dyra­verði til að gæta öryggis nem­enda skýtur skökku við að skera niður í æsku­lýðs­starfi. Heldur þykir okkur full ástæða til að standa sér­stakan vörð um þá starf­semi sem þroskar, eflir og und­ir­býr börn og ung­menni undir líf­ið.

Auglýsing

Siglu­nes á sér 55 ára far­sæla sögu þar sem ein­stöku æsku­lýðs­starfi fyrir börn og ung­linga hefur verið haldið úti. Sam­spil sjáv­ar, strand­ar­innar og nátt­úr­unnar er magnað og mikil reynsla að upp­lifa. Eft­ir­spurn og ánægja þátt­tak­enda og for­eldra tala sínu máli. Hátt í þús­und börn mæta til leiks á hverju ári spennt að takast á við nýjar og skemmti­legar áskor­an­ir. Mörg hafa síðar lagt fyrir sig kapp­sigl­ingar í sigl­inga­fé­lögum víðs­vegar um landið og leyn­ast þar Ólymp­íu­farar í sigl­ing­um!

Starfið í Siglu­nesi snýst þó alls ekki ein­ungis um sigl­inga­kennslu. Þar ríkir and­rúms­loft hlaðið skemmt­un, fræðslu og vatna­sporti í öruggu umhverfi sem er laust við sam­keppni. Siglu­nes er nefni­lega fyrir öll börn og höfum við fylgst með börnum með mis­jafnan bak­grunn og reynslu þroskast, styrkj­ast og efl­ast í starf­inu. Börn vinna per­sónu­lega sigra á hverjum degi og upp­lifa sig­ur­til­finn­ingu sem þau hafa jafn­vel ekki upp­lifað áður í öðru íþrótta- og æsku­lýðs­starfi.

Auglýsing

Borg­ar­ráð setur það mark­mið að vernda fram­línu­þjón­ust­una, svo sem skóla- og vel­ferð­ar­þjón­ustu í nið­ur­skurð­in­um. Til að setja það í sam­hengi var unnið ein­stakt verk­efni í borg­inni þar sem fundað var með for­eldrum, starfs­fólki skóla- og frí­stunda­starfs og börn­unum sjálfum um hvað skiptir mestu máli í menntun barna. Úr þeirri vinnu komu fimm grund­vall­ar­þættir mennta­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar: félags­færni, sjálfs­efl­ing, læsi, sköpun og heil­brigði. Starfið í Siglu­nesi nær til allra þess­ara þátta.

Við skorum á borg­ar­full­trúa að standa vörð um þessa ein­stöku starf­semi og koma í veg fyrir að Siglu­nesi verði lok­að. Það væri sér­lega óábyrgt að ráð­ast í slíka þjón­ustu­skerð­ingu við börn og ung­menni án þess að meðal ann­ars meta áhrifin sem lok­unin hefði í för með sér. Við erum sann­færð um að það væru dýr­keypt mis­tök að loka Siglu­nesi. Með því væri tekið helj­ar­stökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura.

Við sem hér ritum undir getum talið upp ótal reynslu­sög­ur; sögur af okkur sjálfum og þeim þol­raunum sem styrktu okkur á sínum tíma og gerðu það að verkum að draum­ur­inn varð að starfa í Siglu­nesi, en líka sögur af börnum sem við kynnt­umst og sáum taka ótrú­leg þroska­stökk á skömmum tíma og finna sér stað og sinn innri styrk. Það eru börnin sem við munum eftir og höfum fylgst með dafna í sam­fé­lag­inu síðan þá. Við hikum ekki í eina sek­úndu þegar við full­yrðum að tím­inn í Siglu­nesi hafi gefið þeim það vega­nesti sem þau þurftu á þessum tíma.

  1. Ótt­arr Hrafn­kels­son, hefur starfað í Siglu­nesi síðan 1989
  2. Jakob Frí­mann Þor­steins­son, starf­aði í Siglu­nesi 1990-1992
  3. Einar Dan­í­els­son, starf­aði í Siglu­nesi 1992-1993
  4. Haf­steinn Ægir Geirs­son, starf­aði í Siglu­nesi 1997-2004, 2021, OLY 2000, 2004
  5. Martin Jónas Björn Swift, starf­aði í Siglu­nesi 1997-1999, 2009
  6. Hildigunnur Thor­steins­son, starf­aði í Siglu­nesi 1997-1999, 2001
  7. Ármann Koj­ic, starf­aði í Siglu­nesi 1997-2001
  8. Arna Gríms, starf­aði í Siglu­nesi 1997-2001
  9. Þor­björn Sig­ur­björns­son, starf­aði í Siglu­nesi 1997-1999
  10. Gunnar Þór Arn­ar­son, starf­aði í Siglu­nesi 1998-2002
  11. Bene­dikt Ingi Tóm­as­son, starf­aði í Siglu­nesi 1998-2001, 2003
  12. Sveinn Steinar Bene­dikts­son, starf­aði í Siglu­nesi 1999-2005
  13. Lilja Unn­ars­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 1999-2000, 2003
  14. Árni Georgs­son, starf­aði í Siglu­nesi 1999, 2001-2003
  15. Gunn­hildur Guð­munds­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2000-2003
  16. Bogi Guð­munds­son, starf­aði í Siglu­nesi 2000-2004
  17. Sig­ur­björn Ósk­ars­son, starf­aði í Siglu­nesi 2000-2004
  18. Hera Gríms­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2000
  19. Ísleifur Frið­riks­son, starf­aði í Siglu­nesi 2001-2013, OLY 1988
  20. Lena Viderø, starf­aði í Siglu­nesi 2001-2004
  21. Stína Bang, starf­aði í Siglu­nesi 2001-2003
  22. Har­aldur Ein­ars­son, starf­aði í Siglu­nesi 2003-2004
  23. Haf­dís Hrund, starf­aði í Siglu­nesi 2005-2016
  24. Björn Krist­jáns­son, starf­aði í Siglu­nesi 2005-2006
  25. Kol­brún Vaka Helga­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2006-2017
  26. Jóhanna Klara Stef­áns­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2006-2010
  27. Kjartan Víf­ill Iver­sen, starf­aði í Siglu­nesi 2006-2018
  28. Linda Heið­ars­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2006
  29. Brynjar Gunn­ars­son, starf­aði í Siglu­nesi 2006-2007
  30. Frey­steinn Odds­son, starf­aði í siglu­nesi 2007-2011
  31. Kári Loga­son, starf­aði í Siglu­nesi 2007-2011
  32. Ragnar Tryggvi Snorra­son, starf­aði í Siglu­nesi 2007-2011
  33. Steinar Þór Ólafs­son, starf­aði í Siglu­nesi 2007-2011
  34. Bjarma Magn­ús­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2007-2009
  35. Hilmar Páll Hann­es­son, starf­aði í Siglu­nesi 2008-2009, 2018-2020
  36. Halla Þór­laug Ósk­ars­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2008-2012
  37. Hulda Lilja Hann­es­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2008-2009, sigl­inga­kona árs­ins 2010-2011, 2013-2019
  38. Orri Leví Úlf­ars­son, starf­aði í Siglu­nesi 2010-2020
  39. Ægir Tóm­as­son, starf­aði í Siglu­nesi 2010-2020
  40. Hall­dór Ingi Ingi­mars­son, starf­aði í Siglu­nesi 2011-2012
  41. Borg­hildur Aðal­steins­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2012-2017
  42. Ástrós Hera Þór­hild­ar­dóttir Kol­beins, starf­aði í Siglu­nesi 2012-2013
  43. Þór Örn Flygenring, starf­aði í Siglu­nesi 2012-2014
  44. Bene­dikta Sör­en­sen, starf­aði í Siglu­nesi 2012-2017
  45. Björn Bjarn­ar­son, starf­aði í Siglu­nesi 2014-2022
  46. Lína Dóra Hann­es­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2014-2018
  47. Berg­rún Helga­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2014
  48. Ólafur Þor­björn Bene­dikts­son, starf­aði í Siglu­nesi 2015-2022
  49. Aldís Mjöll Geirs­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2015-2017, 2020-2021
  50. Tinna Ein­ars­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2015
  51. Hrefna Ásgeirs­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2018-2022
  52. Salka Kol­beins­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2018-2019
  53. Alvin Smári Stein­ars­son, starf­aði í Siglu­nesi 2018, 2020-2022
  54. Þor­björg Anna Gísla­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2018, 2022
  55. Fríða Björk Ein­ars­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2019-2020
  56. Diljá Krist­jáns­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2019-2022
  57. Lóa Flori­ans­dóttir Zink, starf­aði í Siglu­nesi 2019-2022
  58. Thelma Eir Stef­áns­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2019, 2021-2022
  59. Björn Thor Stef­áns­son, starf­aði í Siglu­nesi 2019, 2021
  60. Ævar Árna­son, starf­aði í Siglu­nesi 2020-2022
  61. Dögg Pat­ricia Gunn­ars­dótt­ir, starf­aði í Siglu­nesi 2021-2022
  62. Þór­bergur Ernir Hlyns­son, starf­aði í Siglu­nesi 2021-2022
  63. Elí Auð­uns­son, starf­aði í Siglu­nesi 2021-2022
  64. Elmar Sölvi Stein­ars­son, starf­aði í Siglu­nesi 2021-2022
  65. Tindur Eli­a­sen, starf­aði í Siglu­nesi 2021-2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar