Undanfarna daga hafa borgarbúum borist fréttir af einstökum þáttum í niðurskurðartillögum borgarráðs. Stefnt er að víðtækum niðurskurði og munum við öll finna fyrir skerðingu á þjónustu. Það er ekki öfundsvert hlutverk að forgangsraða verkefnum og getur verið erfitt að sjá hve mikil verðmæti felast í þeim. Þó urðum við undirrituð slegin þegar okkur varð ljóst að til stæði að loka skyldi ævintýramiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík með einu pennastriki.
Öll hljótum við að vera sammála um að á niðurskurðartímum sé ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að standa vörð um grunninnviði samfélagsins svo ekki komi í það brestir. Þegar fréttir berast af auknum átökum milli ungs fólks og grunnskólum borgarinnar sem finna sig knúna til að ráða dyraverði til að gæta öryggis nemenda skýtur skökku við að skera niður í æskulýðsstarfi. Heldur þykir okkur full ástæða til að standa sérstakan vörð um þá starfsemi sem þroskar, eflir og undirbýr börn og ungmenni undir lífið.
Siglunes á sér 55 ára farsæla sögu þar sem einstöku æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. Samspil sjávar, strandarinnar og náttúrunnar er magnað og mikil reynsla að upplifa. Eftirspurn og ánægja þátttakenda og foreldra tala sínu máli. Hátt í þúsund börn mæta til leiks á hverju ári spennt að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Mörg hafa síðar lagt fyrir sig kappsiglingar í siglingafélögum víðsvegar um landið og leynast þar Ólympíufarar í siglingum!
Starfið í Siglunesi snýst þó alls ekki einungis um siglingakennslu. Þar ríkir andrúmsloft hlaðið skemmtun, fræðslu og vatnasporti í öruggu umhverfi sem er laust við samkeppni. Siglunes er nefnilega fyrir öll börn og höfum við fylgst með börnum með misjafnan bakgrunn og reynslu þroskast, styrkjast og eflast í starfinu. Börn vinna persónulega sigra á hverjum degi og upplifa sigurtilfinningu sem þau hafa jafnvel ekki upplifað áður í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Borgarráð setur það markmið að vernda framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarþjónustu í niðurskurðinum. Til að setja það í samhengi var unnið einstakt verkefni í borginni þar sem fundað var með foreldrum, starfsfólki skóla- og frístundastarfs og börnunum sjálfum um hvað skiptir mestu máli í menntun barna. Úr þeirri vinnu komu fimm grundvallarþættir menntastefnu Reykjavíkurborgar: félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði. Starfið í Siglunesi nær til allra þessara þátta.
Við skorum á borgarfulltrúa að standa vörð um þessa einstöku starfsemi og koma í veg fyrir að Siglunesi verði lokað. Það væri sérlega óábyrgt að ráðast í slíka þjónustuskerðingu við börn og ungmenni án þess að meðal annars meta áhrifin sem lokunin hefði í för með sér. Við erum sannfærð um að það væru dýrkeypt mistök að loka Siglunesi. Með því væri tekið heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura.
Við sem hér ritum undir getum talið upp ótal reynslusögur; sögur af okkur sjálfum og þeim þolraunum sem styrktu okkur á sínum tíma og gerðu það að verkum að draumurinn varð að starfa í Siglunesi, en líka sögur af börnum sem við kynntumst og sáum taka ótrúleg þroskastökk á skömmum tíma og finna sér stað og sinn innri styrk. Það eru börnin sem við munum eftir og höfum fylgst með dafna í samfélaginu síðan þá. Við hikum ekki í eina sekúndu þegar við fullyrðum að tíminn í Siglunesi hafi gefið þeim það veganesti sem þau þurftu á þessum tíma.
- Óttarr Hrafnkelsson, hefur starfað í Siglunesi síðan 1989
- Jakob Frímann Þorsteinsson, starfaði í Siglunesi 1990-1992
- Einar Daníelsson, starfaði í Siglunesi 1992-1993
- Hafsteinn Ægir Geirsson, starfaði í Siglunesi 1997-2004, 2021, OLY 2000, 2004
- Martin Jónas Björn Swift, starfaði í Siglunesi 1997-1999, 2009
- Hildigunnur Thorsteinsson, starfaði í Siglunesi 1997-1999, 2001
- Ármann Kojic, starfaði í Siglunesi 1997-2001
- Arna Gríms, starfaði í Siglunesi 1997-2001
- Þorbjörn Sigurbjörnsson, starfaði í Siglunesi 1997-1999
- Gunnar Þór Arnarson, starfaði í Siglunesi 1998-2002
- Benedikt Ingi Tómasson, starfaði í Siglunesi 1998-2001, 2003
- Sveinn Steinar Benediktsson, starfaði í Siglunesi 1999-2005
- Lilja Unnarsdóttir, starfaði í Siglunesi 1999-2000, 2003
- Árni Georgsson, starfaði í Siglunesi 1999, 2001-2003
- Gunnhildur Guðmundsdóttir, starfaði í Siglunesi 2000-2003
- Bogi Guðmundsson, starfaði í Siglunesi 2000-2004
- Sigurbjörn Óskarsson, starfaði í Siglunesi 2000-2004
- Hera Grímsdóttir, starfaði í Siglunesi 2000
- Ísleifur Friðriksson, starfaði í Siglunesi 2001-2013, OLY 1988
- Lena Viderø, starfaði í Siglunesi 2001-2004
- Stína Bang, starfaði í Siglunesi 2001-2003
- Haraldur Einarsson, starfaði í Siglunesi 2003-2004
- Hafdís Hrund, starfaði í Siglunesi 2005-2016
- Björn Kristjánsson, starfaði í Siglunesi 2005-2006
- Kolbrún Vaka Helgadóttir, starfaði í Siglunesi 2006-2017
- Jóhanna Klara Stefánsdóttir, starfaði í Siglunesi 2006-2010
- Kjartan Vífill Iversen, starfaði í Siglunesi 2006-2018
- Linda Heiðarsdóttir, starfaði í Siglunesi 2006
- Brynjar Gunnarsson, starfaði í Siglunesi 2006-2007
- Freysteinn Oddsson, starfaði í siglunesi 2007-2011
- Kári Logason, starfaði í Siglunesi 2007-2011
- Ragnar Tryggvi Snorrason, starfaði í Siglunesi 2007-2011
- Steinar Þór Ólafsson, starfaði í Siglunesi 2007-2011
- Bjarma Magnúsdóttir, starfaði í Siglunesi 2007-2009
- Hilmar Páll Hannesson, starfaði í Siglunesi 2008-2009, 2018-2020
- Halla Þórlaug Óskarsdóttir, starfaði í Siglunesi 2008-2012
- Hulda Lilja Hannesdóttir, starfaði í Siglunesi 2008-2009, siglingakona ársins 2010-2011, 2013-2019
- Orri Leví Úlfarsson, starfaði í Siglunesi 2010-2020
- Ægir Tómasson, starfaði í Siglunesi 2010-2020
- Halldór Ingi Ingimarsson, starfaði í Siglunesi 2011-2012
- Borghildur Aðalsteinsdóttir, starfaði í Siglunesi 2012-2017
- Ástrós Hera Þórhildardóttir Kolbeins, starfaði í Siglunesi 2012-2013
- Þór Örn Flygenring, starfaði í Siglunesi 2012-2014
- Benedikta Sörensen, starfaði í Siglunesi 2012-2017
- Björn Bjarnarson, starfaði í Siglunesi 2014-2022
- Lína Dóra Hannesdóttir, starfaði í Siglunesi 2014-2018
- Bergrún Helgadóttir, starfaði í Siglunesi 2014
- Ólafur Þorbjörn Benediktsson, starfaði í Siglunesi 2015-2022
- Aldís Mjöll Geirsdóttir, starfaði í Siglunesi 2015-2017, 2020-2021
- Tinna Einarsdóttir, starfaði í Siglunesi 2015
- Hrefna Ásgeirsdóttir, starfaði í Siglunesi 2018-2022
- Salka Kolbeinsdóttir, starfaði í Siglunesi 2018-2019
- Alvin Smári Steinarsson, starfaði í Siglunesi 2018, 2020-2022
- Þorbjörg Anna Gísladóttir, starfaði í Siglunesi 2018, 2022
- Fríða Björk Einarsdóttir, starfaði í Siglunesi 2019-2020
- Diljá Kristjánsdóttir, starfaði í Siglunesi 2019-2022
- Lóa Floriansdóttir Zink, starfaði í Siglunesi 2019-2022
- Thelma Eir Stefánsdóttir, starfaði í Siglunesi 2019, 2021-2022
- Björn Thor Stefánsson, starfaði í Siglunesi 2019, 2021
- Ævar Árnason, starfaði í Siglunesi 2020-2022
- Dögg Patricia Gunnarsdóttir, starfaði í Siglunesi 2021-2022
- Þórbergur Ernir Hlynsson, starfaði í Siglunesi 2021-2022
- Elí Auðunsson, starfaði í Siglunesi 2021-2022
- Elmar Sölvi Steinarsson, starfaði í Siglunesi 2021-2022
- Tindur Eliasen, starfaði í Siglunesi 2021-2022