Ákvörðun Bjarna og innkoma Ólafar

bjarniben.jpg
Auglýsing

Í dag til­kynnti Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks okkar Sjálf­stæð­is­manna, að Ólöf Nor­dal verði nýr inn­an­rík­is­ráð­herra.  Þessi ákvörðun hans hefur tvenns­konar tíð­indi í för með sér.

Í fyrsta lag­i….Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­u­m.

Í fyrsta lagi end­ur­heimtum við Sjálf­stæð­is­menn með þessu einn af öfl­ugri ein­stak­lingum síð­ari ára í stjórn­málum hér á land­i.  Ólöf er um leið vel gerð, greind og góð mann­eskja með kjarn­góða reynslu sem nýt­ist henni vel í störf­um.  Inn­koma hennar í stjórn­mál og flokks­starf mun án efa styrkja rík­is­stjórn og verða happa­drjúgt fyrir land og þjóð.

Hitt….Hitt sem er að mínu mati ekki síðri tíð­indi er að Bjarni Bene­dikts­son sýnir með þessu að hann er löngu orð­inn alvöru for­maður sem hlustar á rök en tekur sjálf­stæðar og kjark­aðar ákvarð­an­ir.  Með þessu sýnir hann víð­sýni og ein­urð.  Tekur hag heild­ar­innar fram yfir ákvarð­anir sem tíma­bundið kunna að vera "auð­veld­ari" og nær­tæk­ari. Atlögur að honum og deilur um hann innan flokks er löngu orðin gömul saga og útskýrist öðru fremur af þeirri ólgu sem fylgdi þeim tíð­ar­anda sem var þegar hann tók við sem for­mað­ur.

Að lok­um….Það er ekki hægt annað en að brosa út í annað yfir til­raunum til að útmála þessa ákvörðun Bjarna sem van­traust á þing­flokk­inn.  Hjá þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins er eðli­legur og heil­brigður metn­aður til að vinna hug­sjónum sínum braut­ar­geng­i.  Auð­vitað eiga flestir þing­menn það sam­eig­in­legt að vilja verða ráð­herr­ar.  Skárra væri það.  Því skal þó til haga haldið að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins er öflug liðs­heild þar sem ólíkir ein­stak­lingar með margs­konar hæfi­leika koma saman til að vinna að víð­sýnni og þjóð­legri umbóta­stefnu á grund­velli ein­stak­lings­frelsis og atvinnu­frelsis með hags­muni allra stétta fyrir aug­um.  Þing­menn þekkja það öðrum betur að þessi mark­miði eru æðri ein­sak­lings­metn­að­i.  Að bæta á ný öfl­ugum liðs­manni eins og Ólöfu inn í þessa bar­áttu er öllum til góða.  Það styrkir þá liðs­heild sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None