Ákvörðun Bjarna og innkoma Ólafar

bjarniben.jpg
Auglýsing

Í dag til­kynnti Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks okkar Sjálf­stæð­is­manna, að Ólöf Nor­dal verði nýr inn­an­rík­is­ráð­herra.  Þessi ákvörðun hans hefur tvenns­konar tíð­indi í för með sér.

Í fyrsta lag­i….Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­u­m.

Í fyrsta lagi end­ur­heimtum við Sjálf­stæð­is­menn með þessu einn af öfl­ugri ein­stak­lingum síð­ari ára í stjórn­málum hér á land­i.  Ólöf er um leið vel gerð, greind og góð mann­eskja með kjarn­góða reynslu sem nýt­ist henni vel í störf­um.  Inn­koma hennar í stjórn­mál og flokks­starf mun án efa styrkja rík­is­stjórn og verða happa­drjúgt fyrir land og þjóð.

Hitt….Hitt sem er að mínu mati ekki síðri tíð­indi er að Bjarni Bene­dikts­son sýnir með þessu að hann er löngu orð­inn alvöru for­maður sem hlustar á rök en tekur sjálf­stæðar og kjark­aðar ákvarð­an­ir.  Með þessu sýnir hann víð­sýni og ein­urð.  Tekur hag heild­ar­innar fram yfir ákvarð­anir sem tíma­bundið kunna að vera "auð­veld­ari" og nær­tæk­ari. Atlögur að honum og deilur um hann innan flokks er löngu orðin gömul saga og útskýrist öðru fremur af þeirri ólgu sem fylgdi þeim tíð­ar­anda sem var þegar hann tók við sem for­mað­ur.

Að lok­um….Það er ekki hægt annað en að brosa út í annað yfir til­raunum til að útmála þessa ákvörðun Bjarna sem van­traust á þing­flokk­inn.  Hjá þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins er eðli­legur og heil­brigður metn­aður til að vinna hug­sjónum sínum braut­ar­geng­i.  Auð­vitað eiga flestir þing­menn það sam­eig­in­legt að vilja verða ráð­herr­ar.  Skárra væri það.  Því skal þó til haga haldið að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins er öflug liðs­heild þar sem ólíkir ein­stak­lingar með margs­konar hæfi­leika koma saman til að vinna að víð­sýnni og þjóð­legri umbóta­stefnu á grund­velli ein­stak­lings­frelsis og atvinnu­frelsis með hags­muni allra stétta fyrir aug­um.  Þing­menn þekkja það öðrum betur að þessi mark­miði eru æðri ein­sak­lings­metn­að­i.  Að bæta á ný öfl­ugum liðs­manni eins og Ólöfu inn í þessa bar­áttu er öllum til góða.  Það styrkir þá liðs­heild sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í SORPU
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í SORPU og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None