Almenningssamgöngur fyrir alla - nema fatlaða?

10016377584_70a692438a_z-1.jpg
Auglýsing

Fras­inn „Al­menn­ings­sam­göngur fyrir alla" fær stundum að hljóma. Er þá vænt­an­lega átt við það, að allir eigi að hafa jafnan aðgang að almenn­ings­sam­göng­um.

Nú er það svo að fatl­aðir geta ekki tekið strætó eins og flestir aðr­ir. Þess vegna er til fyr­ir­bæri sem heitir Ferða­þjón­usta fatl­aðra.

Sam­kvæmt gjald­skrá Strætó bs. eru bara þrír greiðslu­mögu­leikar dýr­ari pr. ferð en en gjald fatælaðs ein­stak­lings að ferð­ast með Ferða­þjón­ustu fatl­aðra. Það er stök ferð sem kostar 350 kr. , græna kortið sem gildir í mánuð og kostar ferðin þá 221 kr. óháð fjölda ferða og svo far­miða­spjald full­orðna með 9 miðum en þá kostar ferðin 333 kr.

Auglýsing

Kristinn Karl Brynjarsson, annar varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Krist­inn Karl Brynjars­son, annar vara­for­maður Verka­lýðs­ráðs Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Fyrstu 60 ferðir í hverjum mán­uði með Ferða­þjón­ustu fatl­aðra kosta 175 pr. ferð. Eftir það rukk­ar  íReykja­vík, eitt  sveit­ar­fé­laga  á höf­uð­borg­ar­svæð­inu,  1.100 kr. fyrir ferð­ina  að 80 ferðum á mán­uði.

Það væri þó sjálf­sagt sann­gjarn­ast að bera ferða­kostnað fatl­aðra við ferða­kostnað ann­arra öryrkja.  Þeir og aldr­aðrir geta keypt far­miða­spjöld með 20 miðum á 2.300 eða 115 kr. ferð­ina.

Sex­tíu ferðir öryrkja og aldr­aðra kosta þá 6.900 á móti 10.500 kr hjá fötl­uð­um. Aldr­aðir og öryrkjar geta svo kjósi þeir að fara fleiri ferðir en 60 í mán­uði keypt sér fleiri far­miða­spjöld fyrir sama verð.  Átta­tíu ferðir á mán­uði  með strætó kosta aldr­aða og öryrkja 9.100 kr. Sami fjöldi ferða kostar hins vegar fatl­aðan ein­stak­ling 32.500 kr. en myndu ef ekki kæmi til rúm­lega sexfaldrar hækk­unar fyrir ferðir 61-80 greiða kr. 14.000 fyrir 80 ferðir í mán­uði.

Það kostar vissu­lega meira að senda bíl eftir fötl­uðum ein­stak­lingi og jafn­vel fleiri en ein­um, en það kostar að taka aldr­aða og öryrkja með almennum áætl­un­ar­akstri strætó.

Með þeim rökum mætti kannski rét­tæta það, að fyrstu 60 ferð­irnar kosti fatl­aðan ein­stak­ling 65% meira en hún kosti aldr­aðan ein­stak­ling eða öryrkja auk sem að sá fatl­aði er sóttur heim að dyrum og keyrt að dyrum á þeim stað er hann ætlar á og svo sóttur á sama stað og skilað heim að dyr­um.

Það er hins vegar ekki með nokkru móti hægt að rétt­læta það, að þegar fatl­aður ein­stak­lingur hefur klárað "ferða­skammt­inn" sinn, til­skip­aðan af borg­ar­yf­ir­völd­um, skuli  þurfa að greiða nærri því 90% meira fyrir ferð­ina en aldr­aðir og öryrkj­ar.

Með því er í raun ferða­frelsi fatl­aðra skert veru­lega, þar sem að í flestum til­fellum þá hafa fatl­aðir lítil sem engin efni til þess að standa undir slíkum kostn­aði.

Fatl­aðir eiga ekki bara sama rétt og aðrir til þess að njóta almenn­ings­sam­gangna heldur eiga þeir ský­lausan rétt til þess að njóta þeirra  á sama eða svip­uðu verði og aldr­aðir og öryrkj­ar.  Fatl­aðir eiga nefni­lega sama til­kall til mann­rétt­inda og annað fólk.

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None