Almenningssamgöngur fyrir alla - nema fatlaða?

10016377584_70a692438a_z-1.jpg
Auglýsing

Frasinn „Almenningssamgöngur fyrir alla" fær stundum að hljóma. Er þá væntanlega átt við það, að allir eigi að hafa jafnan aðgang að almenningssamgöngum.

Nú er það svo að fatlaðir geta ekki tekið strætó eins og flestir aðrir. Þess vegna er til fyrirbæri sem heitir Ferðaþjónusta fatlaðra.

Samkvæmt gjaldskrá Strætó bs. eru bara þrír greiðslumöguleikar dýrari pr. ferð en en gjald fatælaðs einstaklings að ferðast með Ferðaþjónustu fatlaðra. Það er stök ferð sem kostar 350 kr. , græna kortið sem gildir í mánuð og kostar ferðin þá 221 kr. óháð fjölda ferða og svo farmiðaspjald fullorðna með 9 miðum en þá kostar ferðin 333 kr.

Auglýsing

Kristinn Karl Brynjarsson, annar varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Kristinn Karl Brynjarsson, annar varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.

Fyrstu 60 ferðir í hverjum mánuði með Ferðaþjónustu fatlaðra kosta 175 pr. ferð. Eftir það rukkar  íReykjavík, eitt  sveitarfélaga  á höfuðborgarsvæðinu,  1.100 kr. fyrir ferðina  að 80 ferðum á mánuði.

Það væri þó sjálfsagt sanngjarnast að bera ferðakostnað fatlaðra við ferðakostnað annarra öryrkja.  Þeir og aldraðrir geta keypt farmiðaspjöld með 20 miðum á 2.300 eða 115 kr. ferðina.

Sextíu ferðir öryrkja og aldraðra kosta þá 6.900 á móti 10.500 kr hjá fötluðum. Aldraðir og öryrkjar geta svo kjósi þeir að fara fleiri ferðir en 60 í mánuði keypt sér fleiri farmiðaspjöld fyrir sama verð.  Áttatíu ferðir á mánuði  með strætó kosta aldraða og öryrkja 9.100 kr. Sami fjöldi ferða kostar hins vegar fatlaðan einstakling 32.500 kr. en myndu ef ekki kæmi til rúmlega sexfaldrar hækkunar fyrir ferðir 61-80 greiða kr. 14.000 fyrir 80 ferðir í mánuði.

Það kostar vissulega meira að senda bíl eftir fötluðum einstaklingi og jafnvel fleiri en einum, en það kostar að taka aldraða og öryrkja með almennum áætlunarakstri strætó.

Með þeim rökum mætti kannski réttæta það, að fyrstu 60 ferðirnar kosti fatlaðan einstakling 65% meira en hún kosti aldraðan einstakling eða öryrkja auk sem að sá fatlaði er sóttur heim að dyrum og keyrt að dyrum á þeim stað er hann ætlar á og svo sóttur á sama stað og skilað heim að dyrum.

Það er hins vegar ekki með nokkru móti hægt að réttlæta það, að þegar fatlaður einstaklingur hefur klárað "ferðaskammtinn" sinn, tilskipaðan af borgaryfirvöldum, skuli  þurfa að greiða nærri því 90% meira fyrir ferðina en aldraðir og öryrkjar.

Með því er í raun ferðafrelsi fatlaðra skert verulega, þar sem að í flestum tilfellum þá hafa fatlaðir lítil sem engin efni til þess að standa undir slíkum kostnaði.

Fatlaðir eiga ekki bara sama rétt og aðrir til þess að njóta almenningssamgangna heldur eiga þeir skýlausan rétt til þess að njóta þeirra  á sama eða svipuðu verði og aldraðir og öryrkjar.  Fatlaðir eiga nefnilega sama tilkall til mannréttinda og annað fólk.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None