Almenningssamgöngur fyrir alla - nema fatlaða?

10016377584_70a692438a_z-1.jpg
Auglýsing

Fras­inn „Al­menn­ings­sam­göngur fyrir alla" fær stundum að hljóma. Er þá vænt­an­lega átt við það, að allir eigi að hafa jafnan aðgang að almenn­ings­sam­göng­um.

Nú er það svo að fatl­aðir geta ekki tekið strætó eins og flestir aðr­ir. Þess vegna er til fyr­ir­bæri sem heitir Ferða­þjón­usta fatl­aðra.

Sam­kvæmt gjald­skrá Strætó bs. eru bara þrír greiðslu­mögu­leikar dýr­ari pr. ferð en en gjald fatælaðs ein­stak­lings að ferð­ast með Ferða­þjón­ustu fatl­aðra. Það er stök ferð sem kostar 350 kr. , græna kortið sem gildir í mánuð og kostar ferðin þá 221 kr. óháð fjölda ferða og svo far­miða­spjald full­orðna með 9 miðum en þá kostar ferðin 333 kr.

Auglýsing

Kristinn Karl Brynjarsson, annar varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Krist­inn Karl Brynjars­son, annar vara­for­maður Verka­lýðs­ráðs Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Fyrstu 60 ferðir í hverjum mán­uði með Ferða­þjón­ustu fatl­aðra kosta 175 pr. ferð. Eftir það rukk­ar  íReykja­vík, eitt  sveit­ar­fé­laga  á höf­uð­borg­ar­svæð­inu,  1.100 kr. fyrir ferð­ina  að 80 ferðum á mán­uði.

Það væri þó sjálf­sagt sann­gjarn­ast að bera ferða­kostnað fatl­aðra við ferða­kostnað ann­arra öryrkja.  Þeir og aldr­aðrir geta keypt far­miða­spjöld með 20 miðum á 2.300 eða 115 kr. ferð­ina.

Sex­tíu ferðir öryrkja og aldr­aðra kosta þá 6.900 á móti 10.500 kr hjá fötl­uð­um. Aldr­aðir og öryrkjar geta svo kjósi þeir að fara fleiri ferðir en 60 í mán­uði keypt sér fleiri far­miða­spjöld fyrir sama verð.  Átta­tíu ferðir á mán­uði  með strætó kosta aldr­aða og öryrkja 9.100 kr. Sami fjöldi ferða kostar hins vegar fatl­aðan ein­stak­ling 32.500 kr. en myndu ef ekki kæmi til rúm­lega sexfaldrar hækk­unar fyrir ferðir 61-80 greiða kr. 14.000 fyrir 80 ferðir í mán­uði.

Það kostar vissu­lega meira að senda bíl eftir fötl­uðum ein­stak­lingi og jafn­vel fleiri en ein­um, en það kostar að taka aldr­aða og öryrkja með almennum áætl­un­ar­akstri strætó.

Með þeim rökum mætti kannski rét­tæta það, að fyrstu 60 ferð­irnar kosti fatl­aðan ein­stak­ling 65% meira en hún kosti aldr­aðan ein­stak­ling eða öryrkja auk sem að sá fatl­aði er sóttur heim að dyrum og keyrt að dyrum á þeim stað er hann ætlar á og svo sóttur á sama stað og skilað heim að dyr­um.

Það er hins vegar ekki með nokkru móti hægt að rétt­læta það, að þegar fatl­aður ein­stak­lingur hefur klárað "ferða­skammt­inn" sinn, til­skip­aðan af borg­ar­yf­ir­völd­um, skuli  þurfa að greiða nærri því 90% meira fyrir ferð­ina en aldr­aðir og öryrkj­ar.

Með því er í raun ferða­frelsi fatl­aðra skert veru­lega, þar sem að í flestum til­fellum þá hafa fatl­aðir lítil sem engin efni til þess að standa undir slíkum kostn­aði.

Fatl­aðir eiga ekki bara sama rétt og aðrir til þess að njóta almenn­ings­sam­gangna heldur eiga þeir ský­lausan rétt til þess að njóta þeirra  á sama eða svip­uðu verði og aldr­aðir og öryrkj­ar.  Fatl­aðir eiga nefni­lega sama til­kall til mann­rétt­inda og annað fólk.

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None