Alþingi 101 - námskeiðið fyrir Pírata

Guðmundur F. Magnússon
Al--ingi.jpg
Auglýsing

Svo virð­ist sem Píratar hafi læðst um landið eins og þjófar að nóttu und­an­far­ið, með króka og haus­kúpu­fána á lofti, og farið ráns­hendi um fylgi ann­arra flokka. Þegar hæst­virtir stjórn­ar­herrar voru rétt að jafna sig eftir dýr­indis veislu með for­seta vorum á Hótel Sögu birt­ist einn Pírat­inn í pontu hins háa Alþingis og hreytti út úr sér blóts­yrð­inu „and­skot­ans“  og gaf auk þess í skyn að störf þess líkt­ust sand­kassa­leik. Þannig særði hann blygð­un­ar­kennd stjórn­ar­flokk­anna og vó gróf­lega að heiðri hins háa Alþing­is.

Eðli­lega áminnti for­seti þings­ins Píratann fyrir orð­bragðið og rétt­ast væri að hann áminnti flokk hans líka fyrir fylg­is­rán­ið. Svona gera menn ekki. Vinur minn orð­aði það ágæt­lega þegar hann sagði þessa upp­á­komu í þing­inu eins og klippta út úr Monty Python.

Þrír Píratar tóku sæti í þing­inu eftir síð­ustu kosn­ingar og síðan hefur komið í ljós að þeir eiga margt ólært um við­eig­andi fram­komu á svo fínni sam­komu. Á Alþingi snýst allt um völd; kom­ist menn í rík­is­stjórn mega þeir gera nokkurn veg­inn það sem þeim sýn­ist. Á atkvæða­veiðum er sjálf­sagt að ljúga að kjós­endum af því að þeir ráða ekki eftir kosn­ing­ar, meiri­hlut­inn ræður. Ef rík­is­stjórnin er ein­róma um að vilja ekki ganga í Evr­ópu­sam­band­ið, þá er rétt að utan­rík­is­ráð­herra afhendi ESB bréf þess efnis og til­kynni það síðan opin­ber­lega með status á Face­book. Þannig sýna stjórn­völd nýstár­legt verk­lag og að þau séu í takt við tíð­ar­and­ann. Ég bíð spenntur eftir snapptjatti frá ráð­herr­anum um næstu stóru ákvörðun stjórn­ar­inn­ar. Hugsið ykkur tíma­sparn­að­inn sem felst í slíkum aðferðum og að geta bara sloppið við þrasið í þing­inu. Svona fer nýja ferlið fram:

Auglýsing


  1. Taka ákvörðun


  2. Til­kynna múgnum




Gamla ferlið fól hins vegar í sér:



  • til­lögu um breyt­ingar


  • umræður í nefnd


  • fyrstu, aðra og þriðju umræðu í þing­sal með mögu­leika á mál­þófi


  • sam­þykkt laga­frum­varps eða þings­á­lykt­unar




Þetta var of lang­dregið og leið­in­legt ferli til að henta í nútím­anum og því tíma­bært að breyta til. Auk þess próf­aði rík­is­stjórnin gamla ferlið í fyrra með sama mál og það virk­aði ekki þá, hún gerir ekki sömu mis­tökin tvisvar.

Pró­sentur fyrir pöp­ul­inn



Fjár­mála­ráð­herra gerði vikum saman lítið úr eðli­legum kröfum lækna um kjara­bæt­ur, sneri út úr og not­aði óspart hug­takið stöð­ug­leiki í því sam­hengi, sem er eitt þeirra hug­taka sem glata merk­ingu sinni í með­förum hans og margra kollega hans úr stjórn­mál­un­um. Síðan þuldi hann upp pró­sentu­tölur eins og vél­menn­i,  til merkis um mein­tan árangur af starfi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, t.d. fyrir kaup­mátt­ar­aukn­ingu und­an­far­inna mán­aða, hag­vöxt og verð­bólgu. Sömu rök hefur hann síðan notað fyrir kjara­við­ræður á almennum vinnu­mark­aði. Það má alls ekki hækka laun of mik­ið, því þá er „stöð­ug­leik­inn“ í hættu. Sami „stöð­ug­leiki“ er aldrei í hættu þegar laun stjórn­enda hækka, né þegar pen­ingum er mokað úr rík­is­sjóði í nið­ur­greiðslu á skuldum ein­stak­linga. „Stöð­ug­leik­inn“ er heldur ekki í hættu vegna yfir­stand­andi og yfir­vof­andi land­flótta lands­manna með mesta mennt­un, fábreytt­ara atvinnu­lífs og minnk­andi skatt­tekna rík­is­ins (þ.e. minnkun kök­unn­ar). Fjár­mála­ráð­herra virð­ist reyndar mjög hent­ug­lega hafa snú­ist hugur varð­andi kröfur lækna eftir að kjara­samn­ingar við þá voru und­ir­rit­að­ir, því nú hefur ráðu­neyti hans birt upp­lýs­ingar um hvernig læknar hafi dreg­ist aftur úr öðrum stéttum í launa­þró­un. Þetta þarf að sjálf­sögðu að útskýra fyrir öðrum stéttum svo þær ger­ist ekki of gráð­ug­ar. Pírat­ar, munið að punkta þessi trix hjá ykkur í stíla­bæk­urn­ar.

Hvers vegna ætti fólk að búa á Íslandi þegar landið hefur dreg­ist langt aftur úr nágranna­lönd­unum í lífs­kjörum? Hvers vegna ætti fólk að búa á Íslandi til þess eins að skrimta mánuð eftir mánuð vegna lágra launa og upp­sprengdrar húsa­leigu og fast­eigna­verðs? Fyrir marga er vel raun­hæft að tvö­falda ráð­stöf­un­ar­tekjur sínar í sam­bæri­legum störfum erlendis og mun­ur­inn á kaup­mætti mælist í tugum pró­senta, hann er um 30% hærri í Kaup­manna­höfn en Reykja­vík (apríl 2015) svo nær­tækt dæmi sé tek­ið. Á meðan tala ráða­menn fyrir óbreyttu ástandi, áfram­hald­andi notkun óstöðugs örgjald­mið­ils, stöðnun í launa­þróun o.s.frv. Hvað með stóru fyr­ir­tækin sem stefna úr landi með starf­semi sína og sem eru sum farin að gera upp í öðrum gjald­miðl­um, stuðlar það að stöð­ug­leika? Hvað með sprota­fyr­ir­tækin sem eru keypt úr landi áður en þau verða stór, stuðlar það líka að stöð­ug­leika?

For­sendu­brest­ur­inn



Í þeim þrennum flokka­kosn­ingum sem ég hef tekið þátt í hef ég einu sinni kosið hægri flokk, einu sinni miðju­flokk og einu sinni vinstri flokk. Ég lít á þátt­töku í kosn­ingum svip­uðum augum og val á frjálsum mark­aði, þ.e. að velja þann kost sem virð­ist væn­leg­astur hverju sinni. Mér finnst mun lýð­ræð­is­legra að hreyf­ing sé á fylgi flokka og ein­stak­linga eftir mati fólks á frammi­stöðu þeirra og vænt­ingum hverju sinni, frekar en að ákveðnir flokkar geti reitt sig á áskrift­ar­fylgi og logið eins og þá lystir í krafti þess. Fram­sókn­ar­menn rétt­lættu „skulda­leið­rétt­ing­una“ með for­sendu­bresti. Í dag eru hins vegar for­sendur stjórn­ar­sam­starfs­ins brostn­ar, traust á Alþingi er í algjöru lág­marki og það sama má segja um traust á rík­is­stjórn­inni.

Ég kann að nota pró­sentu­tölur eins og fjár­mála­ráð­herra og langar að rifja nokkrar nýlegar upp í lok­in:

Tæp 40% lands­manna vilja Fram­sókn­ar­flokk­inn síst allra flokka í stjórn. Tæp 80% vilja þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild­ar­við­ræð­urnar við ESB. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mælist ítrekað í kringum 10% í könn­unum og meiri­hluti þeirra sem kusu flokk­inn í kosn­ingum eru löngu búnir að átta sig á mis­tök­un­um.

Hvenær verður þessi for­sendu­brestur leið­rétt­ur?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None