Andúð á stjórnmálum og póst-pólitík

sigmundur.jpg
Auglýsing

Valgerður Pálmadóttir. Val­gerður Pálma­dótt­ir.

Játn­ingin í leka­mál­inu og fram­kvæmd kosn­inga­lof­orðs Fram­sókn­ar­flokks­ins um skulda­nið­ur­fell­ingu (ákveð­inna) heim­ila í land­inu, gefur til­efni til að spá í póli­tíska stemn­ingu á Íslandi í aðeins víð­ara sam­hengi. Þessir atburðir kall­ast ágæt­lega á og væri hægt að líta á sem ein­kenni á ákveðnu póst­-póli­tísku ástandi.

Ætlun mín er ekki að leggja mat á hvort um aft­ur­för (eða fram­för) sé að ræða því í þessu  til­viki merkir „póst“ ekki „á eft­ir“ í krónólógískri merk­ingu. Ég veit ekki hvort opin­ber umræða á Íslandi hefur nokkurn tím­ann verið sann­an­lega póli­tísk og tengd hug­sjón­um. Ísland er lítið sam­fé­lag þar sem allir þekkja alla þannig að ef til vill hefur póli­tíkin ávallt verið höll undir vina- og fjöl­skyldu­greiða­stemn­ingu. Lýð­ræð­is­hugs­uðir hafa þó bent á að smæð sam­fé­lags geti verið kostur því þá séu meiri líkur á því að allir getir tekið þátt í hinu opin­bera sam­tali. Því kýs ég að líta á íslenska vinapóli­tík sem ákveðna menn­ingu frekar en nauð­syn­legan fylgi­fisk smæð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Póst­-póli­tíkPóst­-póli­tík er hug­tak sem rót­tækir heim­spek­ingar á borð við Jaqcues Ranci­ere og Chan­tal Mouffe hafa notað til að lýsa því póli­tíska ástandi sem fylgdi í kjöl­far loka kaldra stríðs­ins og ein­kennd­ist af orð­ræðu um enda­lok hug­mynda­fræða. Stefnur stjórn­mála­flokka urðu æ keim­lík­ari, vís­anir í hægri og vinstri hurfu nán­ast og flokkar end­ur­skil­greindu jafn­vel stefnu sína út frá því sem hefur verið kall­að  „þriðja leið­in“. Bæði Mouffe og Ranci­ere gagn­rýna þá til­hneig­ingu stjórn­mála þriðju leið­ar­innar að leit­ast við að breiða yfir óhjá­kvæmi­legan sam­fé­lags­legan ágrein­ing (milli stétta, kynja eða þjóð­fé­lags­hópa) með sátta­lík­ani (con­sensus) og lausnum sem eigi að gagn­ast öllum jafn vel.

Ég tel að við getum með nokk­urri ein­földun beitt þess­ari kenn­ingu á opin­bera umræðu á Íslandi sein­ustu ár. Póst­-póli­tíkin ein­kenn­ist nefni­lega einnig af félags­sál­fræði­legum þáttum eins og upp­gjöf og tor­tryggni í garð stjórn­mála­fólks og stjórn­mála. Póli­tískar hug­sjónir eru taldar ein­feldn­ings­legar í besta falli og í versta falli ein­berar lygar eða fyrstu skrefin í átt að alræði. Hug­takið póli­tík fær nei­kvæða merk­ingu og upp sprettur þrá til að losna undan þrasi, svikum og prett­um. Stjórn­mála­fólk á Íslandi virð­ist ekki vera und­an­skilið því að hafa andúð á stjórn­mál­um. Í mynd­bandi sem dv.is birti í sept­em­ber heyr­ist Guð­finna Jóhanna Guð­munds­dóttir borg­ar­full­trúi í Reykja­vík segja hag­fræði­nemum að hún hafi „óvart [dott­ið] inn í borg­ar­stjórn í vor en [hún hafi] engan áhuga á póli­tík“.

Atkvæði sem hafa litla póli­tíska víddChan­tal Mouffe myndi í þessu sam­hengi vara við því að hér væri búið að blanda saman tveimur ólíkum hlut­um, nefni­lega pólitík og hinu pólitíska. Á meðan pólitík vísar í dæg­urpóli­tík, það sem ger­ist á Alþingi eða í borg­ar­stjórn í dag og í gær, þá vísar hið pólitíska í þann óum­flýj­an­lega ágrein­ing sem liggur til grund­vallar sam­fé­lag­inu. Aristóteles hélt því einmitt fram að við værum í eðli okkar póli­tískar ver­ur, vegna þess að við búum í sam­fé­lagi með öðru fólki, komum saman og ræðum og deilum um hvernig við teljum best að skipu­leggja þessa sam­búð.

­At­kvæði Óla Palla hafði sem sagt litla póli­tíska vídd,  þ.e. enga víð­ari teng­ingu við hvaða gildi við ættum að hafa að leið­ar­ljósi í sam­rekstri sam­fé­lags­ins heldur sner­ist aðeins um lof­orð um að lánið hans yrði lækkað.

Þegar útvarps­mað­ur­inn Óli Palli við­ur­kenndi fyrir skömmu að hafa kosið Fram­sókn var ljóst að hann hafði ekki kosið af póli­tískum ástæðum heldur per­sónu­leg­um. „Mér var lofað að stökk­breytta hús­næð­is­lánið mitt yrði leið­rétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAM­SÓKN­AR­FLOKK­INN í síð­ustu kosn­ing­um!“ . Atkvæði Óla Palla hafði sem sagt litla póli­tíska vídd,  þ.e. enga víð­ari teng­ingu við hvaða gildi við ættum að hafa að leið­ar­ljósi í sam­rekstri sam­fé­lags­ins heldur sner­ist aðeins um lof­orð um að lánið hans yrði lækk­að. Í anda kvik­mynda­gerða­manns­ins Adam Curtis má segja að Óli Palli sé gott dæmi um hvernig fólk lítur í auknum mæli á sig sem neyt­endur en ekki borg­ara, ein­stak­linga með ákveð­inn lífs­stíl í stað þess að vera hluti af sam­fé­lagi og þaðan af síður að til­heyra stétt eða sam­fé­lags­hópi. Þegar Guð­finna sver af sér áhuga á póli­tík  er það til­brigði við það stef að fólk sem fer í póli­tík veltir ábyrgð­inni eða hug­mynd­inni að fram­boð­inu yfir á ein­hvern ann­an, sbr. „margir hafa komið að máli við mig…“ Eins og það sé sið­ferði­lega vafa­samt við að vilja beita sér í póli­tík af því að maður hafi hug­sjónir eða sæk­ist eftir völd­um. Ólafur Ragnar hætti við að hætta sem for­seti eins og kunn­ugt er vegna þess að á hann var þrýst og ekki vildi hann yfir­gefa þjóð sína á þessu erf­iðu tím­um. Fræg­ust í anda póst­-póli­tíkur eru ummæli Hann­esar Hólm­steins að „í Sjálf­stæð­is­flokknum [sé] eig­in­lega fólk sem hugsar ekk­ert mikið um póli­tík og [sé] frekar ópóli­tískt … Sjálf­stæð­is­menn [séu] menn sem vilja græða á dag­inn og grilla á kvöld­in“ (Stöð 2 20. Jan­úar 2008).

Skulda­leið­rétt­ing hug­mynda­fræði­lega slökVan­traust í garð stjórn­mála og stjórn­mála­fólks á Íslandi er alls ekki úr lausu lofti gripið því leka­málið er ekki eins­dæmi. En hvernig eigum við að bregð­ast við? Í kjöl­far hruns­ins vann Besti Flokk­ur­inn stór­sigur í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2010. Stefnu­yf­ir­lýs­ing Besta Flokks­ins var pönkuð upp­reisn gegn inn­an­tómum póli­tískum stefnum og spill­ingu. Stefnan var í anda popúl­isma sem er tek­inn til sinnar rök­legu enda­stöðvar - fárán­leika. Stofn­andi flokks­ins Jón Gnarr tók síðan fram að öll kosn­inga­lof­orðin yrðu lík­lega svik­in. Kjaft­for, gleði­legur en jafn­framt kald­hæð­inn upp­reisn­ar­gjörn­ingur Besta Flokks­ins höfð­aði greini­lega vel til íbúa Reykja­víkur á þessum tímum upp­gjafar og tor­tryggni í garð stjórn­mála­fólks og stjórn­mála. Jóni Gnarr tókst að mörgu leyti að hrista upp í reyk­vískum stjórn­málum en hann tal­aði samt inn í sama póst­-póli­tíska and­rúms­loft og gerði Fram­sókn­ar­flokknum kleift að vinna sögu­legan sigur í sein­ustu Alþing­is­kosn­ing­um.

Skulda­leið­rétt­ingin er jafn­framt gott dæmi um póli­tíska aðgerð sem mið­ast við hags­muni ákveð­ins hóps en er sett fram sem „leið­rétt­ing“ á mis­tökum og til hags­bóta fyrir „heim­ilin í land­in­u“. Hún er hug­mynda­fræði­lega slök og hefur hvorki sam­fé­lags­leg gildi að leið­ar­ljósi né framtíðarhugsjón.

 

Flokknum hefur verið legið á hálsi fyrir að vera popúl­ísk­ur. Nei­kvæð skil­grein­ing á popúl­isma er að  hann sé stefnu- og hug­mynda­fræð­i­snauð­ur, beiti fyrir sig lof­orðum sem erfitt er að efna og að tala fyrir hönd illa skil­greinds hóp - þjóð­ar­innar eða fólks­ins gegn „kerf­in­u“. Skulda­leið­rétt­ingin er jafn­framt gott dæmi um póli­tíska aðgerð sem mið­ast við hags­muni ákveð­ins hóps en er sett fram sem „leið­rétt­ing“ á mis­tökum og til hags­bóta fyrir „heim­ilin í land­in­u“. Hún er hug­mynda­fræði­lega slök og hefur hvorki sam­fé­lags­leg gildi að leið­ar­ljósi né fram­tíð­ar­hug­sjón. Að sama skapi snýst leka­málið ekki um mann­leg mis­tök, heldur um mis­notkun valds og stefnu í  mál­efnum hæl­is­leit­enda og inn­flytj­enda. Það er mik­il­vægt að svara þessu með póli­tískum rökum og vanga­veltum um hvernig sam­fé­lag við viljum skapa á Íslandi í stað þess að næra popúl­íska óánægju sem færir okkur fjær hinu póli­tíska sam­tali.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None