Sem betur fer hafa ekki allir lent í árás eða áreiti

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Snædís Snorradóttir, framleiðandi hjá Tjarnargötunni. Snæ­dís Snorra­dótt­ir, fram­leið­andi hjá Tjarn­ar­göt­unn­i.

Sem betur fer hafa ekki allir lent í slysi, en ég held að flest allir hafi orðið hrædd­ir.

Ég er fram­leið­andi hjá fyr­ir­tæk­inu Tjarn­ar­gatan og okkur var falið það skemmti­lega og krefj­and­i verk­efni að hanna, skrifa, mynda og fram­kvæma aug­lýs­ing­arnar þrjár þar sem brotið er á konum á bar, húsa­sundi og á vinnu­stað.

Auglýsing

Eins og svo oft áður förum við á svo­kall­aðan „brein­storm” fund til að móta beina­grind af hand­riti. Fljót­lega á þessum fundi átta ég mig á því að ég virki­lega tengi við þessa til­finn­ingu, að vera svipt  valdi af öðr­um. Ég lýsti fyrir sam­starfs­fé­lögum mínum hvernig það er að vera kippt af jörð­inni og ­upp­lifa lík­ama ekki sem sinn eig­in. Ofsa­hræðslan sem grípur um mann og lamar skila­boðin frá  heila til útlima, öskrin sem óma inni í manni en kom­ast ekki til skila í radd­böndin og tíma­leysið óg­ur­lega.

Gnístandi ein­manna­leiki



Ég tók fyrir tvö dæmi af eigin lífs­reynslum til að útskýra fyrir sam­starfs­fé­lögum hvernig við gæt­um  sett okkur í spor ann­arra hvað varðar slíka upp­lifun, því ég hef í raun upp­lifað þessa til­finn­ingu  tvisvar.

Árið 2007 var ég að vinna undir brúnni á Sel­fossi. það var gull­fal­legur dagur og ég sit inni í vinnu­bíl í hlát­ur­skasti með vinnu­fé­laga. Allt í einu lyft­ist bíll­inn upp á annan end­ann og er hent aftur nið­ur­, bíll­inn lyft­ist á hinn end­ann og hrapar til jörðu. Í hend­ingi næ ég að kom­ast út og þá upp­lifi ég hræðsl­una sem ég get best lýst sem gnístandi ein­manna­leika. Ég hef ekk­ert vald yfir lík­am­anum og það eina sem hefur alltaf verið öruggt var það ekki – jörð­in. Ég var nán­ast í kjarna jarð­skjálft­ans ­sem var ansi harður og rétt eins og í bíó­mynd­unum gerð­ist allt saman í slow motion. Ég kastað­ist til og ekk­ert hefði getað „bjargað mér”.

Mér fannst ég finna svo mikið fyrir útlimunum án þess að geta hreyft þá og hljóðin sem fylgdu hræðsl­unni voru ömur­leg. Allt magn­að­ist upp og bass­inn í jörð­inn­i ­fyllti öll vit.

Aflið var slíkt að brúin á Sel­fossi svign­aði upp marga ­metra og minnti mig á gúmmí­orm. Mér fannst ég finna svo mikið fyrir útlimunum án þess að geta hreyft þá og hljóðin sem fylgdu hræðsl­unni voru ömur­leg. Allt magn­að­ist upp og bass­inn í jörð­inn­i ­fyllti öll vit. Ég var bjarg­ar­laus og beið þess að skjálft­inn mundi líða hjá. Ger­sam­lega stjörf, fros­in.

Sár sem bar ör sem ber mig, ég ekki það



Árið 2002 lá leið mín til Akur­eyrar á úti­há­tíð með vin­um. Við vorum mörg og skemmtum okkur vel.

Ég man að ég dró mig örlítið út úr hópnum til að tala í sím­ann á bak við sölu­bás. Skyndi­lega var mér hrint og ég lenti á mag­anum í gras­inu. Um leið vissi ég að hér var ekki allt með felldu. Þegar ég sný mér­ við finn ég fyrir lík­am­legri löm­un.

Ég man hvert ein­asta smá­at­riði, frá skökkum tönnum niður í hvítu kloss­ana sem mað­ur­inn var í og allt þar á milli.

Ég man hvert ein­asta smá­at­riði, frá skökkum tönnum niður í hvítu kloss­ana sem mað­ur­inn var í og allt þar á milli. Hann lét þunga sinn fall á mig og ég missti and­ann og fékk, eins og ég get best lýst því, stíf­krampa og lömun á sama tíma. Ég stífn­aði upp og ­gat ekki barist um, kom ekki upp hljóði og náði ekki and­an­um. Atburð­ur­inn gerð­ist á nokkrum ­sek­únd­um, þó svo að ég gæti ekki sett tíma á þetta þar sem þessi tími líður aldrei. Þetta er ekki augna­blik sem kemur og fer, ekki minn­ing eða tíma­mót. Þetta var sár sem bar ör sem ber mig, ég ekki það.

Ólík en samt svo lík



Ástæðan fyrir því að ég bar þessar sögur saman var sú að eins ólík og þessi atvik voru þá voru þau svo lík. Hvernig getur það verið að við­brögðin voru nán­ast þau sömu ? Á fund­inum fórum við svo að ræða sögur okkar á milli - „ég lenti í þessu, hinn lenti í hinu” og við áttum það öll sam­eig­in­legt að hafa lent í atviki þar sem við vorum hrædd og varn­ar­laus.  Þar kom teng­ing­in, að geta sett sig í spor ann­arra með ein­hverju móti, að geta lagt hönd­ina á félaga og sagt „ég skil þig” og fundið það í hjart­anu að það er að vissu leiti satt.

Við verðum að ná að koma skila­boð­unum til allra, hvort sem þú hefur lent í jarð­skjálfta, árás, inni­lok­un­ar­kennd, köfn­un­ar­til­finn­ingu, bílslysi, loft­hræðslu, kvíða­kasti eða hvað sem er, og vissu­lega er engin upp­lifun eins, mis hrika­legar og hefur ekki eins áhrif á hvern og einn. Sú stað­reynd að við vitum að hver og einn gæti mögu­lega verið skref­inu nær í að skilja hvað kyn­ferð­is­of­beldi getur haft djúp­stæð áhrif á ein­stak­ling, lamað per­sónu af hræðslu og varn­ar­leysi, erum við strax skref­inu nær í að búa í öruggri borg.

Örugg borg er fólkið sem býr í henni



Fund­ur­inn fór á flug, hvernig getum við tengt þetta saman og það sem meira er, hvernig getum við  látið áhorf­anda taka þátt, vera virkan og jafn­vel bera ábyrgð? Til þess að áhorf­andi vilji hjálpa verður hann að skilja. Mundir þú slá glas úr hend­inni á konu af því það gæti verið að þú hafir kannski séð ein­hvern setja töflu ofan í glasið ? Algeng við­brögð eru að loka aug­un­um, telja þér trú um að þetta komi þér ekki við.  En ef þú vissir að þú gætir komið í veg fyrir að þessi kona upp­lifi það sem þú upp­lifðir í þínu slysi/­at­viki, mund­iru þá opna augun ?

Ör­ugg borg er ekki endi­lega bygg­ing, lýs­ing eða göt­ur. Örugg borg er fólkið sem býr í henni.

„En ert þú mögu­lega ger­and­i?” var önnur ráð­gáta sem við veltum fyrir okk­ur. Komumst við nær ger­anda ? Sýna hans skugga hlið ? Já! Þar sem margir eru nú með snjall­síma við hönd­ina á öllum stundum fannst okkur til­valið að nýta okkur það. Áhorf­andi slær inn síma­núm­erið sitt og getur í kjöl­farið horft á mynd­böndin í tölv­unni og skoðað sjón­ar­horn ger­and­ans í leið­inni. Ger­andi hefur mögu­lega lent í atviki þar sem hann var hræddur á líf­leið­inni og séð að allt við gjörðir hans er brot á annarri mann­eskju.

Tjarn­ar­gatan, sem stóð að verk­inu sem heild, bland­aði saman hug­myndum og fann leið til að láta verkið ná til sem flestra vill þakka fyrir að hafa verið falið þetta merka verk­efni. Örugg borg er ekki endi­lega bygg­ing, lýs­ing eða göt­ur. Örugg borg er fólkið sem býr í henni.

Takk fyrir okk­ur.

 

Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unni www.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None