„Hún bar ábyrgð á þessu“

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Inga Dóra Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra UN Women á Ísland­i.

Kyn­ferð­is­leg áreitni og kyn­ferð­is­of­beldi er hnatt­rænt vanda­mál. Birt­inga­mynd­irnar eru mis­mun­andi og þá einnig félags­legt sam­þykki fyrir slíku ofbeldi. Flestar konur um heim allan hafa á ein­hverjum tíma­punkti upp­lifað kyn­ferð­is­lega áreitni og þekkja ótt­ann við að verða fyrir kyn­ferð­is­legu ofbeldi. Sá ótti getur verið jafn hamlandi og ógn­væn­legur og ofbeldið sjálft.

Til dæmis getur verið mjög hættu­legt fyrir ungar stúlkur víðs vegar um heim að fara í skóla vegna hættu á kyn­ferð­is­of­beldi og sú hætta hefur það í för með sér að margir for­eldrar kjósa fremur að halda dætrum sínum heima en mennta þær. Í Kaíró, Nýju Delí og Port Mor­esby hafa konur krafið borg­ar­yf­ir­völd um að hafa sér­staka kvenna­strætóa svo þær geti ferð­ast til og frá vinnu örugg­ar. Og ef við víkjum að Íslandi þá kemur fram í nýlegri rann­sókn* að margar ungar konur á Íslandi ótt­ast nauðgun og að sá ótti hafi hamlandi áhrif á athafnir þeirra - svipti þær frelsi.

Auglýsing

Sam­fara auk­inni opin­berri umræðu um kyn­ferð­is­lega áreitni og kyn­ferð­is­legt ofbeldi hefur átt sér stað mikil vit­und­ar­vakn­ing und­an­farin ár um allan heim. Nýlega voru gerðar breyt­ingar á kyn­ferð­is­brota­lögum í Ind­landi. Þessar breyt­ingar komu í kjöl­far margra mán­aða mót­mæla eftir að ung ind­versk stúlka lést eftir hrotta­lega árás og hópnauðgun í almenn­ings­vagni. Málið fékk heims­at­hygli en því miður var þessi árás langt í frá að vera eins­dæmi.

­Með þátt­töku í verk­efn­inu er litið á kyn­ferð­is­of­beldi sem hluta af skipu­lags­vanda borg­ar­innar og leitað hefur verið til kvenna úr öllum hverfum borg­ar­innar til að finna lausnir á þessu vandamáli.

Nýja Delí er aðili að verk­efni UN Women Öruggar borgir og með því hafa borg­ar­yf­ir­völd strengt þess heit að auka öryggi kvenna og stúlkna. Nið­ur­stöður rann­sóknar UN Women sýndu að yfir 90% aðspurðra kvenna höfðu verið áreittar kyn­ferð­is­lega og yfir helm­ingur þeirra sagð­ist verða fyrir áreitni dag­lega. Með þátt­töku í verk­efn­inu er litið á kyn­ferð­is­of­beldi sem hluta af skipu­lags­vanda borg­ar­innar og leitað hefur verið til kvenna úr öllum hverfum borg­ar­innar til að finna lausnir á þessu vanda­máli. Aukin götu­lýs­ing, breið­ari gang­stétt­ir, sól­ar­hringsop­unun á neyð­ar­mót­tök­um, auk­inn fjöldi almenn­ings­síma og sér­stakar rútur fyrir bara konur voru meðal þeirra til­lagna sem mestan hljóm­grunn fengu. Rann­sóknin sýndi ber­lega að hug­ar­fars­breyt­ingar er sár­lega þörf meðal karl­manna, en þrír af hverjum fjórum karl­mönnum töldu að konur bæru sjálfar ábyrgð á því að vera beittar ofbeldi því ef þær væru einar á ferð í myrkri.

Þrátt fyrir að opin­ber umræða um kyn­ferð­is­of­beldi hafi átt sér stað und­an­farin ár og skilað nokkrum árangri er enn langt í land. Það er t.d ekki enn búið að skil­greina kyn­ferð­is­lega áreitni í egypskum lögum né gera hana refsi­verða. Sam­kvæmt rann­sókn UN Women hafa 99,3 pró­sent kvenna og stúlkna á þétt­býl­is­svæðum í Egypta­landi upp­lifað kyn­ferð­is­lega áreitni. Egypskir aktí­vístar hafa einnig bent á að nú þora konur varla að fara einar um Tahir torg. Sama torg og konur hættu lífi sínu við hlið karl­manna í arab­íska vor­inu. Tvær ungar kvik­mynda­konur sýndu brot úr heim­ilda­mynd sem þær eru að vinna að. Mynd­brotið sýnir sjón­ar­horn kvenna er þær ganga yfir brú í Kaíró um hábjartan dag.

htt­p://www.youtu­be.com/watch?v=b1XG­P­vbWn0A?

Nýlega fór stutt mynd­skeið  frá New York, sem hægt er að sjá hér að ofan, á flug á sam­fé­lags­miðl­un­um. Þar gengur kona með falda mynda­vél á sér í 10 klukku­tíma um hverfi New York og sýnir yfir 100 karl­menn kalla á eftir henni, ganga við hlið­ina á henni og reyna að hefja sam­ræður við hana. Við­brögðin á sam­fé­lags­miðlum voru áhuga­verð þar sem margir karl­menn skildu ekki að það væri kyn­ferð­is­leg áreitni þó ókunn­ugir karl­menn segðu kon­unni að hún væri fal­leg, reyndu að láta hana fá síma­núm­erið sitt eða sýndu pirr­ing yfir því að hún virti þá ekki við­lits.

Hug­takið kyn­ferð­is­leg áreitni var fram­andi þegar ég var ung­lingur fyrir 20 árum, þótti m.a.s dáldið fynd­ið. Nú er kyn­ferð­is­leg áreitni skil­greind í íslenskum lögum sem „[]kyn­ferð­is­leg hegðun sem er ósann­gjörn og/eða móðg­andi og í óþökk þess sem fyrir henni verð­ur, hefur áhrif á sjálfs­virð­ingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegð­unin sé óvel­kom­in. Kyn­ferð­is­leg áreitni getur verið lík­am­leg, orð­bundin eða tákn­ræn.“

Kyn­ferð­is­leg áreitni og kyn­ferð­is­of­beldi er hnatt­rænt vanda­mál og birt­ing­ar­myndir þess ótal marg­ar. Við þurfum að leggj­ast á eitt og upp­ræta allar þessar birt­ing­ar­myndir um allan heim. Hug­ar­fars­bylt­ingin byrjar hjá þér.

 ingadoramed

*Það er svo óþol­andi að maður þurfi að sætta sig við að maður þurfi í raun að gera ráð fyrir að þetta geti ger­st!: Um áhrif nauðg­un­ar­menn­ingar á dag­legt líf kvenna. 2014. Finn­borg Salóme Stein­þórs­dóttir og Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir. Þjóð­ar­speg­ill­inn, Ráð­stefna í félags­vís­indum XV.Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None