„Hún bar ábyrgð á þessu“

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Inga Dóra Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra UN Women á Ísland­i.

Kyn­ferð­is­leg áreitni og kyn­ferð­is­of­beldi er hnatt­rænt vanda­mál. Birt­inga­mynd­irnar eru mis­mun­andi og þá einnig félags­legt sam­þykki fyrir slíku ofbeldi. Flestar konur um heim allan hafa á ein­hverjum tíma­punkti upp­lifað kyn­ferð­is­lega áreitni og þekkja ótt­ann við að verða fyrir kyn­ferð­is­legu ofbeldi. Sá ótti getur verið jafn hamlandi og ógn­væn­legur og ofbeldið sjálft.

Til dæmis getur verið mjög hættu­legt fyrir ungar stúlkur víðs vegar um heim að fara í skóla vegna hættu á kyn­ferð­is­of­beldi og sú hætta hefur það í för með sér að margir for­eldrar kjósa fremur að halda dætrum sínum heima en mennta þær. Í Kaíró, Nýju Delí og Port Mor­esby hafa konur krafið borg­ar­yf­ir­völd um að hafa sér­staka kvenna­strætóa svo þær geti ferð­ast til og frá vinnu örugg­ar. Og ef við víkjum að Íslandi þá kemur fram í nýlegri rann­sókn* að margar ungar konur á Íslandi ótt­ast nauðgun og að sá ótti hafi hamlandi áhrif á athafnir þeirra - svipti þær frelsi.

Auglýsing

Sam­fara auk­inni opin­berri umræðu um kyn­ferð­is­lega áreitni og kyn­ferð­is­legt ofbeldi hefur átt sér stað mikil vit­und­ar­vakn­ing und­an­farin ár um allan heim. Nýlega voru gerðar breyt­ingar á kyn­ferð­is­brota­lögum í Ind­landi. Þessar breyt­ingar komu í kjöl­far margra mán­aða mót­mæla eftir að ung ind­versk stúlka lést eftir hrotta­lega árás og hópnauðgun í almenn­ings­vagni. Málið fékk heims­at­hygli en því miður var þessi árás langt í frá að vera eins­dæmi.

­Með þátt­töku í verk­efn­inu er litið á kyn­ferð­is­of­beldi sem hluta af skipu­lags­vanda borg­ar­innar og leitað hefur verið til kvenna úr öllum hverfum borg­ar­innar til að finna lausnir á þessu vandamáli.

Nýja Delí er aðili að verk­efni UN Women Öruggar borgir og með því hafa borg­ar­yf­ir­völd strengt þess heit að auka öryggi kvenna og stúlkna. Nið­ur­stöður rann­sóknar UN Women sýndu að yfir 90% aðspurðra kvenna höfðu verið áreittar kyn­ferð­is­lega og yfir helm­ingur þeirra sagð­ist verða fyrir áreitni dag­lega. Með þátt­töku í verk­efn­inu er litið á kyn­ferð­is­of­beldi sem hluta af skipu­lags­vanda borg­ar­innar og leitað hefur verið til kvenna úr öllum hverfum borg­ar­innar til að finna lausnir á þessu vanda­máli. Aukin götu­lýs­ing, breið­ari gang­stétt­ir, sól­ar­hringsop­unun á neyð­ar­mót­tök­um, auk­inn fjöldi almenn­ings­síma og sér­stakar rútur fyrir bara konur voru meðal þeirra til­lagna sem mestan hljóm­grunn fengu. Rann­sóknin sýndi ber­lega að hug­ar­fars­breyt­ingar er sár­lega þörf meðal karl­manna, en þrír af hverjum fjórum karl­mönnum töldu að konur bæru sjálfar ábyrgð á því að vera beittar ofbeldi því ef þær væru einar á ferð í myrkri.

Þrátt fyrir að opin­ber umræða um kyn­ferð­is­of­beldi hafi átt sér stað und­an­farin ár og skilað nokkrum árangri er enn langt í land. Það er t.d ekki enn búið að skil­greina kyn­ferð­is­lega áreitni í egypskum lögum né gera hana refsi­verða. Sam­kvæmt rann­sókn UN Women hafa 99,3 pró­sent kvenna og stúlkna á þétt­býl­is­svæðum í Egypta­landi upp­lifað kyn­ferð­is­lega áreitni. Egypskir aktí­vístar hafa einnig bent á að nú þora konur varla að fara einar um Tahir torg. Sama torg og konur hættu lífi sínu við hlið karl­manna í arab­íska vor­inu. Tvær ungar kvik­mynda­konur sýndu brot úr heim­ilda­mynd sem þær eru að vinna að. Mynd­brotið sýnir sjón­ar­horn kvenna er þær ganga yfir brú í Kaíró um hábjartan dag.

htt­p://www.youtu­be.com/watch?v=b1XG­P­vbWn0A?

Nýlega fór stutt mynd­skeið  frá New York, sem hægt er að sjá hér að ofan, á flug á sam­fé­lags­miðl­un­um. Þar gengur kona með falda mynda­vél á sér í 10 klukku­tíma um hverfi New York og sýnir yfir 100 karl­menn kalla á eftir henni, ganga við hlið­ina á henni og reyna að hefja sam­ræður við hana. Við­brögðin á sam­fé­lags­miðlum voru áhuga­verð þar sem margir karl­menn skildu ekki að það væri kyn­ferð­is­leg áreitni þó ókunn­ugir karl­menn segðu kon­unni að hún væri fal­leg, reyndu að láta hana fá síma­núm­erið sitt eða sýndu pirr­ing yfir því að hún virti þá ekki við­lits.

Hug­takið kyn­ferð­is­leg áreitni var fram­andi þegar ég var ung­lingur fyrir 20 árum, þótti m.a.s dáldið fynd­ið. Nú er kyn­ferð­is­leg áreitni skil­greind í íslenskum lögum sem „[]kyn­ferð­is­leg hegðun sem er ósann­gjörn og/eða móðg­andi og í óþökk þess sem fyrir henni verð­ur, hefur áhrif á sjálfs­virð­ingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegð­unin sé óvel­kom­in. Kyn­ferð­is­leg áreitni getur verið lík­am­leg, orð­bundin eða tákn­ræn.“

Kyn­ferð­is­leg áreitni og kyn­ferð­is­of­beldi er hnatt­rænt vanda­mál og birt­ing­ar­myndir þess ótal marg­ar. Við þurfum að leggj­ast á eitt og upp­ræta allar þessar birt­ing­ar­myndir um allan heim. Hug­ar­fars­bylt­ingin byrjar hjá þér.

 ingadoramed

*Það er svo óþol­andi að maður þurfi að sætta sig við að maður þurfi í raun að gera ráð fyrir að þetta geti ger­st!: Um áhrif nauðg­un­ar­menn­ingar á dag­legt líf kvenna. 2014. Finn­borg Salóme Stein­þórs­dóttir og Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir. Þjóð­ar­speg­ill­inn, Ráð­stefna í félags­vís­indum XV.Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None