„Hún bar ábyrgð á þessu“

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Inga Dóra Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra UN Women á Ísland­i.

Kyn­ferð­is­leg áreitni og kyn­ferð­is­of­beldi er hnatt­rænt vanda­mál. Birt­inga­mynd­irnar eru mis­mun­andi og þá einnig félags­legt sam­þykki fyrir slíku ofbeldi. Flestar konur um heim allan hafa á ein­hverjum tíma­punkti upp­lifað kyn­ferð­is­lega áreitni og þekkja ótt­ann við að verða fyrir kyn­ferð­is­legu ofbeldi. Sá ótti getur verið jafn hamlandi og ógn­væn­legur og ofbeldið sjálft.

Til dæmis getur verið mjög hættu­legt fyrir ungar stúlkur víðs vegar um heim að fara í skóla vegna hættu á kyn­ferð­is­of­beldi og sú hætta hefur það í för með sér að margir for­eldrar kjósa fremur að halda dætrum sínum heima en mennta þær. Í Kaíró, Nýju Delí og Port Mor­esby hafa konur krafið borg­ar­yf­ir­völd um að hafa sér­staka kvenna­strætóa svo þær geti ferð­ast til og frá vinnu örugg­ar. Og ef við víkjum að Íslandi þá kemur fram í nýlegri rann­sókn* að margar ungar konur á Íslandi ótt­ast nauðgun og að sá ótti hafi hamlandi áhrif á athafnir þeirra - svipti þær frelsi.

Auglýsing

Sam­fara auk­inni opin­berri umræðu um kyn­ferð­is­lega áreitni og kyn­ferð­is­legt ofbeldi hefur átt sér stað mikil vit­und­ar­vakn­ing und­an­farin ár um allan heim. Nýlega voru gerðar breyt­ingar á kyn­ferð­is­brota­lögum í Ind­landi. Þessar breyt­ingar komu í kjöl­far margra mán­aða mót­mæla eftir að ung ind­versk stúlka lést eftir hrotta­lega árás og hópnauðgun í almenn­ings­vagni. Málið fékk heims­at­hygli en því miður var þessi árás langt í frá að vera eins­dæmi.

­Með þátt­töku í verk­efn­inu er litið á kyn­ferð­is­of­beldi sem hluta af skipu­lags­vanda borg­ar­innar og leitað hefur verið til kvenna úr öllum hverfum borg­ar­innar til að finna lausnir á þessu vandamáli.

Nýja Delí er aðili að verk­efni UN Women Öruggar borgir og með því hafa borg­ar­yf­ir­völd strengt þess heit að auka öryggi kvenna og stúlkna. Nið­ur­stöður rann­sóknar UN Women sýndu að yfir 90% aðspurðra kvenna höfðu verið áreittar kyn­ferð­is­lega og yfir helm­ingur þeirra sagð­ist verða fyrir áreitni dag­lega. Með þátt­töku í verk­efn­inu er litið á kyn­ferð­is­of­beldi sem hluta af skipu­lags­vanda borg­ar­innar og leitað hefur verið til kvenna úr öllum hverfum borg­ar­innar til að finna lausnir á þessu vanda­máli. Aukin götu­lýs­ing, breið­ari gang­stétt­ir, sól­ar­hringsop­unun á neyð­ar­mót­tök­um, auk­inn fjöldi almenn­ings­síma og sér­stakar rútur fyrir bara konur voru meðal þeirra til­lagna sem mestan hljóm­grunn fengu. Rann­sóknin sýndi ber­lega að hug­ar­fars­breyt­ingar er sár­lega þörf meðal karl­manna, en þrír af hverjum fjórum karl­mönnum töldu að konur bæru sjálfar ábyrgð á því að vera beittar ofbeldi því ef þær væru einar á ferð í myrkri.

Þrátt fyrir að opin­ber umræða um kyn­ferð­is­of­beldi hafi átt sér stað und­an­farin ár og skilað nokkrum árangri er enn langt í land. Það er t.d ekki enn búið að skil­greina kyn­ferð­is­lega áreitni í egypskum lögum né gera hana refsi­verða. Sam­kvæmt rann­sókn UN Women hafa 99,3 pró­sent kvenna og stúlkna á þétt­býl­is­svæðum í Egypta­landi upp­lifað kyn­ferð­is­lega áreitni. Egypskir aktí­vístar hafa einnig bent á að nú þora konur varla að fara einar um Tahir torg. Sama torg og konur hættu lífi sínu við hlið karl­manna í arab­íska vor­inu. Tvær ungar kvik­mynda­konur sýndu brot úr heim­ilda­mynd sem þær eru að vinna að. Mynd­brotið sýnir sjón­ar­horn kvenna er þær ganga yfir brú í Kaíró um hábjartan dag.

htt­p://www.youtu­be.com/watch?v=b1XG­P­vbWn0A?

Nýlega fór stutt mynd­skeið  frá New York, sem hægt er að sjá hér að ofan, á flug á sam­fé­lags­miðl­un­um. Þar gengur kona með falda mynda­vél á sér í 10 klukku­tíma um hverfi New York og sýnir yfir 100 karl­menn kalla á eftir henni, ganga við hlið­ina á henni og reyna að hefja sam­ræður við hana. Við­brögðin á sam­fé­lags­miðlum voru áhuga­verð þar sem margir karl­menn skildu ekki að það væri kyn­ferð­is­leg áreitni þó ókunn­ugir karl­menn segðu kon­unni að hún væri fal­leg, reyndu að láta hana fá síma­núm­erið sitt eða sýndu pirr­ing yfir því að hún virti þá ekki við­lits.

Hug­takið kyn­ferð­is­leg áreitni var fram­andi þegar ég var ung­lingur fyrir 20 árum, þótti m.a.s dáldið fynd­ið. Nú er kyn­ferð­is­leg áreitni skil­greind í íslenskum lögum sem „[]kyn­ferð­is­leg hegðun sem er ósann­gjörn og/eða móðg­andi og í óþökk þess sem fyrir henni verð­ur, hefur áhrif á sjálfs­virð­ingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegð­unin sé óvel­kom­in. Kyn­ferð­is­leg áreitni getur verið lík­am­leg, orð­bundin eða tákn­ræn.“

Kyn­ferð­is­leg áreitni og kyn­ferð­is­of­beldi er hnatt­rænt vanda­mál og birt­ing­ar­myndir þess ótal marg­ar. Við þurfum að leggj­ast á eitt og upp­ræta allar þessar birt­ing­ar­myndir um allan heim. Hug­ar­fars­bylt­ingin byrjar hjá þér.

 ingadoramed

*Það er svo óþol­andi að maður þurfi að sætta sig við að maður þurfi í raun að gera ráð fyrir að þetta geti ger­st!: Um áhrif nauðg­un­ar­menn­ingar á dag­legt líf kvenna. 2014. Finn­borg Salóme Stein­þórs­dóttir og Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir. Þjóð­ar­speg­ill­inn, Ráð­stefna í félags­vís­indum XV.



Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None