Lántakendur fyrr og nú

10016394766-a517f60534-z.jpg
Auglýsing

Aðalsteinn Hákonarson  fv. endurskoðandi og núverandi sttarfsmaður RSK. Aðal­steinn Hákon­ar­son

fv. end­ur­skoð­andi og

nú­ver­andi stt­arfs­maður RSK.

Mörgum okk­ar, sem komin eru á sjö­tugs­aldur og búin að borga vexti og verð­bætur af verð­tryggðum lánum mestan hluta ævinn­ar, blöskrar sú umræða sem nú er í gangi um rétt­indi og stöðu lán­tak­enda.

Eru menn búnir að gleyma því að á upp­hafs­árum verð­trygg­ing­ar­innar skipti verð­bólgan hér á landi yfir­leitt tugum pró­senta á ári. Það þótti rétt­læt­is­mál að verð­tryggja krón­una og nauð­syn þess var á þeim tíma brennd inn í vit­und þjóð­ar­inn­ar. Stjór­mála­menn, banka­menn, líf­eyr­is­sjóðir og í raun allir sem höndl­uðu með pen­inga voru sam­mála því að þetta yrði að ger­ast. Sá sem fengi lán­aðan einn pott af mjólk átti að skila einum potti af mjólk til baka ásamt ein­hverjum vöxt­um, þannig átti kerfið að virka.

Auglýsing

En þegar launin lækka allt í einu að raun­gildi þá verður  til þetta mis­gengi sem raskar ríkj­andi jafnvægi.

Svona kerfi hefur sýnt sig að vera í þokka­lega góðu jafn­vægi ef launin eru verð­tryggð og vaxa í takt við vísi­töl­una eða jafn­vel hraðar eins og oft var raun­in. En þegar launin lækka allt í einu að raun­gildi þá verður  til þetta mis­gengi sem raskar ríkj­andi jafn­vægi. Sigtúns­hóp­ur­inn upp­lifði þetta t.d. líka en fékk engar bæt­ur, mönnum hefði átt að vera þessi áhætta ljós á þeim tíma þótt sama skoðun sé ekki uppi nú. Þeir sem þá voru með verð­tryggð lán hjá hús­næð­is­stofnun rík­is­ins urðu meira að segja að láta vaxta­hækkun í ofaná­lag yfir sig ganga til að rétta af stöðu stjóðs­ins. Það var svona misvægi sem fylgdi hrun­inu og það er auð­vitað ekki verð­trygg­ing­unni að kenna, það eru aðrir sem bera ábyrgð á því að verð­gildi krón­unnar féll og þar með kaup­mátt­ur­inn.

Hún vill helst taka að láni einn pott af mjólk og skila einum potti af und­an­rennu í stað­inn.

Nú er komin til skjal­anna ný kyn­slóð sem virð­ist hafa gleymst að kenna þessi ein­földu fræði. Hún er heldur ekki að sjá eins grand­vör og for­sjál og kyn­slóðin á undan þótt þekk­ing og skóla­ganga hafi auk­ist. Hún vill helst taka að láni einn pott af mjólk og skila einum potti af und­an­rennu í stað­inn. Hver spek­ing­ur­inn á fætur öðrum kemur fram á útvarps­stöðv­unum með vissu milli­bili og heldur því fram að þannig eigi þetta að vera, það sé rétt­læt­is­mál. Í því felst í raun að seilst er ofan í vas­ann hjá ein­hverjum öðr­um.

Það verður fróð­legt að sjá hvort sú kyn­slóð dóm­ara sem nú sker úr ágrein­ingi meðal þjóð­ar­innar tekur undir þau sjón­ar­mið sem nú eru uppi þegar nið­ur­staða fæst um neyt­enda­lán­in.  Að mínu mati fælist í slíkum dómi að hrunið sé verð­trygg­ing­unni að kenna en ekki þeim sem léku sér með fjöregg þjóð­ar­inn­ar. Von­andi verður nið­ur­staðan þjóð­inni far­sæl.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None