Lántakendur fyrr og nú

10016394766-a517f60534-z.jpg
Auglýsing

Aðalsteinn Hákonarson  fv. endurskoðandi og núverandi sttarfsmaður RSK. Aðal­steinn Hákon­ar­son

fv. end­ur­skoð­andi og

nú­ver­andi stt­arfs­maður RSK.

Mörgum okk­ar, sem komin eru á sjö­tugs­aldur og búin að borga vexti og verð­bætur af verð­tryggðum lánum mestan hluta ævinn­ar, blöskrar sú umræða sem nú er í gangi um rétt­indi og stöðu lán­tak­enda.

Eru menn búnir að gleyma því að á upp­hafs­árum verð­trygg­ing­ar­innar skipti verð­bólgan hér á landi yfir­leitt tugum pró­senta á ári. Það þótti rétt­læt­is­mál að verð­tryggja krón­una og nauð­syn þess var á þeim tíma brennd inn í vit­und þjóð­ar­inn­ar. Stjór­mála­menn, banka­menn, líf­eyr­is­sjóðir og í raun allir sem höndl­uðu með pen­inga voru sam­mála því að þetta yrði að ger­ast. Sá sem fengi lán­aðan einn pott af mjólk átti að skila einum potti af mjólk til baka ásamt ein­hverjum vöxt­um, þannig átti kerfið að virka.

Auglýsing

En þegar launin lækka allt í einu að raun­gildi þá verður  til þetta mis­gengi sem raskar ríkj­andi jafnvægi.

Svona kerfi hefur sýnt sig að vera í þokka­lega góðu jafn­vægi ef launin eru verð­tryggð og vaxa í takt við vísi­töl­una eða jafn­vel hraðar eins og oft var raun­in. En þegar launin lækka allt í einu að raun­gildi þá verður  til þetta mis­gengi sem raskar ríkj­andi jafn­vægi. Sigtúns­hóp­ur­inn upp­lifði þetta t.d. líka en fékk engar bæt­ur, mönnum hefði átt að vera þessi áhætta ljós á þeim tíma þótt sama skoðun sé ekki uppi nú. Þeir sem þá voru með verð­tryggð lán hjá hús­næð­is­stofnun rík­is­ins urðu meira að segja að láta vaxta­hækkun í ofaná­lag yfir sig ganga til að rétta af stöðu stjóðs­ins. Það var svona misvægi sem fylgdi hrun­inu og það er auð­vitað ekki verð­trygg­ing­unni að kenna, það eru aðrir sem bera ábyrgð á því að verð­gildi krón­unnar féll og þar með kaup­mátt­ur­inn.

Hún vill helst taka að láni einn pott af mjólk og skila einum potti af und­an­rennu í stað­inn.

Nú er komin til skjal­anna ný kyn­slóð sem virð­ist hafa gleymst að kenna þessi ein­földu fræði. Hún er heldur ekki að sjá eins grand­vör og for­sjál og kyn­slóðin á undan þótt þekk­ing og skóla­ganga hafi auk­ist. Hún vill helst taka að láni einn pott af mjólk og skila einum potti af und­an­rennu í stað­inn. Hver spek­ing­ur­inn á fætur öðrum kemur fram á útvarps­stöðv­unum með vissu milli­bili og heldur því fram að þannig eigi þetta að vera, það sé rétt­læt­is­mál. Í því felst í raun að seilst er ofan í vas­ann hjá ein­hverjum öðr­um.

Það verður fróð­legt að sjá hvort sú kyn­slóð dóm­ara sem nú sker úr ágrein­ingi meðal þjóð­ar­innar tekur undir þau sjón­ar­mið sem nú eru uppi þegar nið­ur­staða fæst um neyt­enda­lán­in.  Að mínu mati fælist í slíkum dómi að hrunið sé verð­trygg­ing­unni að kenna en ekki þeim sem léku sér með fjöregg þjóð­ar­inn­ar. Von­andi verður nið­ur­staðan þjóð­inni far­sæl.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu
Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None