Sigrum hægri popúlisma Sigmundar Davíðs

sigmundur-3-0.png
AuglýsingÁ haust­mán­uðum 2008 upp­lifði fólk á Íslandi eina stærstu kreppu sem dunið hefur yfir í ára­tugi og enn sér ekki fyrir endan á. „Ís­lend­ing­ar“ voru allt í einu saman á ein­hverri „þjóð­ar­skútu“ og eng­inn vissi hvert hún stefndi. Við tóku ótrú­legir mán­uðir þar sem fólk fyllti skápa sína af dósamat, maður eyði­lagði húsið sitt með belt­is­gröfu, Osló­ar­tréið sett á bál, Bón­us­fán­inn dreg­inn að húni á Alþingi og táragasi sprautað yfir Aust­ur­völl. Þetta end­aði svo með sprung­inni rík­is­stjórn. Þegar efna­hag­ur­inn tekur svona miklum breyt­ingum mynd­ast ný póli­tísk tæki­færi en jafn­framt þarf nýja gerð af póli­tík til þess að bregð­ast við breyttum aðstæð­um. Ég hélt að tími vinstri-­stjórnar í land­inu væri loks runn­inn upp. En stjórn Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna áttu ekki svar ástand­inu sem tryggði þeim völd í annað kjör­tíma­bil.

Nýr hug­mynda­fræði­legur grunnurInn á þetta póli­tíska sögu­svið steig Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son. Sjarm­inn virt­ist ekki leka af mann­inum og því þótti mér Fram­sókn undir hans stjórn ekki vera mikil ógn við hina nýju vinstri rík­is­stjórn. En hann var fljótur að verða fyr­ir­ferða­mik­ill á þingi og not­aði Ices­a­ve-­deil­una til þess að leggja hug­mynda­fræði­legan grunn að nýjum Fram­sókn­ar­flokki. Sá grunnur er byggður á and­stöðu við hnatt­væð­ing­una, ásamt aft­ur­hvarfi til þjóð­ern­is­hyggju. Þetta ein­kennir líka hægri pópu­lista flokka í Evr­ópu. Sig­mundur Davíð hét því að fara á þjóð­legan megr­un­ar­kúr, „ís­lenska kúr­inn“, lík­lega til þess að kom­ast í topp form áður en hann myndi mæta erlendu hrægamma­sjóð­un­um.

Auglýsing

Helsti lær­dómur leka­máls­ins er að hatur á útlend­ingum var látið ráða för í ákvarð­ana­töku nán­asta aðstoð­ar­manns ráð­herra með hræði­legum afleið­ingum á líf Tony Omos.

Borga­stjórn­ar­kosn­ing­arnar stað­festu með mosku mál­inu að flokk­ur­inn er óhræddur við að ala á útlend­inga­hatri til þess að afla atkvæða. Þessi til­hneig­ing var nýlega stað­fest í Face­book-­færslu Svein­bjargar Birnu Svein­björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, um leka­málið þar sem hún segir að það eigi „ein­fald­lega að breyta lög­unum þannig að það sé ekki trún­aður um vinnu­gögn hæl­is­leit­enda.” Henni þykir ekki mikið að því að ógna frið­helgi einka­lífs hæl­is­leit­enda sem hún greini­lega lítur á sem ann­ars flokks borg­ara. Helsti lær­dómur leka­máls­ins er að hatur á útlend­ingum var látið ráða för í ákvarð­ana­töku nán­asta aðstoð­ar­manns ráð­herra með hræði­legum afleið­ingum á líf Tony Omos. Nýfallin ummæli Svein­bjargar sýna að hún er óhrædd að nota málið til þess að skapa umræðu sem hvetur til útlend­inga­hat­urs.

Thatcher og Fried­man myndu snúa sér við í gröf­inniEins og glöggt er í minni þá var leið­rétt­ingin kosn­inga­málið sem bók­staf­lega lam­aði alla aðra flokka og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vann stór­sig­ur. Sjálf­stæð­is­menn mynd­uðu rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokk­inum sem eru í svo miklu hug­mynda­fræði­legu gjald­þroti að þeir og sam­þykktu að ríkið myndi greiða niður einka­skuld­ir. Thatcher og Fried­man myndu lík­lega snúa sér við í gröf­inni við að heyra þessi ósköp. Nú hefur „leið­rétt­ing­in“ loks­ins litið dags­ins ljós og 28 pró­sent lands­manna fá afslátt á lánum sínum meðan hin 72 pró­sent sitja eftir með sárt enn­ið.

Einu hug­mynd­irnar til að svara ástand­inu á lands­byggð­inni er að færa Fiski­stofu nauð­uga til Akur­eyr­ar.

 

Það blasir við manni sam­fé­lag með heil­brigðs­kerfi sem er bók­staf­lega byrjað að mygla eftir ára­langan nið­ur­skurð Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Læknar eru í verk­falli í fyrsta skipti í sög­unni og eng­inn  af­ger­andi póli­tískur vilji til þess að leysa þá deilu. Skóla­gjöld hafa hækkað og skorið hefur verið niður fjár­magn til LÍN. Fjár­fram­lög til kvik­mynda­gerðar á Íslandi hafa verið stór­lega skert. Einu hug­mynd­irnar til að svara ástand­inu á lands­byggð­inni er að færa Fiski­stofu nauð­uga til Akur­eyr­ar. Lög­reglan ræðst inn á heim­ili hæl­is­leit­enda um leið og hún vinnur verð­laun fyrir ímynd­un­ar­sköpun á sam­fé­lags­miðl­um. Mitt í þessu spíg­sporar Sig­mundur Davíð um eins og jóla­sveinn, geislandi af ánægju yfir því að hafa fært „fólk­inu“ vænan pakka meðan að Vig­dís Hauks­dóttir kennir „fólk­inu“ að fletta jólakransa í Blóma­vali.

Fanga upp­lifun á órétt­lætiÞrátt fyrir þetta bæta stjórn­ar­flokkar nú við sig fylgi. Hægri pópu­l­isma Fram­sóknar hefur tek­ist að fanga það sem fólk upp­lifði sem órétt­læti eftir hrunið en veitt því í póli­tískan far­veg sem boðar útlend­inga­hat­ur, sam­fé­lag­s­væð­ingu einka­skulda og and­stöðu við hnatt­væð­ing­una. Ef eins húmors­laus og sér­kenni­legur maður eins og Sig­mundur Davíð er að vinna póli­tíska sigra með jafn slakar hug­myndir að vopni sem byggja á fram­tíð­ar­sýn sem boðar aft­ur­hvarf til hættu­legra hug­mynda þjóð­ern­is­hyggju, þýðir það ein­fald­lega að eng­inn annar er svara kalli kjós­enda um breytta póli­tík.

Þetta krist­all­að­ist fyrir mér þegar ég las að for­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna (utan Pírata og mögu­lega Bjartrar fram­tíð­ar, sem vill ekki svarað af eða á) sóttu um leið­rétt­ingu lána sinna. Auð­vitað veit ég ekki hvernig var í pott­inn búið í þeirra heim­il­is­bók­haldi en þetta sýndi póli­tíska leti. Skila­boðin sem er verið að senda kjós­endum eru þau sömu og það sem gefur Sig­mundi Davíð byr undir báða vængi. Stjórn­mála­mönnum er ekki treystandi og þeir meina ekki það sem þeir segja. Á meðan tekur Sig­mundur Davíð sína póli­tík svo alvar­lega að hann borðar aðeins íslenskan mat og gengur óhræddur í bar­áttu við erlendu hrægammanna.

Ein­hver þarf að hugsa stærraHægri popúl­ism­inn sækir á í íslenskri póli­tík og því þarf að hugsa hratt en vel. Það góða í stöð­unni er að ekki er erfitt að bjóða upp á fram­tíð­ar­sýn sem er bjart­ari en Sig­mundar Dav­íðs. Það var t.d. ánægju­legt að sjá þátt­inn Hæpið á RÚV í  síð­ast­lið­inni viku. Þar var ungt fólk komið saman að ræða nýja fram­tíð­ar­sýn sem stóð jafn­framt föstum fótum í þeirri þróun sem kap­ít­al­ismi hefur skilað okk­ur.

Sýn þar sem ávextir tækni­fram­þró­unar kap­ít­al­ism­ans eru nýttir til þess að engan þurfi að skorta fæði eða skjól. Fram­tíð þar sem fólk er ekki gert atvinnu­laust vegna tækni­fram­þró­unar heldur er tæknin nýtt svo fólk geti unnið minna fyrir sömu laun. Fram­tíð þar sem tæknin er beisluð til þess að nýta nátt­úru­auð­lindir í sam­hljóm við nátt­úr­una, til að byggja upp fyrsta flokks heil­brigð­is­kerfi, ókeypis mennta­kerfi og skil­virkt sam­göngu­kerfi. Sýn á fram­tíð þar sem fólk fær að blómstra því það hefur meiri frí­tíma, þar sem fólk vinnur minna og lifir meira.

­Sig­mundur Davíð hefur gert eitt rétt, það er að hugsa stórt. Nú þarf póli­tískt afl og breyttir flokkar að rísa sem hugsa stærra

Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði heyrt af póli­tískri hug­mynda­vinnu sem hefur svar við sýn Sig­mundar Dav­íðs. Sig­mundur Davíð hefur gert eitt rétt, það er að hugsa stórt. Nú þarf póli­tískt afl og breyttir flokkar að rísa sem hugsa stærra og vinna sigur á Sig­mundi Davíð með nýjum hug­myndum sem geta gert jöfn­uð, rétt­læti, mann­rétt­indi og lýð­ræði að veru­leika.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None