Öruggar borgir fyrir hvaða konur?

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Guðrún Sif Friðriksdóttir Guð­rún Sif Frið­riks­dótt­ir

Þegar ég starf­aði hjá UN Women í Líberíu og Suð­ur­-Súdan spurðu vinir og vanda­menn stundum hvort ég ótt­að­ist ekki um öryggi mitt. Þetta var nokkuð eðli­leg spurn­ing enda vissi fólk að ég vann að verk­efnum sem tengd­ust ofbeldi gegn konum sem var, og er, stórt vanda­mál í báðum þessum lönd­um. Það var því frekar írónískt að ég svar­aði alltaf, af fullri ein­lægni að, nei, ég ótt­að­ist aldrei um eigið öryggi á nokkurn hátt.

Ég sem hin hvíta, auð­uga, Sam­ein­uðu Þjóða starfs­kona hafði öruggt hús­næði, vinnu­stað og sam­göngu­leiðir og hafði því ekki mikið að ótt­ast. Til við­bótar sendi hvít­leiki minn út þau skila­boð að ég væri í góðri valda­stöðu og að því að beita mig ofbeldi myndu fylgja afleið­ing­ar. Ég ferð­að­ist því um Mon­róvíu og Júba, höf­uð­borgir Líberíu og Suð­ur­-Súd­an, frá heim­ili til vinnu, til veit­inga­staða og skemmti­staða og heim aftur ætíð full örygg­is­kennd­ar. Þó að ég vilji helst ekki skil­greina öryggi sem for­rétt­indi get ég ekki lýst líðan minni öðru­vísi en að ég hafi gert mér grein fyrir for­rétt­inda­stöðu minni. Ég vissi það allt of vel í gegnum starf mitt að slíka örygg­is­kennd höfðu lík­leg­ast ekki ýkja margar konur í Mon­róvíu og Júba.

Auglýsing

Dæmið um hina hvítu Sam­ein­uðu Þjóða starfs­konu er kannski frekar ýkt, enda haf­sjór á milli mín og venju­legra líber­ískra og suð­ur­-súd­anskra kvenna hvað valda­stöðu varð­ar. En valda­stöð­ur, eða hug­myndir um valda­stöð­ur, eru hins­vegar mik­il­vægar og konur víða um heim reyna að nýta þær sér til vernd­ar. Sem dæmi um slíkt er að í Búrúndí, þar sem ofbeldi gegn konum er gríð­ar­legt, leggja ungar konur og stúlkur mikið upp úr því að vera vel til hafð­ar. Ef ein­hverjir fjár­munir eru til staðar er þeim eytt í sápu, húð­ol­íu, fatnað og hár­flétt­un. Þetta kann að hljóma sem óþarfa prjál fyrir konur og stúlkur sem hafa lítið á milli hand­anna og mögu­lega ýmis­legt þarfara að eyða fjár­munum í. Þetta er hins­vegar ein leið til verndar gegn ofbeldi. Hug­myndin er að senda út þau skila­boð að stúlk­urn­ar/­kon­urnar komi af vel stæðum fjöl­skyldum sem hafi bæði fjár­hags­leg og félags­leg efni til þess að beita aðgerðum verði stúlk­urn­ar/­kon­urnar beittar ofbeldi.

Nú er það ekki svo að auð­ug­ar, valda­miklar konur séu öruggar gagn­vart því að verða beittar ofbeldi á götum úti. Langt í frá, og ég efast raunar um að nokkur kona hafi kom­ist hjá áreiti og/eða ofbeldi á götum úti ein­hvern­tím­ann á lífs­leið­inni.

Nú er það ekki svo að auð­ug­ar, valda­miklar konur séu öruggar gagn­vart því að verða beittar ofbeldi á götum úti. Langt í frá, og ég efast raunar um að nokkur kona hafi kom­ist hjá áreiti og/eða ofbeldi á götum úti ein­hvern­tím­ann á lífs­leið­inni. Hvít­leiki minn var til dæmis langt í frá nægur til að vernda mig á götum og í almenn­ings­sam­göngum Ind­lands. Hins­vegar finnst mér mik­il­vægt að huga að því að sumar konur eru ber­skjald­að­ari en aðrar og að taka eigi til­lit til þess þegar hugað er að öryggi borga. Almennt eru vænd­is­kon­ur, götu­stúlkur og aðrar konur sem ekki eru með sterkt félags­net einna hel­st  ber­skjald­aðar fyrir ofbeldi. Einnig mætti nefna far­and­verka­kon­ur, flótta­konur og konur sem verða fyrir for­dómum vegna kyn­hneigðar eða vegna þess að þær brjóta við­mið um staðalí­myndir kvenna, með vinnu sinni eða áhuga­mál­um.

Konur eru ekki eins­leitur hópur og vert er að huga sér­stak­lega að varn­ar­laus­ari hópum kvenna sem stafar ógn af ofbeldi í sínu dag­lega lífi í borgum heims­ins svo borg­irnar verði öruggar fyrir konur - allar kon­ur.Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None