Ljósastaurinn á hlaupabrautinni

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Ólafur Stephensen, stjórnarmaður í UN Women á Íslandi. Ólafur Steph­en­sen, stjórn­ar­maður í UN Women á Ísland­i.

Í haust var ég að hlaupa í Foss­vogs­dalnum eins og ég geri oft. Ég var seint á ferð­inni og fáir voru á ferli, enda komið myrk­ur. Þegar ég var búinn að hlaupa tals­verðan spotta sá ég hlaupara á stígnum á undan mér. Þegar nær dró sá ég að þetta var kona. Hún leit í tvígang um öxl – hvort það var af því að hún heyrði másið í mér eða af því að henni fannst hún ekki fylli­lega örugg á stígnum veit ég ekki – en af því að ég gerði ein­hvers staðar í und­ir­með­vit­und­inni ráð fyrir því að það gæti verið af síð­ar­nefndu ástæð­unni, ákvað ég á sek­úndu­broti að breyta um plan, sneri við og hljóp nokkra tugi metra og fann mér svo annan stíg. Ég vildi ekki að hún þyrfti að hafa áhyggjur af að ein­hver væri að elta hana.

Þessi skyndi­á­kvörðun um breyt­ingu á hlaupa­leið­inni sprettur úr óþægi­legum raun­veru­leika, sem er engu að síður fyrir hendi í borg­inni okk­ar. Konum finnst þær síður öruggar í borg­inni en karl­ar. Í nýlegri könnun sem Félags­vís­inda­stofnun gerði fyrir lög­regl­una sögð­ust um 8% svar­enda ekki vera örugg í sínu eigin hverfi eftir myrk­ur. Þar kom fram gríð­ar­legur kynja­mun­ur; 12% kvenna finnst þær ekki öruggar í eigin hverfi á kvöld­in, á móti 3,7% karla.

Auglýsing

Myndin er sömu­leiðis gríð­ar­lega skökk þegar spurt er hvort fólki finn­ist það öruggt í mið­borg Reykja­vík­ur. Næstum helm­ingur kvenna, eða 44%, sögð­ust telja sig mjög óör­uggar í mið­borg­inni eftir myrk­ur, en 19% karla.

Margar borgir heims eru langtum verri staður fyrir konur en karla. Lands­nefnd UN Women hefur í vik­unni her­ferð til að vekja athygli á mik­il­vægi þess að konur geti verið öruggar í almenn­ings­rýmum og á opnum svæð­um. Her­ferðin er hluti af alheims­átaki UN Women undir slag­orð­inu Öruggar borgir, eða Safe cities.

Öðrum þræði snýst þetta átak um aðgerðir í skipu­lags­málum sem geta gert borgir örugg­ari, til dæmis með bættri lýs­ingu, betur afmörk­uðum göngu­leið­um, breið­ari gang­stéttum og þar fram eftir götunum.

Öðrum þræði snýst þetta átak um aðgerðir í skipu­lags­málum sem geta gert borgir örugg­ari, til dæmis með bættri lýs­ingu, betur afmörk­uðum göngu­leið­um, breið­ari gang­stéttum og þar fram eftir göt­un­um. Það að gera ráð fyrir öryggi kvenna í borg­ar­skipu­lag­inu hefur víða dregið úr ofbeld­is­brot­um.

Slíkar úrbætur upp­ræta samt ekki vand­ann. Sú breyt­ing sem skiptir ekki síður máli er hug­ar­fars­breyt­ing meðal karl­manna, sem eru und­an­tekn­ing­ar­lítið ger­end­urnir í brotum sem gera það að verkum að konum finnst þær síður öruggar í borgum en karl­ar.

Við karl­arnir eigum ein­fald­lega að vera sam­mála um að það er aldrei í lagi að beita ofbeldi, áreita konur eða sýna þeim ógn­andi fram­komu. Allir ljósastaurar heims­ins taka ekki í burtu ótt­ann og örygg­is­leysið sem margar konur upp­lifa. Að búa til örugg­ara borg­ar­um­hverfi að þessu leyti er á end­anum undir okkur körlunum kom­ið.Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None