Ljósastaurinn á hlaupabrautinni

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Ólafur Stephensen, stjórnarmaður í UN Women á Íslandi. Ólafur Steph­en­sen, stjórn­ar­maður í UN Women á Ísland­i.

Í haust var ég að hlaupa í Foss­vogs­dalnum eins og ég geri oft. Ég var seint á ferð­inni og fáir voru á ferli, enda komið myrk­ur. Þegar ég var búinn að hlaupa tals­verðan spotta sá ég hlaupara á stígnum á undan mér. Þegar nær dró sá ég að þetta var kona. Hún leit í tvígang um öxl – hvort það var af því að hún heyrði másið í mér eða af því að henni fannst hún ekki fylli­lega örugg á stígnum veit ég ekki – en af því að ég gerði ein­hvers staðar í und­ir­með­vit­und­inni ráð fyrir því að það gæti verið af síð­ar­nefndu ástæð­unni, ákvað ég á sek­úndu­broti að breyta um plan, sneri við og hljóp nokkra tugi metra og fann mér svo annan stíg. Ég vildi ekki að hún þyrfti að hafa áhyggjur af að ein­hver væri að elta hana.

Þessi skyndi­á­kvörðun um breyt­ingu á hlaupa­leið­inni sprettur úr óþægi­legum raun­veru­leika, sem er engu að síður fyrir hendi í borg­inni okk­ar. Konum finnst þær síður öruggar í borg­inni en karl­ar. Í nýlegri könnun sem Félags­vís­inda­stofnun gerði fyrir lög­regl­una sögð­ust um 8% svar­enda ekki vera örugg í sínu eigin hverfi eftir myrk­ur. Þar kom fram gríð­ar­legur kynja­mun­ur; 12% kvenna finnst þær ekki öruggar í eigin hverfi á kvöld­in, á móti 3,7% karla.

Auglýsing

Myndin er sömu­leiðis gríð­ar­lega skökk þegar spurt er hvort fólki finn­ist það öruggt í mið­borg Reykja­vík­ur. Næstum helm­ingur kvenna, eða 44%, sögð­ust telja sig mjög óör­uggar í mið­borg­inni eftir myrk­ur, en 19% karla.

Margar borgir heims eru langtum verri staður fyrir konur en karla. Lands­nefnd UN Women hefur í vik­unni her­ferð til að vekja athygli á mik­il­vægi þess að konur geti verið öruggar í almenn­ings­rýmum og á opnum svæð­um. Her­ferðin er hluti af alheims­átaki UN Women undir slag­orð­inu Öruggar borgir, eða Safe cities.

Öðrum þræði snýst þetta átak um aðgerðir í skipu­lags­málum sem geta gert borgir örugg­ari, til dæmis með bættri lýs­ingu, betur afmörk­uðum göngu­leið­um, breið­ari gang­stéttum og þar fram eftir götunum.

Öðrum þræði snýst þetta átak um aðgerðir í skipu­lags­málum sem geta gert borgir örugg­ari, til dæmis með bættri lýs­ingu, betur afmörk­uðum göngu­leið­um, breið­ari gang­stéttum og þar fram eftir göt­un­um. Það að gera ráð fyrir öryggi kvenna í borg­ar­skipu­lag­inu hefur víða dregið úr ofbeld­is­brot­um.

Slíkar úrbætur upp­ræta samt ekki vand­ann. Sú breyt­ing sem skiptir ekki síður máli er hug­ar­fars­breyt­ing meðal karl­manna, sem eru und­an­tekn­ing­ar­lítið ger­end­urnir í brotum sem gera það að verkum að konum finnst þær síður öruggar í borgum en karl­ar.

Við karl­arnir eigum ein­fald­lega að vera sam­mála um að það er aldrei í lagi að beita ofbeldi, áreita konur eða sýna þeim ógn­andi fram­komu. Allir ljósastaurar heims­ins taka ekki í burtu ótt­ann og örygg­is­leysið sem margar konur upp­lifa. Að búa til örugg­ara borg­ar­um­hverfi að þessu leyti er á end­anum undir okkur körlunum kom­ið.Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
77,7% Íslendinga fylgjandi dánaraðstoð
Kjarninn 12. desember 2019
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None