Það er nefnilega vitlaust gefið

skip.jpg
Auglýsing

Í sjáv­ar­byggð­inni Vest­manna­eyjum búa 4200 manns eða um 1,3% þjóð­ar­inn­ar.  Í sjáv­ar­byggð­inni Vest­manna­eyjum eru á bil­inu 10-13% afla­heim­ilda.  Á yfir­stand­andi ári hef­ur  íbúum farið fækk­andi eins og reyndar flest ár frá 1991.  Það er vit­laust gefið þegar 13% afla­heim­ilda standa ekki undir rúm­lega 4000 manna byggð.

Ríkið hefur háa skatta út úr sjáv­ar­út­egiElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­u­m.

Ísland er eina ríkið í heim­inum sem fær meira út úr sjáv­ar­út­vegi en lagt er til hans.  Ekki ein­göngu borgar hann skatta til jafns á við allar aðrar atvinnu­greinar heldur borgar hann einnig sér­stakt gjald til rík­is­ins sem oft­ast er kallað veiði­gjald.  Þannig var greiddur tekju­skattur sjáv­ar­út­vegs­fé­laga um 21,5% á árinu 2013 af heild­ar­sköttum rík­is­sjóðs á tekjur og hagnað lög­að­ila.  Þar við bæt­ist að sjáv­ar­út­veg­ur­inn greiddi um sext­án­þús­und millj­ónir króna (16.000.000.000 kr.) í almenn og sér­tæk veiði­gjöld.  Bara árið 2013 námu bein opin­ber gjöld á sjáv­ar­út­vegs­fé­lög um tutt­ugu og fjórum og hálfum millj­arði króna (24.000.000.000 kr.) og hafa þessi gjöld þá rúm­lega þre­fald­ast frá árinu 2009.  Samt glíma sjáv­ar­byggðir við vanda.

Eig­endur fyr­ir­tækja hafa arð af rekstr­inumSem betur fer er arður af rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.  Ef svo væri ekki færi atvinnu­greinin sem stendur beint undir rúm­lega 10% af lands­fram­leiðslu (að mati sjáv­ar­kla­s­ans um 25% - 30% af heild­ar­fram­leiðslu) lóð­beint á haus­inn.   Arður er eðli­legur hluti af kostn­aði fyr­ir­tæja – rétt eins og skatt­ur.  Heildar arð­greiðslur í sjáv­ar­út­vegi þessi tvö ár voru um 18 millj­arð­ar.  Það er um 18% af hagn­aði þess­ara fyr­ir­tækja (Ebit­u).    Samt glíma sjáv­ar­byggðir við vanda.

Mak­ríll­inn gerði gott betraÁ sein­ustu árum hefur ríkt góð­æri í íslenskum sjáv­ar­út­veg­i.  Mak­ríl­veiðar hafa skilað þjóð­ar­bú­inu miklum tekj­u­m.  Á ver­tíðnni 2011 var afla­verð­mæti um þrjá­tíu­þús­und milljón krónur (30.000.000.000 kr.)  Upp­sjáv­ar­veiðar hafa gengið sér­stak­lega vel.  Vest­manna­eyjar eru sér­stak­lega sterkar í upp­sjáv­ar­veið­u­m.  Samt fækkar í Eyj­um.

Sjáv­ar­byggð­unum blæðirÞað er í mínum huga ekki nokkur vafi á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er að skila „þjóð­inni“ arði af auð­lind­inni -  það sýna skatt­greiðsl­urn­ar.  Það er ekki nokkur vafi á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er að skila eig­endum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja arði af fjár­fest­ing­unni – það sýna skatt­greiðsl­urn­ar.  Það er ekki heldur nokkur vafi á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er ekki að skila nægu til þró­unar sjáv­ar­byggða.  Það sýna íbúa­tölur í Vest­manna­eyjum og víð­ar.

Hrá­efn­is­fram­leið­endur eins og nýlend­urnar voruStað­reyndin er sú að sjáv­ar­byggðir eru að verða eins og nýlend­urnar vor­u.  Þær eru nán­ast ein­göngu hrá­efn­is­fram­leið­andi þar sem allt kapp er lagt á skjót­feng­inn árangur til að standa undir ofur­skatti og arð­greiðsl­u­m.  Stoð­kerfið er byggt upp í öðrum og lægri póst­núm­erum (td. eru um 160 árs­verk hjá Haf­rann­sókna­stofnun og þar af rúm­lega eitt þeirra er í Vest­manna­eyj­u­m), svig­rúm sjáv­ar­fyr­ir­tæja til nýsköp­unar er skatt­lagt í burtu úr sjáv­ar­byggð­um.

Hvað þarf að gera?Það sem þarf að gera er að lækka skatta og byggja heldur inn skatta­lega hvata til nýsköp­unar og þró­unar í sjáv­ar­byggð­um. Fram­tíð sjáv­ar­út­vegs er ekki í auknum veiðum heldur í sprota­starfi og nýsköp­un.  Fram­tíð sjáv­ar­byggða er ekki í byggða­kvótum og sér­tækum aðgerðum heldur í því að fyr­ir­tækin sem þar eru fái hvata til að vaxa og dafna á for­sendum nýsköp­unar og virð­is­auka.  Þannig verða til störf og verð­mæt­i.  Þannig fær þjóðin ekki bara arð heldur einnig vöxt.   Þannig verða sjáv­ar­byggð­irnar öfl­ugar í stað þess að vera ölm­usu­þegi í formi byggð­ar­kvóta og sér­tækra aðgerða.

Eins og þetta er í dag þá er vit­laust gef­ið.  Það er stað­reynd.  Það hallar á sjáv­ar­byggð­ir.  Ábyrgðin liggur hjá stjórn­völd­um.

Auglýsing

(…að gefnu til­efni er rétt að taka það skýrt fram að okkur hér í Eyjum er þó síst meiri vor­kunn en öðrum þegar litið er til stöðu sjáv­ar­byggða. Vandi þeirra er almennt mik­ill og víð­ast meiri en hér.)

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None