Það er nefnilega vitlaust gefið

skip.jpg
Auglýsing

Í sjáv­ar­byggð­inni Vest­manna­eyjum búa 4200 manns eða um 1,3% þjóð­ar­inn­ar.  Í sjáv­ar­byggð­inni Vest­manna­eyjum eru á bil­inu 10-13% afla­heim­ilda.  Á yfir­stand­andi ári hef­ur  íbúum farið fækk­andi eins og reyndar flest ár frá 1991.  Það er vit­laust gefið þegar 13% afla­heim­ilda standa ekki undir rúm­lega 4000 manna byggð.

Ríkið hefur háa skatta út úr sjáv­ar­út­egiElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­u­m.

Ísland er eina ríkið í heim­inum sem fær meira út úr sjáv­ar­út­vegi en lagt er til hans.  Ekki ein­göngu borgar hann skatta til jafns á við allar aðrar atvinnu­greinar heldur borgar hann einnig sér­stakt gjald til rík­is­ins sem oft­ast er kallað veiði­gjald.  Þannig var greiddur tekju­skattur sjáv­ar­út­vegs­fé­laga um 21,5% á árinu 2013 af heild­ar­sköttum rík­is­sjóðs á tekjur og hagnað lög­að­ila.  Þar við bæt­ist að sjáv­ar­út­veg­ur­inn greiddi um sext­án­þús­und millj­ónir króna (16.000.000.000 kr.) í almenn og sér­tæk veiði­gjöld.  Bara árið 2013 námu bein opin­ber gjöld á sjáv­ar­út­vegs­fé­lög um tutt­ugu og fjórum og hálfum millj­arði króna (24.000.000.000 kr.) og hafa þessi gjöld þá rúm­lega þre­fald­ast frá árinu 2009.  Samt glíma sjáv­ar­byggðir við vanda.

Eig­endur fyr­ir­tækja hafa arð af rekstr­inumSem betur fer er arður af rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.  Ef svo væri ekki færi atvinnu­greinin sem stendur beint undir rúm­lega 10% af lands­fram­leiðslu (að mati sjáv­ar­kla­s­ans um 25% - 30% af heild­ar­fram­leiðslu) lóð­beint á haus­inn.   Arður er eðli­legur hluti af kostn­aði fyr­ir­tæja – rétt eins og skatt­ur.  Heildar arð­greiðslur í sjáv­ar­út­vegi þessi tvö ár voru um 18 millj­arð­ar.  Það er um 18% af hagn­aði þess­ara fyr­ir­tækja (Ebit­u).    Samt glíma sjáv­ar­byggðir við vanda.

Mak­ríll­inn gerði gott betraÁ sein­ustu árum hefur ríkt góð­æri í íslenskum sjáv­ar­út­veg­i.  Mak­ríl­veiðar hafa skilað þjóð­ar­bú­inu miklum tekj­u­m.  Á ver­tíðnni 2011 var afla­verð­mæti um þrjá­tíu­þús­und milljón krónur (30.000.000.000 kr.)  Upp­sjáv­ar­veiðar hafa gengið sér­stak­lega vel.  Vest­manna­eyjar eru sér­stak­lega sterkar í upp­sjáv­ar­veið­u­m.  Samt fækkar í Eyj­um.

Sjáv­ar­byggð­unum blæðirÞað er í mínum huga ekki nokkur vafi á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er að skila „þjóð­inni“ arði af auð­lind­inni -  það sýna skatt­greiðsl­urn­ar.  Það er ekki nokkur vafi á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er að skila eig­endum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja arði af fjár­fest­ing­unni – það sýna skatt­greiðsl­urn­ar.  Það er ekki heldur nokkur vafi á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er ekki að skila nægu til þró­unar sjáv­ar­byggða.  Það sýna íbúa­tölur í Vest­manna­eyjum og víð­ar.

Hrá­efn­is­fram­leið­endur eins og nýlend­urnar voruStað­reyndin er sú að sjáv­ar­byggðir eru að verða eins og nýlend­urnar vor­u.  Þær eru nán­ast ein­göngu hrá­efn­is­fram­leið­andi þar sem allt kapp er lagt á skjót­feng­inn árangur til að standa undir ofur­skatti og arð­greiðsl­u­m.  Stoð­kerfið er byggt upp í öðrum og lægri póst­núm­erum (td. eru um 160 árs­verk hjá Haf­rann­sókna­stofnun og þar af rúm­lega eitt þeirra er í Vest­manna­eyj­u­m), svig­rúm sjáv­ar­fyr­ir­tæja til nýsköp­unar er skatt­lagt í burtu úr sjáv­ar­byggð­um.

Hvað þarf að gera?Það sem þarf að gera er að lækka skatta og byggja heldur inn skatta­lega hvata til nýsköp­unar og þró­unar í sjáv­ar­byggð­um. Fram­tíð sjáv­ar­út­vegs er ekki í auknum veiðum heldur í sprota­starfi og nýsköp­un.  Fram­tíð sjáv­ar­byggða er ekki í byggða­kvótum og sér­tækum aðgerðum heldur í því að fyr­ir­tækin sem þar eru fái hvata til að vaxa og dafna á for­sendum nýsköp­unar og virð­is­auka.  Þannig verða til störf og verð­mæt­i.  Þannig fær þjóðin ekki bara arð heldur einnig vöxt.   Þannig verða sjáv­ar­byggð­irnar öfl­ugar í stað þess að vera ölm­usu­þegi í formi byggð­ar­kvóta og sér­tækra aðgerða.

Eins og þetta er í dag þá er vit­laust gef­ið.  Það er stað­reynd.  Það hallar á sjáv­ar­byggð­ir.  Ábyrgðin liggur hjá stjórn­völd­um.

Auglýsing

(…að gefnu til­efni er rétt að taka það skýrt fram að okkur hér í Eyjum er þó síst meiri vor­kunn en öðrum þegar litið er til stöðu sjáv­ar­byggða. Vandi þeirra er almennt mik­ill og víð­ast meiri en hér.)

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None