Það er nefnilega vitlaust gefið

skip.jpg
Auglýsing

Í sjáv­ar­byggð­inni Vest­manna­eyjum búa 4200 manns eða um 1,3% þjóð­ar­inn­ar.  Í sjáv­ar­byggð­inni Vest­manna­eyjum eru á bil­inu 10-13% afla­heim­ilda.  Á yfir­stand­andi ári hef­ur  íbúum farið fækk­andi eins og reyndar flest ár frá 1991.  Það er vit­laust gefið þegar 13% afla­heim­ilda standa ekki undir rúm­lega 4000 manna byggð.

Ríkið hefur háa skatta út úr sjáv­ar­út­egiElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­u­m.

Ísland er eina ríkið í heim­inum sem fær meira út úr sjáv­ar­út­vegi en lagt er til hans.  Ekki ein­göngu borgar hann skatta til jafns á við allar aðrar atvinnu­greinar heldur borgar hann einnig sér­stakt gjald til rík­is­ins sem oft­ast er kallað veiði­gjald.  Þannig var greiddur tekju­skattur sjáv­ar­út­vegs­fé­laga um 21,5% á árinu 2013 af heild­ar­sköttum rík­is­sjóðs á tekjur og hagnað lög­að­ila.  Þar við bæt­ist að sjáv­ar­út­veg­ur­inn greiddi um sext­án­þús­und millj­ónir króna (16.000.000.000 kr.) í almenn og sér­tæk veiði­gjöld.  Bara árið 2013 námu bein opin­ber gjöld á sjáv­ar­út­vegs­fé­lög um tutt­ugu og fjórum og hálfum millj­arði króna (24.000.000.000 kr.) og hafa þessi gjöld þá rúm­lega þre­fald­ast frá árinu 2009.  Samt glíma sjáv­ar­byggðir við vanda.

Eig­endur fyr­ir­tækja hafa arð af rekstr­inumSem betur fer er arður af rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.  Ef svo væri ekki færi atvinnu­greinin sem stendur beint undir rúm­lega 10% af lands­fram­leiðslu (að mati sjáv­ar­kla­s­ans um 25% - 30% af heild­ar­fram­leiðslu) lóð­beint á haus­inn.   Arður er eðli­legur hluti af kostn­aði fyr­ir­tæja – rétt eins og skatt­ur.  Heildar arð­greiðslur í sjáv­ar­út­vegi þessi tvö ár voru um 18 millj­arð­ar.  Það er um 18% af hagn­aði þess­ara fyr­ir­tækja (Ebit­u).    Samt glíma sjáv­ar­byggðir við vanda.

Mak­ríll­inn gerði gott betraÁ sein­ustu árum hefur ríkt góð­æri í íslenskum sjáv­ar­út­veg­i.  Mak­ríl­veiðar hafa skilað þjóð­ar­bú­inu miklum tekj­u­m.  Á ver­tíðnni 2011 var afla­verð­mæti um þrjá­tíu­þús­und milljón krónur (30.000.000.000 kr.)  Upp­sjáv­ar­veiðar hafa gengið sér­stak­lega vel.  Vest­manna­eyjar eru sér­stak­lega sterkar í upp­sjáv­ar­veið­u­m.  Samt fækkar í Eyj­um.

Sjáv­ar­byggð­unum blæðirÞað er í mínum huga ekki nokkur vafi á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er að skila „þjóð­inni“ arði af auð­lind­inni -  það sýna skatt­greiðsl­urn­ar.  Það er ekki nokkur vafi á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er að skila eig­endum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja arði af fjár­fest­ing­unni – það sýna skatt­greiðsl­urn­ar.  Það er ekki heldur nokkur vafi á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er ekki að skila nægu til þró­unar sjáv­ar­byggða.  Það sýna íbúa­tölur í Vest­manna­eyjum og víð­ar.

Hrá­efn­is­fram­leið­endur eins og nýlend­urnar voruStað­reyndin er sú að sjáv­ar­byggðir eru að verða eins og nýlend­urnar vor­u.  Þær eru nán­ast ein­göngu hrá­efn­is­fram­leið­andi þar sem allt kapp er lagt á skjót­feng­inn árangur til að standa undir ofur­skatti og arð­greiðsl­u­m.  Stoð­kerfið er byggt upp í öðrum og lægri póst­núm­erum (td. eru um 160 árs­verk hjá Haf­rann­sókna­stofnun og þar af rúm­lega eitt þeirra er í Vest­manna­eyj­u­m), svig­rúm sjáv­ar­fyr­ir­tæja til nýsköp­unar er skatt­lagt í burtu úr sjáv­ar­byggð­um.

Hvað þarf að gera?Það sem þarf að gera er að lækka skatta og byggja heldur inn skatta­lega hvata til nýsköp­unar og þró­unar í sjáv­ar­byggð­um. Fram­tíð sjáv­ar­út­vegs er ekki í auknum veiðum heldur í sprota­starfi og nýsköp­un.  Fram­tíð sjáv­ar­byggða er ekki í byggða­kvótum og sér­tækum aðgerðum heldur í því að fyr­ir­tækin sem þar eru fái hvata til að vaxa og dafna á for­sendum nýsköp­unar og virð­is­auka.  Þannig verða til störf og verð­mæt­i.  Þannig fær þjóðin ekki bara arð heldur einnig vöxt.   Þannig verða sjáv­ar­byggð­irnar öfl­ugar í stað þess að vera ölm­usu­þegi í formi byggð­ar­kvóta og sér­tækra aðgerða.

Eins og þetta er í dag þá er vit­laust gef­ið.  Það er stað­reynd.  Það hallar á sjáv­ar­byggð­ir.  Ábyrgðin liggur hjá stjórn­völd­um.

Auglýsing

(…að gefnu til­efni er rétt að taka það skýrt fram að okkur hér í Eyjum er þó síst meiri vor­kunn en öðrum þegar litið er til stöðu sjáv­ar­byggða. Vandi þeirra er almennt mik­ill og víð­ast meiri en hér.)

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None