Hættið þessu kjaftæði - Semjið við tónlistarkennara!

tonlistarkennar.jpg
Auglýsing

Að tón­list­ar­kenn­arar skuli standa jafn­fætis öðrum kenn­urum í launum er svo sjálf­sagt mál að það á ekki að þurfa að ræða það. Á sama tíma og verk­fall þeirra stendur í járnum streyma arð­greiðslur úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum til ein­stak­linga sem afhent hefur verið sam­eig­in­leg auð­lind okkar til að veð­setja, hámarka arð einsog sagt er. Er sam­hengi þarna á milli? Lík­lega myndu fáir við­ur­kenna það, en eru þessar arð­greiðslur ekki í und­ar­legri mót­sögn við þá kenn­ingu að allar kjara­bæt­ur, eig­in­lega sama hve litlar þær eru, setji allt sam­fé­lagið á annan end­ann?

Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Einar Már Guð­munds­son rit­höf­und­ur.

Okkur er sagt á hverjum degi að við höfum ekki efni á heil­brigð­is­kerfi, skóla­starfi og menn­ing­ar­starfs­semi og alls konar fautar gerðir út af örk­inni til að hamra á því. En verðum við ekki að fara að spyrja okkur hvort við höfum efni á því að þessi sam­eig­in­lega auð­lind okkar renni í örfáa vasa? Með allri þess­ari óbil­girni er í raun er verið að hvetja almenn­ing til að rísa upp og umbylta öllu heila klabb­inu. Ef spurn­ingin er hverju við höfum efni á þá hlýtur svarið að vera að við höfum síst efni á mak­ráðri yfir­stétt sem finnst sjálf­sagt að henda skúr­inga­konum út í kuld­ann en splæsa á sjálfa sig rán­dýrum lúx­us­bíl­um, lík­lega til að und­ar­strika hve langt þeir eru komnir frá veru­leik­an­um.

Auglýsing

En þá að tón­list­ar­kenn­ur­um. Allir eru að veg­sama tón­list­ina og benda á árangur tón­list­ar­fólks­ins sem á öllum svið­um, í öllum greinum tón­list­ar. Tón­listin fer víða og lætur svo sann­ar­lega að sér kveða. Mér skilst að Svíar hafi gengið í gegnum þessa umræðu fyrir nokkrum ára­tug­um. Þá átti að skera niður tón­list­ar­skóla lands­ins og kenn­arar voru á allt of lágum laun­um. Sett­ist þá glöggur maður yfir hag­tíð­indi lands­ins og kom þá í ljós að tón­listin var engin smá­súla í súlu­ritum sam­fé­lags­ins. Það þarf ekki að nefna nein nöfn þegar Svíar eru ann­ars veg­ar. Slíkan mýgrút eiga þeir af mús­ík.

Á þessum stað stendur íslenskst sam­fé­lag nú. Þó sumir skilji aðeins hag­tölur og ekk­ert bíti á þá nema að hægt sé að bíta í það þá eru þessi hag­rænu rök engan veg­inn eina rétt­læt­ingin á til­veru tón­list­ar­náms og tón­list­ar­sköp­un­ar. Þau rök eru miklu dýpri og varða alla and­lega heilsu sam­fé­lags­ins, til­finn­ingu okkar fyrir gleði, sköp­un, hið mikla dópamín sög­unnar eða end­or­fín eða hvað menn vilja kalla það. Engu að síður hafa tón­list­ar­skól­arnir átt sinn þátt í umbylt­ingu tón­list­ar­lífs­ins og skapað hér blóma­skeið sem lík­lega er ein­stakt í sög­unni. Það mun fram­tíðin leiða í ljós. Því hljótum við borg­arar þessa lands að krefj­ast þess að við­semj­endur semji við tón­list­ar­kenn­ara strax og hætti þessu glamri svo við getum notið þeirra tóna sem í vændum eru.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None