Hættið þessu kjaftæði - Semjið við tónlistarkennara!

tonlistarkennar.jpg
Auglýsing

Að tón­list­ar­kenn­arar skuli standa jafn­fætis öðrum kenn­urum í launum er svo sjálf­sagt mál að það á ekki að þurfa að ræða það. Á sama tíma og verk­fall þeirra stendur í járnum streyma arð­greiðslur úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum til ein­stak­linga sem afhent hefur verið sam­eig­in­leg auð­lind okkar til að veð­setja, hámarka arð einsog sagt er. Er sam­hengi þarna á milli? Lík­lega myndu fáir við­ur­kenna það, en eru þessar arð­greiðslur ekki í und­ar­legri mót­sögn við þá kenn­ingu að allar kjara­bæt­ur, eig­in­lega sama hve litlar þær eru, setji allt sam­fé­lagið á annan end­ann?

Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Einar Már Guð­munds­son rit­höf­und­ur.

Okkur er sagt á hverjum degi að við höfum ekki efni á heil­brigð­is­kerfi, skóla­starfi og menn­ing­ar­starfs­semi og alls konar fautar gerðir út af örk­inni til að hamra á því. En verðum við ekki að fara að spyrja okkur hvort við höfum efni á því að þessi sam­eig­in­lega auð­lind okkar renni í örfáa vasa? Með allri þess­ari óbil­girni er í raun er verið að hvetja almenn­ing til að rísa upp og umbylta öllu heila klabb­inu. Ef spurn­ingin er hverju við höfum efni á þá hlýtur svarið að vera að við höfum síst efni á mak­ráðri yfir­stétt sem finnst sjálf­sagt að henda skúr­inga­konum út í kuld­ann en splæsa á sjálfa sig rán­dýrum lúx­us­bíl­um, lík­lega til að und­ar­strika hve langt þeir eru komnir frá veru­leik­an­um.

Auglýsing

En þá að tón­list­ar­kenn­ur­um. Allir eru að veg­sama tón­list­ina og benda á árangur tón­list­ar­fólks­ins sem á öllum svið­um, í öllum greinum tón­list­ar. Tón­listin fer víða og lætur svo sann­ar­lega að sér kveða. Mér skilst að Svíar hafi gengið í gegnum þessa umræðu fyrir nokkrum ára­tug­um. Þá átti að skera niður tón­list­ar­skóla lands­ins og kenn­arar voru á allt of lágum laun­um. Sett­ist þá glöggur maður yfir hag­tíð­indi lands­ins og kom þá í ljós að tón­listin var engin smá­súla í súlu­ritum sam­fé­lags­ins. Það þarf ekki að nefna nein nöfn þegar Svíar eru ann­ars veg­ar. Slíkan mýgrút eiga þeir af mús­ík.

Á þessum stað stendur íslenskst sam­fé­lag nú. Þó sumir skilji aðeins hag­tölur og ekk­ert bíti á þá nema að hægt sé að bíta í það þá eru þessi hag­rænu rök engan veg­inn eina rétt­læt­ingin á til­veru tón­list­ar­náms og tón­list­ar­sköp­un­ar. Þau rök eru miklu dýpri og varða alla and­lega heilsu sam­fé­lags­ins, til­finn­ingu okkar fyrir gleði, sköp­un, hið mikla dópamín sög­unnar eða end­or­fín eða hvað menn vilja kalla það. Engu að síður hafa tón­list­ar­skól­arnir átt sinn þátt í umbylt­ingu tón­list­ar­lífs­ins og skapað hér blóma­skeið sem lík­lega er ein­stakt í sög­unni. Það mun fram­tíðin leiða í ljós. Því hljótum við borg­arar þessa lands að krefj­ast þess að við­semj­endur semji við tón­list­ar­kenn­ara strax og hætti þessu glamri svo við getum notið þeirra tóna sem í vændum eru.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None