Hættið þessu kjaftæði - Semjið við tónlistarkennara!

tonlistarkennar.jpg
Auglýsing

Að tón­list­ar­kenn­arar skuli standa jafn­fætis öðrum kenn­urum í launum er svo sjálf­sagt mál að það á ekki að þurfa að ræða það. Á sama tíma og verk­fall þeirra stendur í járnum streyma arð­greiðslur úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum til ein­stak­linga sem afhent hefur verið sam­eig­in­leg auð­lind okkar til að veð­setja, hámarka arð einsog sagt er. Er sam­hengi þarna á milli? Lík­lega myndu fáir við­ur­kenna það, en eru þessar arð­greiðslur ekki í und­ar­legri mót­sögn við þá kenn­ingu að allar kjara­bæt­ur, eig­in­lega sama hve litlar þær eru, setji allt sam­fé­lagið á annan end­ann?

Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Einar Már Guð­munds­son rit­höf­und­ur.

Okkur er sagt á hverjum degi að við höfum ekki efni á heil­brigð­is­kerfi, skóla­starfi og menn­ing­ar­starfs­semi og alls konar fautar gerðir út af örk­inni til að hamra á því. En verðum við ekki að fara að spyrja okkur hvort við höfum efni á því að þessi sam­eig­in­lega auð­lind okkar renni í örfáa vasa? Með allri þess­ari óbil­girni er í raun er verið að hvetja almenn­ing til að rísa upp og umbylta öllu heila klabb­inu. Ef spurn­ingin er hverju við höfum efni á þá hlýtur svarið að vera að við höfum síst efni á mak­ráðri yfir­stétt sem finnst sjálf­sagt að henda skúr­inga­konum út í kuld­ann en splæsa á sjálfa sig rán­dýrum lúx­us­bíl­um, lík­lega til að und­ar­strika hve langt þeir eru komnir frá veru­leik­an­um.

Auglýsing

En þá að tón­list­ar­kenn­ur­um. Allir eru að veg­sama tón­list­ina og benda á árangur tón­list­ar­fólks­ins sem á öllum svið­um, í öllum greinum tón­list­ar. Tón­listin fer víða og lætur svo sann­ar­lega að sér kveða. Mér skilst að Svíar hafi gengið í gegnum þessa umræðu fyrir nokkrum ára­tug­um. Þá átti að skera niður tón­list­ar­skóla lands­ins og kenn­arar voru á allt of lágum laun­um. Sett­ist þá glöggur maður yfir hag­tíð­indi lands­ins og kom þá í ljós að tón­listin var engin smá­súla í súlu­ritum sam­fé­lags­ins. Það þarf ekki að nefna nein nöfn þegar Svíar eru ann­ars veg­ar. Slíkan mýgrút eiga þeir af mús­ík.

Á þessum stað stendur íslenskst sam­fé­lag nú. Þó sumir skilji aðeins hag­tölur og ekk­ert bíti á þá nema að hægt sé að bíta í það þá eru þessi hag­rænu rök engan veg­inn eina rétt­læt­ingin á til­veru tón­list­ar­náms og tón­list­ar­sköp­un­ar. Þau rök eru miklu dýpri og varða alla and­lega heilsu sam­fé­lags­ins, til­finn­ingu okkar fyrir gleði, sköp­un, hið mikla dópamín sög­unnar eða end­or­fín eða hvað menn vilja kalla það. Engu að síður hafa tón­list­ar­skól­arnir átt sinn þátt í umbylt­ingu tón­list­ar­lífs­ins og skapað hér blóma­skeið sem lík­lega er ein­stakt í sög­unni. Það mun fram­tíðin leiða í ljós. Því hljótum við borg­arar þessa lands að krefj­ast þess að við­semj­endur semji við tón­list­ar­kenn­ara strax og hætti þessu glamri svo við getum notið þeirra tóna sem í vændum eru.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None