Ásjóna framar sannfæringu?

france1.jpg
Auglýsing

Hvað er til ráða þegar per­sónu­leg sann­fær­ing manns stríðir gegn lands­lög­um? Ung frönsk kona af paki­stönskum upp­runa taldi sig standa frammi fyrir þessu vanda­máli eftir að lög voru sett í Frakk­landi sem banna fólki að hylja and­lit sitt á almanna­færi. Ein­ungis tvennt væri í stöð­unni; að klæða sig í sam­ræmi við eigin trú­ar­sann­fær­ingu, sem fæli í sér brot á lands­lögum Frakk­lands, eða að fara að lands­lögum Frakk­lands en gegn eigin trú­ar­sann­fær­ingu sem þó er varin með ákvæðum Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Konan taldi lögin brjóta gegn mann­rétt­inda­sátt­mál­anum og fór með málið fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Dóm­stóll­inn komst svo nýverið að nið­ur­stöðu um að hin frönsku lög stand­ist Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Bann­ið, sem í dag­legu tali er kennt við búrk­ur, vakti heims­at­hygli þegar það var sam­þykkt með miklum meiri­hluta á franska þing­inu árið 2010. Aðal­lega vegna þess það bein­ist leynt og ljóst að klæðn­aði ákveð­inna hópa múslima­kvenna. Bannið er þó almennt og lögin skír­skota ekki sér­stak­lega til trú­ar­bragða. Þannig er óleyfi­legt að hylja and­lit sitt á ­al­manna­færi, hvort sem það er gert með lamb­hús­hettu, grímu eða slæðu svo dæmi séu nefnd, nema í ákveðnum und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um. And­stæð­ingar lag­anna halda því fram að lög­unum sé beint sér­stak­lega gegn múslimum og að þau skerði trú­frelsi kvenna sem kjósi að hylja and­lit sitt af trúar­á­stæð­um. Af þeim sökum hefur því verið haldið fram að lögin skerði meðal ann­ars trú­frelsi og brjóti þannig gegn þeim grund­vall­ar­mann­rétt­indum sem Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu er ætlað að tryggja.

Auglýsing


[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_24/37[/em­bed]

Konan sem klæð­ist búrku

Konan sem höfð­aði málið gegn franska rík­inu er ekki nefnd á nafn í dómn­um. Hún er múslimi og gengur reglu­lega í búrku sem hylur hana bók­staf­lega frá toppi til táar, eða níkab, sem hylur allt, að aug­unum und­an­skild­um. Konan sagð­ist ­klæð­ast umræddum flíkum vegna trú­ar­legrar-, menn­ing­ar­legrar og per­sónu­legrar sann­fær­ingar sinn­ar. Hún lagði frá upp­hafi máls­ins skýra áherslu á að hún klædd­ist búrku, eða níkab, af fúsum og frjálsum vilja og að eng­inn, hvorki fjöl­skylda né eig­in­maður henn­ar, neyddi hana til þess. Konan gerði enga kröfu um að hún fengi alltaf að hylja and­lit sitt. Þvert á móti tók hún fram að hún myndi viljug sýna and­lit sitt ef nauð­syn bæri til, svo sem við örygg­is­leit á flug­völlum eða í bönk­um.Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu skoð­aði einkum hvort ­lögin tak­mörk­uðu frið­helgi einka­lífs og fjöl­skyldu eða hugs­ana-, sam­visku- og trú­frelsi auk þess sem dóm­stóll­inn skoð­aði hvort lögin fælu í sér mis­munun á grund­velli þess­ara atriða.

Hulið and­lit var talið skerða rétt ann­arra borg­ara

Það var nið­ur­staða dóm­stóls­ins að lögin fælu í sér tak­mark­anir á rétt­indum kon­unn­ar. Dóm­stóll­inn þurfti því að taka afstöðu til þess hvort skerð­ingin væri í sam­ræmi við heim­ildir mann­rétt­inda­sátt­mál­ans. Ógern­ingur er að mæla raun­veru­lega trú­ar­sann­fær­ingu ein­stak­linga og því er nið­ur­­­stað­an, eðli máls­ins sam­kvæmt, byggð á lög­fræði­legu mati.

Rétt­læt­an­leg tak­mörkun

Ákveðin skil­yrði þurfa að vera fyrir hendi svo tak­mörkun á mann­rétt­indum telj­ist rétt­læt­an­leg í skiln­ingi mann­rétt­inda­sátt­mál­ans. Til dæmis þarf að kveða á um rétt­inda­skerð­ing­una í lögum og tak­mark­an­irnar þurfa að tengj­ast lög­mætu mark­miði stjórn­valda, auk þess sem þær verða að telj­ast nauð­syn­legar í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi til að ná settu marki. Þetta er flókið og oft umdeilt mat þar sem sam­fé­lags­leg og jafn­vel sögu­leg grein­ing bland­ast inn í hið lög­fræði­lega mat. Þá bæt­ist við að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur játað aðild­ar­ríkjum mann­rétt­inda­sátt­mál­ans mjög ríkt mat á því hvernig þau telja að best sé að fram­fylgja stefnu­málum sínum í sam­ræmi við sátt­mál­ann.Í búrku­mál­inu var meðal ann­ars tek­ist á um hvert mark­miðið væri með lög­unum og komu tvenns konar mark­mið þar aðal­lega til ­skoð­un­ar; hvort lögin væru nauð­syn­leg vegna almanna­heilla eða vegna rétt­inda ann­arra borg­ara. Frakk­land hélt því t.d. fram að bannið væri nauð­syn­legt til að tryggja öryggi almenn­ings á opin­berum stöðum því erfitt væri að bera kennsl á mann­eskju sem hylur and­lit sitt. Dóm­stóll­inn féllst ekki á þessa máls­á­stæðu franska rík­is­ins en féllst að hluta til á þá máls­á­stæðu Frakk­lands að bannið væri nauð­syn­legt til að tryggja lýð­ræð­is­leg gildi í sam­fé­lag­inu. Þannig féllst dóm­stóll­inn á að bannið væri nauð­syn­legt til að tryggja lág­marks­kröfur um „sam­búð borg­ar­anna í sam­fé­lag­in­u.“ Þetta verður að telj­ast áhuga­verð nið­ur­staða en dóm­stóll­inn leit til þess hve ásjóna manna væri mik­il­væg í frönsku sam­fé­lagi þar sem fólk meti aðstæður oftar en ekki út frá svip­brigðum nærstaddra. Dóm­stóll­inn taldi and­litið vera svo mik­il­vægt í mann­legum sam­skiptum í Frakk­landi að borg­ar­arnir ættu bein­línis rétt á því að sjá and­lit ann­arra á almanna­færi. Þar af leið­andi bryti hulið and­lit manns gegn rétt­indum ann­arra sem staddir væru í sama almenn­ings­rými. Þarna má segja að dóm­stóll­inn hafi fall­ist á að veita Frakk­landi ansi víð­tækar heim­ildir til að fram­fylgja mjög ill­skil­grein­an­legu mark­miði. ­Dóm­stóll­inn ítrek­aði að nið­ur­staðan byggð­ist fyrst og fremst á þeirri stað­reynd að umrædd lög bönn­uðu fólki að hylja and­lit sitt á almanna­færi og að nið­ur­staðan væri ekki á neinn hátt tengd trú­ar­skoð­unum né afstöðu til trú­ar­legs klæðn­að­ar. Þvert á móti væri nauð­syn­legt að standa vörð um fjöl­breyti­leik­ann í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi.

Frönsk arf­leið?

Eflaust hefur dóm­stóll­inn nokkuð til síns máls en því er ekki að neita að lögin sem sett voru í Frakk­landi eiga rætur að rekja til umræðu um íslam­svæð­ingu lands­ins. Þá eru hávær­ustu fylg­is­menn banns­ins þeir sem telja það nauð­syn­legt til þess að varð­veita franska arf­leið og tak­marka íslömsk áhrif. Sjálfur Nicolas Sar­kozy sagði árið 2009, er hann var for­seti Frakk­lands, að búrkur væru ekki vel­komnar í land­inu. Talið er að um 5-10% Frakka séu múslimar en sam­kvæmt ­frönskum lögum er bannað að aðgreina fólk eftir trú­ar­brögð­um. Þar af leið­andi eru ekki til nákvæmar tölur yfir fjölda múslima í Frakk­landi. Aðeins lít­ill meiri­hluti múslima­kvenna kýs þó að hylja and­lit sitt og eru skiptar skoð­anir um hvort slíkt sé trú­ar­legs eða menn­ing­ar­legs eðl­is. Áætlað er að um 2.000 ­konur hafi reglu­lega klæðst búrku, eða níkab, á almanna­færi um það leyti sem bannið var sam­þykkt árið 2010. Það verður að teljast mik­ill minni­hluti í landi sem telur rúmar 66 ­millj­ón­ir. Svo á eftir koma í ljós hvort bannið verði til þess að umræddar konur brjót­ist úr viðjum hefð­anna og hætti að hylja and­lit sitt eða hvort bannið hafi þver­öfug áhrif þannig að þessi hópur kvenna muni hætta að fara út meðal almenn­ings og ein­angr­ast þannig alger­lega frá sam­fé­lag­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None