Ásjóna framar sannfæringu?

france1.jpg
Auglýsing

Hvað er til ráða þegar per­sónu­leg sann­fær­ing manns stríðir gegn lands­lög­um? Ung frönsk kona af paki­stönskum upp­runa taldi sig standa frammi fyrir þessu vanda­máli eftir að lög voru sett í Frakk­landi sem banna fólki að hylja and­lit sitt á almanna­færi. Ein­ungis tvennt væri í stöð­unni; að klæða sig í sam­ræmi við eigin trú­ar­sann­fær­ingu, sem fæli í sér brot á lands­lögum Frakk­lands, eða að fara að lands­lögum Frakk­lands en gegn eigin trú­ar­sann­fær­ingu sem þó er varin með ákvæðum Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Konan taldi lögin brjóta gegn mann­rétt­inda­sátt­mál­anum og fór með málið fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Dóm­stóll­inn komst svo nýverið að nið­ur­stöðu um að hin frönsku lög stand­ist Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Bann­ið, sem í dag­legu tali er kennt við búrk­ur, vakti heims­at­hygli þegar það var sam­þykkt með miklum meiri­hluta á franska þing­inu árið 2010. Aðal­lega vegna þess það bein­ist leynt og ljóst að klæðn­aði ákveð­inna hópa múslima­kvenna. Bannið er þó almennt og lögin skír­skota ekki sér­stak­lega til trú­ar­bragða. Þannig er óleyfi­legt að hylja and­lit sitt á ­al­manna­færi, hvort sem það er gert með lamb­hús­hettu, grímu eða slæðu svo dæmi séu nefnd, nema í ákveðnum und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um. And­stæð­ingar lag­anna halda því fram að lög­unum sé beint sér­stak­lega gegn múslimum og að þau skerði trú­frelsi kvenna sem kjósi að hylja and­lit sitt af trúar­á­stæð­um. Af þeim sökum hefur því verið haldið fram að lögin skerði meðal ann­ars trú­frelsi og brjóti þannig gegn þeim grund­vall­ar­mann­rétt­indum sem Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu er ætlað að tryggja.

Auglýsing


[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_24/37[/em­bed]

Konan sem klæð­ist búrku

Konan sem höfð­aði málið gegn franska rík­inu er ekki nefnd á nafn í dómn­um. Hún er múslimi og gengur reglu­lega í búrku sem hylur hana bók­staf­lega frá toppi til táar, eða níkab, sem hylur allt, að aug­unum und­an­skild­um. Konan sagð­ist ­klæð­ast umræddum flíkum vegna trú­ar­legrar-, menn­ing­ar­legrar og per­sónu­legrar sann­fær­ingar sinn­ar. Hún lagði frá upp­hafi máls­ins skýra áherslu á að hún klædd­ist búrku, eða níkab, af fúsum og frjálsum vilja og að eng­inn, hvorki fjöl­skylda né eig­in­maður henn­ar, neyddi hana til þess. Konan gerði enga kröfu um að hún fengi alltaf að hylja and­lit sitt. Þvert á móti tók hún fram að hún myndi viljug sýna and­lit sitt ef nauð­syn bæri til, svo sem við örygg­is­leit á flug­völlum eða í bönk­um.Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu skoð­aði einkum hvort ­lögin tak­mörk­uðu frið­helgi einka­lífs og fjöl­skyldu eða hugs­ana-, sam­visku- og trú­frelsi auk þess sem dóm­stóll­inn skoð­aði hvort lögin fælu í sér mis­munun á grund­velli þess­ara atriða.

Hulið and­lit var talið skerða rétt ann­arra borg­ara

Það var nið­ur­staða dóm­stóls­ins að lögin fælu í sér tak­mark­anir á rétt­indum kon­unn­ar. Dóm­stóll­inn þurfti því að taka afstöðu til þess hvort skerð­ingin væri í sam­ræmi við heim­ildir mann­rétt­inda­sátt­mál­ans. Ógern­ingur er að mæla raun­veru­lega trú­ar­sann­fær­ingu ein­stak­linga og því er nið­ur­­­stað­an, eðli máls­ins sam­kvæmt, byggð á lög­fræði­legu mati.

Rétt­læt­an­leg tak­mörkun

Ákveðin skil­yrði þurfa að vera fyrir hendi svo tak­mörkun á mann­rétt­indum telj­ist rétt­læt­an­leg í skiln­ingi mann­rétt­inda­sátt­mál­ans. Til dæmis þarf að kveða á um rétt­inda­skerð­ing­una í lögum og tak­mark­an­irnar þurfa að tengj­ast lög­mætu mark­miði stjórn­valda, auk þess sem þær verða að telj­ast nauð­syn­legar í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi til að ná settu marki. Þetta er flókið og oft umdeilt mat þar sem sam­fé­lags­leg og jafn­vel sögu­leg grein­ing bland­ast inn í hið lög­fræði­lega mat. Þá bæt­ist við að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur játað aðild­ar­ríkjum mann­rétt­inda­sátt­mál­ans mjög ríkt mat á því hvernig þau telja að best sé að fram­fylgja stefnu­málum sínum í sam­ræmi við sátt­mál­ann.Í búrku­mál­inu var meðal ann­ars tek­ist á um hvert mark­miðið væri með lög­unum og komu tvenns konar mark­mið þar aðal­lega til ­skoð­un­ar; hvort lögin væru nauð­syn­leg vegna almanna­heilla eða vegna rétt­inda ann­arra borg­ara. Frakk­land hélt því t.d. fram að bannið væri nauð­syn­legt til að tryggja öryggi almenn­ings á opin­berum stöðum því erfitt væri að bera kennsl á mann­eskju sem hylur and­lit sitt. Dóm­stóll­inn féllst ekki á þessa máls­á­stæðu franska rík­is­ins en féllst að hluta til á þá máls­á­stæðu Frakk­lands að bannið væri nauð­syn­legt til að tryggja lýð­ræð­is­leg gildi í sam­fé­lag­inu. Þannig féllst dóm­stóll­inn á að bannið væri nauð­syn­legt til að tryggja lág­marks­kröfur um „sam­búð borg­ar­anna í sam­fé­lag­in­u.“ Þetta verður að telj­ast áhuga­verð nið­ur­staða en dóm­stóll­inn leit til þess hve ásjóna manna væri mik­il­væg í frönsku sam­fé­lagi þar sem fólk meti aðstæður oftar en ekki út frá svip­brigðum nærstaddra. Dóm­stóll­inn taldi and­litið vera svo mik­il­vægt í mann­legum sam­skiptum í Frakk­landi að borg­ar­arnir ættu bein­línis rétt á því að sjá and­lit ann­arra á almanna­færi. Þar af leið­andi bryti hulið and­lit manns gegn rétt­indum ann­arra sem staddir væru í sama almenn­ings­rými. Þarna má segja að dóm­stóll­inn hafi fall­ist á að veita Frakk­landi ansi víð­tækar heim­ildir til að fram­fylgja mjög ill­skil­grein­an­legu mark­miði. ­Dóm­stóll­inn ítrek­aði að nið­ur­staðan byggð­ist fyrst og fremst á þeirri stað­reynd að umrædd lög bönn­uðu fólki að hylja and­lit sitt á almanna­færi og að nið­ur­staðan væri ekki á neinn hátt tengd trú­ar­skoð­unum né afstöðu til trú­ar­legs klæðn­að­ar. Þvert á móti væri nauð­syn­legt að standa vörð um fjöl­breyti­leik­ann í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi.

Frönsk arf­leið?

Eflaust hefur dóm­stóll­inn nokkuð til síns máls en því er ekki að neita að lögin sem sett voru í Frakk­landi eiga rætur að rekja til umræðu um íslam­svæð­ingu lands­ins. Þá eru hávær­ustu fylg­is­menn banns­ins þeir sem telja það nauð­syn­legt til þess að varð­veita franska arf­leið og tak­marka íslömsk áhrif. Sjálfur Nicolas Sar­kozy sagði árið 2009, er hann var for­seti Frakk­lands, að búrkur væru ekki vel­komnar í land­inu. Talið er að um 5-10% Frakka séu múslimar en sam­kvæmt ­frönskum lögum er bannað að aðgreina fólk eftir trú­ar­brögð­um. Þar af leið­andi eru ekki til nákvæmar tölur yfir fjölda múslima í Frakk­landi. Aðeins lít­ill meiri­hluti múslima­kvenna kýs þó að hylja and­lit sitt og eru skiptar skoð­anir um hvort slíkt sé trú­ar­legs eða menn­ing­ar­legs eðl­is. Áætlað er að um 2.000 ­konur hafi reglu­lega klæðst búrku, eða níkab, á almanna­færi um það leyti sem bannið var sam­þykkt árið 2010. Það verður að teljast mik­ill minni­hluti í landi sem telur rúmar 66 ­millj­ón­ir. Svo á eftir koma í ljós hvort bannið verði til þess að umræddar konur brjót­ist úr viðjum hefð­anna og hætti að hylja and­lit sitt eða hvort bannið hafi þver­öfug áhrif þannig að þessi hópur kvenna muni hætta að fara út meðal almenn­ings og ein­angr­ast þannig alger­lega frá sam­fé­lag­inu.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None