Auglýsing

Þessa dag­ana er erfitt annað en að fyll­ast von­leysi yfir heims­frétt­un­um. Við­bjóð­ur­inn og vægð­ar­leysið er algjört. Meðan þokka­lega sak­laust fólk á Íslandi er von­laust er varla hægt að gera sér til­finn­ingar almenn­ings á Gasa í hug­ar­lund.

Það þurftu rúm­lega 500 Palest­ínu­menn, konur og börn að deyja áður en Obama Banda­ríkja­for­seti og örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna kröfð­ust vopna­hlés á Gasa­svæð­inu. Þá höfðu líka þrettán ísra­elskir her­menn lát­ist. Fram að því sat þetta fólk bara hjá og tal­aði um rétt­inn til að verja sig.

Nú hafa enn fleiri dáið úr röðum beggja þótt palest­ínsku fórn­ar­lömbin séu miklu fleiri, eins og alltaf. Ráð­ist hefur verið á hús almennra borg­ara, heilu fjöl­skyld­urnar ­strá­felld­ar  og sprengjum er meira að segja látið rigna á ­spít­ala þar sem reynt er að koma fórn­ar­lömbunum til bjarg­ar.

Auglýsing

Og jú, auð­vitað bera bæði Ham­asliðar í Palest­ínu og stjórn­völd í Ísr­ael ein­hverja ábyrgð á ástand­inu. Það er aug­ljóst. Ábyrgðin er samt ekki jöfn og ekk­ert getur rétt­lætt árásir eins og þær sem almenn­ingur á Gasa hefur orðið fyrir að und­an­förnu. Almenn­ingur ber nefni­lega ekki ábyrgð, fólkið sem er á Gasa er þar margt hvert því það neydd­ist til þess að fara þangað og það getur ekk­ert annað far­ið. Það kemst ekki burt.

Sitt­hvor hliðin á sama pen­ingnumÞökk sé sam­fé­lags­miðlum og tækni er bæði auð­veld­ara að miðla því sem er að ger­ast til umheims­ins, og að sama skapi erf­ið­ara að villa eins mikið fyrir í átökum og oft hefur verið mögu­legt að gera. Við höfum séð myndir og mynd­bönd af særð­um, dánum og syrgj­andi og getað fylgst með sprengju­árásum og land­hern­aði nán­ast í raun­tíma. Við fáum jafn­framt inn­sýn inn í hug­ar­far fólks á svæð­inu, og þar er margt mjög sorg­legt að sjá. Mann­hat­rið sem er til og magn­ast í svona löngum deilum er óhugn­an­­legt, hvort sem það eru Palest­ínu­menn sem fagna dauða ísra­el­skra her­manna eða Ísra­elar sem safn­ast saman með popp og kók til að fylgj­ast með sprengjum rigna yfir Gasa.

Hug­myndin sem hreiðrar um sig er að önnur þjóðin sé rétt­hærri og betri, af því bara. Þess lags hugs­un­ar­háttur er langt frá því að vera ein­skorð­aður við þetta svæði því hann fyr­ir­finnst því miður alls stað­ar, líka á Íslandi, eins og við höfum séð. Þessi hugs­un­ar­háttur elur af sér hat­ur, vegna trú­ar, kyn­þáttar eða kyn­hneigð­ar. Múslima­hatur og gyð­inga­hatur er bara sitt­hvor hliðin á sama pen­ingn­um.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_24/4[/em­bed]

Ísland taki af skariðGunnar Bragi Sveins­son hefur staðið sig vel fyrir hönd Íslands í mál­inu. Hann for­dæmdi ofbeld­is­verkin snemma og lýsti yfir rétt­mætum áhyggjum af getu­leysi Örygg­is­ráðs­ins. Síðan þá hefur hann tjáð sig bæði á sam­fé­lags­miðlum og við fjöl­miðla og nú síð­ast var ákveðið að ríkið veiti tólf millj­ónir í neyð­ar­að­stoð á svæð­inu.Raunar hafa öll við­brögð íslenskra stjórn­valda hingað til verið fín. Við­brögð fasta­full­trúa Íslands hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum og bréf for­sæt­is­ráð­herra til kollega síns í Ísr­ael voru góð næstu skref, enda nauð­syn­legt að koma mót­mæl­unum á fram­færi á alþjóða­vett­vangi. Ríki eins og Ísland, sem hefur við­ur­kennt Palest­ínu sem sjálf­stætt ríki, hefur ákveðnum skyldum að gegna í ljósi þeirrar við­ur­kenn­ingar og verður að reyna að vera hávært og beita sér. Alveg sama hversu lítil áhrif það hefur eða mjóróma rödd Íslands er, það er betra en ekki neitt.Hópur Íslend­inga hefur lengi látið sig mál­efni Palest­ínu varða og þessi hópur hefur farið sífellt stækk­andi, sem sést best á fjöl­mennum mót­mælum í gær. Það er lík­lega erf­ið­ara en nokkru sinni fyrr að leiða ástandið hjá sér, þökk sé ekki síst sam­fé­lags­miðl­um. Því er ekk­ert skrýtið að van­mátt­ugur almenn­ingur á Íslandi kalli eftir því að meira sé gert. Þess vegna má alveg ræða kosti og galla þess að slíta stjórn­mála­sam­starfi við Ísra­el, þótt ólík­legt sé að það verði ofan á eins og er eða sé endi­lega það skyn­sam­leg­asta í stöð­unni. Á meðan má benda á snið­göngu­hreyf­ing­una BDS sem vill að ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki snið­gangi Ísr­ael og ísra­elskar vörur og að við­skipta­þving­unum verði beitt gegn rík­inu, að fyr­ir­mynd þeirra aðgerða sem gripið var til gegn aðskiln­að­ar­stefn­unni í Suð­ur­-Afr­íku. Þær aðgerðir geta haft raun­veru­leg áhrif, breið­ist þær nægi­lega út, og íslensk stjórn­völd gætu tekið af skarið í þeim mál­um.Eftir þessa frammi­stöðu íslenskra stjórn­valda gætu þau líka litið inn á við og notað þessar hörm­ungar sem hvatn­ingu til þess að taka á hat­urs­orð­ræðu sem við­gengst í garð minni­hluta­hópa hér á landi, og einnig sem hvatn­ingu til að taka betur á móti flótta­fólki frá stríð­hrjáðum lönd­um. Það skýtur nefni­lega mjög skökku við við­ur­kenna hörm­ung­ar­á­standið á Gasa án fyr­ir­vara núna, en vísa samt Palest­ínu­mönnum burt úr land­inu. Í þessum efnum skiptir rödd íslenskra stjórn­valda nefni­lega öllu máli og með þessum aðgerðum myndu þau sýna að þau í raun og veru standi með mann­rétt­ind­um. 

Leið­rétt klukkan 24. júlí kl. 23:08.

Vegna mis­taka birt­ist eldri útgáfa af leið­ar­anum hér á vefn­um. Rétt útgáfa er nú birt hér eins og í tíma­rit­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None