Auglýsing

Þessa dag­ana er erfitt annað en að fyll­ast von­leysi yfir heims­frétt­un­um. Við­bjóð­ur­inn og vægð­ar­leysið er algjört. Meðan þokka­lega sak­laust fólk á Íslandi er von­laust er varla hægt að gera sér til­finn­ingar almenn­ings á Gasa í hug­ar­lund.

Það þurftu rúm­lega 500 Palest­ínu­menn, konur og börn að deyja áður en Obama Banda­ríkja­for­seti og örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna kröfð­ust vopna­hlés á Gasa­svæð­inu. Þá höfðu líka þrettán ísra­elskir her­menn lát­ist. Fram að því sat þetta fólk bara hjá og tal­aði um rétt­inn til að verja sig.

Nú hafa enn fleiri dáið úr röðum beggja þótt palest­ínsku fórn­ar­lömbin séu miklu fleiri, eins og alltaf. Ráð­ist hefur verið á hús almennra borg­ara, heilu fjöl­skyld­urnar ­strá­felld­ar  og sprengjum er meira að segja látið rigna á ­spít­ala þar sem reynt er að koma fórn­ar­lömbunum til bjarg­ar.

Auglýsing

Og jú, auð­vitað bera bæði Ham­asliðar í Palest­ínu og stjórn­völd í Ísr­ael ein­hverja ábyrgð á ástand­inu. Það er aug­ljóst. Ábyrgðin er samt ekki jöfn og ekk­ert getur rétt­lætt árásir eins og þær sem almenn­ingur á Gasa hefur orðið fyrir að und­an­förnu. Almenn­ingur ber nefni­lega ekki ábyrgð, fólkið sem er á Gasa er þar margt hvert því það neydd­ist til þess að fara þangað og það getur ekk­ert annað far­ið. Það kemst ekki burt.

Sitt­hvor hliðin á sama pen­ingnumÞökk sé sam­fé­lags­miðlum og tækni er bæði auð­veld­ara að miðla því sem er að ger­ast til umheims­ins, og að sama skapi erf­ið­ara að villa eins mikið fyrir í átökum og oft hefur verið mögu­legt að gera. Við höfum séð myndir og mynd­bönd af særð­um, dánum og syrgj­andi og getað fylgst með sprengju­árásum og land­hern­aði nán­ast í raun­tíma. Við fáum jafn­framt inn­sýn inn í hug­ar­far fólks á svæð­inu, og þar er margt mjög sorg­legt að sjá. Mann­hat­rið sem er til og magn­ast í svona löngum deilum er óhugn­an­­legt, hvort sem það eru Palest­ínu­menn sem fagna dauða ísra­el­skra her­manna eða Ísra­elar sem safn­ast saman með popp og kók til að fylgj­ast með sprengjum rigna yfir Gasa.

Hug­myndin sem hreiðrar um sig er að önnur þjóðin sé rétt­hærri og betri, af því bara. Þess lags hugs­un­ar­háttur er langt frá því að vera ein­skorð­aður við þetta svæði því hann fyr­ir­finnst því miður alls stað­ar, líka á Íslandi, eins og við höfum séð. Þessi hugs­un­ar­háttur elur af sér hat­ur, vegna trú­ar, kyn­þáttar eða kyn­hneigð­ar. Múslima­hatur og gyð­inga­hatur er bara sitt­hvor hliðin á sama pen­ingn­um.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_24/4[/em­bed]

Ísland taki af skariðGunnar Bragi Sveins­son hefur staðið sig vel fyrir hönd Íslands í mál­inu. Hann for­dæmdi ofbeld­is­verkin snemma og lýsti yfir rétt­mætum áhyggjum af getu­leysi Örygg­is­ráðs­ins. Síðan þá hefur hann tjáð sig bæði á sam­fé­lags­miðlum og við fjöl­miðla og nú síð­ast var ákveðið að ríkið veiti tólf millj­ónir í neyð­ar­að­stoð á svæð­inu.Raunar hafa öll við­brögð íslenskra stjórn­valda hingað til verið fín. Við­brögð fasta­full­trúa Íslands hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum og bréf for­sæt­is­ráð­herra til kollega síns í Ísr­ael voru góð næstu skref, enda nauð­syn­legt að koma mót­mæl­unum á fram­færi á alþjóða­vett­vangi. Ríki eins og Ísland, sem hefur við­ur­kennt Palest­ínu sem sjálf­stætt ríki, hefur ákveðnum skyldum að gegna í ljósi þeirrar við­ur­kenn­ingar og verður að reyna að vera hávært og beita sér. Alveg sama hversu lítil áhrif það hefur eða mjóróma rödd Íslands er, það er betra en ekki neitt.Hópur Íslend­inga hefur lengi látið sig mál­efni Palest­ínu varða og þessi hópur hefur farið sífellt stækk­andi, sem sést best á fjöl­mennum mót­mælum í gær. Það er lík­lega erf­ið­ara en nokkru sinni fyrr að leiða ástandið hjá sér, þökk sé ekki síst sam­fé­lags­miðl­um. Því er ekk­ert skrýtið að van­mátt­ugur almenn­ingur á Íslandi kalli eftir því að meira sé gert. Þess vegna má alveg ræða kosti og galla þess að slíta stjórn­mála­sam­starfi við Ísra­el, þótt ólík­legt sé að það verði ofan á eins og er eða sé endi­lega það skyn­sam­leg­asta í stöð­unni. Á meðan má benda á snið­göngu­hreyf­ing­una BDS sem vill að ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki snið­gangi Ísr­ael og ísra­elskar vörur og að við­skipta­þving­unum verði beitt gegn rík­inu, að fyr­ir­mynd þeirra aðgerða sem gripið var til gegn aðskiln­að­ar­stefn­unni í Suð­ur­-Afr­íku. Þær aðgerðir geta haft raun­veru­leg áhrif, breið­ist þær nægi­lega út, og íslensk stjórn­völd gætu tekið af skarið í þeim mál­um.Eftir þessa frammi­stöðu íslenskra stjórn­valda gætu þau líka litið inn á við og notað þessar hörm­ungar sem hvatn­ingu til þess að taka á hat­urs­orð­ræðu sem við­gengst í garð minni­hluta­hópa hér á landi, og einnig sem hvatn­ingu til að taka betur á móti flótta­fólki frá stríð­hrjáðum lönd­um. Það skýtur nefni­lega mjög skökku við við­ur­kenna hörm­ung­ar­á­standið á Gasa án fyr­ir­vara núna, en vísa samt Palest­ínu­mönnum burt úr land­inu. Í þessum efnum skiptir rödd íslenskra stjórn­valda nefni­lega öllu máli og með þessum aðgerðum myndu þau sýna að þau í raun og veru standi með mann­rétt­ind­um. 

Leið­rétt klukkan 24. júlí kl. 23:08.

Vegna mis­taka birt­ist eldri útgáfa af leið­ar­anum hér á vefn­um. Rétt útgáfa er nú birt hér eins og í tíma­rit­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í Nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None