Ráðskast með Ríkisendurskoðun

Þingmaður Samfylkingarinnar skrifar um Ríkisendurskoðun, hlutverk hennar og sjálfstæði.

Auglýsing

Það er áhyggju­efni hvernig stjórn­ar­meiri­hluti Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks hefur umgeng­ist Rík­is­end­ur­skoðun und­an­farna mán­uði.

Rík­is­end­ur­skoð­andi er sjálf­stæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlut­verki sínu. Hann er kos­inn af Alþingi og trún­að­ar­maður þess. Þetta kemur skýrt fram í lögum um rík­is­end­ur­skoð­anda og end­ur­skoðun rík­is­reikn­inga.

Þessa stjórn­skipu­legu stöðu emb­ætt­is­ins verða þing­menn og ráð­herrar að virða.

Auglýsing

Þann 27. jan­úar síð­ast­lið­inn bár­ust fréttir af því að þáver­andi rík­is­end­ur­skoð­andi hefði verið fluttur til nýs menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neytis og skip­aður þar ráðu­neyt­is­stjóri á grund­velli 36. gr. laga nr. 70/1996 um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins.

Ég gagn­rýndi til­færsl­una harð­lega á Alþingi þann 1. febr­úar síð­ast­lið­inn og benti á að lög gerðu ekki ráð fyrir að emb­ætt­is­menn hjá sjálf­stæðum eft­ir­lits­stofn­unum væru ferjaðir af vett­vangi lög­gjafans og yfir til fram­kvæmd­ar­valds­ins með þessum hætti.

Sama dag sendi umboðs­maður Alþingis ráð­herra fyr­ir­spurn­ar­bréf og benti á að rík­is­end­ur­skoð­andi heyrir laga­lega undir Alþingi, er sjálf­stæður og engum háður í störfum sínum og stendur utan stjórn­kerfis fram­kvæmd­ar­valds­ins þegar litið er til þrí­skipt­ingar rík­is­valds, sbr. 2. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Í ljósi aðkomu Alþingis að flutn­ingnum ákvað umboðs­maður síðar að fella niður athugun sína, enda tekur eft­ir­lits­hlut­verk umboðs­manns ekki til starfa Alþing­is.

Við, ell­efu þing­menn úr öllum flokkum stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, höfum nú lagt fram frum­varp til að bregð­ast við þessu og teljum að sett hafi verið hættu­legt for­dæmi sem ógni sjálf­stæði eft­ir­lits­stofn­ana sem starfa á vegum þings­ins. Ef 36. gr. starfs­manna­laga er túlkuð með þeim hætti að ráð­herra og þing­for­seti geti kastað á milli sín emb­ætt­is­mönnum sem gegna eft­ir­lits­hlut­verki á vegum Alþing­is, umboðs­manni Alþingis og rík­is­end­ur­skoð­anda, þá missa emb­ættin þá vernd sem þeim á að vera tryggð til að sjálf­stæði þeirra sé hafið yfir allan vafa. Ráð­herra og þing­for­seti geta þá í krafti meiri­hlutaræðis flutt rík­is­end­ur­skoð­anda til í starfi telji þeir störf hans ganga gegn hags­munum rík­is­stjórnar á hverjum tíma.

Vegna flutn­ings­ins á emb­ætt­is­mann­inum sem gegndi hlut­verki rík­is­end­ur­skoð­anda er nú uppi sú staða að ekki er starf­andi neinn rík­is­end­ur­skoð­andi sem hlotið hefur kosn­ingu Alþingis – og það er undir þessum kring­um­stæðum sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kallar sér­stak­lega eftir því að salan á Íslands­banka verði gerð upp með stjórn­sýslu­út­tekt af hálfu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.

Í lögum um rík­is­end­ur­skoð­anda er að finna skýr ákvæði um að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis geti að eigin frum­kvæði eða sam­kvæmt til­lögu sem henni berst farið fram á að rík­is­end­ur­skoð­andi taki saman skýrslu um ein­stök mál eða mála­flokka sem falla undir starfs­svið hans. Hið sama gildir ef níu þing­menn óska eftir skýrslu rík­is­end­ur­skoð­anda í þing­sal. Í laga­text­anum er hins vegar ekki að finna nein skýr ákvæði um að ráð­herra eða ráðu­neyti geti óskað eftir því að rík­is­end­ur­skoð­andi taki mál til athug­un­ar.

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sendi Rík­is­end­ur­skoðun bréf þann 8. apríl þar sem þess er farið á leit við stofn­un­ina að hún kanni og leggi mat á hvort salan á Íslands­banka hafi sam­rýmst lögum og góðum stjórn­sýslu­hátt­um. Í svar­bréfi Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur fram að stofn­unin hafi „ákveðið að verða við fram­an­greindri beiðni sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2016 um rík­is­end­ur­skoð­anda og end­ur­skoðun rík­is­reikn­inga“.

Laga­á­kvæðið sem þarna er vísað til er gjald­töku­heim­ild en orð­rétt segir í 2. mgr. 8. gr. lag­anna: „Þegar sér­stak­lega stendur á og nauð­syn­legt er að rík­is­end­ur­skoð­andi skoði eða geri úttekt á með­ferð rík­is­fjár í til­teknu máli eða á til­teknu sviði er honum heim­ilt að taka gjald fyr­ir.“

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu sem varð að lögum rík­is­end­ur­skoð­anda og end­ur­skoðun rík­is­reikn­inga kemur fram að umrætt ákvæði sé „hugsað sem sér­stakt úrræði þegar óvenju­legar aðstæður koma upp sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í starfs­á­ætlun eða fjár­hags­á­ætl­unum stofn­un­ar­inn­ar, en rétt þykir að rík­is­end­ur­skoð­andi athug­i“. Gera verði ráð fyrir að rík­is­end­ur­skoð­andi hafi sér­stakt sam­ráð við for­sætis­nefnd um slíkar athug­anir og sem dæmi um til­vik sem ákvæðið ætti við um er til­greind athugun Rík­is­end­ur­skoð­unar í júlí 2010 á fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins Álfta­ness. Þá var ráð­ist í athugun á grund­velli sér­staks sam­komu­lags Rík­is­end­ur­skoð­unar við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið og eft­ir­lits­nefnd sveit­ar­fé­laga. Hvort hið sama verði uppi á ten­ingnum nú, með sam­komu­lagi stofn­un­ar­innar við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, hefur ekki komið fram.

Það má vel vera að Rík­is­end­ur­skoðun sé ágæt­lega til þess fallin að yfir­fara ákveðna þætti er varða söl­una á Íslands­banka. En ef ætl­unin er að rann­saka atburð­ina frá mörgum hlið­um, laga­leg­um, sið­ferði­leg­um, póli­tískum og stjórn­sýslu­leg­um, og „velta við öllum stein­um“ eins og jafn­vel stjórn­ar­liðar kalla eftir er hins vegar ljóst að rann­sókn­ar­heim­ildir Rík­is­end­ur­skoð­unar duga skammt og verk­efnið fellur bein­línis illa að starfs­sviði stofn­un­ar­inn­ar.

Þá er óheppi­legt að úttektin fari fram sam­kvæmt sér­stakri beiðni frá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sama manni og hefur for­göngu um banka­söl­una sem er til athug­un­ar. Í ljósi þess að rík­is­end­ur­skoð­andi er trún­að­ar­maður Alþingis og heim­ildir þing­manna til að kalla eftir athugun rík­is­end­ur­skoð­anda um til­tekin mál eru mun skýr­ari, og fram­kvæmd þeirra í fast­ari skorðum en þegar ráðu­neyti eða ráð­herra semur við rík­is­end­ur­skoðun um athugun máls, hefði verið æski­legra að athug­unin færi af stað sam­kvæmt beiðni frá Alþingi eða að frum­kvæði stofn­un­ar­innar sjálfr­ar.

Ljóst er að athug­unin fer fram í skugga póli­tískra átaka um hvort og hvenær eigi að skipa óháða rann­sókn­ar­nefnd. Hætt er við því að sá far­vegur sem málið er nú komið í eftir ákall fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og banda­manna hans um úttekt frá Rík­is­end­ur­skoðun komi almenn­ingi fyrir sjónir sem nokk­urs konar gálga­frest­ur, skálka­skjól, afsökun fyrir því að draga á lang­inn að setja á fót rann­sókn­ar­nefnd með nægi­lega sterkar heim­ildir til að rann­saka allar hliðar máls­ins.

Loks er óheppi­legt að Alþingi standi nú frammi fyrir því að kjósa sér nýjan rík­is­end­ur­skoð­anda á sama tíma og úttekt­ar­vinna stofn­un­ar­innar um hápóli­tískt og við­kvæmt mál stendur yfir.

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn hefur sett Rík­is­end­ur­skoðun í afleita stöðu. Nú skiptir miklu að þing­menn úr öllum flokkum taki höndum saman um að lág­marka skað­ann og verja sjálf­stæði eft­ir­lits­stofn­ana Alþing­is. Um leið þarf að grípa til afger­andi ráð­staf­ana til að upp­lýsa hvernig staðið var að sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í Íslands­banka og end­ur­heimta traust.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og situr í efna­hags- og við­skipta­nefnd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar