Atlaga að íslenskri kvikmyndamenningu

Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri
eddasalur.jpg
Auglýsing

Í kvik­mynda­mið­stöð hafa konur ekki sömu tæki­færi og karl­ar, sem leik­stjórar og hand­rits­höf­und­ar. Þannig hefur það verið und­an­farin ár. Það er vegna þess að það má ekki opna munn­inn í þeirri stofnun og gagn­rýna vinnu­brögð­in, því þá er alveg gefið að þér verður ýtt úr bið­röð­inni og steinn lagður í götu þína.

Þetta hlýtur að skrif­ast á þann sem er for­stöðu­maður kvik­mynda­mið­stöðvar og yfir­mann hans, sem er mennta­mála­ráð­herra. Því ófáar konur hef ég hitt með hand­rit undir hönd­um, sumar hverjar grát­andi á leið út úr kvik­mynda­mið­stöð og ég á leið­inni inn – til þess eins að vera fleygt út aftur og hand­rit­inu á eftir mér.

­For­stöðu­maður sjóðs­ins hefur setið lengst allra í emb­ætti  eða frá 2003 og þá hófust fyrir alvöru erf­ið­leikar kven­leik­stjóra í íslenskri kvik­mynda­gerð. Á tíu ára tíma­bili fóru 13% af pen­ingum sjóðs­ins í konur og 87% til karla.

Auglýsing

For­stöðu­maður sjóðs­ins hefur setið lengst allra í emb­ætti  eða frá 2003 og þá hófust fyrir alvöru erf­ið­leikar kven­leik­stjóra í íslenskri kvik­mynda­gerð. Á tíu ára tíma­bili fóru 13% af pen­ingum sjóðs­ins í konur og 87% til karla. Um þetta efni hefur Ívar Björns­son skrifað BA rit­gerð við Háskóla Íslands (2012).

Lítt raun­veru­leika­tengdir "konsú­lent­ar"



For­stöðu­mað­ur­inn hefur með sér ráð­gjafa, svo­kall­aða „konsú­lenta" með reynslu úr fag­inu. Þeir lesa yfir hand­rit og eiga að koma inn með fag­legar og upp­byggj­andi hug­mynd­ir. Eða þannig var það emb­ætti hugs­að. En í stað þess er fengið fólk sem hefur ýmist skrifað eitt hand­rit á lífs­leið­inni, staldrað stutt við sjón­varpi, eða hefur hrökkl­ast út kvik­mynda­gerð af gildri ástæðu.

Margir þess­ara kon­sú­lenta búa erlend­is, eru lítt tengdir íslenskum raun­veru­leika. Í mörgum til­fellum eru þeir farnir að skrifa hand­ritin fyrir mann upp á nýtt – eins og þeir séu mæli­kvarði allra hluta í heim­inum og að þeir hafi verið ráðnir í starfið til þess eins að káma út eins mörg verk­efni og hægt er með fingraförum sínum og steypa í sama mót.

Þetta er sú hindrun sem allir leik­stjórar verða að klífa, eigi hand­rit þeirra að verða að veru­leika. En á end­anum er for­stöðu­mað­ur­inn ævin­lega sá aðili sem ræður hvaða myndir eru gerðar – eftir að kon­sú­lentar skila sínu mati. Hann er ein­ráður um það, líkt og að einn maður réði því eftir hverja og hvaða bækur kæmu út á ári hverju.

Titrar allt og stamar



Per­sónu­lega hefur mér verið fleygt út úr kvik­mynda­mið­stöð síð­ast­liðin fjögur ár, stundum grenj­andi. Flestir kon­sú­lentar mið­stöðv­ar­innar eru búnir að lesa hand­ritið mitt og hafna alfarið að úr verði gerð kvik­mynd og skoð­an­irnar á hand­rit­inu orðnar svo marg­breyti­legar að þær eru farnar að slaga upp í nýtt hand­rit um allt annað efni en til stóð í fyrstu. Norskur drama­t­úrgur og annar íslenskur, sem kann fag­ið, fyrir utan nokkra leik­stjórn­ar­kollega mína sjá ekki þessa miklu mein­bugi á hand­rits­hel­vít­inu, enda hand­rits­gerð og kvik­mynda­leik­stjórn verið lifi­brauð mitt í rúm 35 ár. Samt er alltaf talað við mig eins og ég sé nýút­skrifuð úr kvik­mynda­skóla og varla það í hvert skipti sem ég sæki um fram­lag í kvik­mynda­mið­stöð. Það titrar allt og stamar út af tor­tryggni í minn garð, þrátt fyrir að tækni­lega og fjár­hags­lega séð hafi ég hafi alltaf skilað mínum myndum í góðu lagi og fengið góða aðsókn.

­Samt er alltaf talað við mig eins og ég sé nýút­skrifuð úr kvik­mynda­skóla og varla það í hvert skipti sem ég sæki um fram­lag í kvik­mynda­mið­stöð. Það titrar allt og stamar út af tor­tryggni í minn garð, þrátt fyrir að tækni­lega og fjár­hags­lega séð hafi ég hafi alltaf skilað mínum myndum í góðu lagi og fengið góða aðsókn.

Ég var búin að útvega 100 millj­ónir í Nor­egi í mynd­ina. En allt kom fyrir ekki, heldur fékk ég ábend­ingar á hand­ritið enda­laust, t.d. „af­hverju konan í mynd­inni sem er ólétt væri að reykja, eða að kona sem biður aðra konu um að ganga með barn fyrir sig væri vond kona og ósympat­ísk og gæti þar af leið­andi ekki verið aðal­per­sóna“ og ein­hverjar svona apa­legar móralís­er­ing­ar,­sem gera mann bara hnugg­inn.

Myndin fjallar um sam­tím­ann. Hún er ekki kar­læg, heldur fjallar hún um geðuga og stjórn­sama íslenska fyr­ir­sætu sem fer fram á það við ind­verska vin­konu sína að hún gangi með barn fyrir sig gegn greiðslu. Og er sú ákvörðun auð­vitað tekin af eig­in­mönnum kvenn­anna, eins og venjan er, ef þær eiga karla. Myndin fjallar ekki bara um stað­göngu­mæðr­un, sem er algeng nú á dög­um. Hún fjallar um þessi sið­ferð­is­legu spurs­mál sem snúa að sam­skiptum okkar við heims­byggð­ina. Hvernig vest­ræni rass­inn skal alltaf hafa hina und­ir.

Sagan er að mestu leyti skáld­saga en umgjörðin upp­rifjun á mínu eigin lífi, þegar ind­versk fjöl­skylda flutt­ist í Mos­fells­dal fyrir 25 árum síð­an. Það er eng­inn drep­inn í mynd­inni. Það er eng­inn á eit­ur­lyfj­um, það er eng­inn karl að upp­lifa mid-life crisis  eða koma úr skápnum og það heyr­ast engin skot­hljóð og sést varla vín á manni.

Konur gef­ast upp á karllægum íslenskum myndum



Við konur sem erum kvik­myndaunn­end­ur. Eða 50% af kvik­mynda­á­horf­endum á land­inu, erum búnar að gef­ast upp á þessum karllægu íslensku myndum og stað­reyndin orðin sú að íslenskar konur nenna ekki að sjá íslenskar mynd­ir.

Nú á síð­asta ári, eftir mik­inn þrýst­ing kven­leik­stjóra og hand­rits­höf­unda fengu loks nokkrar konur vil­yrði úr kvik­mynda­mið­stöð. Er það gleði­efni. En hins­vegar fær maður á til­fin­ing­una að hér sé verið að klóra í bakk­ann og reyna með nokkrum að penna­strikum að leið­rétta 12 ára kynja­halla í grein­inni.

Er þá ekki eðli­leg­ast að mann­eskjan sem sat í brúnni á meðan þessi skekkja varð til – biðj­ist afsök­unar og gefi starfið öðrum eft­ir. Því þetta er atlaga að íslenskri kvik­mynda­menn­ingu.

Er þá ekki eðli­leg­ast að mann­eskjan sem sat í brúnni á meðan þessi skekkja varð til – biðj­ist afsök­unar og gefi starfið öðrum eft­ir. Því þetta er atlaga að íslenskri kvikmyndamenningu.

Og svarið er ekki að það séu svo fáar konur sem sækja um, þeim er bara aldrei gef­inn séns eins og strák­un­um.

Ég veit að strák­unum finn­nst þetta líka vand­ræða­legt, en ekki þeim sem stýra skip­inu.

Það er skammar­legt að vita að fjár­lögin séu svo naumt skorin í íslenskri kvik­mynda­gerð og að megn­inu dreift til sama drengja­heims­ins, að hér er komið menn­ing­ar­legt svart­hol í íslenska kvik­mynda­sögu, sem stjórn­endur kvik­mynda­mála í land­inu hafa látið við­gang­ast með galopin augu.

Nú nefna margir til sög­unnar að setja verði upp kynja­kvóta um styrkút­hlut­an­ir. Mér er sama hvaða meðul eða verk­færi verða notuð til þess að stoppa í þetta gat og leið­rétta þennan halla.

Krafa okk­ar, kvenna í kvik­mynda­gerð er ekki ósann­gjörn. Við viljum bara að kök­unni verði rétt skipt og bróð­ur­lega, eins og við kennum börn­unum okk­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None