Raddir innflytjenda

10016471563_0af3028882_z.jpg
Auglýsing

Ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig hægt sé að gera Íslend­inga af erlend­um ­upp­runa* minna fram­andi í sam­fé­lag­inu, gera þá hluta af norm­inu. Því það er oft þannig að það sem fólki finnst fram­andi finnst því mögu­lega vera ógn­vekj­and­i. Það hafa allir heyrt sögur af hópum inn­flytj­enda sem eru sko heldur betur að ­sjúga sig fasta á vel­ferð­is­spen­anum á Íslandi, eru ofbeld­is­fullir eða ­glæpa­heigð­ir. Sárasjaldan heyr­ast sögur af inn­flytj­endum sem eru bara venju­legt fólk (sem er jú meiri­hlut­inn) eins og ég og þú, vinna sína vinnu, sinna sínum börn­um, halda upp á afmæli og svo fram­veg­is.

Guðrún Magnúsdóttir, MA í hnattrænum tengslum, fólksflutningum og fjölmenningarfræði. Guð­rún Magn­ús­dótt­ir, MA í hnatt­rænum tengsl­um, fólks­flutn­ingum og fjöl­menn­ing­ar­fræð­i.

Mér finnst að fjöl­miðlar eigi að leyfa okkur að kynn­ast venju­leg­um inn­flytj­end­um, til dæmis í gegnum frétt­irn­ar. Sárasjaldan fáum við að sjá og heyra af inn­flytj­endum í frétt­um. Í þau skipti sem við gerum það er það yfir­leitt í þrem til­vik­um: þegar eitt­hvað nei­kvætt hefur átt sér stað (lík­ams­árás, morð, ­þjófn­að­ur­...), þegar verið er að fjalla beint um mál­efni inn­flytj­enda (hæl­is­leit­end­ur, Fjöl­menn­ing­ar­þing Reykja­vík­ur­borg­ar..) eða þegar eitt­hvað ­gengur á í útlöndum og frétta­mönnum tekst að hafa uppi á Íslend­ingi frá því landi (t.d. Úkra­ín­u). Málið er að inn­flytj­endur eru margir hverjir með mikla ­reynslu á bak­inu og vita ýmis­legt ann­að. Mér þætti mjög gaman að sjá við­tal við ein­hvern fræð­ing af erlendum upp­runa um t.d. fjár­mál. Eða um hús­næð­is­mál. Eða um eitt­hvað annað en ein­göngu þessa þrjá fyrr­nefndu flokka.

Auglýsing

Segjum sem svo að fjöl­miðla­menn og konur læsu þessa grein og tækju á­skor­un­inni. Næstu vikur (og von­andi til fram­búð­ar) yrði svo meira um við­töl við fólk af erlendum upp­runa um hvers­dags­leg mál­efni sem snerta okkur öll. Það ­myndi svo sann­ar­lega sýna fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins. EKKI SÍST myndi það ­leyfa Íslend­ingum af íslenskum upp­runa að heyra íslensk­una tal­aða með hreim. Það er klár­lega eitt­hvað sem sam­fé­lagið þarf á að halda. Þá mögu­lega hætt­ir Ís­lend­ing­ur­inn af íslenskum upp­runa að snúa sér við í búð­inni þegar það heyr­ir­ Ís­lend­ing af erlendum upp­runa tala íslensku með hreim. Því þá er íslenskan með­ hreimnum orðin hluti af norm­inu, ekki jafn fram­andi. Og þegar Íslend­ing­ur­inn af er­lendum upp­runa hættir að finna fyrir augn­gotum og að hann sé fram­andi, þá ­mögu­lega fer við­kom­andi að líða í alvöru eins og heima hjá sér. Eins og hluta af norm­inu.

*ég er að prufa að nota önnur hug­tök en alltaf inn­flytj­andi eða ein­stak­lingur af er­lendum upp­runa. Erum við ekki öll Íslend­ingar sem búum á Íslandi?

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None