Raddir innflytjenda

10016471563_0af3028882_z.jpg
Auglýsing

Ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig hægt sé að gera Íslend­inga af erlend­um ­upp­runa* minna fram­andi í sam­fé­lag­inu, gera þá hluta af norm­inu. Því það er oft þannig að það sem fólki finnst fram­andi finnst því mögu­lega vera ógn­vekj­and­i. Það hafa allir heyrt sögur af hópum inn­flytj­enda sem eru sko heldur betur að ­sjúga sig fasta á vel­ferð­is­spen­anum á Íslandi, eru ofbeld­is­fullir eða ­glæpa­heigð­ir. Sárasjaldan heyr­ast sögur af inn­flytj­endum sem eru bara venju­legt fólk (sem er jú meiri­hlut­inn) eins og ég og þú, vinna sína vinnu, sinna sínum börn­um, halda upp á afmæli og svo fram­veg­is.

Guðrún Magnúsdóttir, MA í hnattrænum tengslum, fólksflutningum og fjölmenningarfræði. Guð­rún Magn­ús­dótt­ir, MA í hnatt­rænum tengsl­um, fólks­flutn­ingum og fjöl­menn­ing­ar­fræð­i.

Mér finnst að fjöl­miðlar eigi að leyfa okkur að kynn­ast venju­leg­um inn­flytj­end­um, til dæmis í gegnum frétt­irn­ar. Sárasjaldan fáum við að sjá og heyra af inn­flytj­endum í frétt­um. Í þau skipti sem við gerum það er það yfir­leitt í þrem til­vik­um: þegar eitt­hvað nei­kvætt hefur átt sér stað (lík­ams­árás, morð, ­þjófn­að­ur­...), þegar verið er að fjalla beint um mál­efni inn­flytj­enda (hæl­is­leit­end­ur, Fjöl­menn­ing­ar­þing Reykja­vík­ur­borg­ar..) eða þegar eitt­hvað ­gengur á í útlöndum og frétta­mönnum tekst að hafa uppi á Íslend­ingi frá því landi (t.d. Úkra­ín­u). Málið er að inn­flytj­endur eru margir hverjir með mikla ­reynslu á bak­inu og vita ýmis­legt ann­að. Mér þætti mjög gaman að sjá við­tal við ein­hvern fræð­ing af erlendum upp­runa um t.d. fjár­mál. Eða um hús­næð­is­mál. Eða um eitt­hvað annað en ein­göngu þessa þrjá fyrr­nefndu flokka.

Auglýsing

Segjum sem svo að fjöl­miðla­menn og konur læsu þessa grein og tækju á­skor­un­inni. Næstu vikur (og von­andi til fram­búð­ar) yrði svo meira um við­töl við fólk af erlendum upp­runa um hvers­dags­leg mál­efni sem snerta okkur öll. Það ­myndi svo sann­ar­lega sýna fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins. EKKI SÍST myndi það ­leyfa Íslend­ingum af íslenskum upp­runa að heyra íslensk­una tal­aða með hreim. Það er klár­lega eitt­hvað sem sam­fé­lagið þarf á að halda. Þá mögu­lega hætt­ir Ís­lend­ing­ur­inn af íslenskum upp­runa að snúa sér við í búð­inni þegar það heyr­ir­ Ís­lend­ing af erlendum upp­runa tala íslensku með hreim. Því þá er íslenskan með­ hreimnum orðin hluti af norm­inu, ekki jafn fram­andi. Og þegar Íslend­ing­ur­inn af er­lendum upp­runa hættir að finna fyrir augn­gotum og að hann sé fram­andi, þá ­mögu­lega fer við­kom­andi að líða í alvöru eins og heima hjá sér. Eins og hluta af norm­inu.

*ég er að prufa að nota önnur hug­tök en alltaf inn­flytj­andi eða ein­stak­lingur af er­lendum upp­runa. Erum við ekki öll Íslend­ingar sem búum á Íslandi?

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None