Raddir innflytjenda

10016471563_0af3028882_z.jpg
Auglýsing

Ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig hægt sé að gera Íslend­inga af erlend­um ­upp­runa* minna fram­andi í sam­fé­lag­inu, gera þá hluta af norm­inu. Því það er oft þannig að það sem fólki finnst fram­andi finnst því mögu­lega vera ógn­vekj­and­i. Það hafa allir heyrt sögur af hópum inn­flytj­enda sem eru sko heldur betur að ­sjúga sig fasta á vel­ferð­is­spen­anum á Íslandi, eru ofbeld­is­fullir eða ­glæpa­heigð­ir. Sárasjaldan heyr­ast sögur af inn­flytj­endum sem eru bara venju­legt fólk (sem er jú meiri­hlut­inn) eins og ég og þú, vinna sína vinnu, sinna sínum börn­um, halda upp á afmæli og svo fram­veg­is.

Guðrún Magnúsdóttir, MA í hnattrænum tengslum, fólksflutningum og fjölmenningarfræði. Guð­rún Magn­ús­dótt­ir, MA í hnatt­rænum tengsl­um, fólks­flutn­ingum og fjöl­menn­ing­ar­fræð­i.

Mér finnst að fjöl­miðlar eigi að leyfa okkur að kynn­ast venju­leg­um inn­flytj­end­um, til dæmis í gegnum frétt­irn­ar. Sárasjaldan fáum við að sjá og heyra af inn­flytj­endum í frétt­um. Í þau skipti sem við gerum það er það yfir­leitt í þrem til­vik­um: þegar eitt­hvað nei­kvætt hefur átt sér stað (lík­ams­árás, morð, ­þjófn­að­ur­...), þegar verið er að fjalla beint um mál­efni inn­flytj­enda (hæl­is­leit­end­ur, Fjöl­menn­ing­ar­þing Reykja­vík­ur­borg­ar..) eða þegar eitt­hvað ­gengur á í útlöndum og frétta­mönnum tekst að hafa uppi á Íslend­ingi frá því landi (t.d. Úkra­ín­u). Málið er að inn­flytj­endur eru margir hverjir með mikla ­reynslu á bak­inu og vita ýmis­legt ann­að. Mér þætti mjög gaman að sjá við­tal við ein­hvern fræð­ing af erlendum upp­runa um t.d. fjár­mál. Eða um hús­næð­is­mál. Eða um eitt­hvað annað en ein­göngu þessa þrjá fyrr­nefndu flokka.

Auglýsing

Segjum sem svo að fjöl­miðla­menn og konur læsu þessa grein og tækju á­skor­un­inni. Næstu vikur (og von­andi til fram­búð­ar) yrði svo meira um við­töl við fólk af erlendum upp­runa um hvers­dags­leg mál­efni sem snerta okkur öll. Það ­myndi svo sann­ar­lega sýna fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins. EKKI SÍST myndi það ­leyfa Íslend­ingum af íslenskum upp­runa að heyra íslensk­una tal­aða með hreim. Það er klár­lega eitt­hvað sem sam­fé­lagið þarf á að halda. Þá mögu­lega hætt­ir Ís­lend­ing­ur­inn af íslenskum upp­runa að snúa sér við í búð­inni þegar það heyr­ir­ Ís­lend­ing af erlendum upp­runa tala íslensku með hreim. Því þá er íslenskan með­ hreimnum orðin hluti af norm­inu, ekki jafn fram­andi. Og þegar Íslend­ing­ur­inn af er­lendum upp­runa hættir að finna fyrir augn­gotum og að hann sé fram­andi, þá ­mögu­lega fer við­kom­andi að líða í alvöru eins og heima hjá sér. Eins og hluta af norm­inu.

*ég er að prufa að nota önnur hug­tök en alltaf inn­flytj­andi eða ein­stak­lingur af er­lendum upp­runa. Erum við ekki öll Íslend­ingar sem búum á Íslandi?

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None