Raddir innflytjenda

10016471563_0af3028882_z.jpg
Auglýsing

Ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig hægt sé að gera Íslend­inga af erlend­um ­upp­runa* minna fram­andi í sam­fé­lag­inu, gera þá hluta af norm­inu. Því það er oft þannig að það sem fólki finnst fram­andi finnst því mögu­lega vera ógn­vekj­and­i. Það hafa allir heyrt sögur af hópum inn­flytj­enda sem eru sko heldur betur að ­sjúga sig fasta á vel­ferð­is­spen­anum á Íslandi, eru ofbeld­is­fullir eða ­glæpa­heigð­ir. Sárasjaldan heyr­ast sögur af inn­flytj­endum sem eru bara venju­legt fólk (sem er jú meiri­hlut­inn) eins og ég og þú, vinna sína vinnu, sinna sínum börn­um, halda upp á afmæli og svo fram­veg­is.

Guðrún Magnúsdóttir, MA í hnattrænum tengslum, fólksflutningum og fjölmenningarfræði. Guð­rún Magn­ús­dótt­ir, MA í hnatt­rænum tengsl­um, fólks­flutn­ingum og fjöl­menn­ing­ar­fræð­i.

Mér finnst að fjöl­miðlar eigi að leyfa okkur að kynn­ast venju­leg­um inn­flytj­end­um, til dæmis í gegnum frétt­irn­ar. Sárasjaldan fáum við að sjá og heyra af inn­flytj­endum í frétt­um. Í þau skipti sem við gerum það er það yfir­leitt í þrem til­vik­um: þegar eitt­hvað nei­kvætt hefur átt sér stað (lík­ams­árás, morð, ­þjófn­að­ur­...), þegar verið er að fjalla beint um mál­efni inn­flytj­enda (hæl­is­leit­end­ur, Fjöl­menn­ing­ar­þing Reykja­vík­ur­borg­ar..) eða þegar eitt­hvað ­gengur á í útlöndum og frétta­mönnum tekst að hafa uppi á Íslend­ingi frá því landi (t.d. Úkra­ín­u). Málið er að inn­flytj­endur eru margir hverjir með mikla ­reynslu á bak­inu og vita ýmis­legt ann­að. Mér þætti mjög gaman að sjá við­tal við ein­hvern fræð­ing af erlendum upp­runa um t.d. fjár­mál. Eða um hús­næð­is­mál. Eða um eitt­hvað annað en ein­göngu þessa þrjá fyrr­nefndu flokka.

Auglýsing

Segjum sem svo að fjöl­miðla­menn og konur læsu þessa grein og tækju á­skor­un­inni. Næstu vikur (og von­andi til fram­búð­ar) yrði svo meira um við­töl við fólk af erlendum upp­runa um hvers­dags­leg mál­efni sem snerta okkur öll. Það ­myndi svo sann­ar­lega sýna fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins. EKKI SÍST myndi það ­leyfa Íslend­ingum af íslenskum upp­runa að heyra íslensk­una tal­aða með hreim. Það er klár­lega eitt­hvað sem sam­fé­lagið þarf á að halda. Þá mögu­lega hætt­ir Ís­lend­ing­ur­inn af íslenskum upp­runa að snúa sér við í búð­inni þegar það heyr­ir­ Ís­lend­ing af erlendum upp­runa tala íslensku með hreim. Því þá er íslenskan með­ hreimnum orðin hluti af norm­inu, ekki jafn fram­andi. Og þegar Íslend­ing­ur­inn af er­lendum upp­runa hættir að finna fyrir augn­gotum og að hann sé fram­andi, þá ­mögu­lega fer við­kom­andi að líða í alvöru eins og heima hjá sér. Eins og hluta af norm­inu.

*ég er að prufa að nota önnur hug­tök en alltaf inn­flytj­andi eða ein­stak­lingur af er­lendum upp­runa. Erum við ekki öll Íslend­ingar sem búum á Íslandi?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None