Samgönguleysi - brothætt Austurland

Ívar Ingimarsson
vegur-1.jpg
Auglýsing

Mér finnst áhyggju­efni að fólki sé ekki að fjölga hér fyrir austan að neinu ráði. Frá 1998 til 2014 fjölg­aði íbúum á Aust­ur­landi um 411 eða 3%. Á sama tíma hefur Íslend­ingum fjölgað um 17%.

Þessar tölur ná yfir tíma­bil þar sem farið var í dýr­ustu fram­kvæmd Íslands­sög­unnar á svæð­inu, bygg­ingu Kára­hnúka­virk­unar og álvers­ins á Reyð­ar­firði. Á bygg­ing­ar­tím­anum rauk íbúða­talan upp en síðan fram­kvæmdum lauk hefur íbúakúrfan sigið aftur og er nú að nálg­ast það sem hún var 1998.

Íbúum í flestum smærri byggða­kjörnum fjórð­ungs­ins fækk­ar. Breið­dals­vík, Djúpi­vogur og Stöðv­ar­fjörður eru í, eða hafa sótt um að kom­ast í verk­efni Byggða­stofn­unar Brot­hættar byggðir. Fjölg­unin í fjórð­ungnum er ein­ungis í hluta Fjarð­ar­byggðar og á Egils­stöðum og sú fjölgun skýrist að miklu leyti af því að fólk frá smærri stöð­unum færir sig til þeirra stærri, en nýjum íbúm Aust­ur­lands fjölgar lít­ið.

Auglýsing

Ekki ásætt­an­leg fjölgunÞó það sé örlítil fjölgun í tveim stærstu byggð­ar­kjörn­unum þá er hún alls ekki ásætt­an­leg og í mínum huga er Aust­ur­land allt að mörgu leyti brot­hætt byggð. Hvað ger­ist í fram­tíð­inni ræðst af því sem við gerum nú. Mér finnst vanta sterk­ari málsvara fyrir svæðið til að benda á það sem betur má fara svo hægt sé að snúa þess­ari þró­unn við. Það er alveg ljóst að sam­ein­ing aust­ur- og norð­ur­kjör­dæmis er að koma mjög illa út fyrir lands­hlut­ann og skilur hann eftir áhrifa­lít­inn. Halda menn virki­lega að þing­maður sem vill ná end­ur­kjöri taki mál­stað Egils­staða fram­yfir mál­stað Akur­eyrar eða Egils­staða­flug­vallar fram yfir Akur­eyr­ar­flug­völl, þegar íbúa­fjöldi á Akur­eyri er sexfaldur miðað við Egils­staði. Það sjá allir hvar atkvæðin liggja.

Hvað er til ráða, hvernig fjölgum við fólki hér? Eigum við að flytja fólk austur í nauð­unga­flutn­ingum (sbr. Fiski­stofu norð­ur) eða byggja aðra stóra verk­smiðju?

Ég er á því að það skipti mestu máli að breyta aðstæðum á Aust­ur­landi þannig að fólk vilji setj­ast hér að og sjái tæki­færi í því. Unga fólkið okkar er ekki að skila sér til baka að námi loknu og þegar barna­börnin koma í heim­inn taka for­eld­arnir sig upp og flytja suður.

Ég er á því að það skipti mestu máli að breyta aðstæðum á Aust­ur­landi þannig að fólk vilji setj­ast hér að og sjái tæki­færi í því. Unga fólkið okkar er ekki að skila sér til baka að námi loknu og þegar barna­börnin koma í heim­inn taka for­eld­arnir sig upp og flytja suð­ur.

Þegar ég bjó á Aust­ur­landi sem barn og ung­lingur snérst allt um fisk, allir í þorp­inu gátu unnið við fisk sem það vildu. Við vorum sjálfum okkur næg og þurf­umt ekki á öðrum byggð­ar­lögum að halda. En svo fór ungt fólk almennt að mennta sig, kom heim á sumr­in, vann í fiski en á end­anum festi rætur fyrir sunnan og okkur tók að fækka. Núna snýst Aust­ur­land um ál og fisk við erum sjálfum okkur næg, unga fólkið fer í skóla, kemur heim á sumr­in, vinnur í áli og fiski og flytur svo á end­anum suð­ur. Staðan er að svo mörgu leyti óbreytt.

Ekki sam­keppn­is­hæft um fólkFyrir mér er Aust­ur­land ein­fald­lega ekki sam­keppn­is­hæft um fólk. Það eru allof margar hindr­anir í því að setj­ast hér að og þessar hindr­an­ir, lélegar sam­göngur innan fjórð­ungs­ins og lélegar sam­göngur út úr honum eru stærsta ástæð­an.  Hér búa ein­ungis 3% Íslend­inga og þessi 3% dreifast á stórt svæði. Hér ekki neinn einn sterkur byggða­kjarni sem getur boðið fólki upp á alla þá þjón­ustu, afþr­ey­ingu, menn­ingu og menntun sem fólk í dag kallar eft­ir. Hér er ekki háskóli, leik­hús, kvik­mynda­hús, keilu­salur eða íþrótta­greinar sem keppa í efstu deild­um, hér er næga vinnu að fá í fiski og áli en það er bara ekki nóg.

Til að styrkja Aust­ur­land þarf að gera mið­svæð­ið, með þétt­ustu byggða­kjörn­unum að einni heild, einu atvinnu­svæði, einu mennta- og menn­ing­ar­svæði með stór­bættum sam­göng­um. Það þarf að búa til sterkan kjarna með um 8.500 manns sem getur stækkað og styrkst og sogað til sín fyr­ir­tæki og þjón­ustu­að­ila.

Til að styrkja Aust­ur­land þarf að gera mið­svæð­ið, með þétt­ustu byggða­kjörn­unum að einni heild, einu atvinnu­svæði, einu mennta- og menn­ing­ar­svæði með stór­bættum sam­göng­um. Það þarf að búa til sterkan kjarna með um 8.500 manns sem getur stækkað og styrkst og sogað til sín fyr­ir­tæki og þjón­ustu­að­ila. Lítil sam­legð­ar­á­hrif eru meðal bæj­ar­kjarna mið­svæðis á Aust­ur­landi. Ef þú býrð á Egils­stöðum sækir þú ekki vinnu, þjón­ustu eða menn­ingu á Nor­fjörð því það þarf að ferð­ast yfir tvo fjall­vegi til að kom­ast á milli staða sem er tíma­frekt og á stundum hrein­lega hættu­legt. Þessi leggur skánar vissu­lega mikið með til­komu jarð­ganga milli Eski­fjarðar og Norð­fjarð­ar, rétt eins og það hjálp­aði að fá göng milli Reyð­ar­jarðar og Fáskrúðs­fjarð­ar, en er alls ekki nóg.

Aust­ur­land vantar sam­göng. Sam­göng sem tengja saman Egils­staði og hér­aðið við firð­ina, Seyð­is­fjörð, Norð­fjörð, Eski­fjörð, Reyð­ar­fjörð og Fáskrúðs­fjörð, með sam­göngum býrð þú til eitt atvinn­u-, mennta- og menn­ing­ar­svæði sem jað­ar­byggð­irnar geta sótt í.

Með bættum sam­göngum myndu byggð­irnar verða að heild sem vinnur saman í stað þess að vera eins og dreifðir lík­ams­partar án nokk­urra tengsla. Sam­göng myndu tengja saman þjón­ust­una á Hér­aði við atvinn­una og kraft­inn á fjörð­unum og búa til sterka heild, raun­veru­legan val­kost fyrir fólk til að setj­ast að á, sem gæti boðið upp á mennt­un, menn­ingu, atvinnu og fram­tíð.

Sam­fé­lög standa og falla með sam­göngum og meira nú en nokkru sinni fyrr. Því miður eru það ekki bara sam­göng­unar innan fjórð­ungs­ins sem þarf að bæta því flug­sam­göngur okkur við höf­uð­borg­ina okkar eru líka léleg­ar. Þær eru ekki lélegar út af flug­tíma, flug­vél­um, þjón­ustu eða flug­völl­um, heldur verð­inu. Verðið sem er í boði er ekki á færi venju­legs fólks. Almennt flug­verð fram og til baka til Reykja­víkur upp á 47.000 krónur á mann er ekki val­kostur og þess vegna drag­býtur fyrir svæð­ið.

Vanda­mál allraÞað er ekki að ástæð­lausu að Alcoa Fjarð­arál sér sig til­neytt til að nið­ur­greiða flug­far­gjöld fyrir starfs­fólk sitt, en án þess seg­ist fyr­ir­tækið ekki geta mannað starf­semi sína á Aust­ur­landi. Ef Alcoa Fjarð­arál getur ekki mannað sína starf­semi hér fyrir austan nema með nið­ur­greiddu flugi hvað þá með rest­ina af Aust­ur­landi hvernig á það að geta mannað sig?

Við breytum ekki Aust­ur­landi ef við tölum alltaf eins og allt sé í besta lagi, við þurfum að þora að opna umræð­una og koma henni upp á yfir­borðið og knýja fram úrbætur svo fólk vilji flytja hingað af fúsum og frjálsum vilja en ekki af því að það er flutt hingað nauð­ung­ar­flutn­ing­um.

Vanda­mál Aust­ur­lands er líka vanda­mál lands­byggð­ar­innar og höf­uð­borg­ar­inn­ar. Ísland allt nýtur góðs af því að það sé byggi­legt út á landi, að það sé kraftur í hverjum fjórð­ungi. Að það séu svæði þar sem er ákjós­anlgur val­kostur fyrir fólk að búa á.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None