Aukum vellíðan með sjö einföldum venjum

Ingrid Kuhlman skrifar um nokkrar einfaldar leiðir til að láta sér líða betur. Með því sé hægt að draga úr vissum sjúkdómum, stjórna skapinu, auka bjartsýni og von.

Auglýsing

Stundum látum við okkur sjálf sitja á hak­anum og van­metum þann kraft sem jafn­vel litlar breyt­ingar geta haft á líðan okk­ar. Með því að breyta venjum okkur getum við dregið úr hætt­unni á vissum sjúk­dóm­um, stjórnað skap­inu og aukið bjart­sýni og von.

Hér fyrir neðan eru sjö venjur sem taka aðeins nokkrar mín­útur á dag.

1. Nýttu dags­birt­una

Morg­un­stund gefur gull í mund, segir mál­tæk­ið. Eftir hring­ingu vekjara­klukk­unnar er gott að fara út í göngu eða njóta morg­un­verð­ar­ins við bjartan glugga. Rann­sóknir sýna að nátt­úru­leg birta í morg­unsárið hjálpar til við að stilla af lík­ams­klukk­una okkar en hún stýrir m.a. svefni, vöku, efna­skiptum og hegð­un.

Auglýsing
Yfir vetr­ar­mán­uð­ina, þegar dags­birtan er af skornum skammti, er gott að nýta hádegið til að næla sér í smá dags­birtu. Ávinn­ingur þess er að við fáum heil­brigðan skammt af D vítamíni sem styrkir bein, minnkar hætt­una á þung­lyndi og dregur úr hættu á hjarta­sjúk­dómum og ákveðnum teg­undum krabba­meina.

2. Búðu um rúmið þitt á morgn­ana

Að búa um rúmið sitt á morgn­ana skapar sig­ur­til­finn­ingu sem setur tón­inn fyrir rest­ina af deg­in­um. Rann­sóknir hafa sýnt að þeir sem búa um rúmið sitt á morgn­ana eru lík­legri til að við­halda ýmsum öðrum góðum sið­um. Í bók­inni The Power of Habit heldur höf­und­ur­inn Charles Duhigg því fram að það að búa um rúmið sitt sé lyk­il­venja sem teng­ist auknum afköst­um, minni streitu, meiri vellíðan og auk­inni færni í að halda sig við fjár­hags­á­ætl­un.

3. Gerðu ánægju­lega hluti

Ef verk­efna­list­inn sam­anstendur af skyldu­verk­efnum sem þú hefur ekki sér­stak­lega gaman af er mik­il­vægt að bæta við verk­efnum sem veita gleði og ánægju. Félags­fræð­ing­ur­inn Dr. Lahnna Catal­ino mælir með því að gera dag­lega hluti sem skapa jákvæðar til­finn­ing­ar, hvort sem það er garð­rækt, vina­hitt­ingur eftir vinnu, góður göngutúr eða bakst­ur. Catal­ino kallar þessa nálgun „að for­gangs­raða jákvæðni“ og bendir á að hún hald­ist í hendur við góða geð­heilsu.

4. Fáðu þér heilsu­sam­legt nesti

Þegar við erum á hlaupum er allt of auð­velt að grípa í óholl­ust­una. Til að styðja betur við heils­una er gott að útbúa hollt nesti. Rann­sókn á yfir 70.000 konum leiddi í ljós að neysla á mikið unnum mat­vælum hlöðnum sykri og ein­földum kol­vetnum getur leitt til los­unar streitu­horm­óna, valdið skap­breyt­ingum og aukið hættu á þung­lyndi. Matur hefur m.a. þann til­gang að næra okkur á dýpra stigi, að sögn mat­reiðslu­manns­ins og nær­ing­ar­fræð­ings­ins Karen Wang Diggs, sem er höf­undur bók­ar­innar Happy Food: Over 100 Mood-­Boost­ing Recipes. Hún kallar mat „æti­lega ham­ingju“.

5. Gefðu þér tíma fyrir þakk­læti

Umferð­ar­teppa. Erf­iður sam­starfs­mað­ur. Langar raðir í búð­un­um. Það er auð­velt að finna eitt­hvað til að kvarta yfir. Það getur verið jafn auð­velt að horfa fram hjá hlutum sem veita okkur ánægju, eins og t.d. heilsu­fari fjöl­skyld­unn­ar, haust­lit­irnir eða vin­konu sem fær mann til að hlæja. Sífellt fleiri rann­sóknir sýna að það að gefa sér nokkrar mín­útur dag­lega til að þakka fyrir það góða í líf­inu og horfa fram hjá því nei­kvæða teng­ist auk­inni ham­ingju.

6. Drekktu vatn

Rann­sóknir við háskól­ann í Conn­ect­icut hafa leitt í ljós að jafn­vel væg ofþornun getur leitt til gleymsku, þreytu, ein­beit­ingarörð­ug­leika og nei­kvæðra skap­breyt­inga. Hæfi­legt magn af vatni er nauð­syn­legt okkur en vatns­inntakan fer m.a. eftir veðr­inu, hversu virk við erum og hvort við neytum vatns á annan hátt, t.d. með því að borða ávexti og græn­meti eins og gúrk­ur, vatnsmelón­ur, jarð­ar­ber eða sell­erí. Til að gleyma ekki vatns­drykkj­unni er æski­legt að hafa ávallt vatns­brúsa nálægt sér, t.d. á skrif­borð­inu eða í bíln­um.

7. Gefðu þér tíma fyrir stutta æfingu

Þegar góðar fyr­ir­ætl­anir rekast á við raun­veru­leik­ann, t.d. þegar fundur er skipu­lagður á sama tíma og hóp­tím­inn í rækt­inni, mætir hreyf­ingin stundum afgang­inn. Rann­sókn sem Dr. Martin J. Gibala, pró­fessor í hreyfifræði við McMaster háskól­ann í Ont­ario, fram­kvæmdi árið 2016 sýndi að stuttar æfingar sem inni­halda mikla áreynslu geta skilað sama ávinn­ingi og langar æfing­ar. Þátt­tak­endur rann­sókn­ar­innar hit­uðu upp í tvær mín­útur á hjóli og hjól­uðu síðan eins hratt og þeir gátu í 20 sek­únd­ur. Eftir það hjól­uðu þeir hægt í tvær mín­út­ur. Þeir end­ur­tóku 20 sek­úndna sprett, hjól­uðu hægt í tvær mín­út­ur, tóku aftur 20 sek­úndna sprett og hjól­uðu sig síðan niður í þrjár mín­út­ur. Þeir stund­uðu s.s. aðeins hreyf­ingu sem inni­hélt mikla áreynslu í mín­útu sam­tals dag­lega. Eftir tólf vikur kom í ljós að hjarta­heilsa þeirra og efna­skiptin höfðu batnað veru­lega. 

Stuttar æfingar er hægt að gera heima, t.d. með því að nota sippu­band eða skokka á staðn­um. Þær eru fljót­leg leið til að draga úr streitu, bæta heils­una og létta skap­ið.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar, með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði og stjórn­ar­maður í Félagi um jákvæða sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar