Aukum vellíðan með sjö einföldum venjum

Ingrid Kuhlman skrifar um nokkrar einfaldar leiðir til að láta sér líða betur. Með því sé hægt að draga úr vissum sjúkdómum, stjórna skapinu, auka bjartsýni og von.

Auglýsing

Stundum látum við okkur sjálf sitja á hak­anum og van­metum þann kraft sem jafn­vel litlar breyt­ingar geta haft á líðan okk­ar. Með því að breyta venjum okkur getum við dregið úr hætt­unni á vissum sjúk­dóm­um, stjórnað skap­inu og aukið bjart­sýni og von.

Hér fyrir neðan eru sjö venjur sem taka aðeins nokkrar mín­útur á dag.

1. Nýttu dags­birt­una

Morg­un­stund gefur gull í mund, segir mál­tæk­ið. Eftir hring­ingu vekjara­klukk­unnar er gott að fara út í göngu eða njóta morg­un­verð­ar­ins við bjartan glugga. Rann­sóknir sýna að nátt­úru­leg birta í morg­unsárið hjálpar til við að stilla af lík­ams­klukk­una okkar en hún stýrir m.a. svefni, vöku, efna­skiptum og hegð­un.

Auglýsing
Yfir vetr­ar­mán­uð­ina, þegar dags­birtan er af skornum skammti, er gott að nýta hádegið til að næla sér í smá dags­birtu. Ávinn­ingur þess er að við fáum heil­brigðan skammt af D vítamíni sem styrkir bein, minnkar hætt­una á þung­lyndi og dregur úr hættu á hjarta­sjúk­dómum og ákveðnum teg­undum krabba­meina.

2. Búðu um rúmið þitt á morgn­ana

Að búa um rúmið sitt á morgn­ana skapar sig­ur­til­finn­ingu sem setur tón­inn fyrir rest­ina af deg­in­um. Rann­sóknir hafa sýnt að þeir sem búa um rúmið sitt á morgn­ana eru lík­legri til að við­halda ýmsum öðrum góðum sið­um. Í bók­inni The Power of Habit heldur höf­und­ur­inn Charles Duhigg því fram að það að búa um rúmið sitt sé lyk­il­venja sem teng­ist auknum afköst­um, minni streitu, meiri vellíðan og auk­inni færni í að halda sig við fjár­hags­á­ætl­un.

3. Gerðu ánægju­lega hluti

Ef verk­efna­list­inn sam­anstendur af skyldu­verk­efnum sem þú hefur ekki sér­stak­lega gaman af er mik­il­vægt að bæta við verk­efnum sem veita gleði og ánægju. Félags­fræð­ing­ur­inn Dr. Lahnna Catal­ino mælir með því að gera dag­lega hluti sem skapa jákvæðar til­finn­ing­ar, hvort sem það er garð­rækt, vina­hitt­ingur eftir vinnu, góður göngutúr eða bakst­ur. Catal­ino kallar þessa nálgun „að for­gangs­raða jákvæðni“ og bendir á að hún hald­ist í hendur við góða geð­heilsu.

4. Fáðu þér heilsu­sam­legt nesti

Þegar við erum á hlaupum er allt of auð­velt að grípa í óholl­ust­una. Til að styðja betur við heils­una er gott að útbúa hollt nesti. Rann­sókn á yfir 70.000 konum leiddi í ljós að neysla á mikið unnum mat­vælum hlöðnum sykri og ein­földum kol­vetnum getur leitt til los­unar streitu­horm­óna, valdið skap­breyt­ingum og aukið hættu á þung­lyndi. Matur hefur m.a. þann til­gang að næra okkur á dýpra stigi, að sögn mat­reiðslu­manns­ins og nær­ing­ar­fræð­ings­ins Karen Wang Diggs, sem er höf­undur bók­ar­innar Happy Food: Over 100 Mood-­Boost­ing Recipes. Hún kallar mat „æti­lega ham­ingju“.

5. Gefðu þér tíma fyrir þakk­læti

Umferð­ar­teppa. Erf­iður sam­starfs­mað­ur. Langar raðir í búð­un­um. Það er auð­velt að finna eitt­hvað til að kvarta yfir. Það getur verið jafn auð­velt að horfa fram hjá hlutum sem veita okkur ánægju, eins og t.d. heilsu­fari fjöl­skyld­unn­ar, haust­lit­irnir eða vin­konu sem fær mann til að hlæja. Sífellt fleiri rann­sóknir sýna að það að gefa sér nokkrar mín­útur dag­lega til að þakka fyrir það góða í líf­inu og horfa fram hjá því nei­kvæða teng­ist auk­inni ham­ingju.

6. Drekktu vatn

Rann­sóknir við háskól­ann í Conn­ect­icut hafa leitt í ljós að jafn­vel væg ofþornun getur leitt til gleymsku, þreytu, ein­beit­ingarörð­ug­leika og nei­kvæðra skap­breyt­inga. Hæfi­legt magn af vatni er nauð­syn­legt okkur en vatns­inntakan fer m.a. eftir veðr­inu, hversu virk við erum og hvort við neytum vatns á annan hátt, t.d. með því að borða ávexti og græn­meti eins og gúrk­ur, vatnsmelón­ur, jarð­ar­ber eða sell­erí. Til að gleyma ekki vatns­drykkj­unni er æski­legt að hafa ávallt vatns­brúsa nálægt sér, t.d. á skrif­borð­inu eða í bíln­um.

7. Gefðu þér tíma fyrir stutta æfingu

Þegar góðar fyr­ir­ætl­anir rekast á við raun­veru­leik­ann, t.d. þegar fundur er skipu­lagður á sama tíma og hóp­tím­inn í rækt­inni, mætir hreyf­ingin stundum afgang­inn. Rann­sókn sem Dr. Martin J. Gibala, pró­fessor í hreyfifræði við McMaster háskól­ann í Ont­ario, fram­kvæmdi árið 2016 sýndi að stuttar æfingar sem inni­halda mikla áreynslu geta skilað sama ávinn­ingi og langar æfing­ar. Þátt­tak­endur rann­sókn­ar­innar hit­uðu upp í tvær mín­útur á hjóli og hjól­uðu síðan eins hratt og þeir gátu í 20 sek­únd­ur. Eftir það hjól­uðu þeir hægt í tvær mín­út­ur. Þeir end­ur­tóku 20 sek­úndna sprett, hjól­uðu hægt í tvær mín­út­ur, tóku aftur 20 sek­úndna sprett og hjól­uðu sig síðan niður í þrjár mín­út­ur. Þeir stund­uðu s.s. aðeins hreyf­ingu sem inni­hélt mikla áreynslu í mín­útu sam­tals dag­lega. Eftir tólf vikur kom í ljós að hjarta­heilsa þeirra og efna­skiptin höfðu batnað veru­lega. 

Stuttar æfingar er hægt að gera heima, t.d. með því að nota sippu­band eða skokka á staðn­um. Þær eru fljót­leg leið til að draga úr streitu, bæta heils­una og létta skap­ið.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar, með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði og stjórn­ar­maður í Félagi um jákvæða sál­fræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar