Aukum vellíðan með sjö einföldum venjum

Ingrid Kuhlman skrifar um nokkrar einfaldar leiðir til að láta sér líða betur. Með því sé hægt að draga úr vissum sjúkdómum, stjórna skapinu, auka bjartsýni og von.

Auglýsing

Stundum látum við okkur sjálf sitja á hak­anum og van­metum þann kraft sem jafn­vel litlar breyt­ingar geta haft á líðan okk­ar. Með því að breyta venjum okkur getum við dregið úr hætt­unni á vissum sjúk­dóm­um, stjórnað skap­inu og aukið bjart­sýni og von.

Hér fyrir neðan eru sjö venjur sem taka aðeins nokkrar mín­útur á dag.

1. Nýttu dags­birt­una

Morg­un­stund gefur gull í mund, segir mál­tæk­ið. Eftir hring­ingu vekjara­klukk­unnar er gott að fara út í göngu eða njóta morg­un­verð­ar­ins við bjartan glugga. Rann­sóknir sýna að nátt­úru­leg birta í morg­unsárið hjálpar til við að stilla af lík­ams­klukk­una okkar en hún stýrir m.a. svefni, vöku, efna­skiptum og hegð­un.

Auglýsing
Yfir vetr­ar­mán­uð­ina, þegar dags­birtan er af skornum skammti, er gott að nýta hádegið til að næla sér í smá dags­birtu. Ávinn­ingur þess er að við fáum heil­brigðan skammt af D vítamíni sem styrkir bein, minnkar hætt­una á þung­lyndi og dregur úr hættu á hjarta­sjúk­dómum og ákveðnum teg­undum krabba­meina.

2. Búðu um rúmið þitt á morgn­ana

Að búa um rúmið sitt á morgn­ana skapar sig­ur­til­finn­ingu sem setur tón­inn fyrir rest­ina af deg­in­um. Rann­sóknir hafa sýnt að þeir sem búa um rúmið sitt á morgn­ana eru lík­legri til að við­halda ýmsum öðrum góðum sið­um. Í bók­inni The Power of Habit heldur höf­und­ur­inn Charles Duhigg því fram að það að búa um rúmið sitt sé lyk­il­venja sem teng­ist auknum afköst­um, minni streitu, meiri vellíðan og auk­inni færni í að halda sig við fjár­hags­á­ætl­un.

3. Gerðu ánægju­lega hluti

Ef verk­efna­list­inn sam­anstendur af skyldu­verk­efnum sem þú hefur ekki sér­stak­lega gaman af er mik­il­vægt að bæta við verk­efnum sem veita gleði og ánægju. Félags­fræð­ing­ur­inn Dr. Lahnna Catal­ino mælir með því að gera dag­lega hluti sem skapa jákvæðar til­finn­ing­ar, hvort sem það er garð­rækt, vina­hitt­ingur eftir vinnu, góður göngutúr eða bakst­ur. Catal­ino kallar þessa nálgun „að for­gangs­raða jákvæðni“ og bendir á að hún hald­ist í hendur við góða geð­heilsu.

4. Fáðu þér heilsu­sam­legt nesti

Þegar við erum á hlaupum er allt of auð­velt að grípa í óholl­ust­una. Til að styðja betur við heils­una er gott að útbúa hollt nesti. Rann­sókn á yfir 70.000 konum leiddi í ljós að neysla á mikið unnum mat­vælum hlöðnum sykri og ein­földum kol­vetnum getur leitt til los­unar streitu­horm­óna, valdið skap­breyt­ingum og aukið hættu á þung­lyndi. Matur hefur m.a. þann til­gang að næra okkur á dýpra stigi, að sögn mat­reiðslu­manns­ins og nær­ing­ar­fræð­ings­ins Karen Wang Diggs, sem er höf­undur bók­ar­innar Happy Food: Over 100 Mood-­Boost­ing Recipes. Hún kallar mat „æti­lega ham­ingju“.

5. Gefðu þér tíma fyrir þakk­læti

Umferð­ar­teppa. Erf­iður sam­starfs­mað­ur. Langar raðir í búð­un­um. Það er auð­velt að finna eitt­hvað til að kvarta yfir. Það getur verið jafn auð­velt að horfa fram hjá hlutum sem veita okkur ánægju, eins og t.d. heilsu­fari fjöl­skyld­unn­ar, haust­lit­irnir eða vin­konu sem fær mann til að hlæja. Sífellt fleiri rann­sóknir sýna að það að gefa sér nokkrar mín­útur dag­lega til að þakka fyrir það góða í líf­inu og horfa fram hjá því nei­kvæða teng­ist auk­inni ham­ingju.

6. Drekktu vatn

Rann­sóknir við háskól­ann í Conn­ect­icut hafa leitt í ljós að jafn­vel væg ofþornun getur leitt til gleymsku, þreytu, ein­beit­ingarörð­ug­leika og nei­kvæðra skap­breyt­inga. Hæfi­legt magn af vatni er nauð­syn­legt okkur en vatns­inntakan fer m.a. eftir veðr­inu, hversu virk við erum og hvort við neytum vatns á annan hátt, t.d. með því að borða ávexti og græn­meti eins og gúrk­ur, vatnsmelón­ur, jarð­ar­ber eða sell­erí. Til að gleyma ekki vatns­drykkj­unni er æski­legt að hafa ávallt vatns­brúsa nálægt sér, t.d. á skrif­borð­inu eða í bíln­um.

7. Gefðu þér tíma fyrir stutta æfingu

Þegar góðar fyr­ir­ætl­anir rekast á við raun­veru­leik­ann, t.d. þegar fundur er skipu­lagður á sama tíma og hóp­tím­inn í rækt­inni, mætir hreyf­ingin stundum afgang­inn. Rann­sókn sem Dr. Martin J. Gibala, pró­fessor í hreyfifræði við McMaster háskól­ann í Ont­ario, fram­kvæmdi árið 2016 sýndi að stuttar æfingar sem inni­halda mikla áreynslu geta skilað sama ávinn­ingi og langar æfing­ar. Þátt­tak­endur rann­sókn­ar­innar hit­uðu upp í tvær mín­útur á hjóli og hjól­uðu síðan eins hratt og þeir gátu í 20 sek­únd­ur. Eftir það hjól­uðu þeir hægt í tvær mín­út­ur. Þeir end­ur­tóku 20 sek­úndna sprett, hjól­uðu hægt í tvær mín­út­ur, tóku aftur 20 sek­úndna sprett og hjól­uðu sig síðan niður í þrjár mín­út­ur. Þeir stund­uðu s.s. aðeins hreyf­ingu sem inni­hélt mikla áreynslu í mín­útu sam­tals dag­lega. Eftir tólf vikur kom í ljós að hjarta­heilsa þeirra og efna­skiptin höfðu batnað veru­lega. 

Stuttar æfingar er hægt að gera heima, t.d. með því að nota sippu­band eða skokka á staðn­um. Þær eru fljót­leg leið til að draga úr streitu, bæta heils­una og létta skap­ið.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar, með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði og stjórn­ar­maður í Félagi um jákvæða sál­fræði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar