Bakherbergi: Ánægjuleg tíðindi af nýsköpunarsjóðum

ossur_web6.jpg
Auglýsing

Það hafa borist ánægju­leg tíð­indi af fjár­mála­mark­aði und­an­farna daga, þegar horft er á hann út frá sjón­ar­hóli frum­kvöðla og nýsköp­un­ar. Þrír nýir sjóðir hafa litið dags­ins ljós á einni viku, full­fjár­magn­aðir með 11,5 millj­arða til ráð­stöf­un­ar. Það eru Brunnur vaxt­ar­sjóður slhf., sem Lands­bréf og SA Fram­tak GP standa að, með fjóra millj­arða, Eyrir Sprotar með 2,5 millj­arða, og Frum­tak 2 með fimm millj­arða.

Fólk í bak­her­berg­inu fagn­aði þessu sér­stak­lega, og var sam­mála um að líf­eyr­is­sjóð­irnir íslensku ættu hrós skilið fyrir að taka þátt í þessum sjóð­um, og aðstand­endur sjóð­anna ekki síð­ur.

Nýsköp­un­ar­starf borgar sig. Ekki alltaf á skömmum tíma, og ekki alltaf í ein­stökum verk­efn­um. En fjár­fest­ingin í þekk­ing­ar­leit­inni sem flest í starfi frum­kvöðla og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja er gríð­ar­lega mik­il­væg öllum hag­kerf­um. Bless­un­ar­lega koma síðan til­vik með reglu­legu milli­bili þar sem fjár­fest­arnir hagn­ast vel á verk­efnum sín­um. Von­andi verða sjóð­irnir sem nú hafa verið stofn­aðir metn­að­ar­fullir í sínum fjár­fest­ing­um, sem fólkið í bak­her­berg­inu efast ekki um, en hafi um leið lang­tíma­hugsun sem leið­ar­ljós.

Auglýsing

marel12

Flagg­skipin í íslenskri nýsköp­un, Össur og Mar­el, eru góð dæmi um það, að metn­að­ar­fullar nýsköp­un­ar­fjár­fest­ingar - þar sem frum­kvöðlum er treyst en um leið vilji sýndur til að hjálpa til með sér­fræði­ráð­gjöf - skila sér marg­falt til baka á end­an­um, ef vandað er til verka. Um þessar mundir er rekstur þess­ara fyr­ir­tækja í góðu horfi, og alþjóð­leg starf­semi þeirra blómstr­ar. Um 6.300 starfs­menn (2.300 hjá Öss­uri og 4.000 hjá Mar­el) eru á launa­skrá hjá þessum fyr­ir­tækj­um. Það er um það bil tvö­faldur starfs­manna­fjöldi end­ur­reistu bank­anna þriggja, svo dæmi sé tek­ið. Össur var stofnað árið 1971, og verður því 44 ára á þessu ári. Marel var stofnað árið 1983, og verður því 32 ára á árinu.

Það hefur stundum verið sagt um starf frum­kvöðla að árangur „yfir nótt“ taki ell­efu ár (Overn­ight success takes eleven year­s). Það er hollt að hafa það bak við eyrað...

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None