Opið bréf til Strætó bs.

Þorvaldur Pálmason
10191392394_0d19d10824_z.jpg
Auglýsing

Eins og fram kemur í stuttri blaða­grein, sem ég birti um miðjan nóv­em­ber til varnar Ferða­þjón­ustu fatl­aðra eins og hún var, hafði ég m.a. þetta að segja:

„Ég hef notið Ferða­þjón­ustu fatl­aðra á fjórða ár og fund­ist hún afar góð og gæti raunar varla verið betri. Ferða­til­högun hefur í flestum til­fellum stað­ist mjög vel og afar gott að ná til þeirra sem stýra ferð­um. Hér hefur farið sam­an, teymi fólks með mikla reynslu af  þessu starfi og með dýr­mæta þekk­ingu á högum við­skipa­vina og fjöl­breyttum þörfum þeirra.“

Auglýsing


Ég var því mjög efins allt frá því að for­maður Vel­ferð­ar­ráðs sagði mér per­sónu­lega að til stæði að bjóða út þessa þjón­ustu í því skyni að bæta hana sam­fara hag­ræð­ingu. Það átti m.a að fá betri bíla, lengja síma­vaktir og rús­ínan í pylsu­end­anum var að hægt yrði að panta bíl með tveggja tíma fyr­ir­vara, þrátt fyrir að allur meg­in­þorri við­skipta­vina sé í föstum ferð­um. Var ekki hægt að bæta úr þessum vanköntum án algerrar upp­stokk­unar á kerf­inu? Ekki nóg með það, grund­vall­ar­breyt­ingu á stefn­unni í kjöl­far­ið. Eins og reyndin varð, sem alvar­lega var varað við, af bíl­stjórum, öðru starfs­fólki og þeim sem þjón­ust­unnar nutu. Stefnan virð­ist í aðal­at­riðum vera sú að því minna sem bíl­stjórar þekki til við­skipta­vina því betra og þeir raunar varaðir við að stofna nokkuð til per­sónu­legra kynna við far­þega. Um almenn­ings­sam­göngur væri að ræða eins og stað­fest var í Kast­ljósi 5. febr­úar eftir dag­inn „ör­laga­rík­a“. Mér finnst þetta alger­lega glóru­laust. Í þágu stefn­unnar var svo til öllu starfs­fólki sagt upp, bíl­stjórum og í þjón­ustu­veri - fólki með jafn­vel ára­tuga reynslu og dýr­mæta þekk­ingu á högum við­skipta­vina.Fjár­fest var í dýru tölvu­kerfi og ég tel sann­gjarnt að almenn­ingur fái að vita hvað það kost­aði. Hvers vegna fór ekk­ert útboð fram? Þegar á hólm­inn var komið sner­ist þjón­ustan því miður um tölvu­kerf­ið, ekki far­þega. Hve margir komu að þess­ari ákvörðun með þekk­ingu á svona kerf­um? Er það rétt að per­sónu­leg tengsl hafi að hluta ráðið för? Er það rétt að Svíar hafi gef­ist upp á þessu kerfi? Er það rétt að kerfið hafi upp­haf­lega verið þróað fyrir pakka­flutn­inga?Sjálft útboðið var furðu­legt, skipt í þrjá hluta. Í þriðja hlut­an­um, fyrir fólks­bíla var ekki hægt að tryggja bíl­stjórum lág­marks­vinnu og þeir fá mis­jafn­lega greitt í sam­ræmi við útboð­ið. Sem sagt, þeir fá besta vinn­una sem lægst buðu að sagt er og svo hefur vina­væð­ing áhrif að sagt er. Þetta minnir á bók­ina Þrúgur reið­innar eftir John Stein­beck, um fjöl­skyldu af þremur kyn­slóðum sem hélt af stað til fyr­ir­heitna lands­ins með falskar vonir í brjósti. Þess eru ýmis dæmi að ástæða þykir að hringja út almenna leigu­bíla ef upp kemur óvænt ferð í stað fólks­bíla með samn­ing sem bíða og þeir fá engan akstur um helg­ar. Er þetta ekki samn­ings­brot? Allt gengur út á tölvu­kerf­ið, engu máli skiptir þótt bíll sé sendur frá Kjal­ar­nesi til Hafn­ar­fjarðar og svo aftur upp á Kjal­ar­nes. Þá eru mörg dæmi um að t.d. 4-8 séu sóttir á sam­býli á jafn­mörgum bíl­um, jafn­vel þótt allir séu á leið á sama ákvörð­un­ar­stað... tölvan fyr­ir­skipar og hún ræð­ur.Leiðir til úrbóta

  • Leitið aftur til fólks með dýr­mæta þekk­ingu og ráðið það ef hægt er,
  • Skiptið upp svæð­inu fyrir ákveðna bíl­stjóra,
  • Flokkið far­þega í sam­ræmi við breyti­legar þarf­ir,
  • Flokkið þannig að til­teknir bíl­stjórar ann­ist til­tekna far­þega,
  • Gæði þjón­ustu á að vera framar fjár­hags­legum hagn­aði,
  • Leggið þetta tölvu­kerfi niður
  • Leitið samn­inga við Hreyfil þar sem not­ast yrði við þeirra tölvu­kerfi ásamt því sem notað var. Veit ekki betur en að þegar liggi fyrir brú á milli þess­ara kerfa,
  • Stjórnin verður að víkja, hún er rúin trausti.

Að lok­um: Tölvu­tæknin á að þjóna við­skipta­vinum en ekki öfugt. Per­sónu­leg þjón­usta verður að vera í önd­vegi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None