Ísland best í heimi? Seinni hluti

Auglýsing

„Ég held að við höfum sofið fljót­andi að feigðar­ósi í þessum mála­flokki,“ sagði Guð­laugur Þór Þórð­ars­son þing­maður á Alþingi í vik­unni þegar fram fóru sér­stakar umræður um ungt fólk og fyrstu íbúð­ar­kaup þess. Þótt því beri að fagna að stjórn­mála­menn séu hættir að ein­beita sér að því að greiða hluta þjóð­ar­innar 80 millj­arða króna skaða­bætur fyrir verð­bólgu­skot úr rík­is­sjóði, og farnir að horfa á hóp­inn sem verður raun­veru­lega fyrir skaða vegna þeirrar pen­inga­gjaf­ar, þá verður að segja að þessi umræða er að fara af stað mörgum árum of seint.

Sú staða hefur blasað við árum saman að fullt af ungu fólki getur ekki flutt út frá for­eldrum sínum vegna þess að það hefur ekki efni á því að leigja (leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 40 pró­sent á fjórum árum) og það hefur ekki efni á því að kaupa (íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 35 pró­sent á fjórum árum og gert er ráð fyrir að það hækki um 24 pró­sent til við­bótar á næstu þrem­ur).

Á manna­máli þýðir þetta að íbúð sem kostar 30 millj­ónir króna í dag kost­aði tæpar 20 millj­ónir króna í árs­byrjum 2011. Og hún mun kosta rúm­lega 37 millj­ónir króna í árs­lok 2017.

Auglýsing

Til að eiga fyrir útborgun í slíka íbúð þarf að eiga 6,9 til 7,4 millj­ónir króna.

Get­urðu ekki sparað fyrir því?Til að eiga fyrir slíkri útborgun virð­ist aug­ljós­ast að við­kom­andi spari. En er það hægt á Íslandi?

Sam­kvæmt nýj­ustu launa­könnun Hag­stofu Íslands voru með­al­tals­laun full­vinn­andi launa­manna fyrir reglu­lega vinnu á íslenskum vinnu­mark­aði 436 þús­und krónur á mán­uði árið 2013. Sumir geirar hífa þetta með­al­tal mjög upp. Meðal ann­ars fjár­mála­geir­inn þar sem launa­skrið hefur verið meira en hjá öðrum og launin eru að með­al­tali 50 pró­sent hærri. Nú er vert að rifja upp að þetta er sami fjár­mála­geir­inn sem setti Ísland á hlið­ina og hefur aðal­starf af því að þjón­usta eignir sem hann tók yfir frá gjald­þrota fyr­ir­renn­urum sín­um. Og rukkar þókn­ana­tekjur fyrir það.

En aftur af þeim sem vinna ekki í pen­inga­um­sýslu. Á vef vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins er hægt að reikna út svokölluð neyslu­við­mið (heild­ar­út­gjöld fólks án hús­næð­is­kostn­að­ar). Þar er hægt að sjá að það kostar par með eitt barn 440.720 krónur á mán­uði að lifa áður en greitt er fyrir hús­næði. Ef þetta par leigir 80 fer­metra íbúð í „gömlu“ Reykja­vík þá er það að borga um 160 þús­und króna í húsa­leigu.

Það kostar því þessa litlu fjöl­skyldu um 600 þús­und krónur á mán­uði að lifa og leigja, en það er um það bil sú upp­hæð sem tveir með­al­laun­aðir Íslend­ingar fá sam­tals útborgað á mán­uði fyrir reglu­lega vinnu.

Það kostar því þessa litlu fjöl­skyldu um 600 þús­und krónur á mán­uði að lifa og leigja, en það er um það bil sú upp­hæð sem tveir með­al­laun­aðir Íslend­ingar fá sam­tals útborgað á mán­uði fyrir reglu­lega vinnu. Ef parið hefur gengið mennta­veg­inn, og tekið náms­lán, þá bæt­ist greiðsla af þeim við mán­að­ar­legar afborg­an­ir. Því virð­ist blasa við að það er tæpt að með­al­launa­mað­ur­inn nái endum saman án þess að drýgja tekj­urnar með öðru starfi eða umtals­verðri yfir­vinnu, standi hún til boða. Og það er alveg pott­þétt að hann á ekk­ert eftir til að leggja fyr­ir.

Fyrir ein­stak­ling er þessi staða enn verri. Þá eru með­al­út­gjöld áætluð 234.564 krónur á mán­uði utan hús­næð­is­kostn­að­ar. Ef maður ímyndar sér, af handa­hófi, að við­kom­andi leigi 60 fer­metra tveggja her­bergja íbúð í Breið­holti (einu ódýrasta hverfi borg­ar­inn­ar) þá kostar það hann um 122 þús­und krónur á mán­uði. Með­al­launa­mað­ur­inn með með­al­út­gjöldin ræður ekki við þessa greiðslu­byrði. Hann væri marga tugi þús­unda í mínus á mán­uði.

Hvað ætlarðu að eiga?Það er því nán­ast út úr mynd­inni að spara fyrir útborgun og leigja á með­an. Auð­vitað er val­kostur að búa hjá for­eldrum sínum þangað til að búið er að nurla nægi­lega miklu saman fyrir útborg­un, en það myndi lík­lega þýða að við­kom­andi þyrfti að búa í for­eldra­húsum þar til að hann yrði fer­tug­ur. Það er hel­víti ítalskt eitt­hvað.

Það sem blasir því við er að fólk sníki með­gjöf frá for­eldrum eða öðrum vel­vilj­uðum fyrir útborg­un­inni. Þau hljóta að eiga eitt­hvað eftir að hafa harkað í öll þessi ár. Eða hvað?

Svo virð­ist sem helm­ingur þjóð­ar­innar eigi 750 þús­und krónur eða minna í hreina eign. Fyrir 750 þús­und krónur færðu not­aða 2006 útgáfu af Citroen C3 smá­bíl, keyrðan 75 þús­und kíló­metra. Þú færð ekki inn­borgun á íbúð.

Og 30 pró­sent þjóð­ar­innar á minna en ekki neitt. Þ.e. hún skuldar meira en hún á. Því fær að minnsta kosti helm­ingur þjóð­ar­innar ekki þessa með­gjöf frá sínu fólki.

Þau fimm pró­sent lands­manna sem hafa það best eiga tæp­lega helm­ing alls eigin fjár í land­inu (um 1.052 millj­arða króna). Þessi hluti, um tíu þús­und fjöl­skyld­ur, getur vel hjálpað sínu fólki áfram, enda lík­lega nýbú­inn að fá leið­rétt­ingu frá rík­is­stjórn­inni ofan á allt ann­að.

Og efsta lag­ið, rík­asta 0,1 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, eigna­mestu 200 fjöl­skyld­urn­ar, gætu auð­veld­lega splæst í útborgun handa öllu ætt­ar­trénu og samt átt fyrir skíða­ferð til Aspen með öllu í hverri viku það sem eftir er ævi sinn­ar.

Og efsta lag­ið, rík­asta 0,1 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, eigna­mestu 200 fjöl­skyld­urn­ar, gætu auð­veld­lega splæst í útborgun handa öllu ætt­ar­trénu og samt átt fyrir skíða­ferð til Aspen með öllu í hverri viku það sem eftir er ævi sinn­ar. Sam­an­lagðar eignir þeirra nema nefni­lega 182 millj­örðum króna hið minnsta. Ég segi hið minnsta, því í þessum tölum á eftir að taka til­lit til mark­aðsvirði hluta­bréfa­eignar þeirra, en þeir rík­ustu hafa til­hneign­ingu til að eiga miklu meira af hluta­bréfum en allir hin­ir. Þessi hópur er orð­inn ríkur á heims­mæli­kvarða. Og verður enn rík­ari með hverju árinu.

En þú færð að minnsta kosti lán?Þótt við­kom­andi nái, með ein­hverju mögn­uðu krafta­verki, að eiga fyrir útborgun þá er björn­inn sann­ar­lega ekki unn­inn. Það þarf enn að taka lán fyrir þorra kaup­verðs­ins og borga af því láni næstu ára­tug­ina.

Það er dýr­ara að taka lán á Íslandi en í nokkru við­mið­un­ar­landi. Það er ekk­ert bara til­finn­ing, það er stað­reynd. Hér eru flest hús­næð­is­lán verð­tryggð, enda ráða færri við afborg­anir af óverð­tryggðum lán­um. Auk þess eru verð­tryggðu lánin hag­stæð­ari, ótrú­legt en satt, þegar lengra tíma­bil er skoð­að.

Þótt hér sé nán­ast verð­hjöðnun í dag er há verð­bólga jafn íslensk og ofdrykkja um versl­un­ar­manna­helgi. Sú verð­bólga hækkar lán­in. Stýri­vextir hér eru marg­falt hærri hér en ann­ars­stað­ar. Á Íslandi eru þeir 4,5 pró­sent. Í Nor­egi eru þeir 1,25 pró­sent, 0,5 pró­sent í Bret­landi, 0,05 pró­sent á evru­svæð­inu, núll pró­sent í Sví­þjóð og í Dan­mörku eru þeir nei­kvæð­ir.

Nafn­vextir af lánum í Evr­ópu voru, á tíma­bil­inu 1998 til 2010, að jafn­aði fimm pró­sent í Evr­ópu. Á Íslandi voru þeir tæp tólf pró­sent að með­al­tali. Íslend­ingar voru á því tíma­bili að eyða 18 pró­sent meiru af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í greiðslur af hús­næð­is­lánum sínum en Evr­ópu­bú­ar.

Enn hafa ekki komið fram nein laga­frum­vörp til að breyta þess­ari stöðu. Til að laga stöðu leigj­enda, gefa ungu fólki tæki­færi til að eign­ast þak yfir höf­uðið eða Íslend­ingum almennt mögu­leik­ann á því að taka eðli­leg lán. Eina sem rík­is­stjórn­in, eða að minnsta kosti hluti henn­ar, hefur hamrað á er að hún vilji afnema verð­trygg­ingu á íbúða­lán­um, einu lán­unum sem þorri lands­manna hefur efni á að taka. Og þeim lánum sem eru, þrátt fyrir öll gíf­ur­yrði, hag­stæð­ustu neyt­enda­lánin sem okkur bjóð­ast í ein­angr­uðu landi hafta, ein­hæfni og örmynt­ar.

En þú ert alla vega Íslend­ing­ur, er það ekki?Nú er eðli­legt að spyrja sig aftur að því sem spurt var í upp­hafi þessa pistils: passar sam­fé­lagið sem við búum í við vænt­ingar þegna sinna? Vega kost­irnir upp gall­ana?

Svarið við þess­ari spurn­ingu er alltaf ein­stak­lings­bund­ið, enda mis­jafnt hvað það er sem fólk sæk­ist eftir í líf­inu. En heilt yfir virð­ast stað­reynd­irnar sýna að við erum ekki á réttri leið. Það er ekki verið að sníða mark­miðin að lang­tíma­hags­munum fólks­ins sem hérna býr, heldur ein­hverju öðru. Því þarf að breyta.

Því ef ríkið yfir­gefur þjóð­ina þá er ekki langt að bíða þess að þjóðin yfir­gefi rík­ið.

Hægt er að lesa fyrri hluta leið­ar­ans hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None