Er Ísland best í heimi? Fyrri hluti

Auglýsing

Það er auð­velt að tala upp róm­an­tík­ina við Ísland. Hreina nátt­úr­una, örygg­ið, nálægð­ina við fjöl­skyldu og vini, orku­sjálf­bærn­ina, heitu pott­ana og lága atvinnu­leys­ið. Þetta eru allt hlutir sem margir Íslend­ingar sakna þegar þeir eru ann­ars staðar í lengri tíma.

Hins vegar er eðli­legt að velta fyrir sér hvort sam­fé­lagið sem við höfum búið til hérna passi við þær vænt­ingar sem þegnar þess gera.

Iðn­bylt­ingin og upp­lýs­ingin hafa nefni­lega búið til kröfur um gott líf. Það á að vera fagn­að­ar­efni og síð­ustu kyn­slóðir hafa allar upp­lifað það að þær sem heild hafi haft það betra en kyn­slóð for­eldra sinna. Fram­þró­unin hefur verið stöðug í hinum vest­ræna heimi. En nú eru blikur á lofti. Eru síð­ustu kyn­slóðir mögu­lega búnar að taka svo mik­inn lúxus út í kredit að það leiði af sér aft­ur­för fyrir þær næstu?

Auglýsing

Og hvað á allt þetta metn­að­ar­fulla unga fólk, sem gerir ríkar kröfur um lífs­gæði og tæki­færi, þá að gera á Íslandi? Er pláss fyrir það?

Við hvað ætlarðu að vinna?Fjöldi þeirra Íslend­inga sem sækja sér háskóla­menntun hefur marg­fald­ast á örfáum árum. Árið 1996 útskrif­uð­ust 1.554 Íslend­ingar úr háskóla. Síð­ustu ár hafa þeir árlega verið yfir 4.000 tals­ins. Um 25 pró­sent þeirra eru að mennta sig í vís­inda- og tækni­grein­um.

Með þessa menntun í fartesk­inu láta margir sig dreyma um að þeirra bíði magnað og skap­andi starf sem tryggi þeim vel­ferð, auð og virð­ingu. Fæstir fá því miður þann draum upp­fyllt­an. Og á Íslandi er ill­skilj­an­legt hvað allt þetta hámennt­aða fólk á raun­veru­lega að starfa við.

Í nokkur ár voru búin til þús­undir starfa fyrir þetta fólk í banka­geir­an­um. Þar sátu verk­fræð­ingar og reikn­uðu arð­sem­is­mat, graf­ískir hönn­uðir bjuggu til ster­íla banka-inter­net­borða og for­rit­arar bjuggu til not­enda­við­mót fyrir Ices­ave eða Kaut­hing Edge á meðan að við­skipta­fræð­ingar með BS-gráður settu þjóð­ar­skút­una ævin­týra­lega á haus­inn í ein­hverri stór­kost­lega brjál­æð­is­legri við­leitni til að gera Ísland að alþjóð­legri fjár­mála­mið­stöð með minnsta gjald­miðil í heimi. Sú til­raun verð­ur, held ég að hægt sé að full­yrða, ekki end­ur­tekin aft­ur. Og stör­f­unum í pen­inga­um­sýsl­unni á bara eftir að fækka.

Er ekki verið að búa til eft­ir­sókn­ar­verð störf hérna?Ís­lenska efna­hags­kerfið keyrir aðal­lega á þremur vél­um: sjáv­ar­út­vegi, orku­sölu til stór­iðju og ferða­þjón­ustu. Allt frá­bærir atvinnu­vegir sem nýta auð­lindir nátt­úr­unnar öllum Íslend­ingum í hag, en þeir skapa ekki öll störfin sem fólkið með háskóla­prófin vill starfa við. Flest fræði mæla með að auð­linda­ríkar þjóðar noti þann mikla auð sem nátt­úran færir þeim til að byggja fjöl­breyttan og skap­andi þekk­ing­ar­iðnað ofan á þennan góða grunn. Íslend­ingar eru ekk­ert að gera það. Þvert á móti.

­Ís­lenskir íviln­un­ar­samn­ingar eru ein­ungis fyrir stór­iðju­fyr­ir­tæki sem eru lokkuð með kaupum á ódýrri orku til að skapa, að mestu, verka­manna­störf.  Enda er það nán­ast eina erlenda fjár­fest­ingin sem hefur komið inn í íslenskt atvinnu­líf und­an­farin ár.

Af hverju ætti sprota­fyr­ir­tæki að hefja starf­semi sína hér eða þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki að flytja starf­semi hing­að? Hér fást hvorki skatta­af­slætt­irnir sem fást í fullt af öðrum vest­rænum löndum né gjalda­leysið sem þeim býðst þar. Íslenskir íviln­un­ar­samn­ingar eru ein­ungis fyrir stór­iðju­fyr­ir­tæki sem eru lokkuð með kaupum á ódýrri orku til að skapa, að mestu, verka­manna­störf. Enda er það nán­ast eina erlenda fjár­fest­ingin sem hefur komið inn í íslenskt atvinnu­líf und­an­farin ár.

Og það er heldur ekk­ert auð­velt fyrir sprota að fá inn­lenda fjár­festa til að vökva sig. Það var eig­in­lega fyrst í fyrra­dag sem að sjóðir með aðkomu líf­eyr­is­sjóða, sem þurfa að koma 120 millj­örðum króna í vinnu á ári, voru kynntir sem hafa það meg­imark­mið að fjár­festa í nýsköp­un. Og ástæðan virð­ist eig­in­lega vera sú að þeir eru búnir að kaupa allt annað á hafta-Ís­landi sem þeir kom­ast yfir. Öll hluta­bréf­in, skulda­bréf­in, atvinnu­hús­næðið og meira að segja íbúð­irn­ar, með til­heyr­andi bólu­myndun á leigu- og eigna­mark­aði.

En er ekki fullt af flottum fyr­ir­tækjum á Íslandi?Til við­bótar eru stærstu þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki lands­ins, CCP, Marel og Öss­ur, öll að hugsa um að færa höf­uð­stöðvar sínar annað vegna gjald­eyr­is­hafta, gjald­miðla­mála eða ann­arra hnökra í íslensku atvinnu- og efna­hags­málaum­hverfi. Sam­tök iðn­að­ar­ins gáfu síð­ast út frétta­til­kynn­ingu í dag þar sem sagði: „Tæki­færum vel mennt­aðs fólks mun áfram fækka hér á landi ef höftin fest­ast í sessi[...]Þessi lausn getur aldrei verið til lang­frama og hún er þegar farin að valda okkur miklum skaða. Ekki síst í formi tap­aðra tæki­færa til upp­bygg­ingar verð­mætra starfa og hag­vaxtar í land­in­u“.

Stjórn­mála­menn virð­ast ekk­ert vera að pæla í þess­ari stöðu. Að minnsta kosti ekki mik­ið. Einu heild­rænu til­lög­urnar sem hafa komið fram á þingi frá síð­ustu kosn­ing­um, sem miða að því að skapa ný vel launuð störf „til að laða brott­flutta Íslend­inga aftur heim og til að vekja Íslend­ingum von í brjósti um að stjórn­völd ætli sér að skapa þeim tæki­færi og atvinnu­ör­yggi í fram­tíð­inni“ snú­ast um að ríkið reisi áburð­ar­verk­smiðju. Það eru ekki alveg störfin sem mennt­aða fólkið er með í huga.

En þetta redd­ast örugg­lega...svo lengi sem allir hafa þak yfir höf­uð­ið.

Um það er fjallað í seinni hluta þessa leið­ara, sem hægt er að lesa hér.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None