Bakherbergið: Kvótafrumvarpið strand - á að gefa makrílkvótann?

makríll-muynd.jpg
Auglýsing

Fólkið í bakherberginu var ekki hissa að sjá það í dag, á forsíðu Fréttblaðsins, að frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskveiðistjórnun, væri strand. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur reyndar verið með frumvarpið tilbúið í dágóðan tíma, og fengu hagsmunaaðilar kynningu á efni þess í nóvember í fyrra. Þá var þeim sagt að frumvarpið yrði komið inn í þingið innan nokkurra vikna, en það hefur ekki verið tekið fyrir af ríkisstjórninni ennþá. Ágreiningur um efni þess er augljós ástæða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á því að breyta kvótakerfinu svokallaða, á meðan Sigurður Ingi og félagar í Framsóknarflokknum boða meiri breytingar, meðal annars að komið verði á kvótaþingi þar sem viðskipti með aflaheimildir fara fram, og að samið verið um nýtingu veiðiréttar til lengri tíma, 20 ár eða meira.

Sjávarútvegsfyrirtæki eru mörg og misjöfn, og eiga misjöfnu gengi að fagna. Stundum gleymist það, að mörg minni fyrirtæki í þessu burðarvirki hagkerfisins sem sjávarútvegur er, eru oft að glíma við erfiðleika. Rekstrartölurnar fyrir geirann í heild sýna hins vegar mikið góðæri og bestu afkomu sem sést hefur í sjávarútvegi. Stórar útgerðir sem notið hafa góðs af makrílnum í íslenskri lögsögu undanfarin ár vega þar þungt. Þar á meðal eru HB Grandi, Samherji, Síldarvinnslan, Skinney-Þinganes og Ísfélag Vestmannaeyja. Afkoma þessara fyrirtækja hefur verið með ólíkindum góð, og verðfall á olíu hefur unnið með þeim að undanförnu.

Fólk í bakherberginu klórar sér í hausnum yfir einu, og það er fyrirkomulag makrílveiðanna til framtíðar litið. Hvað ætla stjórnmálamennirnir að gera varðandi þær? Stendur til að gefa makrílkvótann til útgerða á grundvelli veiðireynslu? Það hafa ekki komið skýr svör um hvernig flokkarnir á þingi telja best að leysa úr þessum málum, en þó er nauðsynlegt að gera það sem fyrst. Makríllinn hefur komið eins og himnasending inn í íslenska hagkerfið, nánast á sama tíma og bankakerfið hrundi og gengið sömuleiðis. Mörg stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru hins vegar ekki með dreift eignarhald, og því hafa hluthafarnir, tiltölulega þröngur hópur fjölskyldna í mörgum tilvikum, notið góðs af því mikla góðæri sem einkennt hefur makrílveiðar, vinnslu og sölu. Enda hefur kvótinn sífellt verið að færast á færri hendur á undanförnum árum, eins og myndin hér á neðan, sem byggð er á gögnum frá Fiskistofu, sýnir.

Auglýsing

Það verður spennandi að sjá hvernig stjórnarflokkunum tekst að leysa úr ágreiningi varðandi regluverkið í sjávarútvegi. Það hefur nú löngum verið uppspretta harðra deilna á vettvangi stjórnmálanna og er það greinilega ennþá...

myndir

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None