Viðræður um sameiningu 365-miðla og fjarskiptafyrirtækisins Tals standa nú yfir. Eins og kunnugt er var Sævar Freyr Þráinsson ráðinn forstjóri 365 á dögunum, en hann var áður forstjóri Símans. Góður gangur virðist vera á viðræðunum, en til marks um það mun Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, forstjóri Tals, taka sæti í framkvæmdastjórn 365. Petrea vann áður sem framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Símanum, en í bakherberginu er mikið rætt um það hvort Sævar muni draga fleiri fyrrverandi samstarfsmenn sína hjá Símanum yfir til 365.
Bakherbergið birtist í síðustu útgáfu Kjarnans.