Bakherbergi: Þarf að kalla hluthafana að borðinu?

m.tm_.li_.jpg
Auglýsing

Fólkið í bak­her­berg­inu man ekki til þess að staðan á vinnu­mark­aði hafi verið snún­ari en núna, þar sem kjara­samn­ing­ar, sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins hafa reynt að ná ­saman um, virð­ast víðs fjarri. Að óbreyttu mun Starfs­greina­sam­band­ið, þar sem eru sextán aðild­ar­fé­lög og á þrett­ánda þús­und félags­menn, hefja verk­falls­að­gerðir í kringum 10. apr­íl, ef þær verða sam­þykkt­ar. Yfir­gnæf­andi líkur eru á því, eins og Kjarn­inn greindi frá í dag, en mikil sam­staða er innan SGS um að gefa ekk­ert eft­ir, þegar kemur að því að hækka lægstu laun upp í 300 þús­und, en þau eru 214 þús­und nú.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins eru alls ekki sam­mála þessu, og telja svig­rúmið til launa­hækk­ana vera 3,5 til fimm pró­sent.

Fólkið í bak­her­berg­inu veltir því fyrir sér, hvað sé mögu­lega hægt að gera til að höggva á þennan hnút. Óhjá­kvæmi­legt virð­ist að stjórn­völd komi að borð­inu, og leggi eitt­hvað til mál­anna sem getur liðkað fyrir því að samn­ingar náist. Enda bera stjórn­völd mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er kom­in, með því að semja við lækna um meira en 20 pró­senta launa­hækk­un. Eðli­lega horfir verka­lýðs­hreyf­ingin til þeirra samn­inga, þegar kemur að því að semja um hækkun launa hjá þeim stéttum sem hafa lægstar tekj­ur.

Auglýsing

Það sem mögu­lega gæti skipt sköpum nú, að mati fólks­ins í bak­her­berg­inu, er bein aðkoma hlut­hafa í stórum fyr­ir­tækjum í land­inu sem hafa mikla hags­muni að gæta, að lausn deil­unn­ar. Þeir þurfa ein­fald­lega að gefa eftir hluta af arð­sem­inni, og færa fjár­muni beint niður til fólks­ins á gólf­inu. Sem sagt; ein­fald­lega leggja það til, að fyr­ir­tækin þurfi að gera minni arð­sem­is­kröfu, græða minna. Þetta á meðal ann­ars við um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og einnig fyr­ir­tæki í versl­un, þar sem líf­eyr­is­sjóðir lands­manna eru meðal stórra hlut­hafa. Með til­lögu eins og þess­ari, yrði það tryggt að launa­hækk­anir færu ekki út í verð­lag, heldur í vasa launa­manna.  Þetta kæmi vissu­lega niður á rekstri fyr­ir­tækj­anna, en þá væri slíkt ein­fald­lega uppi á borð­inu frá upp­hafi og almenn­ingur vissi þá að aðilum vinnu­mark­að­ar­ins væri full alvara með það, að reyna að halda verð­bólgu­draugnum áfram í skefj­um. Það er stærsta hagsmuna­mál Íslend­inga, því um leið og hann fer á stjá þá er voð­inn vís og allir tapa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None