Bakherbergi: Þarf að kalla hluthafana að borðinu?

m.tm_.li_.jpg
Auglýsing

Fólkið í bak­her­berg­inu man ekki til þess að staðan á vinnu­mark­aði hafi verið snún­ari en núna, þar sem kjara­samn­ing­ar, sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins hafa reynt að ná ­saman um, virð­ast víðs fjarri. Að óbreyttu mun Starfs­greina­sam­band­ið, þar sem eru sextán aðild­ar­fé­lög og á þrett­ánda þús­und félags­menn, hefja verk­falls­að­gerðir í kringum 10. apr­íl, ef þær verða sam­þykkt­ar. Yfir­gnæf­andi líkur eru á því, eins og Kjarn­inn greindi frá í dag, en mikil sam­staða er innan SGS um að gefa ekk­ert eft­ir, þegar kemur að því að hækka lægstu laun upp í 300 þús­und, en þau eru 214 þús­und nú.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins eru alls ekki sam­mála þessu, og telja svig­rúmið til launa­hækk­ana vera 3,5 til fimm pró­sent.

Fólkið í bak­her­berg­inu veltir því fyrir sér, hvað sé mögu­lega hægt að gera til að höggva á þennan hnút. Óhjá­kvæmi­legt virð­ist að stjórn­völd komi að borð­inu, og leggi eitt­hvað til mál­anna sem getur liðkað fyrir því að samn­ingar náist. Enda bera stjórn­völd mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er kom­in, með því að semja við lækna um meira en 20 pró­senta launa­hækk­un. Eðli­lega horfir verka­lýðs­hreyf­ingin til þeirra samn­inga, þegar kemur að því að semja um hækkun launa hjá þeim stéttum sem hafa lægstar tekj­ur.

Auglýsing

Það sem mögu­lega gæti skipt sköpum nú, að mati fólks­ins í bak­her­berg­inu, er bein aðkoma hlut­hafa í stórum fyr­ir­tækjum í land­inu sem hafa mikla hags­muni að gæta, að lausn deil­unn­ar. Þeir þurfa ein­fald­lega að gefa eftir hluta af arð­sem­inni, og færa fjár­muni beint niður til fólks­ins á gólf­inu. Sem sagt; ein­fald­lega leggja það til, að fyr­ir­tækin þurfi að gera minni arð­sem­is­kröfu, græða minna. Þetta á meðal ann­ars við um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og einnig fyr­ir­tæki í versl­un, þar sem líf­eyr­is­sjóðir lands­manna eru meðal stórra hlut­hafa. Með til­lögu eins og þess­ari, yrði það tryggt að launa­hækk­anir færu ekki út í verð­lag, heldur í vasa launa­manna.  Þetta kæmi vissu­lega niður á rekstri fyr­ir­tækj­anna, en þá væri slíkt ein­fald­lega uppi á borð­inu frá upp­hafi og almenn­ingur vissi þá að aðilum vinnu­mark­að­ar­ins væri full alvara með það, að reyna að halda verð­bólgu­draugnum áfram í skefj­um. Það er stærsta hagsmuna­mál Íslend­inga, því um leið og hann fer á stjá þá er voð­inn vís og allir tapa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None