Vísbendingaspurning, 3 stig: Spurt er um kynjakvóta, samviskubit og jafnvægi

Björn Teitsson
gb.png
Auglýsing

Í kvöld ráð­ast úrslitin í Spurn­inga­keppni fram­halds­skól­anna, Gettu bet­ur. Er þetta í 31. skiptið sem keppnin fer fram en í kvöld ger­ast þau undur og stór­merki að meðal kepp­enda verða þrír piltar og, viti menn/­kon­ur, þrjár stúlk­ur. Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldi kven- og karl­kepp­enda er í jafn­vægi. Á 31. keppn­is­ári.

Flestir vilja lík­lega tengja þessar gleði­fréttir við ákvörðun sem var tekin af stýri­hópi Gettu betur en í honum sitja full­trúar þeirra skóla sem stóðu sig best árið á und­an. En það er meira sem kemur til. Átakið Gettu betur stelp­ur, sem hóf göngu sína fyrir réttum tveimur árum, á mun meira í þessum glæsi­lega árangri en til­lagan um kynja­kvót­ann. Það er alltaf gleði­legt þegar til verður gras­rót­ar­hreyf­ing sem ætlar sér að hreyfa við hlut­un­um. „Bott­om-up“ breyt­ingar eru lík­legri til að verða var­an­legri en „top-down,“ í öllu falli alltaf meira kúl. En það þarf sam­spil á milli. Sitji allir sem fast­ast í stólum sínum kom­ast ein­fald­lega ekki nýir rassar að. Þú þarft ekki Nóbels­verð­laun í eðl­is­fræði til að fatta það.

Sem leiðir mig að því: Þessi pæl­ing um mikró-heim Gettu bet­ur-nör­disma er dæmi. Dæmi um hvernig heim­ur­inn er. Mak­ró-heim­ur­inn, sko.

Auglýsing

Stað­reyndin er nefni­lega sú að þegar stýri­hópur Gettu betur tók fyrir til­lögu um kynja­kvóta, var einn skóli sem setti sig á móti til­lög­unni. Útskýrði full­trúi skól­ans (sem var kven­kyns) afstöðu sína í stuttu máli svona: „Það er niðr­andi fyrir kyn­systur mínar sem kom­ast inn í liðin á næstu árum að ein­hverjir muni telja það vera vegna kynja­kvót­ans. Stelpan sem kemst í liðið af því hún var hæfust vill ekki vera kölluð „kvóta­stelpan“.“

Gott og vel. Við­kom­andi stelpa ætti að hafa sam­visku­bit yfir því að kom­ast í Gettu bet­ur.

Ég ætla þá að spyrja spurn­ing­ar. Hafa þeir kepp­endur í Gettu bet­ur, í nútíð og for­tíð, sem hafa jafn­framt getn­að­ar­lim, ekki bull­andi sam­visku­bit yfir því að hafa kom­ist í liðið yfir höf­uð? Vit­andi það að sam­fé­lagið kenndi þeim að það væri kúl að vera í sjón­varpi og það væri kúl að vera gáf­aður á sama tíma og sam­fé­lagið kenndi stelpum að það væri kúl að hvetja strák­ana áfram, að það væri kúl að vera skotin í þeim og horfa á þá aðdá­un­ar­aug­um? Að vera á hlið­ar­lín­unni, í besta falli hluti af skemmti­at­rið­inu milli spurn­inga. Hugsa þessir kepp­endur ein­hvern tím­ann út í það, að ef jafn margar stelpur hefðu fengið sömu hvatn­ingu og þeir, þá hefði jafn­vel verið stelpa í stólnum þeirra? Fá þessir kepp­endur sam­visku­bit yfir því að hafa samið sjálfir öll for­prófin fyrir keppn­isliðin í Gettu bet­ur, bók­staf­lega skrifað leik­regl­urnar eftir eigin höfði? Hve margar stelpur komust ekki í Gettu betur-liðið því þær kærðu sig koll­óttar um hver var í marki hjá Manchester United á undan Peter Sch­meichel? Eða ein­fald­lega því þær voru ekki vin­ir, eða kunn­ingjar þeirra liðs­manna sem voru i lið­inu árið á und­an, sem höfðu einmitt verið vin­ir, eða kunn­ingjar þeirra sem voru þar á und­an. Sjitt hvað það eru örugg­lega margar stelp­ur! Fá karl­kyns kepp­endur í Gettu betur sam­visku­bit yfir því að vita að skólar þeirra hafa, í 31 ár, aðeins nýtt sér brota­brot af þeim mannauði sem var fyrir hendi, sem hefði mátt nýta til að hámarka árangur í keppn­inni?

Per­sónu­lega fengi ég sam­visku­bit, myndi ég þiggja starf og þyrfti alltaf að hugsa um að mögu­leikar helm­ings umsækj­enda hefðu verið tak­mark­að­ir.

En, hei. Auð­vitað erum við öll fórn­ar­lömb þess kyn­lega kerfis sem ól okkur upp. En það þýðir ekki að við þurfum að lifa við það. Þetta sam­visku­bit hjálpar eng­um. Ekki satt?

Bara, pæl­ing.

Ann­ars, til ham­ingju með eðli­legt jafn­vægi í úrslitum Gettu bet­ur! Það var tími til kom­inn. Þessi mikró­heimur Gettu bet­ur-nör­dism­ans er nefni­lega, ykkur að segja, miklu skemmti­legri þegar hlut­irnir eru í jafn­vægi. Allir eru sam­mála. Kepp­end­urnir líka. Auð­vit­að!

Og vitið þið hvað, ég er 100% viss um að það gildi einnig um hinn stóra heim. Mak­ró-heim­inn.

Höf­undur er spurn­inga­höf­undur og aðstoð­ar­dóm­ari við Gettu betur 2014 og 2015.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None