Vísbendingaspurning, 3 stig: Spurt er um kynjakvóta, samviskubit og jafnvægi

Björn Teitsson
gb.png
Auglýsing

Í kvöld ráð­ast úrslitin í Spurn­inga­keppni fram­halds­skól­anna, Gettu bet­ur. Er þetta í 31. skiptið sem keppnin fer fram en í kvöld ger­ast þau undur og stór­merki að meðal kepp­enda verða þrír piltar og, viti menn/­kon­ur, þrjár stúlk­ur. Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldi kven- og karl­kepp­enda er í jafn­vægi. Á 31. keppn­is­ári.

Flestir vilja lík­lega tengja þessar gleði­fréttir við ákvörðun sem var tekin af stýri­hópi Gettu betur en í honum sitja full­trúar þeirra skóla sem stóðu sig best árið á und­an. En það er meira sem kemur til. Átakið Gettu betur stelp­ur, sem hóf göngu sína fyrir réttum tveimur árum, á mun meira í þessum glæsi­lega árangri en til­lagan um kynja­kvót­ann. Það er alltaf gleði­legt þegar til verður gras­rót­ar­hreyf­ing sem ætlar sér að hreyfa við hlut­un­um. „Bott­om-up“ breyt­ingar eru lík­legri til að verða var­an­legri en „top-down,“ í öllu falli alltaf meira kúl. En það þarf sam­spil á milli. Sitji allir sem fast­ast í stólum sínum kom­ast ein­fald­lega ekki nýir rassar að. Þú þarft ekki Nóbels­verð­laun í eðl­is­fræði til að fatta það.

Sem leiðir mig að því: Þessi pæl­ing um mikró-heim Gettu bet­ur-nör­disma er dæmi. Dæmi um hvernig heim­ur­inn er. Mak­ró-heim­ur­inn, sko.

Auglýsing

Stað­reyndin er nefni­lega sú að þegar stýri­hópur Gettu betur tók fyrir til­lögu um kynja­kvóta, var einn skóli sem setti sig á móti til­lög­unni. Útskýrði full­trúi skól­ans (sem var kven­kyns) afstöðu sína í stuttu máli svona: „Það er niðr­andi fyrir kyn­systur mínar sem kom­ast inn í liðin á næstu árum að ein­hverjir muni telja það vera vegna kynja­kvót­ans. Stelpan sem kemst í liðið af því hún var hæfust vill ekki vera kölluð „kvóta­stelpan“.“

Gott og vel. Við­kom­andi stelpa ætti að hafa sam­visku­bit yfir því að kom­ast í Gettu bet­ur.

Ég ætla þá að spyrja spurn­ing­ar. Hafa þeir kepp­endur í Gettu bet­ur, í nútíð og for­tíð, sem hafa jafn­framt getn­að­ar­lim, ekki bull­andi sam­visku­bit yfir því að hafa kom­ist í liðið yfir höf­uð? Vit­andi það að sam­fé­lagið kenndi þeim að það væri kúl að vera í sjón­varpi og það væri kúl að vera gáf­aður á sama tíma og sam­fé­lagið kenndi stelpum að það væri kúl að hvetja strák­ana áfram, að það væri kúl að vera skotin í þeim og horfa á þá aðdá­un­ar­aug­um? Að vera á hlið­ar­lín­unni, í besta falli hluti af skemmti­at­rið­inu milli spurn­inga. Hugsa þessir kepp­endur ein­hvern tím­ann út í það, að ef jafn margar stelpur hefðu fengið sömu hvatn­ingu og þeir, þá hefði jafn­vel verið stelpa í stólnum þeirra? Fá þessir kepp­endur sam­visku­bit yfir því að hafa samið sjálfir öll for­prófin fyrir keppn­isliðin í Gettu bet­ur, bók­staf­lega skrifað leik­regl­urnar eftir eigin höfði? Hve margar stelpur komust ekki í Gettu betur-liðið því þær kærðu sig koll­óttar um hver var í marki hjá Manchester United á undan Peter Sch­meichel? Eða ein­fald­lega því þær voru ekki vin­ir, eða kunn­ingjar þeirra liðs­manna sem voru i lið­inu árið á und­an, sem höfðu einmitt verið vin­ir, eða kunn­ingjar þeirra sem voru þar á und­an. Sjitt hvað það eru örugg­lega margar stelp­ur! Fá karl­kyns kepp­endur í Gettu betur sam­visku­bit yfir því að vita að skólar þeirra hafa, í 31 ár, aðeins nýtt sér brota­brot af þeim mannauði sem var fyrir hendi, sem hefði mátt nýta til að hámarka árangur í keppn­inni?

Per­sónu­lega fengi ég sam­visku­bit, myndi ég þiggja starf og þyrfti alltaf að hugsa um að mögu­leikar helm­ings umsækj­enda hefðu verið tak­mark­að­ir.

En, hei. Auð­vitað erum við öll fórn­ar­lömb þess kyn­lega kerfis sem ól okkur upp. En það þýðir ekki að við þurfum að lifa við það. Þetta sam­visku­bit hjálpar eng­um. Ekki satt?

Bara, pæl­ing.

Ann­ars, til ham­ingju með eðli­legt jafn­vægi í úrslitum Gettu bet­ur! Það var tími til kom­inn. Þessi mikró­heimur Gettu bet­ur-nör­dism­ans er nefni­lega, ykkur að segja, miklu skemmti­legri þegar hlut­irnir eru í jafn­vægi. Allir eru sam­mála. Kepp­end­urnir líka. Auð­vit­að!

Og vitið þið hvað, ég er 100% viss um að það gildi einnig um hinn stóra heim. Mak­ró-heim­inn.

Höf­undur er spurn­inga­höf­undur og aðstoð­ar­dóm­ari við Gettu betur 2014 og 2015.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None