Bakherbergið: Ísland ekki Evrópumeistari í hagvexti

sigmundur.jpg
Auglýsing

Það hafa ugg­laust margir andað léttar þegar Hag­stofan birti tölur um hag­vöxt á árinu 2014 í gær. Þar kom fram að hann hafi verið 1,9 pró­sent á síð­asta ári. Ástæða þessa er sú að hag­vöxtur mæld­ist ein­ungis 0,5 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins, sem var miklu lægra en til dæmis þau 2,7 pró­sent sem voru for­sendur fjár­laga fyrir árið 2014, sá 2,9 pró­sent hag­vöxtur sem Seðla­banki Íslands spáði upp­haf­lega eða sá 3,1 pró­sent hag­vöxtur sem Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn spáði.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra mætti í útvarps­við­tal í upp­hafi árs og sagði skekkju í útreikn­ingum útskýra stöð­una eftir níu mán­uði. Þegar árið í heild yrði skoðað þá „muni hag­vöxtur hér verða umtals­verð­ur, og meiri en ann­ars staðar í Evr­ópu“.

Í bak­her­berg­inu hafa þessi ummæli verið skegg­rædd. Vissu­lega er hag­vöxtur á Íslandi hærri en innan Evr­ópu­sam­bands­ins, þar sem hann var 1,4 pró­sent í fyrra. Sam­kvæmt tölum frá Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins, varð hins vegar meiri hag­vöxtur í Ung­verja­landi (3,4 pró­sent), Lit­háen (2,5 pró­sent), Lett­landi (2,1 pró­sent), Spáni (tvö pró­sent), Eist­landi (2,6 pró­sent), Rúm­eníu (2,5 pró­sent), Sló­veníu (tvö pró­sent),  Pól­landi (3,2 pró­sent), Slóvakíu (2,4 pró­sent), Sví­þjóð (2,6 pró­sent), Bret­landi (2,7 pró­sent), Nor­egi (þrjú pró­sent) og Sviss (tvö pró­sent) en á Íslandi á árinu 2014.

Auglýsing

Öll eru þessi lönd sann­ar­lega í Evr­ópu.

Reyndar verður alltaf að taka öllum hag­vaxt­ar­tölum sem reikn­aðar eru á Íslandi með miklum fyr­ir­vara. Þær eru oft leið­réttar mörgum árum eftir að þær eru gefnar út. Svæsn­asta dæmið er góð­ær­is­árið 2007, þegar Seðla­bank­inn spáði því að hag­vöxtur yrði 0,8 pró­sent. Hag­stofan gaf síðan út árið 2008 að hann hefði verið sex pró­sent. Í fyrra var hag­vöxtur fyrir það ár „leið­rétt­ur“. Hann reynd­ist hafa verið nálægt tíu pró­sent­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None