IKEA-vörur 20-30 prósent dýrari á Íslandi en á Norðurlöndum

Gunnar Bjarni Viðarsson
ikea.jpg
Auglýsing

Með auknu aðgengi að vörum á net­inu geta neyt­endur nálg­ast upp­lýs­ingar um vörur og verð án mik­illar fyr­ir­hafnar né til­kostn­að­ar. Verð­mæl­ing á net­inu býður enn frekar upp á að borin séu saman verð milli landa. Ein stærsta hús­gagna­verslun á land­inu er IKEA. Á net­inu er hægt að sjá vöru­verð á heima­síðum keðj­unnar í hinum ýmsu löndum og þannig má bera saman verð t.d. á Íslandi og í Dan­mörku.

IKEA hér og þarHöf­undur hefur safnað vöru­verðum IKEA hér á landi sem og í öðrum löndum í rúm­lega fjóra mán­uði með það að mark­miði að reikna út og fylgj­ast með verð­mun­in­um. Verð­mun­ur­inn er reikn­aður út frá þeim vörum sem eru til á hverjum tíma og síðan er heild­ar­verð þess­ara vara borið saman og mis­mun­ur­inn reikn­að­ur.

spread_with_vat_chg (2)

Með­fylgj­andi mynd sýnir verð­mun­inn á milli landa, borið saman við hvert land fyrir sig. Ef línan hækkar þá er verð­mun­ur­inn að aukast, hvort svo sem hækkun hér­lendis eða lækkun erlendis er um að kenna og öfugt ef línan lækk­ar. Gengi krónu gagn­vart heima­myntum þess­ara landa hefur líka áhrif; ef krónan styrk­ist gagna­vart annarri mynt þá eykst verð­mun­ur­inn og ef hún veik­ist þá minnkar hann.

Auglýsing

Skýr verð­munurDæmi þess mátti sjá þegar norska krónan veikt­ist í lok síð­asta árs, sem þýddi að krónan styrkt­ist gagn­vart henni, þá jókst verð­mun­ur­inn (bláa lín­an) af því að norska IKEA versl­unin náði ekki að hækka verðin í sam­ræmi við veik­ingu norsku krón­unn­ar. Gögnin sýna, að sam­an­borið við Norð­ur­löndin þá er verð­mun­ur­inn 20-30% þ.e. hér er dýr­ara  en á hinum Norð­ur­lönd­unum þrem­ur. Ekki er höf­undi kunn­ugt um ástæður þessa en lík­lega eru ástæð­urnar marg­ar; smærri ein­ing hér­lend­is, vöru­gjöld, flutn­ings­kostn­að­ur, kostn­aður sem hlýst af notkun íslensku krón­unn­ar, minni sam­keppni í minna hag­kerfi o.s.frv.

Hafa verður í huga að virð­is­auka­skattur í lönd­unum þremur er ekki sá sami og hér, mis­mun­ur­inn er 0,5 - 1,5 % á tíma­bil­inu. Einnig ber að nefna, að þar sem IKEA selur fleira en hús­gögn, svo sem sjón­vörp og fleiri vörur sem mögu­lega bera vöru­gjöld þá er sam­an­burð­ur­inn vænt­an­lega órétt­látur út frá sýn selj­and­ans, auk þess sem sam­an­burð­ar­tíma­bilið er stutt. Virð­is­auka­skattur hér á landi var, eins og kunn­ugt er, lækk­aður úr 25,5% í 24% um ára­mótin sem og vöru­gjöld á raf­tæki afnum­in. Þótti höf­undi áhuga­vert að sjá, að þegar útsölur hófust hér á landi í byrjun árs­ins, þá minnk­aði verð­munur við útlönd um tíu pró­sentu­stig.

Meiri útsölu­á­hrif hérÞetta sýnir að útsölu­á­hrif voru meiri hér á landi sam­an­borið við verð­þró­un­ina erlend­is. Þess má þó geta að þrátt fyrir útsöl­una á Íslandi þá var verðið samt sem áður lægra á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Hús­gögn og heim­il­is­bún­aður hafa um 4,6% vægi í vísi­tölu neyslu­verðs. Tutt­ugu pró­sent lækkun á verði þessa flokks myndi þýða lækkun vísi­töl­unnar upp á 0,9% sem aftur myndi lækka verð­tryggð lán og auka kaup­mátt um sömu upp­hæð.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None