IKEA-vörur 20-30 prósent dýrari á Íslandi en á Norðurlöndum

Gunnar Bjarni Viðarsson
ikea.jpg
Auglýsing

Með auknu aðgengi að vörum á net­inu geta neyt­endur nálg­ast upp­lýs­ingar um vörur og verð án mik­illar fyr­ir­hafnar né til­kostn­að­ar. Verð­mæl­ing á net­inu býður enn frekar upp á að borin séu saman verð milli landa. Ein stærsta hús­gagna­verslun á land­inu er IKEA. Á net­inu er hægt að sjá vöru­verð á heima­síðum keðj­unnar í hinum ýmsu löndum og þannig má bera saman verð t.d. á Íslandi og í Dan­mörku.

IKEA hér og þarHöf­undur hefur safnað vöru­verðum IKEA hér á landi sem og í öðrum löndum í rúm­lega fjóra mán­uði með það að mark­miði að reikna út og fylgj­ast með verð­mun­in­um. Verð­mun­ur­inn er reikn­aður út frá þeim vörum sem eru til á hverjum tíma og síðan er heild­ar­verð þess­ara vara borið saman og mis­mun­ur­inn reikn­að­ur.

spread_with_vat_chg (2)

Með­fylgj­andi mynd sýnir verð­mun­inn á milli landa, borið saman við hvert land fyrir sig. Ef línan hækkar þá er verð­mun­ur­inn að aukast, hvort svo sem hækkun hér­lendis eða lækkun erlendis er um að kenna og öfugt ef línan lækk­ar. Gengi krónu gagn­vart heima­myntum þess­ara landa hefur líka áhrif; ef krónan styrk­ist gagna­vart annarri mynt þá eykst verð­mun­ur­inn og ef hún veik­ist þá minnkar hann.

Auglýsing

Skýr verð­munurDæmi þess mátti sjá þegar norska krónan veikt­ist í lok síð­asta árs, sem þýddi að krónan styrkt­ist gagn­vart henni, þá jókst verð­mun­ur­inn (bláa lín­an) af því að norska IKEA versl­unin náði ekki að hækka verðin í sam­ræmi við veik­ingu norsku krón­unn­ar. Gögnin sýna, að sam­an­borið við Norð­ur­löndin þá er verð­mun­ur­inn 20-30% þ.e. hér er dýr­ara  en á hinum Norð­ur­lönd­unum þrem­ur. Ekki er höf­undi kunn­ugt um ástæður þessa en lík­lega eru ástæð­urnar marg­ar; smærri ein­ing hér­lend­is, vöru­gjöld, flutn­ings­kostn­að­ur, kostn­aður sem hlýst af notkun íslensku krón­unn­ar, minni sam­keppni í minna hag­kerfi o.s.frv.

Hafa verður í huga að virð­is­auka­skattur í lönd­unum þremur er ekki sá sami og hér, mis­mun­ur­inn er 0,5 - 1,5 % á tíma­bil­inu. Einnig ber að nefna, að þar sem IKEA selur fleira en hús­gögn, svo sem sjón­vörp og fleiri vörur sem mögu­lega bera vöru­gjöld þá er sam­an­burð­ur­inn vænt­an­lega órétt­látur út frá sýn selj­and­ans, auk þess sem sam­an­burð­ar­tíma­bilið er stutt. Virð­is­auka­skattur hér á landi var, eins og kunn­ugt er, lækk­aður úr 25,5% í 24% um ára­mótin sem og vöru­gjöld á raf­tæki afnum­in. Þótti höf­undi áhuga­vert að sjá, að þegar útsölur hófust hér á landi í byrjun árs­ins, þá minnk­aði verð­munur við útlönd um tíu pró­sentu­stig.

Meiri útsölu­á­hrif hérÞetta sýnir að útsölu­á­hrif voru meiri hér á landi sam­an­borið við verð­þró­un­ina erlend­is. Þess má þó geta að þrátt fyrir útsöl­una á Íslandi þá var verðið samt sem áður lægra á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Hús­gögn og heim­il­is­bún­aður hafa um 4,6% vægi í vísi­tölu neyslu­verðs. Tutt­ugu pró­sent lækkun á verði þessa flokks myndi þýða lækkun vísi­töl­unnar upp á 0,9% sem aftur myndi lækka verð­tryggð lán og auka kaup­mátt um sömu upp­hæð.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None