IKEA-vörur 20-30 prósent dýrari á Íslandi en á Norðurlöndum

Gunnar Bjarni Viðarsson
ikea.jpg
Auglýsing

Með auknu aðgengi að vörum á net­inu geta neyt­endur nálg­ast upp­lýs­ingar um vörur og verð án mik­illar fyr­ir­hafnar né til­kostn­að­ar. Verð­mæl­ing á net­inu býður enn frekar upp á að borin séu saman verð milli landa. Ein stærsta hús­gagna­verslun á land­inu er IKEA. Á net­inu er hægt að sjá vöru­verð á heima­síðum keðj­unnar í hinum ýmsu löndum og þannig má bera saman verð t.d. á Íslandi og í Dan­mörku.

IKEA hér og þarHöf­undur hefur safnað vöru­verðum IKEA hér á landi sem og í öðrum löndum í rúm­lega fjóra mán­uði með það að mark­miði að reikna út og fylgj­ast með verð­mun­in­um. Verð­mun­ur­inn er reikn­aður út frá þeim vörum sem eru til á hverjum tíma og síðan er heild­ar­verð þess­ara vara borið saman og mis­mun­ur­inn reikn­að­ur.

spread_with_vat_chg (2)

Með­fylgj­andi mynd sýnir verð­mun­inn á milli landa, borið saman við hvert land fyrir sig. Ef línan hækkar þá er verð­mun­ur­inn að aukast, hvort svo sem hækkun hér­lendis eða lækkun erlendis er um að kenna og öfugt ef línan lækk­ar. Gengi krónu gagn­vart heima­myntum þess­ara landa hefur líka áhrif; ef krónan styrk­ist gagna­vart annarri mynt þá eykst verð­mun­ur­inn og ef hún veik­ist þá minnkar hann.

Auglýsing

Skýr verð­munurDæmi þess mátti sjá þegar norska krónan veikt­ist í lok síð­asta árs, sem þýddi að krónan styrkt­ist gagn­vart henni, þá jókst verð­mun­ur­inn (bláa lín­an) af því að norska IKEA versl­unin náði ekki að hækka verðin í sam­ræmi við veik­ingu norsku krón­unn­ar. Gögnin sýna, að sam­an­borið við Norð­ur­löndin þá er verð­mun­ur­inn 20-30% þ.e. hér er dýr­ara  en á hinum Norð­ur­lönd­unum þrem­ur. Ekki er höf­undi kunn­ugt um ástæður þessa en lík­lega eru ástæð­urnar marg­ar; smærri ein­ing hér­lend­is, vöru­gjöld, flutn­ings­kostn­að­ur, kostn­aður sem hlýst af notkun íslensku krón­unn­ar, minni sam­keppni í minna hag­kerfi o.s.frv.

Hafa verður í huga að virð­is­auka­skattur í lönd­unum þremur er ekki sá sami og hér, mis­mun­ur­inn er 0,5 - 1,5 % á tíma­bil­inu. Einnig ber að nefna, að þar sem IKEA selur fleira en hús­gögn, svo sem sjón­vörp og fleiri vörur sem mögu­lega bera vöru­gjöld þá er sam­an­burð­ur­inn vænt­an­lega órétt­látur út frá sýn selj­and­ans, auk þess sem sam­an­burð­ar­tíma­bilið er stutt. Virð­is­auka­skattur hér á landi var, eins og kunn­ugt er, lækk­aður úr 25,5% í 24% um ára­mótin sem og vöru­gjöld á raf­tæki afnum­in. Þótti höf­undi áhuga­vert að sjá, að þegar útsölur hófust hér á landi í byrjun árs­ins, þá minnk­aði verð­munur við útlönd um tíu pró­sentu­stig.

Meiri útsölu­á­hrif hérÞetta sýnir að útsölu­á­hrif voru meiri hér á landi sam­an­borið við verð­þró­un­ina erlend­is. Þess má þó geta að þrátt fyrir útsöl­una á Íslandi þá var verðið samt sem áður lægra á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Hús­gögn og heim­il­is­bún­aður hafa um 4,6% vægi í vísi­tölu neyslu­verðs. Tutt­ugu pró­sent lækkun á verði þessa flokks myndi þýða lækkun vísi­töl­unnar upp á 0,9% sem aftur myndi lækka verð­tryggð lán og auka kaup­mátt um sömu upp­hæð.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None