Bakherbergið: Ríkisbáknið hefur þanist út með hægri stjórninni

rikisstjorn.4des2014.jpg
Auglýsing

Þegar ný rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks tók við völdum snemma sum­ars 2013 bjugg­ust margir við því að vendir aðhalds og hag­ræð­ingar myndu sópa um rík­is­jár­mál­in. Í októ­ber 2011 hafði þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks enda lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um aðgerðir til að end­ur­reisa íslenskt efna­hags­líf. Fyrsti flutn­ings­maður var Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins.  Þar sagði meðal ann­ars að rík­is­rekstur væri of umsvifa­mik­ill og sem dæmi var nefnt að raun­út­gjöld rík­is­sjóðs hefðu auk­ist um rúm 27 pró­sent frá árinu 2006. „Það er því aug­ljós­lega svig­rúm til að lækka útgjöldin umtals­vert,“ sagði í til­lög­unni.

Áhuga­menn um skil­virk­ari rekstur rík­is­sjóðs glödd­ust enn frekar þegar stefnu­yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­innar var gerð opin­ber.Þar kom fram að skip­aður yrði „að­gerða­hópur sem tekur til skoð­unar rík­is­út­gjöld með það að mark­miði að hag­ræða og for­gangs­raða og auka skil­virkni stofn­ana rík­is­ins“. Í hóp­inn voru skip­aðir fjórir skel­eggir þing­menn, þau Vig­dís Hauks­dótt­ir, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir og Ásmundur Einar Daða­son, sem veitti hópnum for­mennsku. Þau skil­uðu haug af hag­ræð­ing­ar­til­lögum í nóv­em­ber 2013.

En áhuga­mönn­unum brá heldur betur í brún þegar að greiðslu­af­koma rík­is­sjóðs fyrir árið 2014, fyrsta heila ár rík­is­stjórn­ar­innar í bíl­stjóra­sæt­inu, lá fyr­ir. Þar kom í ljós að rík­is­út­gjöld hafi verið 629,5 millj­arðar króna í fyrra, sem er 25,5 millj­örðum krónum meira en fjár­lög gerðu ráð fyr­ir. Útgjöldin juk­ust um 58 millj­arða króna, 10,3 pró­sent, á milli áranna 2013 og 2014, sem er lang­mesta hækkun sem orðið hefur milli ára eftir hrun.

Auglýsing

Ef aukn­ingin á rík­is­út­gjöldum er skoðuð frá árinu 2011, þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lagði fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að það væri „aug­ljóst svig­rúm til að lækka útgjöldin umtals­vert“ þá nemur hækk­unin á rík­is­út­gjöldum 20 pró­sent­um.

Í bak­her­berg­inu velta hægri menn, sem vilja "hag­ræða og for­gangs­raða og auka skil­virkni stofn­ana rík­is­ins“ því fyrir sér hvort þessi rík­is­stjórn sé þeim bara sam­mála í orði, ekki á borði?

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None