Bakherbergið: Ríkisbáknið hefur þanist út með hægri stjórninni

rikisstjorn.4des2014.jpg
Auglýsing

Þegar ný rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks tók við völdum snemma sum­ars 2013 bjugg­ust margir við því að vendir aðhalds og hag­ræð­ingar myndu sópa um rík­is­jár­mál­in. Í októ­ber 2011 hafði þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks enda lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um aðgerðir til að end­ur­reisa íslenskt efna­hags­líf. Fyrsti flutn­ings­maður var Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins.  Þar sagði meðal ann­ars að rík­is­rekstur væri of umsvifa­mik­ill og sem dæmi var nefnt að raun­út­gjöld rík­is­sjóðs hefðu auk­ist um rúm 27 pró­sent frá árinu 2006. „Það er því aug­ljós­lega svig­rúm til að lækka útgjöldin umtals­vert,“ sagði í til­lög­unni.

Áhuga­menn um skil­virk­ari rekstur rík­is­sjóðs glödd­ust enn frekar þegar stefnu­yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­innar var gerð opin­ber.Þar kom fram að skip­aður yrði „að­gerða­hópur sem tekur til skoð­unar rík­is­út­gjöld með það að mark­miði að hag­ræða og for­gangs­raða og auka skil­virkni stofn­ana rík­is­ins“. Í hóp­inn voru skip­aðir fjórir skel­eggir þing­menn, þau Vig­dís Hauks­dótt­ir, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir og Ásmundur Einar Daða­son, sem veitti hópnum for­mennsku. Þau skil­uðu haug af hag­ræð­ing­ar­til­lögum í nóv­em­ber 2013.

En áhuga­mönn­unum brá heldur betur í brún þegar að greiðslu­af­koma rík­is­sjóðs fyrir árið 2014, fyrsta heila ár rík­is­stjórn­ar­innar í bíl­stjóra­sæt­inu, lá fyr­ir. Þar kom í ljós að rík­is­út­gjöld hafi verið 629,5 millj­arðar króna í fyrra, sem er 25,5 millj­örðum krónum meira en fjár­lög gerðu ráð fyr­ir. Útgjöldin juk­ust um 58 millj­arða króna, 10,3 pró­sent, á milli áranna 2013 og 2014, sem er lang­mesta hækkun sem orðið hefur milli ára eftir hrun.

Auglýsing

Ef aukn­ingin á rík­is­út­gjöldum er skoðuð frá árinu 2011, þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lagði fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að það væri „aug­ljóst svig­rúm til að lækka útgjöldin umtals­vert“ þá nemur hækk­unin á rík­is­út­gjöldum 20 pró­sent­um.

Í bak­her­berg­inu velta hægri menn, sem vilja "hag­ræða og for­gangs­raða og auka skil­virkni stofn­ana rík­is­ins“ því fyrir sér hvort þessi rík­is­stjórn sé þeim bara sam­mála í orði, ekki á borði?

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None