Bakherbergi: Þarna er Blaðamannafélagið!

fjölmiðlaflóra1.png
Auglýsing

Í byrjun janúar var kallað eftir því úr bakherberginu að Blaðamannafélag Íslands myndi láta heyra í sér vegna þeirrar stöðu sem er uppi á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Gríðarleg ólga hefur verið þar vegna breytinga á DV og Árvakri, samdráttar og ætlaðra pólitískra hótana gagnvart RÚV og stanslausra sviptinga á 365 miðlum, sem hafa meðal annars opinberast í því að ritstjóri hefur ásakað eigendur um að ganga freklega gegn ritstjórnarlegu sjálfstæði.

Bakherbergið hnýtti í að Blaðamannafélag Íslands bærði ekki á sér vegna þessarar stöðu, þrátt fyrir að gróflega væri vegið að starfsöryggi og sjálfstæði  fjölmargra blaðamanna, sem félagið á að gæta hagsmuna fyrir.

Formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins, Hjálmar Jónsson, brást ókvæða við og hellti sér yfir Kjarnann fyrir að stunda launvíg að félaginu og bera á borð ósannindi. Kjarninn fagnaði gagnrýninni, og þar með þátttöku Blaðamannafélagsins í faglegri umræðu um mikilvæg málefni, en hafnaði henni algjörlega efnislega.

Auglýsing

Í kjölfarið hefur Blaðamannafélagið hins vegar vaknað og í dag boðaði það, ásamt Félagi fréttamanna, til pressukvölds um sviptingar á fjölmiðlamarkaði. Í frétt á heimasíðu Blaðamannafélagsins segir: „Síðustu mánuðurnir og misserin hafa einkennst af miklum sviptingum á fjölmiðlamarkaði. Það er því miður ekki nýtt því starfsmenn fjölmiðlafyrirtækja hafa búið við einstakt óöryggi í starfsumhverfi sínu, ekki hvað síst í aðdraganda og eftirmálum hrunsins, þó sviptingar hafi alla tíð einkennt þennan starfsvettvang. Undanfarið hefur fjármögnun Ríkisútvarpsins verið í brennidepli og horfir þar til mikils niðurskurðar. Átök hafa verið um eignarhald á DV og öflugir fjölmiðlamenn hrökklast þaðan í burtu og eru með í undirbúningi stofnun nýs fjölmiðils. Þá hafa líka verið breytingar á 365 miðlum bæði í hópi stjórnenda og blaðamanna þar.“

Í pallborði verða Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, Björn Ingi Hrafnsson,útgefandi DV og Pressunar, Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, og Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.

Fyrr sama daga hafði fjölmiðlanefnd boðað til hádegisfundar ásamt Siðfræðistofnun Háskóla Íslands til að ræða stöðu tjáningarfrelsisins í kjölfar voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo.

Í bakherberginu er þessari faglegu umræðu um stöðu fjölmiðlunar og tjáningarfrelsis fagnað og ástæða er til að hrósa viðbrögðunum.

Að gefnu tilefni er vert að ítreka, enn og aftur,  að bakherbergið er á ábyrgð ritstjóra Kjarnans. Öll frekari gagnrýni má því beinast beint að honum, leiðist einhverjum nafnleysið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None