Bakherbergi: Þarna er Blaðamannafélagið!

fjölmiðlaflóra1.png
Auglýsing

Í byrjun jan­úar var kallað eftir því úr bak­her­berg­inu að Blaða­manna­fé­lag Íslands myndi láta heyra í sér vegna þeirrar stöðu sem er uppi á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði. Gríð­ar­leg ólga hefur verið þar vegna breyt­inga á DV og Árvakri, sam­dráttar og ætl­aðra póli­tískra hót­ana gagn­vart RÚV og stans­lausra svipt­inga á 365 miðl­um, sem hafa meðal ann­ars opin­ber­ast í því að rit­stjóri hefur ásakað eig­endur um að ganga frek­lega gegn rit­stjórn­ar­legu sjálf­stæði.

Bak­her­bergið hnýtti í að Blaða­manna­fé­lag Íslands bærði ekki á sér vegna þess­arar stöðu, þrátt fyrir að gróf­lega væri vegið að starfs­ör­yggi og sjálf­stæði  fjöl­margra blaða­manna, ­sem félagið á að gæta hags­muna fyr­ir.

For­maður og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags­ins, Hjálmar Jóns­son, brást ókvæða við og hellti sér yfir Kjarn­ann fyrir að stunda laun­víg að félag­inu og bera á borð ósann­indi. Kjarn­inn fagn­aði gagn­rýn­inni, og þar með þátt­töku Blaða­manna­fé­lags­ins í fag­legri umræðu um mik­il­væg mál­efni, en hafn­aði henni algjör­lega efn­is­lega.

Auglýsing

Í kjöl­farið hefur Blaða­manna­fé­lagið hins vegar vaknað og í dag boð­aði það, ásamt Félagi frétta­manna, til pressu­kvölds um svipt­ingar á fjöl­miðla­markaði. Í frétt á heima­síðu Blaða­manna­fé­lags­ins seg­ir: „Síð­ustu mán­uð­urnir og miss­erin hafa ein­kennst af miklum svipt­ingum á fjöl­miðla­mark­aði. Það er því miður ekki nýtt því starfs­menn fjöl­miðla­fyr­ir­tækja hafa búið við ein­stakt óör­yggi í starfs­um­hverfi sínu, ekki hvað síst í aðdrag­anda og eft­ir­málum hruns­ins, þó svipt­ingar hafi alla tíð ein­kennt þennan starfs­vett­vang. Und­an­farið hefur fjár­mögnun Rík­is­út­varps­ins verið í brennid­epli og horfir þar til mik­ils nið­ur­skurð­ar. Átök hafa verið um eign­ar­hald á DV og öfl­ugir fjöl­miðla­menn hrökkl­ast þaðan í burtu og eru með í und­ir­bún­ingi stofnun nýs fjöl­mið­ils. Þá hafa líka verið breyt­ingar á 365 miðlum bæði í hópi stjórn­enda og blaða­manna þar.“

Í pall­borði verða Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri RÚV, Björn Ingi Hrafns­son,­út­gef­andi DV og Press­un­ar, Jón Trausti Reyn­is­son, rit­stjóri Stund­ar­inn­ar, og Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar.

Fyrr sama daga hafði fjöl­miðla­nefnd boðað til hádeg­is­fundar ásamt Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands til að ræða stöðu tján­ing­ar­frels­is­ins í kjöl­far voða­verk­anna á rit­stjórn­ar­skrif­stofum Charlie Hebdo.

Í bak­her­berg­inu er þess­ari fag­legu umræðu um stöðu fjöl­miðl­unar og tján­ing­ar­frelsis fagnað og ástæða er til að hrósa við­brögð­un­um.

Að gefnu til­efni er vert að ítreka, enn og aft­ur,  að bak­her­bergið er á ábyrgð rit­stjóra Kjarn­ans. Öll frek­ari gagn­rýni má því bein­ast beint að hon­um, leið­ist ein­hverj­u­m ­nafn­leys­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None