Bakherbergi: Þarna er Blaðamannafélagið!

fjölmiðlaflóra1.png
Auglýsing

Í byrjun jan­úar var kallað eftir því úr bak­her­berg­inu að Blaða­manna­fé­lag Íslands myndi láta heyra í sér vegna þeirrar stöðu sem er uppi á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði. Gríð­ar­leg ólga hefur verið þar vegna breyt­inga á DV og Árvakri, sam­dráttar og ætl­aðra póli­tískra hót­ana gagn­vart RÚV og stans­lausra svipt­inga á 365 miðl­um, sem hafa meðal ann­ars opin­ber­ast í því að rit­stjóri hefur ásakað eig­endur um að ganga frek­lega gegn rit­stjórn­ar­legu sjálf­stæði.

Bak­her­bergið hnýtti í að Blaða­manna­fé­lag Íslands bærði ekki á sér vegna þess­arar stöðu, þrátt fyrir að gróf­lega væri vegið að starfs­ör­yggi og sjálf­stæði  fjöl­margra blaða­manna, ­sem félagið á að gæta hags­muna fyr­ir.

For­maður og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags­ins, Hjálmar Jóns­son, brást ókvæða við og hellti sér yfir Kjarn­ann fyrir að stunda laun­víg að félag­inu og bera á borð ósann­indi. Kjarn­inn fagn­aði gagn­rýn­inni, og þar með þátt­töku Blaða­manna­fé­lags­ins í fag­legri umræðu um mik­il­væg mál­efni, en hafn­aði henni algjör­lega efn­is­lega.

Auglýsing

Í kjöl­farið hefur Blaða­manna­fé­lagið hins vegar vaknað og í dag boð­aði það, ásamt Félagi frétta­manna, til pressu­kvölds um svipt­ingar á fjöl­miðla­markaði. Í frétt á heima­síðu Blaða­manna­fé­lags­ins seg­ir: „Síð­ustu mán­uð­urnir og miss­erin hafa ein­kennst af miklum svipt­ingum á fjöl­miðla­mark­aði. Það er því miður ekki nýtt því starfs­menn fjöl­miðla­fyr­ir­tækja hafa búið við ein­stakt óör­yggi í starfs­um­hverfi sínu, ekki hvað síst í aðdrag­anda og eft­ir­málum hruns­ins, þó svipt­ingar hafi alla tíð ein­kennt þennan starfs­vett­vang. Und­an­farið hefur fjár­mögnun Rík­is­út­varps­ins verið í brennid­epli og horfir þar til mik­ils nið­ur­skurð­ar. Átök hafa verið um eign­ar­hald á DV og öfl­ugir fjöl­miðla­menn hrökkl­ast þaðan í burtu og eru með í und­ir­bún­ingi stofnun nýs fjöl­mið­ils. Þá hafa líka verið breyt­ingar á 365 miðlum bæði í hópi stjórn­enda og blaða­manna þar.“

Í pall­borði verða Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri RÚV, Björn Ingi Hrafns­son,­út­gef­andi DV og Press­un­ar, Jón Trausti Reyn­is­son, rit­stjóri Stund­ar­inn­ar, og Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar.

Fyrr sama daga hafði fjöl­miðla­nefnd boðað til hádeg­is­fundar ásamt Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands til að ræða stöðu tján­ing­ar­frels­is­ins í kjöl­far voða­verk­anna á rit­stjórn­ar­skrif­stofum Charlie Hebdo.

Í bak­her­berg­inu er þess­ari fag­legu umræðu um stöðu fjöl­miðl­unar og tján­ing­ar­frelsis fagnað og ástæða er til að hrósa við­brögð­un­um.

Að gefnu til­efni er vert að ítreka, enn og aft­ur,  að bak­her­bergið er á ábyrgð rit­stjóra Kjarn­ans. Öll frek­ari gagn­rýni má því bein­ast beint að hon­um, leið­ist ein­hverj­u­m ­nafn­leys­ið.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None