Bakherbergi: Þarna er Blaðamannafélagið!

fjölmiðlaflóra1.png
Auglýsing

Í byrjun jan­úar var kallað eftir því úr bak­her­berg­inu að Blaða­manna­fé­lag Íslands myndi láta heyra í sér vegna þeirrar stöðu sem er uppi á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði. Gríð­ar­leg ólga hefur verið þar vegna breyt­inga á DV og Árvakri, sam­dráttar og ætl­aðra póli­tískra hót­ana gagn­vart RÚV og stans­lausra svipt­inga á 365 miðl­um, sem hafa meðal ann­ars opin­ber­ast í því að rit­stjóri hefur ásakað eig­endur um að ganga frek­lega gegn rit­stjórn­ar­legu sjálf­stæði.

Bak­her­bergið hnýtti í að Blaða­manna­fé­lag Íslands bærði ekki á sér vegna þess­arar stöðu, þrátt fyrir að gróf­lega væri vegið að starfs­ör­yggi og sjálf­stæði  fjöl­margra blaða­manna, ­sem félagið á að gæta hags­muna fyr­ir.

For­maður og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags­ins, Hjálmar Jóns­son, brást ókvæða við og hellti sér yfir Kjarn­ann fyrir að stunda laun­víg að félag­inu og bera á borð ósann­indi. Kjarn­inn fagn­aði gagn­rýn­inni, og þar með þátt­töku Blaða­manna­fé­lags­ins í fag­legri umræðu um mik­il­væg mál­efni, en hafn­aði henni algjör­lega efn­is­lega.

Auglýsing

Í kjöl­farið hefur Blaða­manna­fé­lagið hins vegar vaknað og í dag boð­aði það, ásamt Félagi frétta­manna, til pressu­kvölds um svipt­ingar á fjöl­miðla­markaði. Í frétt á heima­síðu Blaða­manna­fé­lags­ins seg­ir: „Síð­ustu mán­uð­urnir og miss­erin hafa ein­kennst af miklum svipt­ingum á fjöl­miðla­mark­aði. Það er því miður ekki nýtt því starfs­menn fjöl­miðla­fyr­ir­tækja hafa búið við ein­stakt óör­yggi í starfs­um­hverfi sínu, ekki hvað síst í aðdrag­anda og eft­ir­málum hruns­ins, þó svipt­ingar hafi alla tíð ein­kennt þennan starfs­vett­vang. Und­an­farið hefur fjár­mögnun Rík­is­út­varps­ins verið í brennid­epli og horfir þar til mik­ils nið­ur­skurð­ar. Átök hafa verið um eign­ar­hald á DV og öfl­ugir fjöl­miðla­menn hrökkl­ast þaðan í burtu og eru með í und­ir­bún­ingi stofnun nýs fjöl­mið­ils. Þá hafa líka verið breyt­ingar á 365 miðlum bæði í hópi stjórn­enda og blaða­manna þar.“

Í pall­borði verða Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri RÚV, Björn Ingi Hrafns­son,­út­gef­andi DV og Press­un­ar, Jón Trausti Reyn­is­son, rit­stjóri Stund­ar­inn­ar, og Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar.

Fyrr sama daga hafði fjöl­miðla­nefnd boðað til hádeg­is­fundar ásamt Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands til að ræða stöðu tján­ing­ar­frels­is­ins í kjöl­far voða­verk­anna á rit­stjórn­ar­skrif­stofum Charlie Hebdo.

Í bak­her­berg­inu er þess­ari fag­legu umræðu um stöðu fjöl­miðl­unar og tján­ing­ar­frelsis fagnað og ástæða er til að hrósa við­brögð­un­um.

Að gefnu til­efni er vert að ítreka, enn og aft­ur,  að bak­her­bergið er á ábyrgð rit­stjóra Kjarn­ans. Öll frek­ari gagn­rýni má því bein­ast beint að hon­um, leið­ist ein­hverj­u­m ­nafn­leys­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Elín Hirst sækist eftir stöðu útvarpsstjóra
Elín hefur áratugareynslu af fjömiðlastörfum, og var um tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 9. desember 2019
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None