Bakherbergi: Þarna er Blaðamannafélagið!

fjölmiðlaflóra1.png
Auglýsing

Í byrjun jan­úar var kallað eftir því úr bak­her­berg­inu að Blaða­manna­fé­lag Íslands myndi láta heyra í sér vegna þeirrar stöðu sem er uppi á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði. Gríð­ar­leg ólga hefur verið þar vegna breyt­inga á DV og Árvakri, sam­dráttar og ætl­aðra póli­tískra hót­ana gagn­vart RÚV og stans­lausra svipt­inga á 365 miðl­um, sem hafa meðal ann­ars opin­ber­ast í því að rit­stjóri hefur ásakað eig­endur um að ganga frek­lega gegn rit­stjórn­ar­legu sjálf­stæði.

Bak­her­bergið hnýtti í að Blaða­manna­fé­lag Íslands bærði ekki á sér vegna þess­arar stöðu, þrátt fyrir að gróf­lega væri vegið að starfs­ör­yggi og sjálf­stæði  fjöl­margra blaða­manna, ­sem félagið á að gæta hags­muna fyr­ir.

For­maður og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags­ins, Hjálmar Jóns­son, brást ókvæða við og hellti sér yfir Kjarn­ann fyrir að stunda laun­víg að félag­inu og bera á borð ósann­indi. Kjarn­inn fagn­aði gagn­rýn­inni, og þar með þátt­töku Blaða­manna­fé­lags­ins í fag­legri umræðu um mik­il­væg mál­efni, en hafn­aði henni algjör­lega efn­is­lega.

Auglýsing

Í kjöl­farið hefur Blaða­manna­fé­lagið hins vegar vaknað og í dag boð­aði það, ásamt Félagi frétta­manna, til pressu­kvölds um svipt­ingar á fjöl­miðla­markaði. Í frétt á heima­síðu Blaða­manna­fé­lags­ins seg­ir: „Síð­ustu mán­uð­urnir og miss­erin hafa ein­kennst af miklum svipt­ingum á fjöl­miðla­mark­aði. Það er því miður ekki nýtt því starfs­menn fjöl­miðla­fyr­ir­tækja hafa búið við ein­stakt óör­yggi í starfs­um­hverfi sínu, ekki hvað síst í aðdrag­anda og eft­ir­málum hruns­ins, þó svipt­ingar hafi alla tíð ein­kennt þennan starfs­vett­vang. Und­an­farið hefur fjár­mögnun Rík­is­út­varps­ins verið í brennid­epli og horfir þar til mik­ils nið­ur­skurð­ar. Átök hafa verið um eign­ar­hald á DV og öfl­ugir fjöl­miðla­menn hrökkl­ast þaðan í burtu og eru með í und­ir­bún­ingi stofnun nýs fjöl­mið­ils. Þá hafa líka verið breyt­ingar á 365 miðlum bæði í hópi stjórn­enda og blaða­manna þar.“

Í pall­borði verða Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri RÚV, Björn Ingi Hrafns­son,­út­gef­andi DV og Press­un­ar, Jón Trausti Reyn­is­son, rit­stjóri Stund­ar­inn­ar, og Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar.

Fyrr sama daga hafði fjöl­miðla­nefnd boðað til hádeg­is­fundar ásamt Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands til að ræða stöðu tján­ing­ar­frels­is­ins í kjöl­far voða­verk­anna á rit­stjórn­ar­skrif­stofum Charlie Hebdo.

Í bak­her­berg­inu er þess­ari fag­legu umræðu um stöðu fjöl­miðl­unar og tján­ing­ar­frelsis fagnað og ástæða er til að hrósa við­brögð­un­um.

Að gefnu til­efni er vert að ítreka, enn og aft­ur,  að bak­her­bergið er á ábyrgð rit­stjóra Kjarn­ans. Öll frek­ari gagn­rýni má því bein­ast beint að hon­um, leið­ist ein­hverj­u­m ­nafn­leys­ið.

Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None