Stjórnmálamenn að sýsla með gögn bak við luktar dyr - Hvað hræðast þeir?

Auglýsing

Árið 2006 stóð ég í stappi við Reykja­vík­ur­borg vegna gagna sem borgin bjó yfir um verð­mæti Lands­virkj­un­ar. Akur­eyr­ar­bær og Reykjvík­ur­borg voru þá að selja frá sér 45 pró­sent hlut í Lands­virkjun til rík­is­ins. Sam­hliða þeirri vinnu voru unnin verð­möt á fyr­ir­tæk­inu, þar sem grund­vall­ar­at­riði í verð­mat­inu voru raf­orku­sölu­samn­ingar Lands­virkj­unar við við­skipta­vini. Borgin neit­aði að afhenda gögn­in, nema með því að afmá upp­lýs­ing­arnar sem mestu skipta til að glöggva sig á verð­mæti Lands­virkj­un­ar. Það gerði Lands­virkjun líka og stjórn­völd. Það dugði ekki að kæra þetta til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál, þar sem réttur stjórn­valda til þess að upp­lýsa almenn­ing ekki um það sem mestu skipti, var lögvar­inn. Það ein­kenni­lega í þessu til­viki, var að almenn­ingur var alls staðar við borðið sem eig­andi. Að mati stjórn­valda var virði Lands­virkj­unar jafnt innra virði (1*price to book) þess á þessum tíma, eða sem nam rúm­lega 60 millj­örðum.

Jákvæðar breyt­ingarMikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim átta árum sem liðin eru frá því að þessi póli­tíska leynd­ar­hyggja fékk að við­gang­ast. Nú hefur Lands­virkj­un, að eigin frum­kvæði, hætt þess­ari leynd­ar­hyggju og gefur upp mun dýpri og betri upp­lýs­ingar um það sem er að ger­ast í rekstr­inum en áður. Það er auð­veld­ara að glöggva sig á gangi máli í þessu stóra hags­muna­máli almenn­ings, sem á fyr­ir­tæk­ið. Meðal þess sem hefur þrýst á um þessar breyt­ingar er betri tækni og auð­veld­ari leiðir til þess að safna saman upp­lýs­ingum og greina þær.

En hvað með stjórn­mála­menn­ina?Und­ar­leg staða er nú uppi hjá stjórn­mála­mönn­unum á Alþingi. Þeir komu almenn­ingi inn í hafta­bú­skap með laga­setn­ingu, skömmu eftir hrun bank­anna á þeirra vakt, og fólu Seðla­banka Íslands það flókna verk­efni að fram­kvæma fjár­magns­höftin á alla ein­stak­linga og fyr­ir­tæki í land­inu.

Stjórn­mála­menn­irnir vinna nú að því að rýmka höft­in, eða afnema þau, og sam­hliða á að end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerfið og jafn­vel að gera stór­felldar breyt­ingar á eign­ar­haldi banka. Þetta ferli fer nú fram í skjóli leynd­ar. Raunar svo mik­illar leyndar að stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn eins og stjórn­ar­þing­menn, dansa með stjórn­völdum og und­ir­rit­uðu þagn­areið um allar upp­lýs­ingar sem tengj­ast þess­ari vinnu. Þeir hafa skuld­bundið sig til þess að upp­lýsa almenn­ing ekki um fram­gang máls­ins. Það segir mikið um mátt­leysi stjórn­ar­and­stöð­unn­ar.

Þetta er þeirra ákvörðunÞað kann að vera að stjórn­mála­mönn­unum gangi gott eitt til með leynd­inni, þó erfitt sé að átta sig á því. En þetta er mikið umhugs­un­ar­efni finnst mér, og það er ekki víst að sagan muni dæma þetta sem réttar ákvarð­anir hjá stjórn­mála­mönn­un­um. Þetta er þeirra ákvörð­un, að gera þetta bak við luktar dyr. Engin krafa er um um hana í lögum í grunn­inn, þvert á móti er gagn­sæi meg­in­reglan í stjórn­sýsl­unni.

Þá má velta því fyrir sér hvernig örmark­að­ur­inn íslenski, sem heldur úti skráðum mark­aði með verð­bréf, getur yfir höfuð rétt­lætt leynd­ina um málið í ljósi stærðar þess. Halda fjár­festar í alvöru, í ljósi heild­ar­um­fangs máls­ins, að það muni ekki hafa nein áhrif á verð eigna á skráðum mark­aði og því sé leyndin um ferlið rétt­læt­an­leg? Ég geri ekki ráð fyrir að það við­horf sé almennt á mark­aðn­um, og mér heyr­ist ekki á sam­tölum við fólk sem þar starfar.

Auglýsing

Sagan er eins og hún erÉg ætla ekki að eyða mörgum orðum í að rifja upp sögu­lega atburði, þegar kemur að miklum breyt­ingum á eign­ar­haldi banka og kerf­is­lægum breyt­ingum á reglu­verk­inu hér á landi, en það má velta því fyrir sér hvort það hefði ekki breytt ein­hverju ef einka­væð­ing bank­anna og fjár­mála­kerf­is­ins, á árunum 1998 til og með 2003, hefði átt sér stað eins og hún var úr garði gerð, fyrir opnum tjöld­um. Hefði jafnt aðgengi að upp­lýs­ingum mögu­lega geta breytt hlutum til góðs, og hámarkað líkur á réttri ákvörð­un? Stjórn­mála­menn­irnir ættu að setja sig auð­mjúk­lega í stell­ingar þegar þeir svara þessar spurn­ingu ját­andi.

Allar leiðir úr vand­anum liggja fyrirÍ ljósi aðstæðna sem fjár­magns­höftin hafa skapað þarf ekki að við­halda leynd­inni, þar sem allar sviðs­myndir um mögu­legar lausnir á vand­anum sem stjórn­mála­menn­irnir komu hag­kerf­inu í með laga­setn­ingu um höft, liggja fyrir og hafa verið teikn­aðar upp fyrir löngu. Núna er verið að velja hvaða leið er best. Hver tapar á því að fólk fái að fylgj­ast með þeirri vinnu? Að mínu mati eng­inn en stjórn­mála­menn­irnir horfa öðru­vísi á mál­ið. Þeir vilja ekki að almenn­ingur hafi mögu­leika á því að fylgj­ast með.

Grund­vall­ar­rök­semdin fyrir því að setja allar upp­lýs­ingar um málið upp á borð, og vinna málið þannig áfram, er að mínu mati sú að ef það eru almanna­hags­munir undir í mál­inu, sem ég efast ekki um, þá á almenn­ingur rétt á því að vita hvaða upp­lýs­ingar stjórn­mála­menn­irnir eru að sýsla með og hvaða hug­myndir stjórn­mála­menn­irnir og umboðs­menn þeirra eru að leggja fram til lausnar á vanda­mál­un­um. Það má ekki koma í ljós eftir á hvað stjórn­mála­menn­irnir voru að hugsa og hvaða hags­muni þeir höfðu sem leið­ar­ljós í sínu hags­muna­mati. Þegar allt er um garð geng­ið. Það er of seint.

Það sitja allir uppi með hafta­bú­skap­innFjár­magns­hafta­bú­skap­ur­inn, sem stjórn­mála­menn­irnir bera ábyrgð á, er ekki einka­mál þeirra. Það sitja allir uppi með hann. Hvaða leið verður val­inn út úr honum mun marka lífs­kjör í land­inu til langrar fram­tíð­ar, í það minnsta að ein­hverju leyti. Jafnt aðgengi að upp­lýs­ingum væri best fyrir alla og myndi skapa traust á ákvörð­unum sem allir átta sig á að stjórn­mála­menn­irnir standa frammi fyr­ir. Það að þeir vilji fá að taka ákvarð­anir og skoða upp­lýs­ingar bak við luktar dyr gæti bent til þess að þeir séu hræddir eða óör­uggir, og það er ekki gott.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None