Svar við opnu bréfi Jóhönnu Pálsdóttur

9954291586_af5e4664c8_k-1.jpg
Auglýsing

Sæl vertu, Jóhanna. 

Takk fyrir bréf­ið.

Ég vil byrja á því að að ítreka afsök­un­ar­beiðni Strætó til þín og ann­arra not­enda akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna þeirra óþæg­inuda sem þið hafið orðið fyrir vegna mis­taka við fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar. Við leggjum okkur öll fram um að þjón­ustan sé með þeim hætti að hægt sé að treysta á hana. Sem betur fer get ég sagt að við ­sjáum að þjón­ustan gengur betur með hverjum deg­inum sem líð­ur. Ég ætla að leggja mig fram við að svara þeim athug­um­semdum og spurn­ingum sem þú beindir til okk­ar. Allar ábend­ingar og athuga­semdir frá not­endum akst­urs­þjón­ust­unnar eru teknar alvar­lega, þær skráðar og unnið úr þeim eins fljótt og kostur er.

Auglýsing

Smári Ólafsson. Smári Ólafs­son.

Það er algjört lyk­il­at­riði fyrir okkur að eiga í virkum sam­skiptum við not­endur þjón­ust­unnar og fá allar þær athuga­semdir sem þeir hafa til okkar svo við getum brugð­ist við þeim og bætt þjón­ust­una. Strætó hvetur því not­endur til þess að koma á fram­færi athuga­semdum sínum og ábend­ingum með, tölvu­pósti (thjonustu­ver@stra­eto.is eða pont­un@stra­eto.is), í gegnum vef­síðu Strætó (www.stra­eto.is) eða með sím­tali í þjón­ustu­ver (540 2700). Í upp­hafi árs var það mikið álag á síma­veri Strætó að bið­tími þeirra sem þangað hringdu var allt of lang­ur. Við þessu var brugð­ist með breyttu skipu­lagi og er með­al­bið­tím­inn nú í um það bil tvær mín­útur þannig að löng bið eftir því að fá sam­band ætti að vera úr sög­unni.

Þau mis­tök sem hafa átt sér stað má að nokkru leyti rekja til þess að við inn­leið­ingu nýs tölvu­kerfis hefur orðið mis­brestur við skrán­ingu upp­lýs­inga er varða þarfir not­enda hjá sveit­ar­fé­lögum eða upp­færðar upp­lýs­ingar frá þeim borist of seint. Þetta eru til dæm­is upp­lýs­ingar um hvernig bíl not­endur þjón­ust­unnar þurfa, hvar þeir búa og um hvaða inn­gang þeir nota. Á fyrstu vikum árs­ins hefur verið unnið hörðum höndum við að leið­rétta þessar upp­lýs­ingar til að koma í veg fyrir frek­ari óþæg­indi fyrir not­end­ur. Við áætlum að búið verði upp­færa allar upp­lýs­ingar í lok jan­ú­ar­mán­að­ar. Tölvu­kerfið sem nú er not­ast við er erlent og hefur verið notað í sam­bæri­legri þjón­ustu í mörgum löndum með góðum árangri.

Eins og þú rétti­lega bendir á þá á Strætó, með aðstoð hags­muna­sam­taka fatl­aðs fólk, að halda nám­skeið að minnsta kosti árlega fyrir bíl­stjóra akst­urs­þjón­ust­unn­ar. Þar sem að bíl­stjórar hófu ekki störf fyrr en 1. jan­úar var ekki hægt að halda nám­skeið fyrir ára­mót, en það verður haldið í þessum mán­uði. Allir öku­menn sem hófu störf 1. jan­úar fengu engu að síður þjálfun í akstri og notkun örygg­is­bún­aðar auk þess að fara með vönum bíl­stjóra ferðir hluta úr degi.

Eins og þú bendir rétti­lega á þá hafa reikn­ingar fyrir akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks ekki verið sund­ur­lið­aðir þannig að not­endur hafa ekki getað séð fyrir hvað þeir eru að greiða. Með nýju tölvu­kerfi mun útgáfa reikn­inga breyt­ast þannig að á þeim verða allar ferðir á tíma­bil­inu til­greind­ar. Fyrsti reikn­ingur nýs árs mun byggja á gamla kerf­inu en eftir það verða allir reikn­ingar sund­ur­lið­að­ir.

Hvað varðar reglur um akst­ur­þjón­ust­una þá hefur Strætó lítið um þær að segja og er bundið við að vinna eftir þeim. Regl­urnar er settar af þeim sveita­stjórnum sem koma að akst­urs­þjón­ust­unni og því fer best á því að full­trúar þeirra svari þeim spurn­ingum og athuga­semdum sem við þær eru. Það sama á við um ákvarð­anir um gjald fyrir ferð­inar og nið­ur­fell­ingu á því, það er ekki í valdi Strætó.

Það er mark­mið Strætó að með þeim breyt­ingum sem nú standa yfir verði not­end­um ferða­þjón­ustu fatl­aðra tryggð bæði sveig­an­legri og örugg­ari þjón­usta en áður. Í því felst meðal ann­ars að nú geta pantað sér ferðir með tveggja klukku­stunda fyr­ir­vara í stað eins sól­ar­hrings áður sem þýðir að þjón­ustan verður sveig­an­legri fyrir not­end­ur. Þessi breyt­ing hefur það í för með sér að akst­urs­þjón­ustan verður lík­ari almenn­ins­gsam­göngum að því leyti að fleiri en einn far­þegi getur verið í hverjum bíl. Þetta þýðir þó ekki að við horfum með sama hætti á akst­urs­þjón­ustu fyrir fatlað fólk og almenna þjón­ustu Strætó. Til þess að auka öryggi not­enda þjón­ust­unnar enn frekar verður bíla­floti ferða­þjón­ust­unnar end­ur­nýj­að­ur.

Strætó mun leggja áherslu á að gera akst­urs­þjón­ust­una eins vel úr garði og kostur er. Í þeim til­gangi leggur fyr­ir­tækið áherslu á að eiga sam­ráð við alla hlut­að­eig­andi. Sem fyrr segir eru not­endur hvattir til þess að koma athuga­semdum sínum á fram­færi við Strætó. Að auki munu hags­muna­sam­tök fatl­aðs fólks ásamt full­trúum sveit­ar­fé­laga og þeirra fyr­ir­tækja sem ann­ast akst­ur­inn skipa sér­stakan sam­ráðs­hóp þar sem fylgst verður með fram­gangi þjón­ust­unn­ar.

Með vin­semd og virð­ingu,

Smári Ólafs­son, sviðs­stjóri akst­urs­þjón­ustu Strætó

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None