„Ef þú hlærð ekki ertu terroristi“

h_51735573.jpg
Auglýsing

Eftir fjöldamorðin í París í síð­ustu viku hefur heims­byggðin ekki talað um margt annað en árás­ina á Charlie Hebdo. Hingað til hafa lang flestir talað um morðin sem árás á tján­ing­ar­frels­ið. En færri líta á þau sem taktík, leið til að búa til gjá milli múslima og ann­arra. Hvernig við lítum á ástæður árás­ar­innar hefur mikið að segja um það hvernig við bregð­umst við henni. Þar skiptir mestu máli að við látum hana ekki kynda undir for­dómum og hatri gagn­vart múslimum í sam­fé­lag­inu.

Helga Tryggvadóttir þróunarfræðingur. Helga Tryggva­dóttir þró­un­ar­fræð­ing­ur.

Í kjöl­far þess­ara hrylli­legu morða hafa við­brögðin að miklu leyti skipst í tvennt. Fyrri hóp­ur­inn álítur þau stafa af ein­hverju fárán­legu hatri múslima á „okk­ar“ mál­frelsi. Eins og sam­hengi og saga skipti þar engu máli. Hinn hóp­ur­inn er svo upp­tek­inn af teng­ingum milli atvinnu­leys­is, fátæktar og stöðu múslima sem minni­hluta­hóps, að hann sér ekki að sú skýr­ing segir heldur ekki alla sög­una. Þó fátækt og úti­lokun hafi vafa­laust sitt að segja þá er ekk­ert sama­sem merki á milli þess að vera ómennt­aður og þess að „vita ekki bet­ur“ .

Auglýsing

Lausnin er því ekki endi­lega fræðsla enda treð­urðu ekki fræðslu ofan í kokið á ein­hverjum sem vill ekk­ert með hana hafa. Getur verið að til­gangur árás­ar­innar hafi fyrst og fremst verið taktískur, leið til að ná und­ir­tök­unum í stríði? Því það eru víst all­nokkur stríð háð í okkar nafni, þó ef til vill hætti okkur til að gleyma því. Þau eru ekki alltaf í sjón­varp­inu og því síður á face­book.

Hverjar eru lík­urnar á því að árás­ar­menn­irn­ir, fæddir og upp­aldir í Frakk­landi, hafi ekki áttað sig á því árás á Charlie Hebdo myndi valda reiðiöldu gegn múslimum?

Hverjar eru lík­urnar á því að árás­ar­menn­irn­ir, fæddir og upp­aldir í Frakk­landi, hafi ekki áttað sig á því árás á Charlie Hebdo myndi valda reiðiöldu gegn múslim­um? Hvers vegna sækj­ast þeir eftir því að hand­sprengjum sé varpað á moskur og hatur gegn þeirra eigin fólki magnist?

Því það mun óhjá­kvæmi­lega ger­ast, þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit ráða­manna um sam­stöðu. Svarið er til­tölu­lega ein­falt; því fleiri árásir sem munu eiga sér stað gegn múslimum í Frakk­landi, því meiri líkur á því að franskir múslimar gangi til liðs við Al Qaeda og ISIS í Mið­aust­ur­lönd­um. Þess­ari taktík hafa sömu hópar beitt áður í Írak en hún er ein aðal ástæðan fyrir þeim und­ir­tökum sem ISIS hefur náð á svæð­inu.

Ef til vill varð Charlie Hebdo ekki að skot­marki sökum inni­halds þess (sem hefur þó kannski ekki hjálpað til). Skot­markið hefði í raun getað verið hvað sem er, svo fram­ar­lega sem það hefði skapað næga reiði og ótta. Höfum í huga þá ímynd sem þessir hópar sem morð­in­gj­arnir til­heyrðu eru að reyna að skapa sér; árásir á barna­skóla, afhöfð­anir blaða­manna, hryðju­verk. Þjóðir reyna að skapa sér ímyndir og það sama á við um hryðju­verka­sam­tök, þarna er allt gert til að skapa sem mestan ótta og við­bjóð hjá and­stæð­ingn­um. Að sumu leyti má skil­greina þetta sem algjöra and­stæðu þeirrar ímyndar sem Vest­ur­lönd reyna að skapa sér; Við komum með frelsi og lýð­ræði en í raun ætlum við að geyma þig í app­el­sínu­gulum galla án dóms og laga í ára­tug, aflífa þig með mann­lausri sprengju­flug­vél eða beita „nýstár­leg­um“ yfir­heyrslu­að­ferðum sem, ef þær væru not­aðar af hinum aðil­an­um, væru kall­aðar villi­manns­leg­ar. 

En það er ekki þar með sagt að árásin á Charlie Hebdo hafi ekki áhrif á tján­ing­ar­frelsið, þó ég vilji halda því fram að það hafi ekki verið eini til­gang­ur­inn. Vissu­lega getur það gerst núna að skop­mynda­teikn­arar hugsi sig tvisvar um áður en þeir birta skop­myndir af spá­mann­inum vegna ótta við afleið­ing­arn­ar.

En það er ekki þar með sagt að árásin á Charlie Hebdo hafi ekki áhrif á tján­ing­ar­frelsið, þó ég vilji halda því fram að það hafi ekki verið eini til­gang­ur­inn. Vissu­lega getur það gerst núna að skop­mynda­teikn­arar hugsi sig tvisvar um áður en þeir birta skop­myndir af spá­mann­inum vegna ótta við afleið­ing­arn­ar. Það er hins vegar lík­legra að við sjálf leyfum tján­ing­ar­frels­inu að ganga okkur úr greipum með því að horfa í hina átt­ina á meðan hið alltum­lykj­andi eft­ir­lits­kerfi rík­is­ins andar ofan í háls­málið á okk­ur. Rétt eins og hefur nú þegar gerst með frið­helgi einka­lífs­ins. Og hvernig geta Vest­ur­lönd státað sig af mál­frelsi á meðan fólk á borð við Chel­sea Mann­ing, Edward Snowden og Julian Assange eru ýmist fang­elsuð eða á flótta, fyrir það að koma upp­lýs­ingum á fram­færi? Á sama tíma ber­ast fréttir um að múslimar séu í auknum mæli dæmt fyrir ummæli á net­inu (þeir eru víst ekki að segja „rétta“ hluti) og hinn umdeildi grínisti Dieu­donne var nýlega fang­els­aður fyrir þá sök að „af­saka hryðju­verk“ í face­book kommenti. Ef við ætlum að verja tján­ing­ar­frelsið þýðir ekki bara að verja það gegn öfga­mönn­um, við verðum líka að verja það gegn okkur sjálf­um.

Í því and­rúms­lofti for­dóma og hat­urs sem nú ríkir eru margir sem rugla því saman að útskýra og rétt­læta. En ef við viljum ekki búa til víta­hring stig­vax­andi ofbeldis gæti verið skyn­sam­legt að setj­ast niður og reyna að skilja hvað gerð­ist og hvers vegna. Það skiptir engu máli hvort við höldum áfram að dansa á hinni fínu línu kald­hæðni og móðgana, á meðan rík­is­stjórnir Vest­ur­landa eru enn að ráð­ast inn í önnur lönd og pynta fólk í nafni frelsis og lýð­ræð­is. Jafn­vel þó fyrstu við­brögð á yfir­borð­inu séu þau að kenna ekki múslimum sem heild um það sem gerð­ist, þá býr samt þessi hug­mynd í koll­inum á mörg­um, að kannski séu þeir bara öðru­vísi, að kannski sé þeim bara illa við mál­frelsið, að kannski er þetta bara það sem ger­ist þegar þú ert með stóran hóp af ómennt­uðum atvinnu­leys­ingjum sem koma úr annarri menn­ingu en þú. Og á end­an­um, þegar fennir yfir atburð­ina og sam­staðan er fokin út um glugg­ann þá munu þessar hugs­anir gægj­ast fram úr skúma­skot­un­um, skýr­ingar sem fela það í sér að þetta séu meiri villi­menn en „við“, að „þeir“ hati mál­frelsið „okk­ar“ en ekki það að þeir hati hræsn­ina sem felst í því að ráð­ast inn í lönd múslima með mál­frelsið í annarri og mann­lausan dróna í hinni, reiðu­búin til að mata þá inn um öfugan enda. Hvernig getur þetta endað öðru­vísi en með ósköp­um?

Núna sleikja öfga­hægri­menn út um því þeir fá loks­ins tæki­færi til að segja: „Við sögðum ykkur það“

Þetta er taktík, ætl­unin er að æsa alla nógu mikið upp þannig að þeir drífi sig til Sýr­lands til að láta sprengja sig í loft upp. Og hún er strax farin að virka, með árásum á moskur og yfir­lýs­ingar Mar­ine Le Pen um að end­ur­vekja eigi dauða­refs­ing­ar. Núna sleikja öfga­hægri­menn út um því þeir fá loks­ins tæki­færi til að segja: „Við sögðum ykkur það“ en á meðan erum við hin, þau „frjáls­lyndu“ og “for­dóma­lausu“ að end­ur­skil­greina „ef þú ert ekki með okkur þá ertu á móti okk­ur“ yfir í „ef þú hlærð ekki þá ertu ter­r­orist­i“.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None