Dauðinn og djöfullinn á neðstu hæð!

turisminn.jpg
Auglýsing

Það er auð­velt að falla í þá gryfju að trúa því að heim­ur­inn sé á leið til and­skot­ans.  Dæmin eru all­stað­ar.  Ekki þarf annað en að opna fyrir útvarp til að hlusta á frá­sagnir af hryðju­verk­um, í sjón­varp­inu er tekið við­tal við veikt fólk sem ekki fær aðstoð, blöðin fjalla um eymd, plágur og spill­ing­una sem öllu tröll­ríð­ur, sam­fé­lags­miðl­arnir velja skratt­ann sem veggskraut og dómur göt­unnar er að fólk sé fífl.  Hljóm­kviðan boðar að á morgun hrynji himn­arn­ir.   Upp rifj­ast kvæðið „,,Heimur versn­andi“ fer eftir Hein­rich Heine en miðju­er­indi þess er svona í þýð­ingu Magn­úsar Ásgeirs­son­ar:

„Nú er heimur heilla­snauður

hverskyns eymd og plága skæð.

Auglýsing

Á efsta lofti er Drott­inn dauður

og djöf­ull­inn á neðstu hæð.“

Her­bergja­villtElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­u­m.

Fyrir nokkrum árum (reyndar fyrir um 20 árum) rambaði ég inn á fyr­ir­lestur um heim­speki í Odda.  Var reyndar á leið í tíma í líf­eðl­is­legri sál­fræði en fór her­bergja­villt – hvorki í fyrsta né sein­asta skipti sem það gerð­ist.

2000 ára sann­indiFyr­ir­lest­ur­inn greip mig hins­vegar strax svo mjög að lítið varð af mæt­ingu í sál­fræði­tím­ann.  Þar var einmitt verið að fjalla um þetta við­horf ,,heimur versn­andi fer”.  Meðal ann­ars var vitnað í eitt af stóru grísku nöfn­unum þar sem við­kom­andi taldi það til marks um þá veg­ferð sem heim­ur­inn væri á, að ung­menni dags­ins bæru ekki næga virð­ingu fyrir þeim sem eldri væru, kynnu ekki að meta við­tekin sið­ferð­is­leg gildi og væru almennt upp­vöðslu­söm og erf­ið.  Þessu hélt hann fram fyrir rúm­lega 2000 árum.

Svo margt er betraStað­reyndin er hins­vegar sú að heim­ur­inn er ætíð að verða betri og betri staður að búa á.  Stríðs­á­tök eru sjald­gæfari og færri lát­ast vegna þeirra.  Mengun nú er minni en hún var árið 1900 (þá var áhættan á dauða vegna meng­unar 0,18% en nú er hún 0,04%). Lífslíkur eru stöðugt að aukast (frá árinu 2000 hafa íslenskir karlar t.d. bætt við sig rúm­lega tveimur árum í með­al­ævi­lengd).  Mennt­un­ar­stig er að hækka (í dag eru t.d. um 24% mann­kyns ólæs­ir, en voru um 70% í byrjun 20. ald­ar­).  Atvinnu­þátt­taka kvenna er að aukast (var 12% af öllu vinnu­afli árið 1900 en er núna 40% og fer vax­and­i).  Lengi má áfram telja.

Þá verður heim­ur­inn enn betri staður til að búa áMikið væri gott ef speg­ill fjöl­miðla tæki í auknu mæli mið af veru­leik­anum eins og hann er.  Að við myndum útvarpa því sem vel er gert.  Að við myndum rífa okkur út úr þeirri [a.m.k.] 2000 ára hefð að halda að heimur versn­andi fari og horfa frekar á hversu mjög við höfum gengið göt­una til góðs og gert heim­inn að þeim besta stað sem hann hefur verið frá því að mað­ur­inn fór að láta þar til sín taka.  Þá yrði heim­ur­inn senni­lega enn betri staður til að búa á.

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None