Dauðinn og djöfullinn á neðstu hæð!

turisminn.jpg
Auglýsing

Það er auð­velt að falla í þá gryfju að trúa því að heim­ur­inn sé á leið til and­skot­ans.  Dæmin eru all­stað­ar.  Ekki þarf annað en að opna fyrir útvarp til að hlusta á frá­sagnir af hryðju­verk­um, í sjón­varp­inu er tekið við­tal við veikt fólk sem ekki fær aðstoð, blöðin fjalla um eymd, plágur og spill­ing­una sem öllu tröll­ríð­ur, sam­fé­lags­miðl­arnir velja skratt­ann sem veggskraut og dómur göt­unnar er að fólk sé fífl.  Hljóm­kviðan boðar að á morgun hrynji himn­arn­ir.   Upp rifj­ast kvæðið „,,Heimur versn­andi“ fer eftir Hein­rich Heine en miðju­er­indi þess er svona í þýð­ingu Magn­úsar Ásgeirs­son­ar:

„Nú er heimur heilla­snauður

hverskyns eymd og plága skæð.

Auglýsing

Á efsta lofti er Drott­inn dauður

og djöf­ull­inn á neðstu hæð.“

Her­bergja­villtElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­u­m.

Fyrir nokkrum árum (reyndar fyrir um 20 árum) rambaði ég inn á fyr­ir­lestur um heim­speki í Odda.  Var reyndar á leið í tíma í líf­eðl­is­legri sál­fræði en fór her­bergja­villt – hvorki í fyrsta né sein­asta skipti sem það gerð­ist.

2000 ára sann­indiFyr­ir­lest­ur­inn greip mig hins­vegar strax svo mjög að lítið varð af mæt­ingu í sál­fræði­tím­ann.  Þar var einmitt verið að fjalla um þetta við­horf ,,heimur versn­andi fer”.  Meðal ann­ars var vitnað í eitt af stóru grísku nöfn­unum þar sem við­kom­andi taldi það til marks um þá veg­ferð sem heim­ur­inn væri á, að ung­menni dags­ins bæru ekki næga virð­ingu fyrir þeim sem eldri væru, kynnu ekki að meta við­tekin sið­ferð­is­leg gildi og væru almennt upp­vöðslu­söm og erf­ið.  Þessu hélt hann fram fyrir rúm­lega 2000 árum.

Svo margt er betraStað­reyndin er hins­vegar sú að heim­ur­inn er ætíð að verða betri og betri staður að búa á.  Stríðs­á­tök eru sjald­gæfari og færri lát­ast vegna þeirra.  Mengun nú er minni en hún var árið 1900 (þá var áhættan á dauða vegna meng­unar 0,18% en nú er hún 0,04%). Lífslíkur eru stöðugt að aukast (frá árinu 2000 hafa íslenskir karlar t.d. bætt við sig rúm­lega tveimur árum í með­al­ævi­lengd).  Mennt­un­ar­stig er að hækka (í dag eru t.d. um 24% mann­kyns ólæs­ir, en voru um 70% í byrjun 20. ald­ar­).  Atvinnu­þátt­taka kvenna er að aukast (var 12% af öllu vinnu­afli árið 1900 en er núna 40% og fer vax­and­i).  Lengi má áfram telja.

Þá verður heim­ur­inn enn betri staður til að búa áMikið væri gott ef speg­ill fjöl­miðla tæki í auknu mæli mið af veru­leik­anum eins og hann er.  Að við myndum útvarpa því sem vel er gert.  Að við myndum rífa okkur út úr þeirri [a.m.k.] 2000 ára hefð að halda að heimur versn­andi fari og horfa frekar á hversu mjög við höfum gengið göt­una til góðs og gert heim­inn að þeim besta stað sem hann hefur verið frá því að mað­ur­inn fór að láta þar til sín taka.  Þá yrði heim­ur­inn senni­lega enn betri staður til að búa á.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None