Dauðinn og djöfullinn á neðstu hæð!

turisminn.jpg
Auglýsing

Það er auð­velt að falla í þá gryfju að trúa því að heim­ur­inn sé á leið til and­skot­ans.  Dæmin eru all­stað­ar.  Ekki þarf annað en að opna fyrir útvarp til að hlusta á frá­sagnir af hryðju­verk­um, í sjón­varp­inu er tekið við­tal við veikt fólk sem ekki fær aðstoð, blöðin fjalla um eymd, plágur og spill­ing­una sem öllu tröll­ríð­ur, sam­fé­lags­miðl­arnir velja skratt­ann sem veggskraut og dómur göt­unnar er að fólk sé fífl.  Hljóm­kviðan boðar að á morgun hrynji himn­arn­ir.   Upp rifj­ast kvæðið „,,Heimur versn­andi“ fer eftir Hein­rich Heine en miðju­er­indi þess er svona í þýð­ingu Magn­úsar Ásgeirs­son­ar:

„Nú er heimur heilla­snauður

hverskyns eymd og plága skæð.

Auglýsing

Á efsta lofti er Drott­inn dauður

og djöf­ull­inn á neðstu hæð.“

Her­bergja­villtElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­u­m.

Fyrir nokkrum árum (reyndar fyrir um 20 árum) rambaði ég inn á fyr­ir­lestur um heim­speki í Odda.  Var reyndar á leið í tíma í líf­eðl­is­legri sál­fræði en fór her­bergja­villt – hvorki í fyrsta né sein­asta skipti sem það gerð­ist.

2000 ára sann­indiFyr­ir­lest­ur­inn greip mig hins­vegar strax svo mjög að lítið varð af mæt­ingu í sál­fræði­tím­ann.  Þar var einmitt verið að fjalla um þetta við­horf ,,heimur versn­andi fer”.  Meðal ann­ars var vitnað í eitt af stóru grísku nöfn­unum þar sem við­kom­andi taldi það til marks um þá veg­ferð sem heim­ur­inn væri á, að ung­menni dags­ins bæru ekki næga virð­ingu fyrir þeim sem eldri væru, kynnu ekki að meta við­tekin sið­ferð­is­leg gildi og væru almennt upp­vöðslu­söm og erf­ið.  Þessu hélt hann fram fyrir rúm­lega 2000 árum.

Svo margt er betraStað­reyndin er hins­vegar sú að heim­ur­inn er ætíð að verða betri og betri staður að búa á.  Stríðs­á­tök eru sjald­gæfari og færri lát­ast vegna þeirra.  Mengun nú er minni en hún var árið 1900 (þá var áhættan á dauða vegna meng­unar 0,18% en nú er hún 0,04%). Lífslíkur eru stöðugt að aukast (frá árinu 2000 hafa íslenskir karlar t.d. bætt við sig rúm­lega tveimur árum í með­al­ævi­lengd).  Mennt­un­ar­stig er að hækka (í dag eru t.d. um 24% mann­kyns ólæs­ir, en voru um 70% í byrjun 20. ald­ar­).  Atvinnu­þátt­taka kvenna er að aukast (var 12% af öllu vinnu­afli árið 1900 en er núna 40% og fer vax­and­i).  Lengi má áfram telja.

Þá verður heim­ur­inn enn betri staður til að búa áMikið væri gott ef speg­ill fjöl­miðla tæki í auknu mæli mið af veru­leik­anum eins og hann er.  Að við myndum útvarpa því sem vel er gert.  Að við myndum rífa okkur út úr þeirri [a.m.k.] 2000 ára hefð að halda að heimur versn­andi fari og horfa frekar á hversu mjög við höfum gengið göt­una til góðs og gert heim­inn að þeim besta stað sem hann hefur verið frá því að mað­ur­inn fór að láta þar til sín taka.  Þá yrði heim­ur­inn senni­lega enn betri staður til að búa á.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit
None