Dauðinn og djöfullinn á neðstu hæð!

turisminn.jpg
Auglýsing

Það er auð­velt að falla í þá gryfju að trúa því að heim­ur­inn sé á leið til and­skot­ans.  Dæmin eru all­stað­ar.  Ekki þarf annað en að opna fyrir útvarp til að hlusta á frá­sagnir af hryðju­verk­um, í sjón­varp­inu er tekið við­tal við veikt fólk sem ekki fær aðstoð, blöðin fjalla um eymd, plágur og spill­ing­una sem öllu tröll­ríð­ur, sam­fé­lags­miðl­arnir velja skratt­ann sem veggskraut og dómur göt­unnar er að fólk sé fífl.  Hljóm­kviðan boðar að á morgun hrynji himn­arn­ir.   Upp rifj­ast kvæðið „,,Heimur versn­andi“ fer eftir Hein­rich Heine en miðju­er­indi þess er svona í þýð­ingu Magn­úsar Ásgeirs­son­ar:

„Nú er heimur heilla­snauður

hverskyns eymd og plága skæð.

Auglýsing

Á efsta lofti er Drott­inn dauður

og djöf­ull­inn á neðstu hæð.“

Her­bergja­villtElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­u­m.

Fyrir nokkrum árum (reyndar fyrir um 20 árum) rambaði ég inn á fyr­ir­lestur um heim­speki í Odda.  Var reyndar á leið í tíma í líf­eðl­is­legri sál­fræði en fór her­bergja­villt – hvorki í fyrsta né sein­asta skipti sem það gerð­ist.

2000 ára sann­indiFyr­ir­lest­ur­inn greip mig hins­vegar strax svo mjög að lítið varð af mæt­ingu í sál­fræði­tím­ann.  Þar var einmitt verið að fjalla um þetta við­horf ,,heimur versn­andi fer”.  Meðal ann­ars var vitnað í eitt af stóru grísku nöfn­unum þar sem við­kom­andi taldi það til marks um þá veg­ferð sem heim­ur­inn væri á, að ung­menni dags­ins bæru ekki næga virð­ingu fyrir þeim sem eldri væru, kynnu ekki að meta við­tekin sið­ferð­is­leg gildi og væru almennt upp­vöðslu­söm og erf­ið.  Þessu hélt hann fram fyrir rúm­lega 2000 árum.

Svo margt er betraStað­reyndin er hins­vegar sú að heim­ur­inn er ætíð að verða betri og betri staður að búa á.  Stríðs­á­tök eru sjald­gæfari og færri lát­ast vegna þeirra.  Mengun nú er minni en hún var árið 1900 (þá var áhættan á dauða vegna meng­unar 0,18% en nú er hún 0,04%). Lífslíkur eru stöðugt að aukast (frá árinu 2000 hafa íslenskir karlar t.d. bætt við sig rúm­lega tveimur árum í með­al­ævi­lengd).  Mennt­un­ar­stig er að hækka (í dag eru t.d. um 24% mann­kyns ólæs­ir, en voru um 70% í byrjun 20. ald­ar­).  Atvinnu­þátt­taka kvenna er að aukast (var 12% af öllu vinnu­afli árið 1900 en er núna 40% og fer vax­and­i).  Lengi má áfram telja.

Þá verður heim­ur­inn enn betri staður til að búa áMikið væri gott ef speg­ill fjöl­miðla tæki í auknu mæli mið af veru­leik­anum eins og hann er.  Að við myndum útvarpa því sem vel er gert.  Að við myndum rífa okkur út úr þeirri [a.m.k.] 2000 ára hefð að halda að heimur versn­andi fari og horfa frekar á hversu mjög við höfum gengið göt­una til góðs og gert heim­inn að þeim besta stað sem hann hefur verið frá því að mað­ur­inn fór að láta þar til sín taka.  Þá yrði heim­ur­inn senni­lega enn betri staður til að búa á.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None