Bakherbergið: Ætlar Elín sér varaformannssætið?

Screen.Shot_.2015.01.28.at_.16.16.08.jpg
Auglýsing

Elín Hir­st, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ­seg­ist ekki telja ráð­legt að Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra og vara­for­maður flokks­ins, taki sæti á þingi að nýju. Þá Finn­st El­ínu að Hanna Birna eigi líka að láta af emb­ætti sem vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Elín er eini þing­maður flokks­ins sem hefur talað með þessum hætti opin­ber­lega.

Í frægri stöðu­upp­færslu sinni á Face­book, þar sem ofan­greint kom fram, skrif­aði Elín: „En mik­il­væg­ast er að stjórn­mála- og ráða­menn lands­ins dragi lær­dóm af mál­inu og axli ábyrgð á mis­tökum sem þessum gagn­vart umbjóð­endum sín­um, almenn­ingi í land­in­u.“

Í bak­her­berg­inu hafa margir gaman af því hvað lífið getur verið hverf­ullt. Þar var rifjað upp hvernig eig­in­maður Elín­ar, Frið­rik Frið­riks­son, vann að tjalda­baki í aðdrag­anda síð­ustu Alþing­is­kosn­inga að því að velta Bjarna Bene­dikts­syni úr stóli for­manns Sjálf­stæð­is­flokks, að því er virð­ist til að koma Hönnu Birnu í stól­inn. Í frétt á Stöð 2, sem birt­ist 12. apríl 2013 eða rétt rúmum tveimur vikum fyrir kosn­ing­ar, var full­yrt að Frið­rik hefði tví­vegis hvatt Bjarna til að segja af sér­ ­for­mennsku. Í við­tal­inu sagð­ist Elín ekki hafa hug­mynd um skoð­anir eig­in­manns síns, því hann hefði sína eigin „kenni­tölu.“

Auglýsing

Á þessum tíma var staða Bjarna sem for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins mjög veik, sem var ekki síst til­komin vegna könn­unar Við­skipta­blaðs­ins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokk­inn með Hönnu Birnu í broddi fylk­ing­ar. Um könn­un­ina sagði Bjarni að öfl innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins væru að vinna gegn sér. Þá má geta þess að annar blaða­mað­ur­inn sem skrif­aður var fyrir frétt­inni um könn­un­ina var Gísli Freyr Val­dórs­son, sem síðar varð aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu þegar hún varð inn­an­rík­is­ráð­herra. Hanna Birna sór af sér að hún tengd­ist nokkuð þessum „öfl­um“ innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem væru að vinna gegn sitj­andi for­manni flokks­ins, í áður­nefndri frétt á Stöð 2.

Þann 24. maí 2013 hélt Elín Hirst lof­ræðu um Hönnu Birnu sem birt­ist í DV. Þar sagði Elín: „...þar fer hlý og góð mann­eskja sem er sterkur leið­togi. [...] Hún segir að við eigum að vera breyt­ing­arnar sem við boð­um. Sem í mínum huga þýðir að stjórn­mála­menn eigi að sýna gott for­dæmi hvar sem þeir fara. Stjórn­mála­menn eiga í störfum sínum að þjóna því fólki sem þeir eru umbjóð­endur fyrir og það finnst mér Hanna Birna ger­a.“

Í bak­her­berg­inu hefur nýleg kúvend­ing Elínar gagn­vart Hönnu Birnu verið rædd. Þá eru mein­ingar innan bak­her­berg­is­ins um að kon­an ­sem fyrst stígur fram og hvetur Hönnu Birnu til að segja af sér sem vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé hvað lík­leg­ust til að bjóða sig fram til emb­ætt­is­ins. Enda ljóst að tölu­verð eft­ir­spurn verður eftir konu til að taka sæti við hlið Bjarna Ben í fram­varða­sveit flokks­ins. Með útspili sínu gagn­vart Hönnu Birnu hefur Elín nú kastað sínum hatti inn í þann hring.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None