Bakherbergið: Ætlar Elín sér varaformannssætið?

Screen.Shot_.2015.01.28.at_.16.16.08.jpg
Auglýsing

Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki telja ráðlegt að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður flokksins, taki sæti á þingi að nýju. Þá Finnst Elínu að Hanna Birna eigi líka að láta af embætti sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Elín er eini þingmaður flokksins sem hefur talað með þessum hætti opinberlega.

Í frægri stöðuuppfærslu sinni á Facebook, þar sem ofangreint kom fram, skrifaði Elín: „En mikilvægast er að stjórnmála- og ráðamenn landsins dragi lærdóm af málinu og axli ábyrgð á mistökum sem þessum gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi í landinu.“

Í bakherberginu hafa margir gaman af því hvað lífið getur verið hverfullt. Þar var rifjað upp hvernig eiginmaður Elínar, Friðrik Friðriksson, vann að tjaldabaki í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga að því að velta Bjarna Benediktssyni úr stóli formanns Sjálfstæðisflokks, að því er virðist til að koma Hönnu Birnu í stólinn. Í frétt á Stöð 2, sem birtist 12. apríl 2013 eða rétt rúmum tveimur vikum fyrir kosningar, var fullyrt að Friðrik hefði tvívegis hvatt Bjarna til að segja af sér formennsku. Í viðtalinu sagðist Elín ekki hafa hugmynd um skoðanir eiginmanns síns, því hann hefði sína eigin „kennitölu.“

Auglýsing

Á þessum tíma var staða Bjarna sem formanns Sjálfstæðisflokksins mjög veik, sem var ekki síst tilkomin vegna könnunar Viðskiptablaðsins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn með Hönnu Birnu í broddi fylkingar. Um könnunina sagði Bjarni að öfl innan Sjálfstæðisflokksins væru að vinna gegn sér. Þá má geta þess að annar blaðamaðurinn sem skrifaður var fyrir fréttinni um könnunina var Gísli Freyr Valdórsson, sem síðar varð aðstoðarmaður Hönnu Birnu þegar hún varð innanríkisráðherra. Hanna Birna sór af sér að hún tengdist nokkuð þessum „öflum“ innan Sjálfstæðisflokksins sem væru að vinna gegn sitjandi formanni flokksins, í áðurnefndri frétt á Stöð 2.

Þann 24. maí 2013 hélt Elín Hirst lofræðu um Hönnu Birnu sem birtist í DV. Þar sagði Elín: „...þar fer hlý og góð manneskja sem er sterkur leiðtogi. [...] Hún segir að við eigum að vera breytingarnar sem við boðum. Sem í mínum huga þýðir að stjórnmálamenn eigi að sýna gott fordæmi hvar sem þeir fara. Stjórnmálamenn eiga í störfum sínum að þjóna því fólki sem þeir eru umbjóðendur fyrir og það finnst mér Hanna Birna gera.“

Í bakherberginu hefur nýleg kúvending Elínar gagnvart Hönnu Birnu verið rædd. Þá eru meiningar innan bakherbergisins um að konan sem fyrst stígur fram og hvetur Hönnu Birnu til að segja af sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins sé hvað líklegust til að bjóða sig fram til embættisins. Enda ljóst að töluverð eftirspurn verður eftir konu til að taka sæti við hlið Bjarna Ben í framvarðasveit flokksins. Með útspili sínu gagnvart Hönnu Birnu hefur Elín nú kastað sínum hatti inn í þann hring.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None