Bakherbergið: Ætlar Elín sér varaformannssætið?

Screen.Shot_.2015.01.28.at_.16.16.08.jpg
Auglýsing

Elín Hir­st, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ­seg­ist ekki telja ráð­legt að Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra og vara­for­maður flokks­ins, taki sæti á þingi að nýju. Þá Finn­st El­ínu að Hanna Birna eigi líka að láta af emb­ætti sem vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Elín er eini þing­maður flokks­ins sem hefur talað með þessum hætti opin­ber­lega.

Í frægri stöðu­upp­færslu sinni á Face­book, þar sem ofan­greint kom fram, skrif­aði Elín: „En mik­il­væg­ast er að stjórn­mála- og ráða­menn lands­ins dragi lær­dóm af mál­inu og axli ábyrgð á mis­tökum sem þessum gagn­vart umbjóð­endum sín­um, almenn­ingi í land­in­u.“

Í bak­her­berg­inu hafa margir gaman af því hvað lífið getur verið hverf­ullt. Þar var rifjað upp hvernig eig­in­maður Elín­ar, Frið­rik Frið­riks­son, vann að tjalda­baki í aðdrag­anda síð­ustu Alþing­is­kosn­inga að því að velta Bjarna Bene­dikts­syni úr stóli for­manns Sjálf­stæð­is­flokks, að því er virð­ist til að koma Hönnu Birnu í stól­inn. Í frétt á Stöð 2, sem birt­ist 12. apríl 2013 eða rétt rúmum tveimur vikum fyrir kosn­ing­ar, var full­yrt að Frið­rik hefði tví­vegis hvatt Bjarna til að segja af sér­ ­for­mennsku. Í við­tal­inu sagð­ist Elín ekki hafa hug­mynd um skoð­anir eig­in­manns síns, því hann hefði sína eigin „kenni­tölu.“

Auglýsing

Á þessum tíma var staða Bjarna sem for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins mjög veik, sem var ekki síst til­komin vegna könn­unar Við­skipta­blaðs­ins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokk­inn með Hönnu Birnu í broddi fylk­ing­ar. Um könn­un­ina sagði Bjarni að öfl innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins væru að vinna gegn sér. Þá má geta þess að annar blaða­mað­ur­inn sem skrif­aður var fyrir frétt­inni um könn­un­ina var Gísli Freyr Val­dórs­son, sem síðar varð aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu þegar hún varð inn­an­rík­is­ráð­herra. Hanna Birna sór af sér að hún tengd­ist nokkuð þessum „öfl­um“ innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem væru að vinna gegn sitj­andi for­manni flokks­ins, í áður­nefndri frétt á Stöð 2.

Þann 24. maí 2013 hélt Elín Hirst lof­ræðu um Hönnu Birnu sem birt­ist í DV. Þar sagði Elín: „...þar fer hlý og góð mann­eskja sem er sterkur leið­togi. [...] Hún segir að við eigum að vera breyt­ing­arnar sem við boð­um. Sem í mínum huga þýðir að stjórn­mála­menn eigi að sýna gott for­dæmi hvar sem þeir fara. Stjórn­mála­menn eiga í störfum sínum að þjóna því fólki sem þeir eru umbjóð­endur fyrir og það finnst mér Hanna Birna ger­a.“

Í bak­her­berg­inu hefur nýleg kúvend­ing Elínar gagn­vart Hönnu Birnu verið rædd. Þá eru mein­ingar innan bak­her­berg­is­ins um að kon­an ­sem fyrst stígur fram og hvetur Hönnu Birnu til að segja af sér sem vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé hvað lík­leg­ust til að bjóða sig fram til emb­ætt­is­ins. Enda ljóst að tölu­verð eft­ir­spurn verður eftir konu til að taka sæti við hlið Bjarna Ben í fram­varða­sveit flokks­ins. Með útspili sínu gagn­vart Hönnu Birnu hefur Elín nú kastað sínum hatti inn í þann hring.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None