Bakherbergið: Ætlar Framsókn að rannsaka Ásmund Einar?

14405659215_b99fa1d7f3_z.jpg
Auglýsing

Ýmsir hafa tekið undir ásak­anir Víg­lundar Þor­steins­sonar um að fyrrum stjórn­völd hafi framið lög­brot og fært kröfu­höfum fall­inna banka 300-400 millj­arða króna að gjöf þegar þeir eign­uð­ust þorra hluta í Íslands­banka og Arion banka á árinu 2009. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði ásak­anir Víg­lundar slá­andir og að það þyrfti að rann­saka þær. Kröfu­höfum hafi verið gefnir pen­ingar og því væri ekki hægt að horfa fram hjá.

Hin skel­egga Vig­dís Hauks­dóttir hefur tekið í svip­aðan streng. Á heima­síðu sinni segir hún m.a. að „Einka­væð­ing Stein­gríms J. Sig­fús­sonar var fram­kvæmd án nokk­urrar umræðu á Alþingi og án þess að breyt­ingar hefðu verið gerðar á starfs­um­hverfi bank­anna og ann­ara fjár­mála­fyr­ir­tækja eða lögum um fjár­mála­fyr­ir­tækja í kjöl­far hruns­ins“. Þar segir líka að „Fyrri rík­is­stjórn tók skyndi­lega og umsvifa­laust ákvörðun um að afhenda lána­drottn­um/er­lendum kröfu­höfum Kaup­þing og Glitni nýju bank­ana sem heita í dag Íslands­banki og Arion­banki. Meiri­hluti Lands­bank­ans er enn í eigu rík­iss­ins“ og að það þurfi að „upp­lýsa á hvaða for­sendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af FME varð­andi stofnúr­skurði byggða á neyð­ar­lög­unum og yfir í þá ákvörðun að færa valdið til fjár­mála­ráð­herra sem færði kröfu­höfum bank­anna þá á einni nótt­u“.

Þær for­send­ur, sem færðu "kröfu­höfum bank­anna þá á einni nótt­u“, sem Vig­dís spyr um eru tíund­aðar í grein­ar­gerð meiri­hlutar fjár­laga­nefndar sem fylgdi með frumvarpinu

Auglýsing

Þær for­send­ur, sem færðu "kröfu­höfum bank­anna þá á einni nótt­u“, sem Vig­dís spyr um eru tíund­aðar í grein­ar­gerð meiri­hlutar fjár­laga­nefndar sem fylgdi með frum­varp­inu sem heim­il­aði Stein­grími að „ stað­festa breyt­ingar á eign­ar­hlut rík­is­ins í bönk­unum þremur með samn­ingum við kröfu­haf­anna. Það var lagt fram í des­em­ber 2009.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að nýju bank­arnir hafi verið stofn­aðir sem  „nokk­urs konar umgjörð utan um þær eignir og skuld­bind­ingar sem færðar voru úr gömlu bönk­unum en þá lá þegar fyrir að end­an­legri fjár­mögnun yrði ekki lokið fyrr en nið­ur­staða feng­ist um upp­gjör við gömlu bank­ana. Þrátt fyrir að rík­is­sjóður hafi við stofnun félag­anna verið skráður eig­andi alls hluta­fjár í þessum félögum lá fyrir að það fram­lag mundi ekki nægja til að fjár­magna starf­semi bank­anna til fram­tíðar eða til upp­gjörs fyr­ir­liggj­andi skuld­bind­inga þar sem upp­gjör eigna og skulda á grund­velli neyð­ar­lag­anna hafði ekki farið fram“.

Einn þeirra sem var í meiri­hluta fjár­laga­nefndar á þessum tíma, og lagði fram frum­varpið með félögum sín­um, var Ásmundur Einar Daða­son, þá þing­maður Vinstri grænna. Hann sam­þykkti síðar frum­varpið í atkvæða­greiðslu. Hann sagði sig síðar út flokkn­um, gekk til liðs við Fram­sókn­ar­flokk­inn og er í dag bræð­ingur af aðstoð­ar­manni Sig­mundar Dav­íðs og þing­manni.

Ef til stendur að rann­saka til­færslu á eign­ar­hlutum í nýju bönk­unum til kröfu­hafa þá hlýtur sú rann­sókn að ná til þeirra þing­manna sem lögðu fram frum­varpið sem heim­il­aði til­færsl­una, ekki bara til ráð­herr­ans sem fram­kvæmdi hana.

Því er spurt í bak­her­berg­inu hvort Sig­mundur Davíð ætli að láta rann­saka Ásmund Ein­ar, þing­mann, aðstoð­ar­mann og trún­að­ar­mann sinn, fyrir að hafa afhent, í sam­floti við vonda vinstra­lið­ið, kröfu­höfum banka fulla af pen­ingum sem með réttu ættu að vera eign íslenskra heim­ilia og fyr­ir­tækja?

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None