Bakherbergið: Ætlar Framsókn að rannsaka Ásmund Einar?

14405659215_b99fa1d7f3_z.jpg
Auglýsing

Ýmsir hafa tekið undir ásakanir Víglundar Þorsteinssonar um að fyrrum stjórnvöld hafi framið lögbrot og fært kröfuhöfum fallinna banka 300-400 milljarða króna að gjöf þegar þeir eignuðust þorra hluta í Íslandsbanka og Arion banka á árinu 2009. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði ásakanir Víglundar sláandir og að það þyrfti að rannsaka þær. Kröfuhöfum hafi verið gefnir peningar og því væri ekki hægt að horfa fram hjá.

Hin skelegga Vigdís Hauksdóttir hefur tekið í svipaðan streng. Á heimasíðu sinni segir hún m.a. að „Einkavæðing Steingríms J. Sigfússonar var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annara fjármálafyrirtækja eða lögum um fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins“. Þar segir líka að „Fyrri ríkisstjórn tók skyndilega og umsvifalaust ákvörðun um að afhenda lánadrottnum/erlendum kröfuhöfum Kaupþing og Glitni nýju bankana sem heita í dag Íslandsbanki og Arionbanki. Meirihluti Landsbankans er enn í eigu ríkissins“ og að það þurfi að „upplýsa á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af FME varðandi stofnúrskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í þá ákvörðun að færa valdið til fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu“.

Þær forsendur, sem færðu "kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu“, sem Vigdís spyr um eru tíundaðar í greinargerð meirihlutar fjárlaganefndar sem fylgdi með frumvarpinu

Auglýsing

Þær forsendur, sem færðu "kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu“, sem Vigdís spyr um eru tíundaðar í greinargerð meirihlutar fjárlaganefndar sem fylgdi með frumvarpinu sem heimilaði Steingrími að „ staðfesta breytingar á eignarhlut ríkisins í bönkunum þremur með samningum við kröfuhafanna. Það var lagt fram í desember 2009.

Í greinargerð frumvarpsins segir að nýju bankarnir hafi verið stofnaðir sem  „nokkurs konar umgjörð utan um þær eignir og skuldbindingar sem færðar voru úr gömlu bönkunum en þá lá þegar fyrir að endanlegri fjármögnun yrði ekki lokið fyrr en niðurstaða fengist um uppgjör við gömlu bankana. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi við stofnun félaganna verið skráður eigandi alls hlutafjár í þessum félögum lá fyrir að það framlag mundi ekki nægja til að fjármagna starfsemi bankanna til framtíðar eða til uppgjörs fyrirliggjandi skuldbindinga þar sem uppgjör eigna og skulda á grundvelli neyðarlaganna hafði ekki farið fram“.

Einn þeirra sem var í meirihluta fjárlaganefndar á þessum tíma, og lagði fram frumvarpið með félögum sínum, var Ásmundur Einar Daðason, þá þingmaður Vinstri grænna. Hann samþykkti síðar frumvarpið í atkvæðagreiðslu. Hann sagði sig síðar út flokknum, gekk til liðs við Framsóknarflokkinn og er í dag bræðingur af aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs og þingmanni.

Ef til stendur að rannsaka tilfærslu á eignarhlutum í nýju bönkunum til kröfuhafa þá hlýtur sú rannsókn að ná til þeirra þingmanna sem lögðu fram frumvarpið sem heimilaði tilfærsluna, ekki bara til ráðherrans sem framkvæmdi hana.

Því er spurt í bakherberginu hvort Sigmundur Davíð ætli að láta rannsaka Ásmund Einar, þingmann, aðstoðarmann og trúnaðarmann sinn, fyrir að hafa afhent, í samfloti við vonda vinstraliðið, kröfuhöfum banka fulla af peningum sem með réttu ættu að vera eign íslenskra heimilia og fyrirtækja?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None