Bakherbergið: Ætlar Framsókn að rannsaka Ásmund Einar?

14405659215_b99fa1d7f3_z.jpg
Auglýsing

Ýmsir hafa tekið undir ásak­anir Víg­lundar Þor­steins­sonar um að fyrrum stjórn­völd hafi framið lög­brot og fært kröfu­höfum fall­inna banka 300-400 millj­arða króna að gjöf þegar þeir eign­uð­ust þorra hluta í Íslands­banka og Arion banka á árinu 2009. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði ásak­anir Víg­lundar slá­andir og að það þyrfti að rann­saka þær. Kröfu­höfum hafi verið gefnir pen­ingar og því væri ekki hægt að horfa fram hjá.

Hin skel­egga Vig­dís Hauks­dóttir hefur tekið í svip­aðan streng. Á heima­síðu sinni segir hún m.a. að „Einka­væð­ing Stein­gríms J. Sig­fús­sonar var fram­kvæmd án nokk­urrar umræðu á Alþingi og án þess að breyt­ingar hefðu verið gerðar á starfs­um­hverfi bank­anna og ann­ara fjár­mála­fyr­ir­tækja eða lögum um fjár­mála­fyr­ir­tækja í kjöl­far hruns­ins“. Þar segir líka að „Fyrri rík­is­stjórn tók skyndi­lega og umsvifa­laust ákvörðun um að afhenda lána­drottn­um/er­lendum kröfu­höfum Kaup­þing og Glitni nýju bank­ana sem heita í dag Íslands­banki og Arion­banki. Meiri­hluti Lands­bank­ans er enn í eigu rík­iss­ins“ og að það þurfi að „upp­lýsa á hvaða for­sendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af FME varð­andi stofnúr­skurði byggða á neyð­ar­lög­unum og yfir í þá ákvörðun að færa valdið til fjár­mála­ráð­herra sem færði kröfu­höfum bank­anna þá á einni nótt­u“.

Þær for­send­ur, sem færðu "kröfu­höfum bank­anna þá á einni nótt­u“, sem Vig­dís spyr um eru tíund­aðar í grein­ar­gerð meiri­hlutar fjár­laga­nefndar sem fylgdi með frumvarpinu

Auglýsing

Þær for­send­ur, sem færðu "kröfu­höfum bank­anna þá á einni nótt­u“, sem Vig­dís spyr um eru tíund­aðar í grein­ar­gerð meiri­hlutar fjár­laga­nefndar sem fylgdi með frum­varp­inu sem heim­il­aði Stein­grími að „ stað­festa breyt­ingar á eign­ar­hlut rík­is­ins í bönk­unum þremur með samn­ingum við kröfu­haf­anna. Það var lagt fram í des­em­ber 2009.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að nýju bank­arnir hafi verið stofn­aðir sem  „nokk­urs konar umgjörð utan um þær eignir og skuld­bind­ingar sem færðar voru úr gömlu bönk­unum en þá lá þegar fyrir að end­an­legri fjár­mögnun yrði ekki lokið fyrr en nið­ur­staða feng­ist um upp­gjör við gömlu bank­ana. Þrátt fyrir að rík­is­sjóður hafi við stofnun félag­anna verið skráður eig­andi alls hluta­fjár í þessum félögum lá fyrir að það fram­lag mundi ekki nægja til að fjár­magna starf­semi bank­anna til fram­tíðar eða til upp­gjörs fyr­ir­liggj­andi skuld­bind­inga þar sem upp­gjör eigna og skulda á grund­velli neyð­ar­lag­anna hafði ekki farið fram“.

Einn þeirra sem var í meiri­hluta fjár­laga­nefndar á þessum tíma, og lagði fram frum­varpið með félögum sín­um, var Ásmundur Einar Daða­son, þá þing­maður Vinstri grænna. Hann sam­þykkti síðar frum­varpið í atkvæða­greiðslu. Hann sagði sig síðar út flokkn­um, gekk til liðs við Fram­sókn­ar­flokk­inn og er í dag bræð­ingur af aðstoð­ar­manni Sig­mundar Dav­íðs og þing­manni.

Ef til stendur að rann­saka til­færslu á eign­ar­hlutum í nýju bönk­unum til kröfu­hafa þá hlýtur sú rann­sókn að ná til þeirra þing­manna sem lögðu fram frum­varpið sem heim­il­aði til­færsl­una, ekki bara til ráð­herr­ans sem fram­kvæmdi hana.

Því er spurt í bak­her­berg­inu hvort Sig­mundur Davíð ætli að láta rann­saka Ásmund Ein­ar, þing­mann, aðstoð­ar­mann og trún­að­ar­mann sinn, fyrir að hafa afhent, í sam­floti við vonda vinstra­lið­ið, kröfu­höfum banka fulla af pen­ingum sem með réttu ættu að vera eign íslenskra heim­ilia og fyr­ir­tækja?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Tvö andlát vegna COVID-19
Fjórir hafa nú látist hér á landi vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur.
Kjarninn 2. apríl 2020
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar
Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None