Háskólinn er ekki eyland

Iðunn Garðarsdóttir
Reykjavik_Haskoli_Islands.jpg
Auglýsing

Í næstu viku fara fram kosn­ingar til Stúd­enta­ráðs. Stúd­entum Háskóla Íslands gefst þá tæki­færi til að kjósa þá full­trúa sem þeir treysta til að gæta hags­muna þeirra í Stúd­enta­ráði og í lok næstu viku verður ljóst hverjir munu eiga sæti í nýju Stúd­enta­ráði.

Vaka og Röskva bjóða fram lista á öllum fræða­sviðum Háskól­ans, og sama hversu margir taka þátt í kosn­ing­unum er ljóst að 27 af fram­bjóð­endum fylk­ing­anna munu hljóta kosn­ingu. En hvers vegna skiptir máli að kjósa, og hver er eig­in­lega mun­ur­inn á fylk­ing­unum tveim­ur?

Róum öll í sömu áttIðunn Garðarsdóttir. Iðunn Garð­ars­dótt­ir.

Fylk­ing­arnar tvær stefna vissu­lega að sama mark­miði: Bættum hag stúd­enta. Hags­muna­bar­átta stúd­enta er gríð­ar­lega mik­il­væg, og bar­átta sem spannar mjög vítt svið. Stúd­entar eru stór hópur sem eiga ríkra hags­muna að gæta og það eru þeir sjálfir sem þurfa að gæta þess­ara hags­muna. Því er ljóst að við róum öll í sömu átt. Stóra spurn­ingin er hverjum þú treystir best til að kom­ast á áfanga­stað.

Auglýsing

Stúd­entar hafa nefni­lega alla burði til að vera rót­tækir og láta í sér heyra. Stúd­enta­fylk­ingar eiga ekki að hreykja sér af því að vera ópóli­tískar, heldur einmitt að vera póli­tískar því póli­tík varðar alla ein­stak­linga sam­fé­lags­ins. Stúd­entar eiga að fara í setu­verk­föll, mót­mæla og vera leið­andi í umræð­unni í sam­fé­lag­inu.

Stúd­enta­fylk­ingar eiga að veita stjórn­völdum aðhald Mik­il­væg­asta hlut­verk stúd­enta­fylk­inga er að veita stjórn­völdum aðhald. Núver­andi rík­is­stjórn Íslands er hægri­st­jórn og rík­is­stjórn Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­flokks vinnur mark­visst að því að stuðla að ójöfn­uði í sam­fé­lag­inu og vegur þar með að jafn­rétti á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Rauði þráð­ur­inn í stefnu Röskvu er jafn­rétti og full­trúum Röskvu er óhætt að treysta til að standa vörð um hags­muni stúd­enta og veita rík­is­stjórn­inni aðhald.

Við þurfum Stúd­enta­ráð sem lætur í sér heyra þegar skattar á bækur og mat­vörur hækka. Við þurfum Stúd­enta­ráð sem beitir sér af hörku fyrir umhverf­is­málum og femín­isma. Við þurfum Stúd­enta­ráð sem veitir stjórn­völdum aðhald. Við þurfum Stúd­enta­ráð sem þorir að láta í sér heyra og er ekki hrætt við að styggja ráða­menn þjóð­ar­inn­ar. Við þurfum Stúd­enta­ráð sem er ekki hrætt við póli­tík. Við þurfum Stúd­enta­ráð sem neitar ekki fyrir tengsl sín við stjórn­mála­flokka heldur gengst við þeim. Við þurfum Stúd­enta­ráð sem berst fyrir hags­munum stúd­enta af heil­ind­um.

Þess vegna skiptir máli að kjósa.

Höf­undur er laga­nemi og Háskóla­ráðs­full­trúi fyrir hönd Röskvu

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None