Háskólinn er ekki eyland

Iðunn Garðarsdóttir
Reykjavik_Haskoli_Islands.jpg
Auglýsing

Í næstu viku fara fram kosn­ingar til Stúd­enta­ráðs. Stúd­entum Háskóla Íslands gefst þá tæki­færi til að kjósa þá full­trúa sem þeir treysta til að gæta hags­muna þeirra í Stúd­enta­ráði og í lok næstu viku verður ljóst hverjir munu eiga sæti í nýju Stúd­enta­ráði.

Vaka og Röskva bjóða fram lista á öllum fræða­sviðum Háskól­ans, og sama hversu margir taka þátt í kosn­ing­unum er ljóst að 27 af fram­bjóð­endum fylk­ing­anna munu hljóta kosn­ingu. En hvers vegna skiptir máli að kjósa, og hver er eig­in­lega mun­ur­inn á fylk­ing­unum tveim­ur?

Róum öll í sömu áttIðunn Garðarsdóttir. Iðunn Garð­ars­dótt­ir.

Fylk­ing­arnar tvær stefna vissu­lega að sama mark­miði: Bættum hag stúd­enta. Hags­muna­bar­átta stúd­enta er gríð­ar­lega mik­il­væg, og bar­átta sem spannar mjög vítt svið. Stúd­entar eru stór hópur sem eiga ríkra hags­muna að gæta og það eru þeir sjálfir sem þurfa að gæta þess­ara hags­muna. Því er ljóst að við róum öll í sömu átt. Stóra spurn­ingin er hverjum þú treystir best til að kom­ast á áfanga­stað.

Auglýsing

Stúd­entar hafa nefni­lega alla burði til að vera rót­tækir og láta í sér heyra. Stúd­enta­fylk­ingar eiga ekki að hreykja sér af því að vera ópóli­tískar, heldur einmitt að vera póli­tískar því póli­tík varðar alla ein­stak­linga sam­fé­lags­ins. Stúd­entar eiga að fara í setu­verk­föll, mót­mæla og vera leið­andi í umræð­unni í sam­fé­lag­inu.

Stúd­enta­fylk­ingar eiga að veita stjórn­völdum aðhald Mik­il­væg­asta hlut­verk stúd­enta­fylk­inga er að veita stjórn­völdum aðhald. Núver­andi rík­is­stjórn Íslands er hægri­st­jórn og rík­is­stjórn Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­flokks vinnur mark­visst að því að stuðla að ójöfn­uði í sam­fé­lag­inu og vegur þar með að jafn­rétti á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Rauði þráð­ur­inn í stefnu Röskvu er jafn­rétti og full­trúum Röskvu er óhætt að treysta til að standa vörð um hags­muni stúd­enta og veita rík­is­stjórn­inni aðhald.

Við þurfum Stúd­enta­ráð sem lætur í sér heyra þegar skattar á bækur og mat­vörur hækka. Við þurfum Stúd­enta­ráð sem beitir sér af hörku fyrir umhverf­is­málum og femín­isma. Við þurfum Stúd­enta­ráð sem veitir stjórn­völdum aðhald. Við þurfum Stúd­enta­ráð sem þorir að láta í sér heyra og er ekki hrætt við að styggja ráða­menn þjóð­ar­inn­ar. Við þurfum Stúd­enta­ráð sem er ekki hrætt við póli­tík. Við þurfum Stúd­enta­ráð sem neitar ekki fyrir tengsl sín við stjórn­mála­flokka heldur gengst við þeim. Við þurfum Stúd­enta­ráð sem berst fyrir hags­munum stúd­enta af heil­ind­um.

Þess vegna skiptir máli að kjósa.

Höf­undur er laga­nemi og Háskóla­ráðs­full­trúi fyrir hönd Röskvu

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None