Háskólinn er ekki eyland

Iðunn Garðarsdóttir
Reykjavik_Haskoli_Islands.jpg
Auglýsing

Í næstu viku fara fram kosningar til Stúdentaráðs. Stúdentum Háskóla Íslands gefst þá tækifæri til að kjósa þá fulltrúa sem þeir treysta til að gæta hagsmuna þeirra í Stúdentaráði og í lok næstu viku verður ljóst hverjir munu eiga sæti í nýju Stúdentaráði.

Vaka og Röskva bjóða fram lista á öllum fræðasviðum Háskólans, og sama hversu margir taka þátt í kosningunum er ljóst að 27 af frambjóðendum fylkinganna munu hljóta kosningu. En hvers vegna skiptir máli að kjósa, og hver er eiginlega munurinn á fylkingunum tveimur?

Róum öll í sömu átt


Iðunn Garðarsdóttir. Iðunn Garðarsdóttir.

Fylkingarnar tvær stefna vissulega að sama markmiði: Bættum hag stúdenta. Hagsmunabarátta stúdenta er gríðarlega mikilvæg, og barátta sem spannar mjög vítt svið. Stúdentar eru stór hópur sem eiga ríkra hagsmuna að gæta og það eru þeir sjálfir sem þurfa að gæta þessara hagsmuna. Því er ljóst að við róum öll í sömu átt. Stóra spurningin er hverjum þú treystir best til að komast á áfangastað.

Auglýsing

Stúdentar hafa nefnilega alla burði til að vera róttækir og láta í sér heyra. Stúdentafylkingar eiga ekki að hreykja sér af því að vera ópólitískar, heldur einmitt að vera pólitískar því pólitík varðar alla einstaklinga samfélagsins. Stúdentar eiga að fara í setuverkföll, mótmæla og vera leiðandi í umræðunni í samfélaginu.

Stúdentafylkingar eiga að veita stjórnvöldum aðhald 


Mikilvægasta hlutverk stúdentafylkinga er að veita stjórnvöldum aðhald. Núverandi ríkisstjórn Íslands er hægristjórn og ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vinnur markvisst að því að stuðla að ójöfnuði í samfélaginu og vegur þar með að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Rauði þráðurinn í stefnu Röskvu er jafnrétti og fulltrúum Röskvu er óhætt að treysta til að standa vörð um hagsmuni stúdenta og veita ríkisstjórninni aðhald.

Við þurfum Stúdentaráð sem lætur í sér heyra þegar skattar á bækur og matvörur hækka. Við þurfum Stúdentaráð sem beitir sér af hörku fyrir umhverfismálum og femínisma. Við þurfum Stúdentaráð sem veitir stjórnvöldum aðhald. Við þurfum Stúdentaráð sem þorir að láta í sér heyra og er ekki hrætt við að styggja ráðamenn þjóðarinnar. Við þurfum Stúdentaráð sem er ekki hrætt við pólitík. Við þurfum Stúdentaráð sem neitar ekki fyrir tengsl sín við stjórnmálaflokka heldur gengst við þeim. Við þurfum Stúdentaráð sem berst fyrir hagsmunum stúdenta af heilindum.

Þess vegna skiptir máli að kjósa.

Höfundur er laganemi og Háskólaráðsfulltrúi fyrir hönd Röskvu

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None