Bakherbergið: Góðar samgöngur frekar en sérhæfðar stofnanir

athafnakonur.hei_.rar.jpg
Auglýsing

Það var vel til fundið hjá Félagi kvenna í atvinnu­rekstri (FKA) að veita Guð­björgu Matth­í­as­dóttur  (lengst til vinstri á með­fylgj­andi mynd) við­ur­kenn­ingu FKA árið 2015, segir fólkið í bak­her­berg­inu. Hún er einn umsvifa­mesti fjár­festir lands­ins, er eig­andi stórra fyr­ir­tækja í út- og inn­flutn­ingi, Ísfé­lags Vest­manna­eyja og Íslensk/Am­er­íska. Svo eitt­hvað sé nefnt, en það eru fleiri fyr­ir­tæki sem hún á eign­ar­hluti í, t.d. Morg­un­blaðið og Oddi. Hún hefur sjálf kosið að vera nær alveg utan kast­ljóss fjöl­miðla, veitir afar sjaldan við­töl.

Í sam­tali við vef FKA, í til­efni af við­ur­kenn­ing­unni, gerði hún það að umtals­efni að nauð­syn­legt væri að fara í átak í sam­göngu­mál­um. Hún sagði miklar breyt­ingar hafa orðið til góðs, frá því að hún hóf að koma að fyr­ir­tækja­rekstri árið 1976. Það sama verður ekki sagt um sam­göngu­mál­in, að hennar sögn. „Í þeim málum hefur orðið heil­mikil aft­ur­för þegar litið er til Vest­manna­eyja“ segir hún. „Fyr­ir­tæki verða að geta stólað á dag­legar ferðir upp á land – en und­an­farið hefur verið mik­ill brestur á því. Greiðar og tryggar sam­göngur eru lífæð allra fram­leiðslu­fyr­ir­tækja og ég tel að við þurfum að fara í átak í sam­göngu­málum um allt land.“

Þetta eru allrar athygli­verð orð hjá Guð­björgu, og eflaust mikið til í þeim. Fólkið í bak­her­berg­inu er á því að stjórn­völd ættu frekar að horfa til þess að styrkja sam­göngur á lands­byggð­inni meira en gert hefur ver­ið, en að færa þangað opin­ber sér­fræði­störf hjá sér­hæfðum stofn­un­um. Mun skyn­sam­legra er að styrkja inn­viði og leggja þannig grunn að því að einka­fjár­festar geti betur athafnað sig með auknum umsvif­um. Gott dæmi um þetta eru Héð­ins­fjarð­ar­göng, sem margir fundu flest til for­áttu fyrir bygg­inga­tíma þeirra. Nú heyr­ist lít­ið. Á áhrifa­svæði þeirra blómstrar nú atvinnu­líf og lét Róbert Guð­finns­son fjár­fest­ir, hafa það eftir sér á ráð­stefnu Félags við­skipta- og hag­fræð­inga á Akur­eyri í gær, að göngin hefðu sann­ar­lega skipt sköpum í millj­arða fjár­fest­ingum hans á Siglu­firði.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None