Óorð og áróðursstríð

0af39b9e4b77e678244e41715cb3b426v2_max_440x330_b3535db83dc50e27c1bb1392364c95a2-1.jpg
Auglýsing

Á You Tube er hægt að hlusta á ræðu sem þýski rithöfundurinn Thomas Mann hélt hjá BBC í London í nóvember 1941. Hann beinir orðum sínum til landsmanna í Þýskalandi Hitlers. Talar um fjöldamorð og ofsóknir nasista og biður þjóðverja um að opna augun og sjá hvað er raunverulega að gerast í kringum þá. Áhrifarík orð Manns virðast nálæg þótt tími hans sé hluti af sögunni.

Helga Brekkan, kvikmyndagerðarkona. Helga Brekkan, kvikmyndagerðarkona.

Í dag er talað um stríðið um flugvöllinn í Donetsk sem "Stalingrad” Ukraínu.

Auglýsing

En áður en sú frásögn fer í sögubækurnar á hún eftir að kosta enn fleiri mannslíf.  Völlurinn heitir Sergei Prokofiev International Airport eftir tónskáldinu sem fæddist í Donetsk. Flugvöllurinn var endurbyggður og bættur  árið 2012 vegna heimsmeistarkeppni í fótbolta. Nú er hann í rúst eftir margra mánaða umsátur og flugturninn fallinn.  Frásögnir rússneskra ríkisfjölmiðla frá flugvellinum í Donetsk eru gjörólíkir þeim sem vestræni fjölmiðlar sýna. Íbúar á svæðinu birta einnig eigin myndir og drónar hafa kvikmyndað eyðilegginguna úr lofti.

Svokölluð heimildarmynd


Í síðustu viku sýndi rússneska ríkssjónvarpsstöðinni Rossia 1  "Projekt Úkraína” .

Í þessari svokölluðu "heimildamynd” var milljónum rússneskra áhorfenda meðal annars sagt að úkraínska þjóðin væri uppfinning vestrænna leyniþjónusta. Að úr Rússunum sem lifðu í syðri hluta landsins væri verið að skapa nýjan þjóðflokk.

http://youtu.be/ijmuQwQRAGc

Áróður og lygar eru daglegt brauð í ríkisfjölmiðlum Rússlands. Meirihluti íbúanna sér aðeins ríkisstöðvarnar, sem eftir mótmælin á Maidan í Kiev hafa skrúfað áróðursvélar sínar í botn. Stjórnvöld í Kreml gera allt til að íbúar Rússlands fari ekki út að mótmæla.  Þjóðerniskennd er blásin upp og óvinaþörfin nærð með  fullyrðingum um að vesturlönd vilji í stríð gegn Rússlandi.

Ekkert lát virðist vera á fjárframlögum til áróðusmaskínu Kreml þrátt fyrir slæmt efnahagsástand. Rúblan fellur eins og olíuverðið og viðskiptaþvinganir vesturlanda vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu hafa áhrif.

Áróðursstöðvar Rússlands hafa sína skýringu á fjármálakrísunni og segja hana verk fjandsamlegra vestrænna ríkja einkum Bandaríkjanna. Sumar fréttir eru svo fjarstæðukenndar að  manni stekkur bros , sem hverfur fljótt.

Dreifir áróðri í 34 löndum á 30 tungumálum


En það eru fleiri en rússneska þjóðin sem fær sinn skerf af áróðursköku Kreml. Með fjölmiðlum eignarhaldsfélagsins Rossiya Segodnja "Rússland í dag” dreifir stjórn Rússlands áróðri sínum í 34 löndum á 30 tungumálum. Móðurstöðin Russia Today var stofnuð af Kreml árið 2005 og lýsti Valdimir Pútín því þá yfir að ástæðan væri að "berjast gegn yfirráðum engilsaxneskra fréttaneta".

Russia Today sendir út allan sólarhringinn á ensku, spænsku, arabísku og rússnesku. Samkvæmt þeirra eigin tölum ná sendingar þeirra ti yfir 700 milljónum áhorfenda í meira en 100 löndum.

Vegna stríðs Rússlands gegn Úkraínu hefur Kreml hækkað áróðursframlagið um 41 prósent að 262 milljónum evra.

Nýjasta flaggskipið í áróðursflotanum er Spútnik. Það birtist á netinu á átta tungumálum, þar á meðal kínversku. Lygar og áróður eru þar sem á RT sett fram sem um fréttir og rannsóknarblaðamennsku væri að ræða.

Þekkt eru náin tengsl Kremls við hægri öfgasamtök í Evrópu eins og til dæmis Marin Le Pen sem hefur fengið fjármagn frá Rússlandi. Einnig við Jobbik í Ungverjalandi og gríska nýnasistaflokkinn Gyllta dögun. Samband á milli breska Ukip og Kreml er óstaðfest en leiðtogi þeirra, Nigel Farage, segir Pútin vera þann þjóðarleiðtoga sem hann dái mest.

Pegida nýtur stuðnings Rússa


Þýsku samtökin sem kalla sig Pegida og hafa marserað í Dresden og víðar gegn innflytjendum njóta stuðnings rússneskra stjórnvalda. Samkvæmt nýjum könnunum eru rasistar sem hrópa "Lygapressa“ um þýska fjölmiðla margir dyggir áhorfendur Russia Today. Það er merkilegt að sjá þar fólk tala um lygapressu og benda á Pútín sem boðbera sannleikans.

"Allir ljúga nema Russia Today," hrópaði Pegida-sinni í Dresden þegar hann neitaði að tala við fréttamann Zdf. Næsti maður við gekk um með plakat af Pútín. “Pútín bjargaðu okkur!”

Þann 21. janúar kom til átaka í Leipzig þar sem meðlimir Legida réðust m.a. á blaðamenn og skemmdu ljósmyndavélar þeirra. Undir hrópum um Lygapressu.

Orðið Lügenpresse, eða Lygapressa, var fyrst notað um blöð óvina í fyrri heimstyrjöld. Nasistar notuðu það stöðugt yfir blöð gyðinga, kommúnista og allra sem gagnrýndu þá. Eftir lok stríðsins 1945 flaut orðið áfram í köldu stríði þar til það sökk. Nú hafa Pegida samtökin veitt það upp af botni sögunnar og kyrja ásamt rasískum slagorðum í hópgöngum.

Þann 13. janúar 2015 var "óorð ársins ” valið af nefnd þýskra málfræðinga. Með því að velja óorð ársins vilja þeir vekja athygli á dulbúinnni eða ærumeiðandi málnotkun sem og að auka  tungumálanæmi þjóðarinnar. Um 1250 tillögur með fleiri en 730 mismunandi orðum bárust og hlaut Lügenpresse hinn vafasama heiður "óorð ársins" 2014 í Þýskalandi.

 

 

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None