Óorð og áróðursstríð

0af39b9e4b77e678244e41715cb3b426v2_max_440x330_b3535db83dc50e27c1bb1392364c95a2-1.jpg
Auglýsing

Á You Tube er hægt að hlusta á ræðu sem þýski rit­höf­und­ur­inn Thomas Mann hélt hjá BBC í London í nóv­em­ber 1941. Hann beinir orðum sínum til lands­manna í Þýska­landi Hitlers. Talar um fjöldamorð og ofsóknir nas­ista og biður þjóð­verja um að opna augun og sjá hvað er raun­veru­lega að ger­ast í kringum þá. Áhrifa­rík orð Manns virð­ast nálæg þótt tími hans sé hluti af sög­unni.

Helga Brekkan, kvikmyndagerðarkona. Helga Brekk­an, kvik­mynda­gerð­ar­kona.

Í dag er talað um stríðið um flug­völl­inn í Donetsk sem "Stal­ingrad” Ukra­ínu.

Auglýsing

En áður en sú frá­sögn fer í sögu­bæk­urnar á hún eftir að kosta enn fleiri manns­líf.  Völl­ur­inn heitir Sergei Prokofiev International Air­port eftir tón­skáld­inu sem fædd­ist í Donetsk. Flug­völl­ur­inn var end­ur­byggður og bættur  árið 2012 vegna heims­meist­ar­keppni í fót­bolta. Nú er hann í rúst eftir margra mán­aða umsátur og flug­turn­inn fall­inn.  Frá­sögnir rúss­neskra rík­is­fjöl­miðla frá flug­vell­inum í Donetsk eru gjör­ó­líkir þeim sem vest­ræni fjöl­miðlar sýna. Íbúar á svæð­inu birta einnig eigin myndir og drónar hafa kvik­myndað eyði­legg­ing­una úr lofti.

Svokölluð heim­ild­ar­myndÍ síð­ustu viku sýndi rúss­neska ríks­sjón­varps­stöð­inni Rossia 1  "Projekt Úkra­ína” .

Í þess­ari svoköll­uðu "heim­ilda­mynd” var millj­ónum rúss­neskra áhorf­enda meðal ann­ars sagt að úkra­ínska þjóðin væri upp­finn­ing vest­rænna leyni­þjón­usta. Að úr Rúss­unum sem lifðu í syðri hluta lands­ins væri verið að skapa nýjan þjóð­flokk.

htt­p://yout­u.be/i­jmuQwQRAGc

Áróður og lygar eru dag­legt brauð í rík­is­fjöl­miðlum Rúss­lands. Meiri­hluti íbú­anna sér aðeins rík­is­stöðv­arn­ar, sem eftir mót­mælin á Mai­dan í Kiev hafa skrúfað áróð­urs­vélar sínar í botn. Stjórn­völd í Kreml gera allt til að íbúar Rúss­lands fari ekki út að mót­mæla.  Þjóð­ern­is­kennd er blásin upp og óvina­þörfin nærð með  full­yrð­ingum um að vest­ur­lönd vilji í stríð gegn Rúss­landi.

Ekk­ert lát virð­ist vera á fjár­fram­lögum til áróðusmask­ínu Kreml þrátt fyrir slæmt efna­hags­á­stand. Rúblan fellur eins og olíu­verðið og við­skipta­þving­anir vest­ur­landa vegna stríðs­rekst­urs Rúss­lands í Úkra­ínu hafa áhrif.

Áróð­urs­stöðvar Rúss­lands hafa sína skýr­ingu á fjár­málakrís­unni og segja hana verk fjand­sam­legra vest­rænna ríkja einkum Banda­ríkj­anna. Sumar fréttir eru svo fjar­stæðu­kenndar að  manni stekkur bros , sem hverfur fljótt.

Dreifir áróðri í 34 löndum á 30 tungu­málumEn það eru fleiri en rúss­neska þjóðin sem fær sinn skerf af áróð­ur­sköku Kreml. Með fjöl­miðlum eign­ar­halds­fé­lags­ins Rossiya Segodnja "Rúss­land í dag” dreifir stjórn Rúss­lands áróðri sínum í 34 löndum á 30 tungu­mál­um. Móð­ur­stöðin Russia Today var stofnuð af Kreml árið 2005 og lýsti Valdimir Pútín því þá yfir að ástæðan væri að "berj­ast gegn yfir­ráðum eng­il­sax­neskra frétta­neta".

Russia Today sendir út allan sól­ar­hring­inn á ensku, spænsku, arab­ísku og rúss­nesku. Sam­kvæmt þeirra eigin tölum ná send­ingar þeirra ti yfir 700 millj­ónum áhorf­enda í meira en 100 lönd­um.

Vegna stríðs Rúss­lands gegn Úkra­ínu hefur Kreml hækkað áróð­urs­fram­lagið um 41 pró­sent að 262 millj­ónum evra.

Nýjasta flagg­skipið í áróð­urs­flot­anum er Spútnik. Það birt­ist á net­inu á átta tungu­mál­um, þar á meðal kín­versku. Lygar og áróður eru þar ­sem á RT sett fram sem um fréttir og rann­sókn­ar­blaða­mennsku væri að ræða.

Þekkt eru náin tengsl Kremls við hægri öfga­sam­tök í Evr­ópu eins og til dæmis Marin Le Pen sem hefur fengið fjár­magn frá Rúss­landi. Einnig við Jobbik í Ung­verja­landi og gríska nýnas­ista­flokk­inn Gyllta dög­un. Sam­band á milli breska Ukip og Kreml er óstað­fest en leið­togi þeirra, Nigel Fara­ge, segir Pútin vera þann þjóð­ar­leið­toga sem hann dái mest.

Peg­ida nýtur stuðn­ings RússaÞýsku sam­tökin sem kalla sig Peg­ida og hafa mar­serað í Dres­den og víðar gegn inn­flytj­endum njóta stuðn­ings rúss­neskra stjórn­valda. Sam­kvæmt nýjum könn­unum eru ras­istar sem hrópa "Lyga­pressa“ um þýska fjöl­miðla margir dyggir áhorf­endur Russia Today. Það er merki­legt að sjá þar fólk tala um lyga­pressu og benda á Pútín sem boð­bera sann­leik­ans.

"Allir ljúga nema Russia Toda­y," hróp­aði Peg­ida-sinni í Dres­den þegar hann neit­aði að tala við frétta­mann Zdf. Næsti maður við gekk um með plakat af Pútín. “Pútín bjarg­aðu okk­ur!”

Þann 21. jan­úar kom til átaka í Leipzig þar sem með­limir Leg­ida réð­ust m.a. á blaða­menn og skemmdu ljós­mynda­vélar þeirra. Undir hrópum um Lyga­pressu.

Orðið Lügen­presse, eða Lyga­pressa, var fyrst notað um blöð óvina í fyrri heim­styrj­öld. Nas­istar not­uðu það stöðugt yfir blöð gyð­inga, komm­ún­ista og allra sem gagn­rýndu þá. Eftir lok stríðs­ins 1945 flaut orðið áfram í köldu stríði þar til það sökk. Nú hafa Peg­ida sam­tökin veitt það upp af botni sög­unnar og kyrja ásamt rasískum slag­orðum í hóp­göng­um.

Þann 13. jan­úar 2015 var "óorð árs­ins ” valið af nefnd þýskra mál­fræð­inga. Með því að velja óorð árs­ins vilja þeir vekja athygli á dul­bú­innni eða æru­meið­andi mál­notkun sem og að auka  tungu­mála­næmi þjóð­ar­inn­ar. Um 1250 til­lögur með fleiri en 730 mis­mun­andi orðum bár­ust og hlaut Lügen­presse hinn vafa­sama heiður "óorð árs­ins" 2014 í Þýska­landi.

 

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None