Óorð og áróðursstríð

0af39b9e4b77e678244e41715cb3b426v2_max_440x330_b3535db83dc50e27c1bb1392364c95a2-1.jpg
Auglýsing

Á You Tube er hægt að hlusta á ræðu sem þýski rit­höf­und­ur­inn Thomas Mann hélt hjá BBC í London í nóv­em­ber 1941. Hann beinir orðum sínum til lands­manna í Þýska­landi Hitlers. Talar um fjöldamorð og ofsóknir nas­ista og biður þjóð­verja um að opna augun og sjá hvað er raun­veru­lega að ger­ast í kringum þá. Áhrifa­rík orð Manns virð­ast nálæg þótt tími hans sé hluti af sög­unni.

Helga Brekkan, kvikmyndagerðarkona. Helga Brekk­an, kvik­mynda­gerð­ar­kona.

Í dag er talað um stríðið um flug­völl­inn í Donetsk sem "Stal­ingrad” Ukra­ínu.

Auglýsing

En áður en sú frá­sögn fer í sögu­bæk­urnar á hún eftir að kosta enn fleiri manns­líf.  Völl­ur­inn heitir Sergei Prokofiev International Air­port eftir tón­skáld­inu sem fædd­ist í Donetsk. Flug­völl­ur­inn var end­ur­byggður og bættur  árið 2012 vegna heims­meist­ar­keppni í fót­bolta. Nú er hann í rúst eftir margra mán­aða umsátur og flug­turn­inn fall­inn.  Frá­sögnir rúss­neskra rík­is­fjöl­miðla frá flug­vell­inum í Donetsk eru gjör­ó­líkir þeim sem vest­ræni fjöl­miðlar sýna. Íbúar á svæð­inu birta einnig eigin myndir og drónar hafa kvik­myndað eyði­legg­ing­una úr lofti.

Svokölluð heim­ild­ar­mynd



Í síð­ustu viku sýndi rúss­neska ríks­sjón­varps­stöð­inni Rossia 1  "Projekt Úkra­ína” .

Í þess­ari svoköll­uðu "heim­ilda­mynd” var millj­ónum rúss­neskra áhorf­enda meðal ann­ars sagt að úkra­ínska þjóðin væri upp­finn­ing vest­rænna leyni­þjón­usta. Að úr Rúss­unum sem lifðu í syðri hluta lands­ins væri verið að skapa nýjan þjóð­flokk.

htt­p://yout­u.be/i­jmuQwQRAGc

Áróður og lygar eru dag­legt brauð í rík­is­fjöl­miðlum Rúss­lands. Meiri­hluti íbú­anna sér aðeins rík­is­stöðv­arn­ar, sem eftir mót­mælin á Mai­dan í Kiev hafa skrúfað áróð­urs­vélar sínar í botn. Stjórn­völd í Kreml gera allt til að íbúar Rúss­lands fari ekki út að mót­mæla.  Þjóð­ern­is­kennd er blásin upp og óvina­þörfin nærð með  full­yrð­ingum um að vest­ur­lönd vilji í stríð gegn Rúss­landi.

Ekk­ert lát virð­ist vera á fjár­fram­lögum til áróðusmask­ínu Kreml þrátt fyrir slæmt efna­hags­á­stand. Rúblan fellur eins og olíu­verðið og við­skipta­þving­anir vest­ur­landa vegna stríðs­rekst­urs Rúss­lands í Úkra­ínu hafa áhrif.

Áróð­urs­stöðvar Rúss­lands hafa sína skýr­ingu á fjár­málakrís­unni og segja hana verk fjand­sam­legra vest­rænna ríkja einkum Banda­ríkj­anna. Sumar fréttir eru svo fjar­stæðu­kenndar að  manni stekkur bros , sem hverfur fljótt.

Dreifir áróðri í 34 löndum á 30 tungu­málum



En það eru fleiri en rúss­neska þjóðin sem fær sinn skerf af áróð­ur­sköku Kreml. Með fjöl­miðlum eign­ar­halds­fé­lags­ins Rossiya Segodnja "Rúss­land í dag” dreifir stjórn Rúss­lands áróðri sínum í 34 löndum á 30 tungu­mál­um. Móð­ur­stöðin Russia Today var stofnuð af Kreml árið 2005 og lýsti Valdimir Pútín því þá yfir að ástæðan væri að "berj­ast gegn yfir­ráðum eng­il­sax­neskra frétta­neta".

Russia Today sendir út allan sól­ar­hring­inn á ensku, spænsku, arab­ísku og rúss­nesku. Sam­kvæmt þeirra eigin tölum ná send­ingar þeirra ti yfir 700 millj­ónum áhorf­enda í meira en 100 lönd­um.

Vegna stríðs Rúss­lands gegn Úkra­ínu hefur Kreml hækkað áróð­urs­fram­lagið um 41 pró­sent að 262 millj­ónum evra.

Nýjasta flagg­skipið í áróð­urs­flot­anum er Spútnik. Það birt­ist á net­inu á átta tungu­mál­um, þar á meðal kín­versku. Lygar og áróður eru þar ­sem á RT sett fram sem um fréttir og rann­sókn­ar­blaða­mennsku væri að ræða.

Þekkt eru náin tengsl Kremls við hægri öfga­sam­tök í Evr­ópu eins og til dæmis Marin Le Pen sem hefur fengið fjár­magn frá Rúss­landi. Einnig við Jobbik í Ung­verja­landi og gríska nýnas­ista­flokk­inn Gyllta dög­un. Sam­band á milli breska Ukip og Kreml er óstað­fest en leið­togi þeirra, Nigel Fara­ge, segir Pútin vera þann þjóð­ar­leið­toga sem hann dái mest.

Peg­ida nýtur stuðn­ings Rússa



Þýsku sam­tökin sem kalla sig Peg­ida og hafa mar­serað í Dres­den og víðar gegn inn­flytj­endum njóta stuðn­ings rúss­neskra stjórn­valda. Sam­kvæmt nýjum könn­unum eru ras­istar sem hrópa "Lyga­pressa“ um þýska fjöl­miðla margir dyggir áhorf­endur Russia Today. Það er merki­legt að sjá þar fólk tala um lyga­pressu og benda á Pútín sem boð­bera sann­leik­ans.

"Allir ljúga nema Russia Toda­y," hróp­aði Peg­ida-sinni í Dres­den þegar hann neit­aði að tala við frétta­mann Zdf. Næsti maður við gekk um með plakat af Pútín. “Pútín bjarg­aðu okk­ur!”

Þann 21. jan­úar kom til átaka í Leipzig þar sem með­limir Leg­ida réð­ust m.a. á blaða­menn og skemmdu ljós­mynda­vélar þeirra. Undir hrópum um Lyga­pressu.

Orðið Lügen­presse, eða Lyga­pressa, var fyrst notað um blöð óvina í fyrri heim­styrj­öld. Nas­istar not­uðu það stöðugt yfir blöð gyð­inga, komm­ún­ista og allra sem gagn­rýndu þá. Eftir lok stríðs­ins 1945 flaut orðið áfram í köldu stríði þar til það sökk. Nú hafa Peg­ida sam­tökin veitt það upp af botni sög­unnar og kyrja ásamt rasískum slag­orðum í hóp­göng­um.

Þann 13. jan­úar 2015 var "óorð árs­ins ” valið af nefnd þýskra mál­fræð­inga. Með því að velja óorð árs­ins vilja þeir vekja athygli á dul­bú­innni eða æru­meið­andi mál­notkun sem og að auka  tungu­mála­næmi þjóð­ar­inn­ar. Um 1250 til­lögur með fleiri en 730 mis­mun­andi orðum bár­ust og hlaut Lügen­presse hinn vafa­sama heiður "óorð árs­ins" 2014 í Þýska­landi.

 

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None