Bakherbergið: Vilja lífeyrissjóðirnir tapa peningum?

365vasi-1.jpg
Auglýsing

Fólkið í bak­her­berg­inu man vel eftir því, þegar rann­sókn­ar­nefnd um starf­semi íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina og laga­legt umhverfi þeirra, skil­aði skýrslu sinni og kynnti hana á fundi á Grand Hót­el.  And­rúms­loftið var raf­magn­að. Síðan voru nið­ur­stöð­urnar kynnt­ar. Þær komu ekki mikið á óvart. Ein nið­ur­stað­an, sem var óum­deild, var að líf­eyr­is­sjóð­irnir töp­uðu meira en 250 millj­örðum króna á fjár­fest­ingum sem tengd­ust Exista og tengdum félögum ann­ars veg­ar, og síðan á Baugi og tengdum félögum hins veg­ar. Tapið vegna Baugs og tengdra félaga nam 77 millj­örðum króna, sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Hjá Baugi var Jón Ásgeir Jóhann­es­son með alla þræði í hendi sér sem kunn­ugt er. Baugur er nú gjald­þrota, en lýstar kröfur í búið námu um 400 millj­örðum króna, en aðeins lítið brot af því var til í rústum búss­ins. Sviðin skuldjörð ein­kennir reyndar flest þau félög sem Jón Ásgeir tengd­ist fyrir hrun­ið, og um tíma voru næstum allar lána­stofn­anir lands­ins með kröfur á hendur félögum sem hann tengd­ist, nema hugs­an­lega LÍN og Byggða­stofn­un.

Þetta breytti engu um það, að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa nú farið í sam­starf inn í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 miðlum sem lengi hefur verið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki hans. Þeir eiga nú orðið stóran hlut í félag­inu á móti eig­in­konu Jóns Ásgeirs, Ingi­björgu Pálma­dótt­ur. Sjóð­irnir sem hafa nú lagt 365 til hluta­fé, með sam­ein­ing­unni við Tal, eru Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, ­Sam­ein­aði líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Stapi líf­eyr­is­sjóð­ur, Stafir líf­eyr­is­sjóð­ur­, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins, Söfn­un­ar­sjóður líf­eyr­is­rétt­inda, Al­menni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Vinnu­deilu­sjóður SA, Líf­eyr­is­sjóður verk­fræð­inga, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna sveit­ar­fé­laga, svo ein­hverjir séu nefnd­ir.

Auglýsing

Fólkið í bak­her­berg­inu klórar sér í hausnum yfir þessu og veltir því fyrir sér hvort það sé nokkuð fyrir hendi ein­beittur vilji til þess að tapa pen­ingum hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um. En um leið vonar það bara að þetta muni ganga betur en síð­ast þegar líf­eyr­is­sjóð­irnir lögðu pen­inga til félaga sem tengd­ust Jóni Ásgeiri. Langar skýrslur með sam­an­tektum á frum­gögnum eru til vitnis um það, að nokkur hætta sé á því að ­pen­ingar sjóð­fé­laga geti tap­ast.

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None