Bakherbergið: Vilja lífeyrissjóðirnir tapa peningum?

365vasi-1.jpg
Auglýsing

Fólkið í bakherberginu man vel eftir því, þegar rannsóknarnefnd um starfsemi íslensku lífeyrissjóðina og lagalegt umhverfi þeirra, skilaði skýrslu sinni og kynnti hana á fundi á Grand Hótel.  Andrúmsloftið var rafmagnað. Síðan voru niðurstöðurnar kynntar. Þær komu ekki mikið á óvart. Ein niðurstaðan, sem var óumdeild, var að lífeyrissjóðirnir töpuðu meira en 250 milljörðum króna á fjárfestingum sem tengdust Exista og tengdum félögum annars vegar, og síðan á Baugi og tengdum félögum hins vegar. Tapið vegna Baugs og tengdra félaga nam 77 milljörðum króna, samkvæmt niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar.

Hjá Baugi var Jón Ásgeir Jóhannesson með alla þræði í hendi sér sem kunnugt er. Baugur er nú gjaldþrota, en lýstar kröfur í búið námu um 400 milljörðum króna, en aðeins lítið brot af því var til í rústum bússins. Sviðin skuldjörð einkennir reyndar flest þau félög sem Jón Ásgeir tengdist fyrir hrunið, og um tíma voru næstum allar lánastofnanir landsins með kröfur á hendur félögum sem hann tengdist, nema hugsanlega LÍN og Byggðastofnun.

Þetta breytti engu um það, að lífeyrissjóðirnir hafa nú farið í samstarf inn í fjölmiðlafyrirtækinu 365 miðlum sem lengi hefur verið fjölskyldufyrirtæki hans. Þeir eiga nú orðið stóran hlut í félaginu á móti eiginkonu Jóns Ásgeirs, Ingibjörgu Pálmadóttur. Sjóðirnir sem hafa nú lagt 365 til hlutafé, með sameiningunni við Tal, eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stapi lífeyrissjóður, Stafir lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Almenni lífeyrissjóðurinn, Vinnudeilusjóður SA, Lífeyrissjóður verkfræðinga, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, svo einhverjir séu nefndir.

Auglýsing

Fólkið í bakherberginu klórar sér í hausnum yfir þessu og veltir því fyrir sér hvort það sé nokkuð fyrir hendi einbeittur vilji til þess að tapa peningum hjá lífeyrissjóðunum. En um leið vonar það bara að þetta muni ganga betur en síðast þegar lífeyrissjóðirnir lögðu peninga til félaga sem tengdust Jóni Ásgeiri. Langar skýrslur með samantektum á frumgögnum eru til vitnis um það, að nokkur hætta sé á því að peningar sjóðfélaga geti tapast.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None