Bakherbergið: Af hverju eiga lífeyrissjóðir ekki meira í sjávarútvegi?

helgi-magn--sson-newrender.jpg
Auglýsing

Helgi Magn­ús­son, fjár­festir og stjórn­ar­maður í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna, flutti fróð­legt erindi á hádeg­is­fundi Félags við­skipta- og hag­fræð­inga á dög­un­um. Helgi var annar tveggja frum­mæl­enda á fund­in­um, en dr. Hersir Sig­ur­geirs­son, kenn­ari við Háskóla Íslands, hélt fróð­legt erindi um eign­ar­hald líf­eyr­is­sjóða á skráðum hluta­fé­lögum áður en Helgi tók til máls. Í stuttu máli eiga líf­eyr­is­sjóðir ríf­lega 40 pró­sent hluta­fjár í skráðum félög­um hér á landi, en heild­ar­eignir þeirra sam­kvæmt nýjustum tölum Seðla­banka Íslands nema 2.820 millj­örðum króna, eða sem nemur um 150 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu Íslands.

Helgi komst af því, eftir nokkuð mikla upp­taln­ingu, að líf­eyr­is­sjóð­irnir íslensku ættu lít­inn hlut af íslensku atvinnu­lífi, ekki síst í alþjóð­legum sam­an­burði. Þeir ættu lítið sem ekk­ert í sjáv­ar­út­vegi, lítið sem ekk­ert í inn­viða­fjár­fest­ing­um, lítið sem ekk­ert í orku­geir­an­um, lítið sem ekk­ert í land­bún­aði, lítið sem ekk­ert í fjöl­miðl­um, osvfrv. Í bak­her­berg­inu sögðu menn mikið vera til í þessu hjá Helga og raunar lítið um þetta rætt. Sér­stak­lega er þetta áber­andi í sjáv­ar­út­vegi. Eign­ar­hald á flestum stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum lands­ins er lítið dreift, og oft eru þar að miklu leyti far­sæl fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki. Aðeins eitt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki er skráð á mark­að, það er HB Grandi. Önnur fyr­ir­tæki eru ekki á mark­aði og líf­eyr­is­sjóðir eiga ekk­ert í þeim. Þetta verður að telj­ast með nokkrum ólík­ind­um, sögðu menn í bak­her­berg­inu, í und­ir­stöðu­at­vinnu­vegi þjóð­ar­inn­ar. Því var einnig velt upp hvort það geti verið að það sé hugs­an­lega lyk­ill­inn að sátt um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið að eign­ar­hald í stærstu fyr­ir­tækjum verði dreift svo að góður rekstur skili sér beint víðar í sam­fé­lagið en nú er. Hver veit...

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None