Bakherbergið: Af hverju fengu hluthafar Tals 20 prósent í 365 miðlum?

365.jpg
Auglýsing

Það hefur vart farið fram­hjá mörgum að fjar­skipta­fyr­ir­tækið Tal hefur nýverið sam­ein­ast fjöl­miðl­aris­anum 365. Til­gang­ur­inn er vit­an­lega að nýta sér sam­spil fjar­skipta og fjöl­miðl­unar til að skapa öfl­ugt afþrey­ing­ar­fyr­ir­tæki sem getur keppt í nútíma­heimi. Sam­runin er því talin mjög skyn­sam­legur að mörgu leyti og í anda þess sem hefur gerst víða ann­ars­staðar í heim­in­um.

Það hefur hins vegar vakið athygli í bak­her­berg­inu hversu stóran hlut fyrrum hlut­hafar í Tal fengu í 365 við sam­run­ann. Þegar Auður 1, fjár­fest­inga­sjóður sem nú er í stýr­ingu hjá Virð­ingu, keypti Tal árið 2010 greiddi hann um 594 millj­ónir króna fyrir fjar­skipta­fyr­ir­tæk­ið. Kaupin eru af mörgum talin ein þau verstu sem ráð­ist hefur verið í eftir hrun, enda hefur Tal lítið gert annað síðan að þau gengu í gegn en að tapa miklum pen­ing­um. Árið 2010 tap­aði félagið 99 millj­ón­um, árið 2011 nam tapið 92,9 millj­ónum króna og á árinu 2012 197 millj­ónum króna.  Árið 2013 var tapið síðan 131,3 millj­ónir króna og í lok árs 2013 voru skuldir umfram eignir 497,5 millj­ónir króna.

Sam­hliða hefur við­skipta­vina­fjöldi Tals hríð­fall­ið. Um mitt ár 2013 voru við­skipta­vinir þess til að mynda 20.828. Ári síðar hafði þeim fækkað um 5.500 og mark­aðs­hlut­deild Tals í far­síma­þjón­ustu mæld­ist ein­ungis 3,5 pró­sent. Tal selur líka netteng­ingar en hefur tapað hlut­falls­lega mik­illi mark­aðs­hlut­deild und­an­far­ið. Við­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins fækk­aði til að mynda um tvö þús­und frá miðju ári 2013 og út júní 2014 og voru þá ein­ungis 9.217. Mark­aðs­hlut­deild Tals er á þeim mark­aði er 7,9 pró­sent.

Auglýsing

Samt fengu fyrrum hlut­hafar Tals 19,78 pró­sent hlut í 365 miðl­um, fyr­ir­tæki sem til­kynnti að það hefði hagn­ast um 746 millj­ónir króna á árinu 2013. Ef miðað er við að virði Tals sé enn það sama og það var þegar Auður 1 keypti félagið árið 2010, sem verður að telj­ast ólík­legt miðað við að félagið hefur tap­aði 520 millj­ónum króna á árunum 2010 til 2013 og skuld­aði hálfan millj­arð króna umfram eignir í lok árs 2013, þá er heild­ar­virði 365 „ein­ung­is“ um þrír millj­arðar króna. Það er aðeins minna en áætl­anir stjórn­enda 365 frá árinu 2012 gerður ráð fyr­ir. Þar var gert ráð fyrir að virði 365 yrði 11,5 millj­arðar króna í lok árs 2014.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None