Bakherbergið: Af hverju fengu hluthafar Tals 20 prósent í 365 miðlum?

365.jpg
Auglýsing

Það hefur vart farið fram­hjá mörgum að fjar­skipta­fyr­ir­tækið Tal hefur nýverið sam­ein­ast fjöl­miðl­aris­anum 365. Til­gang­ur­inn er vit­an­lega að nýta sér sam­spil fjar­skipta og fjöl­miðl­unar til að skapa öfl­ugt afþrey­ing­ar­fyr­ir­tæki sem getur keppt í nútíma­heimi. Sam­runin er því talin mjög skyn­sam­legur að mörgu leyti og í anda þess sem hefur gerst víða ann­ars­staðar í heim­in­um.

Það hefur hins vegar vakið athygli í bak­her­berg­inu hversu stóran hlut fyrrum hlut­hafar í Tal fengu í 365 við sam­run­ann. Þegar Auður 1, fjár­fest­inga­sjóður sem nú er í stýr­ingu hjá Virð­ingu, keypti Tal árið 2010 greiddi hann um 594 millj­ónir króna fyrir fjar­skipta­fyr­ir­tæk­ið. Kaupin eru af mörgum talin ein þau verstu sem ráð­ist hefur verið í eftir hrun, enda hefur Tal lítið gert annað síðan að þau gengu í gegn en að tapa miklum pen­ing­um. Árið 2010 tap­aði félagið 99 millj­ón­um, árið 2011 nam tapið 92,9 millj­ónum króna og á árinu 2012 197 millj­ónum króna.  Árið 2013 var tapið síðan 131,3 millj­ónir króna og í lok árs 2013 voru skuldir umfram eignir 497,5 millj­ónir króna.

Sam­hliða hefur við­skipta­vina­fjöldi Tals hríð­fall­ið. Um mitt ár 2013 voru við­skipta­vinir þess til að mynda 20.828. Ári síðar hafði þeim fækkað um 5.500 og mark­aðs­hlut­deild Tals í far­síma­þjón­ustu mæld­ist ein­ungis 3,5 pró­sent. Tal selur líka netteng­ingar en hefur tapað hlut­falls­lega mik­illi mark­aðs­hlut­deild und­an­far­ið. Við­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins fækk­aði til að mynda um tvö þús­und frá miðju ári 2013 og út júní 2014 og voru þá ein­ungis 9.217. Mark­aðs­hlut­deild Tals er á þeim mark­aði er 7,9 pró­sent.

Auglýsing

Samt fengu fyrrum hlut­hafar Tals 19,78 pró­sent hlut í 365 miðl­um, fyr­ir­tæki sem til­kynnti að það hefði hagn­ast um 746 millj­ónir króna á árinu 2013. Ef miðað er við að virði Tals sé enn það sama og það var þegar Auður 1 keypti félagið árið 2010, sem verður að telj­ast ólík­legt miðað við að félagið hefur tap­aði 520 millj­ónum króna á árunum 2010 til 2013 og skuld­aði hálfan millj­arð króna umfram eignir í lok árs 2013, þá er heild­ar­virði 365 „ein­ung­is“ um þrír millj­arðar króna. Það er aðeins minna en áætl­anir stjórn­enda 365 frá árinu 2012 gerður ráð fyr­ir. Þar var gert ráð fyrir að virði 365 yrði 11,5 millj­arðar króna í lok árs 2014.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None