Bakherbergið: Af hverju fengu hluthafar Tals 20 prósent í 365 miðlum?

365.jpg
Auglýsing

Það hefur vart farið fram­hjá mörgum að fjar­skipta­fyr­ir­tækið Tal hefur nýverið sam­ein­ast fjöl­miðl­aris­anum 365. Til­gang­ur­inn er vit­an­lega að nýta sér sam­spil fjar­skipta og fjöl­miðl­unar til að skapa öfl­ugt afþrey­ing­ar­fyr­ir­tæki sem getur keppt í nútíma­heimi. Sam­runin er því talin mjög skyn­sam­legur að mörgu leyti og í anda þess sem hefur gerst víða ann­ars­staðar í heim­in­um.

Það hefur hins vegar vakið athygli í bak­her­berg­inu hversu stóran hlut fyrrum hlut­hafar í Tal fengu í 365 við sam­run­ann. Þegar Auður 1, fjár­fest­inga­sjóður sem nú er í stýr­ingu hjá Virð­ingu, keypti Tal árið 2010 greiddi hann um 594 millj­ónir króna fyrir fjar­skipta­fyr­ir­tæk­ið. Kaupin eru af mörgum talin ein þau verstu sem ráð­ist hefur verið í eftir hrun, enda hefur Tal lítið gert annað síðan að þau gengu í gegn en að tapa miklum pen­ing­um. Árið 2010 tap­aði félagið 99 millj­ón­um, árið 2011 nam tapið 92,9 millj­ónum króna og á árinu 2012 197 millj­ónum króna.  Árið 2013 var tapið síðan 131,3 millj­ónir króna og í lok árs 2013 voru skuldir umfram eignir 497,5 millj­ónir króna.

Sam­hliða hefur við­skipta­vina­fjöldi Tals hríð­fall­ið. Um mitt ár 2013 voru við­skipta­vinir þess til að mynda 20.828. Ári síðar hafði þeim fækkað um 5.500 og mark­aðs­hlut­deild Tals í far­síma­þjón­ustu mæld­ist ein­ungis 3,5 pró­sent. Tal selur líka netteng­ingar en hefur tapað hlut­falls­lega mik­illi mark­aðs­hlut­deild und­an­far­ið. Við­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins fækk­aði til að mynda um tvö þús­und frá miðju ári 2013 og út júní 2014 og voru þá ein­ungis 9.217. Mark­aðs­hlut­deild Tals er á þeim mark­aði er 7,9 pró­sent.

Auglýsing

Samt fengu fyrrum hlut­hafar Tals 19,78 pró­sent hlut í 365 miðl­um, fyr­ir­tæki sem til­kynnti að það hefði hagn­ast um 746 millj­ónir króna á árinu 2013. Ef miðað er við að virði Tals sé enn það sama og það var þegar Auður 1 keypti félagið árið 2010, sem verður að telj­ast ólík­legt miðað við að félagið hefur tap­aði 520 millj­ónum króna á árunum 2010 til 2013 og skuld­aði hálfan millj­arð króna umfram eignir í lok árs 2013, þá er heild­ar­virði 365 „ein­ung­is“ um þrír millj­arðar króna. Það er aðeins minna en áætl­anir stjórn­enda 365 frá árinu 2012 gerður ráð fyr­ir. Þar var gert ráð fyrir að virði 365 yrði 11,5 millj­arðar króna í lok árs 2014.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None