Bakherbergið: Af hverju fengu hluthafar Tals 20 prósent í 365 miðlum?

365.jpg
Auglýsing

Það hefur vart farið fram­hjá mörgum að fjar­skipta­fyr­ir­tækið Tal hefur nýverið sam­ein­ast fjöl­miðl­aris­anum 365. Til­gang­ur­inn er vit­an­lega að nýta sér sam­spil fjar­skipta og fjöl­miðl­unar til að skapa öfl­ugt afþrey­ing­ar­fyr­ir­tæki sem getur keppt í nútíma­heimi. Sam­runin er því talin mjög skyn­sam­legur að mörgu leyti og í anda þess sem hefur gerst víða ann­ars­staðar í heim­in­um.

Það hefur hins vegar vakið athygli í bak­her­berg­inu hversu stóran hlut fyrrum hlut­hafar í Tal fengu í 365 við sam­run­ann. Þegar Auður 1, fjár­fest­inga­sjóður sem nú er í stýr­ingu hjá Virð­ingu, keypti Tal árið 2010 greiddi hann um 594 millj­ónir króna fyrir fjar­skipta­fyr­ir­tæk­ið. Kaupin eru af mörgum talin ein þau verstu sem ráð­ist hefur verið í eftir hrun, enda hefur Tal lítið gert annað síðan að þau gengu í gegn en að tapa miklum pen­ing­um. Árið 2010 tap­aði félagið 99 millj­ón­um, árið 2011 nam tapið 92,9 millj­ónum króna og á árinu 2012 197 millj­ónum króna.  Árið 2013 var tapið síðan 131,3 millj­ónir króna og í lok árs 2013 voru skuldir umfram eignir 497,5 millj­ónir króna.

Sam­hliða hefur við­skipta­vina­fjöldi Tals hríð­fall­ið. Um mitt ár 2013 voru við­skipta­vinir þess til að mynda 20.828. Ári síðar hafði þeim fækkað um 5.500 og mark­aðs­hlut­deild Tals í far­síma­þjón­ustu mæld­ist ein­ungis 3,5 pró­sent. Tal selur líka netteng­ingar en hefur tapað hlut­falls­lega mik­illi mark­aðs­hlut­deild und­an­far­ið. Við­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins fækk­aði til að mynda um tvö þús­und frá miðju ári 2013 og út júní 2014 og voru þá ein­ungis 9.217. Mark­aðs­hlut­deild Tals er á þeim mark­aði er 7,9 pró­sent.

Auglýsing

Samt fengu fyrrum hlut­hafar Tals 19,78 pró­sent hlut í 365 miðl­um, fyr­ir­tæki sem til­kynnti að það hefði hagn­ast um 746 millj­ónir króna á árinu 2013. Ef miðað er við að virði Tals sé enn það sama og það var þegar Auður 1 keypti félagið árið 2010, sem verður að telj­ast ólík­legt miðað við að félagið hefur tap­aði 520 millj­ónum króna á árunum 2010 til 2013 og skuld­aði hálfan millj­arð króna umfram eignir í lok árs 2013, þá er heild­ar­virði 365 „ein­ung­is“ um þrír millj­arðar króna. Það er aðeins minna en áætl­anir stjórn­enda 365 frá árinu 2012 gerður ráð fyr­ir. Þar var gert ráð fyrir að virði 365 yrði 11,5 millj­arðar króna í lok árs 2014.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None