Bakherbergið: Beckham auglýsir íslenska hamborgarabúllu

tommisburgerjoint.1.687x510.jpg
Auglýsing

Vöxtur Ham­borg­ar­búllu Tómasar er ein skemmti­leg­asta við­skipta­saga síð­ari ára. Tómas Tóm­as­son, mað­ur­inn sem kynnti Íslend­inga fyrir alvöru skyndi­bita­ham­borg­urum á Tomma­borg­urum sem hann stofn­aði árið 1981, snéri til baka í ham­borg­araslag­inn um páska­helg­ina árið 2004 með því að opna litla „búllu“ í gömlu kaffi­stofu Slipps­ins við Geirs­götu. Nú, tæpum ell­efu árum síð­ar, eru stað­irnir orðnir ell­efu tals­ins. Sex þeirra eru á Íslandi, tveir í London og einn í Berlín, Kaup­manna­höfn og Osló. Á útlensku heitir stað­ur­inn „Tommi´s Burger Join­t“.

Það eru ekki bara gæði ham­borgar­anna sem orsaka vin­sældir stað­ar­ins innan og utan lands­stein­anna, heldur hefur mark­aðs­setn­ing á „Búll­unni“ þótt afbragð.

Gestur í bak­her­berg­inu sem fylgir ýmsum sem eru frægir ein­vörð­ungu fyrir að vera frægir á sam­fé­lags­miðlum benti á eitt slíkt mark­aðs­bragð sem „Búllan“ greip nýlega til og heppn­að­ist frá­bær­lega.

Auglýsing

„Búllan“ nefndi einn ham­borg­ara sem fæst í stöðum hennar í London eftir hinum 16 ára Brook­lyn Jos­eph Beck­ham. Sá er sonur fyrrum fót­bolta­stjörn­unnar og und­ir­fata­aug­lýs­inga­goðs­ins David Beck­ham og krydd­legnu tísku­gyðj­unnar Vict­oríu Beck­ham.

Af hverju var þetta snið­ugt hjá „Búllu“-­mönn­um? Jú, vegna þess að Brook­lyn þessi, þrátt fyrir ungan aldur og lítil afrek, er sam­fé­lags­miðla­stjarna. Hann til að mynda með yfir hálfa milljón fylgj­endur á Instagram. Eftir að ham­borg­ar­inn var nefndur eftir honum birti Brook­lyn mynd af sér með aug­lýs­inga­skilti sem sýndi borg­arann, og þar með fengu fylgj­endur hans vit­neskju um að hann feng­ist á Tommi´s Burger Joint. Rúm­lega 103 þús­und manns hafa líkað við mynd­ina.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None