Bakherbergið: Beckham auglýsir íslenska hamborgarabúllu

tommisburgerjoint.1.687x510.jpg
Auglýsing

Vöxtur Hamborgarbúllu Tómasar er ein skemmtilegasta viðskiptasaga síðari ára. Tómas Tómasson, maðurinn sem kynnti Íslendinga fyrir alvöru skyndibitahamborgurum á Tommaborgurum sem hann stofnaði árið 1981, snéri til baka í hamborgaraslaginn um páskahelgina árið 2004 með því að opna litla „búllu“ í gömlu kaffistofu Slippsins við Geirsgötu. Nú, tæpum ellefu árum síðar, eru staðirnir orðnir ellefu talsins. Sex þeirra eru á Íslandi, tveir í London og einn í Berlín, Kaupmannahöfn og Osló. Á útlensku heitir staðurinn „Tommi´s Burger Joint“.

Það eru ekki bara gæði hamborgaranna sem orsaka vinsældir staðarins innan og utan landssteinanna, heldur hefur markaðssetning á „Búllunni“ þótt afbragð.

Gestur í bakherberginu sem fylgir ýmsum sem eru frægir einvörðungu fyrir að vera frægir á samfélagsmiðlum benti á eitt slíkt markaðsbragð sem „Búllan“ greip nýlega til og heppnaðist frábærlega.

Auglýsing

„Búllan“ nefndi einn hamborgara sem fæst í stöðum hennar í London eftir hinum 16 ára Brooklyn Joseph Beckham. Sá er sonur fyrrum fótboltastjörnunnar og undirfataauglýsingagoðsins David Beckham og kryddlegnu tískugyðjunnar Victoríu Beckham.

Af hverju var þetta sniðugt hjá „Búllu“-mönnum? Jú, vegna þess að Brooklyn þessi, þrátt fyrir ungan aldur og lítil afrek, er samfélagsmiðlastjarna. Hann til að mynda með yfir hálfa milljón fylgjendur á Instagram. Eftir að hamborgarinn var nefndur eftir honum birti Brooklyn mynd af sér með auglýsingaskilti sem sýndi borgarann, og þar með fengu fylgjendur hans vitneskju um að hann fengist á Tommi´s Burger Joint. Rúmlega 103 þúsund manns hafa líkað við myndina.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None