Bakherbergið: Við hverja var haft samráð?

rikisstjorn.4des2014.jpg
Auglýsing

Íslensk stjórn­mál leika á reiði­skjálfi eftir ein­hliða ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar að eyða stöðu Íslands sem umsókn­ar­ríkis að Evr­ópu­sam­band­inu. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra fram­fylgdi þeirri ákvörðun í gær.

Öllum með augu og eyru er ljóst að með þessu eru leið­togar beggja stjórn­ar­flokk­anna að svíkja þau lof­orð sem þeir gáfu í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga, þegar þeir lof­uðu ítrekað að þjóðin fengi að kjósa um mál­ið.

Til að bæta gráu ofan á þá stað­reynd að þjóðin verði ekki höfð með í ráðum í þessu risa­stóra hags­muna­máli þá ákvað rík­is­stjórn nú að hún þyrfti hvorki að hafa sam­ráð við Alþingi Íslend­inga né utan­rík­is­mála­nefnd um málið held­ur. Þing­flokkar Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks fengu að vita af mál­inu tveimur dögum eftir að ákvörðun var tekin um það og stjórn­ar­and­staðan heyrði fyrst af því í fréttum fjöl­miðla. En stjórn­ar­herr­arnir hafa leitt kvak þess­arra aðila hjá sér. Að þeirra mati var það bara „common sen­se“, fyrst rík­is­stjórnin væri á móti Evr­ópu­sam­bands­að­ild, að hætta þessu ferli án þess að spyrja kóng né prest.

Auglýsing

Í bak­her­berg­inu hafa reyndar heyrst efa­semdir um að ekki hafi verið haft sam­ráð við neinn við gerð til­lög­un­ar. inni í stjórn­ar­ráð­inu. „Þegar tekið er mið af hvað ráð­herr­arnir eiga erfitt með að svara fyrir gjörn­ing­inn er ljóst að til­lagan hefur verið samin utan stjórn­ar­ráðs­ins. Ég læt les­endur um að velta fyrir sér hvaðan hún gæti hafa kom­ið,“ sagði Val­gerð­ur.

Sam­sær­is­kenn­inga­smiðir bak­her­berg­is­ins hafa líka bent á að lítil frétt sem birt­ist í Morg­un­blað­inu á mið­viku­dag, degi áður en að Gunnar Bragi afhenti slita­bréf­ið sitt í Slóvak­íu, hafi látið í það skína hvað væri í vænd­um. Líkt og flestir vita hefur lík­ast til eng­inn ýtt jafn fast á við­ræðu­slit og Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, en til und­an­tekn­inga heyrir ef Stak­steinar blaðs­ins eru ekki lagðir undir slíkan áróð­ur.

Það vakti líka athygli þeirra að annar svarin Evr­ópu­and­stæð­ing­ur, og fyrrum rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, Styrmir Gunn­ars­son, blogg­aði um aft­ur­köllun á aðild­ar­um­sókn Íslands. síð­ast­lið­inn þriðju­dag.

Getur kannski verið að for­svars­menn stjórn­ar­flokk­anna hafi haft sam­ráð við ýmsa valda- og hags­muna­að­ila í bak­landi sínu þegar þeir voru að kokka upp við­ræðu­slitin sem þeir þora ekki með fyrir þing­ið?

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None