Árangursríkasta lausnin sem boðið er upp á í dag er gas- og jarðgerðarstöð

 Björn Hafsteinn Halldórsson
Stada_og_markmid.jpg
Auglýsing

Í grein sem birt­ist í Kjarn­anum þann 28. febr­úar sl. er því m.a. haldið fram að SORPA hafi ákveðið að draga úr flokkun úrgangs og að ekki hafi tek­ist að draga úr urðun hans þrátt fyrir tvö­földun í end­ur­nýt­ingu. Hvoru tveggja eru rangar full­yrð­ingar en því miður aðeins hluti af enn frek­ari rang­færslum í umræddri grein sem bar yfir­skrift­ina „Sveit­ar­fé­lögin keppa við einka­fram­tak­ið.“ Þar sem grein­ar­höf­undur virð­ist ekki hafa haft tíma til að afla sér réttra upp­lýs­inga, sem þó hefði verið auð­sótt, er mik­il­vægt að halda eft­ir­far­andi stað­reyndum á lofti.

Boðið upp á 36 flokka úrgangsÞað er rangt að SORPA hafi ákveðið að draga úr flokkun úrgangs og að slíkt sé brot á stefnu­mótun Lands­á­ætl­un­ar. Íbúum standa nú sem fyrr til boða 36 flokkar úrgangs á end­ur­vinnslu­stöðv­um, grennd­ar­gámum og í mót­töku­stöð.

Í grein­inni er talað um að end­ur­nýt­ing hafi tvö­fald­ast sl. 10 ár. Með því er vænt­an­lega vísað til efnis sem ekki fer til urð­un­ar. Þessi full­yrð­ing er ekki rök­studd en gögn SORPU um magn mót­tek­ins úrgangs til urð­unar styðja hana ekki. Til fróð­leiks má benda á að meg­in­hluti úrgangs til urð­unar berst frá atvinnu­líf­inu, ekki heim­il­um.

Það er rangt að ekki hafi tek­ist að draga úr urðun úrgangs. Þetta magn var 109 þús. tonn árið 2003 en 104 þús. tonn árið 2013. Á sama tíma fjölg­aði íbúum sam­lags­svæðis SORPU um 14,5%. Á síð­asta ári var hlut­fall end­urunn­ins heim­ilsúr­gangs um 72%. Með nýrri gas- og jarð­gerð­ar­stöð eykst þetta hlut­fall í 95%.

Auglýsing

Ákvörðun tekin af eig­endumÞað er frá­leit full­yrð­ing að ákvörðun um bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar hafi verið tekin án sam­ráðs við eig­end­ur. Ákvörðun var tekin af eig­end­um, m.a. eftir ferð borg­ar­stjóra og bæj­ar­stjóra sveit­ar­fé­lag­anna sem standa að SORPU, til Norð­ur­landa þar sem mis­mun­andi lausnir voru skoð­að­ar. Einnig liggur fyrir und­ir­ritað sam­komu­lag eig­enda SORPU um bygg­ingu stöðv­ar­inn­ar.

Það er frá­leit full­yrð­ing að ákvörðun um bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar hafi verið tekin án sam­ráðs við eigendur.

Enn­fremur er rangt í grein­inni að samið hafi verið við danska fyr­ir­tækið Aikan um „kaup á tækja­bún­að­i.“ Margoft hefur komið fram að aðkoma Aikan snýst ein­göngu um ráð­gjöf og tækni­vinnu. Ávallt hefur staðið til að bjóða út alla jarð­vinnu, bygg­ing­ar, tanka, tækja­búnað og stjórn­tæki þannig að íslenskir aðilar gætu boðið í verk­ið.  Að halda öðru fram eru ósann­indi.

Það var ekki Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála sem kærði SORPU. Það var Gáma­þjón­ustan sem kærði SORPU til áfrýj­un­ar­nefnd­ar­innar fyrir að veita eig­endum sínum – íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins – hærri afslætti en einka­fyr­ir­tækjum á mark­aði.

Eig­enda­stefna var sam­þykkt í apríl 2013. Hana má kynna sér á heima­síðu SORPU. Sam­kvæmt stefn­unni getur SORPA ekki stofnað dótt­ur­fyr­ir­tæki eða gerst hlut­hafi í fyr­ir­tæki nema með sér­stakri heim­ild eig­enda – öfugt við það sem haldið er fram í grein­inni.

Engin þekkt aðferð árang­urs­rík­ariVot­vinnslu­stöð var ein af þeim aðferðum sem SORPA skoð­aði ásamt ráð­gjöf­um. Þær hafa bæði kosti og galla. Vot­vinnsla felst í því að ná vökva úr úrgang­inum áður en hann fer í vinnslu. Vök­vinn press­ast úr en eftir verður kaka sem er um 20% af upp­haf­legu magni. Þetta efni er líf­rænt og án und­an­tekn­inga brennt erlend­is. Byggja þyrfti hér brennslu­stöð sem kostar marg­falt á við gas- og jarð­gerð­ar­stöð.

Sér­söfnun líf­ræns úrgangs fyrir vot­vinnslu krefst nýrrar tunnu við hvert heim­ili. Gróf­lega má áætla að slík fjár­fest­ing kosti um 500 millj­ónir króna fyrir öll heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þjón­usta við auka­tunnu kostar árlega á að giska um 500 millj­ónir króna þótt eitt­hvað sparist á móti. Með því að sleppa auka­tunnu spar­ast stofn­kostn­aður gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar á rúmum fjórum árum.

Sú aðferð sem SORPA hefur valið með bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar er tækni­lega ein­föld og þjónar öllum mark­mið­um. Með til­komu hennar stefnir SORPA að því að end­ur­vinna eða end­ur­nýta 95% af öllum heim­il­is­úr­gangi. Engin þekkt aðferð hefur reynst árang­urs­rík­ari.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri SORPU bs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None