Árangursríkasta lausnin sem boðið er upp á í dag er gas- og jarðgerðarstöð

 Björn Hafsteinn Halldórsson
Stada_og_markmid.jpg
Auglýsing

Í grein sem birt­ist í Kjarn­anum þann 28. febr­úar sl. er því m.a. haldið fram að SORPA hafi ákveðið að draga úr flokkun úrgangs og að ekki hafi tek­ist að draga úr urðun hans þrátt fyrir tvö­földun í end­ur­nýt­ingu. Hvoru tveggja eru rangar full­yrð­ingar en því miður aðeins hluti af enn frek­ari rang­færslum í umræddri grein sem bar yfir­skrift­ina „Sveit­ar­fé­lögin keppa við einka­fram­tak­ið.“ Þar sem grein­ar­höf­undur virð­ist ekki hafa haft tíma til að afla sér réttra upp­lýs­inga, sem þó hefði verið auð­sótt, er mik­il­vægt að halda eft­ir­far­andi stað­reyndum á lofti.

Boðið upp á 36 flokka úrgangsÞað er rangt að SORPA hafi ákveðið að draga úr flokkun úrgangs og að slíkt sé brot á stefnu­mótun Lands­á­ætl­un­ar. Íbúum standa nú sem fyrr til boða 36 flokkar úrgangs á end­ur­vinnslu­stöðv­um, grennd­ar­gámum og í mót­töku­stöð.

Í grein­inni er talað um að end­ur­nýt­ing hafi tvö­fald­ast sl. 10 ár. Með því er vænt­an­lega vísað til efnis sem ekki fer til urð­un­ar. Þessi full­yrð­ing er ekki rök­studd en gögn SORPU um magn mót­tek­ins úrgangs til urð­unar styðja hana ekki. Til fróð­leiks má benda á að meg­in­hluti úrgangs til urð­unar berst frá atvinnu­líf­inu, ekki heim­il­um.

Það er rangt að ekki hafi tek­ist að draga úr urðun úrgangs. Þetta magn var 109 þús. tonn árið 2003 en 104 þús. tonn árið 2013. Á sama tíma fjölg­aði íbúum sam­lags­svæðis SORPU um 14,5%. Á síð­asta ári var hlut­fall end­urunn­ins heim­ilsúr­gangs um 72%. Með nýrri gas- og jarð­gerð­ar­stöð eykst þetta hlut­fall í 95%.

Auglýsing

Ákvörðun tekin af eig­endumÞað er frá­leit full­yrð­ing að ákvörðun um bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar hafi verið tekin án sam­ráðs við eig­end­ur. Ákvörðun var tekin af eig­end­um, m.a. eftir ferð borg­ar­stjóra og bæj­ar­stjóra sveit­ar­fé­lag­anna sem standa að SORPU, til Norð­ur­landa þar sem mis­mun­andi lausnir voru skoð­að­ar. Einnig liggur fyrir und­ir­ritað sam­komu­lag eig­enda SORPU um bygg­ingu stöðv­ar­inn­ar.

Það er frá­leit full­yrð­ing að ákvörðun um bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar hafi verið tekin án sam­ráðs við eigendur.

Enn­fremur er rangt í grein­inni að samið hafi verið við danska fyr­ir­tækið Aikan um „kaup á tækja­bún­að­i.“ Margoft hefur komið fram að aðkoma Aikan snýst ein­göngu um ráð­gjöf og tækni­vinnu. Ávallt hefur staðið til að bjóða út alla jarð­vinnu, bygg­ing­ar, tanka, tækja­búnað og stjórn­tæki þannig að íslenskir aðilar gætu boðið í verk­ið.  Að halda öðru fram eru ósann­indi.

Það var ekki Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála sem kærði SORPU. Það var Gáma­þjón­ustan sem kærði SORPU til áfrýj­un­ar­nefnd­ar­innar fyrir að veita eig­endum sínum – íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins – hærri afslætti en einka­fyr­ir­tækjum á mark­aði.

Eig­enda­stefna var sam­þykkt í apríl 2013. Hana má kynna sér á heima­síðu SORPU. Sam­kvæmt stefn­unni getur SORPA ekki stofnað dótt­ur­fyr­ir­tæki eða gerst hlut­hafi í fyr­ir­tæki nema með sér­stakri heim­ild eig­enda – öfugt við það sem haldið er fram í grein­inni.

Engin þekkt aðferð árang­urs­rík­ariVot­vinnslu­stöð var ein af þeim aðferðum sem SORPA skoð­aði ásamt ráð­gjöf­um. Þær hafa bæði kosti og galla. Vot­vinnsla felst í því að ná vökva úr úrgang­inum áður en hann fer í vinnslu. Vök­vinn press­ast úr en eftir verður kaka sem er um 20% af upp­haf­legu magni. Þetta efni er líf­rænt og án und­an­tekn­inga brennt erlend­is. Byggja þyrfti hér brennslu­stöð sem kostar marg­falt á við gas- og jarð­gerð­ar­stöð.

Sér­söfnun líf­ræns úrgangs fyrir vot­vinnslu krefst nýrrar tunnu við hvert heim­ili. Gróf­lega má áætla að slík fjár­fest­ing kosti um 500 millj­ónir króna fyrir öll heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þjón­usta við auka­tunnu kostar árlega á að giska um 500 millj­ónir króna þótt eitt­hvað sparist á móti. Með því að sleppa auka­tunnu spar­ast stofn­kostn­aður gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar á rúmum fjórum árum.

Sú aðferð sem SORPA hefur valið með bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar er tækni­lega ein­föld og þjónar öllum mark­mið­um. Með til­komu hennar stefnir SORPA að því að end­ur­vinna eða end­ur­nýta 95% af öllum heim­il­is­úr­gangi. Engin þekkt aðferð hefur reynst árang­urs­rík­ari.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri SORPU bs.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None